Alþýðublaðið - 22.10.1940, Side 4

Alþýðublaðið - 22.10.1940, Side 4
BJIIDAGUR 22. OKT. IM». Hver var að Silæja? ii VfcihnTfBY hhth Hver var að hiæja? Kaupið bókina AIrPY bS 11 n iafl&iS I iS er bók, sem þér og brosið með! JMmT A mM UUllflvlV þurfið að eignast. ; ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sírrvi 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19,00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19,25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Gullaldardraumur fornsagnanna (Björn Sig- fússon). 20,55 Hljómplötur: a) Konsert fyrir lágfiðlusveit eftir Walton. b) Symfónía eftir Szostakowicz. Hlutaveltu heldur st. Verðandi í dag kl. 4 í Goód-Templarahúsinu. Verða þar margir góðir munir á boðstólum. Griinspahn. Systurnar heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkið leikur Corole Lombard. Þrjár kænar stúlkur þroskast heitir ameríksk tal- og söngva- mynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkið leikur Deanne Durbin. Aðrir leikarar eru Nan Grey, Helen Parrish og William Lundigan. Umferðaslys varð í gær á Hverfisgötu. Varð telpa fyrir bíl og marðist töluvert á höfði. Kvennadeild Slysavarnafél. í Hafnarfirði heldur fund í kvöld kl. 8% að Hótel Björninn. Framseldnr af stjón Pétains. HtNN ungi pólski Gyðingur Griinspahn, sem haustið 1938 skaut von Rath, þýzka sendiráðsfulltrúann í París, og síðan hefir setið í fangelsi í Frakklandi, verður nú, að því er frégn frá Vichy hermir, framseldur Þjóðverjum, fluttur til Berlín og dæmdur þar af nazistum. í Frakklandi var hann dæmdur í 20 ára fangelsi. ÚTÍ'SAMA !.,.£>? Frh. af 3. síóu. 1914 104 100 1915 175 123 1916 201 155 1917 217 248 1918 247 333 Tvö fyrri árin er verðhaekkunin á. útfluttu vömnum allmikið meiri en hækkun framí.ærsiuko s tna ðar- ina, en tvö síðari árin er þetta öfugt, þá fer vísitala framfærslu- kostnaðarins langt fram úr verð- vfsitölu útflutningafurða. Enda þótt útflutningsafurðirnar hækki á erLendum markaði út allt stríð- ið og ■ séu siðasta árið í 21/3 sinnum hærra verði en fyrir stríð, fer.samt svo að innanlands- verðið hækkar iangtum meira. Á eftir framfærslukostmaðar- ins kemur svo hækkun kaupsins,- eins og vonlegt er, að vísu hækk- ar kaupið lengi vel ekki nálægt því eins mikið eins og fcani- færslukostnaðurinn, en kapphlaup i*ð heldur áfram allt til ársins 1921, þegar verðlagi'ð loks byrj- ar að lækka aftur og þá meir . en kaupið. Sama kaþphlaupið milli fram- færslUkiostnaðar, verkakaups og framleiðslukostnaðar virðist vera í fullum gangi nú, aðeins með ennþá meiri hraða en í síðasta. stxíði og það er því fylsta á- stæða til að staldra við áður en lengra er haldið á þessari ógæfubraut. SYSTURNAR VIGIL IN THE NIGHT. Ameríksk stórmynd frá RKO Radio Pictures, gerð eftir hinni víðlesnu skáld- sögu A. J. CRONIN, höf- undar ,,Borgarvirk:is“. Að- alhlutverkin leika: Carole Lombard, Anne Shirley og Brian Aherne. Sýnd klukkan 7 og 9. (Three smárt Girls grow up.) — Ameríksk tal- og söngvakvikmynd frá Uni- versal Film. Aðalhlut- verkið leikur og syngur DEANNA DURBIN. Aðrir leikarar eru: Nan Grey, Helen Parrish og William Lundigan. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. OASVILA BIOK NYJA BI0 m Þrjár kænar stúlknr Jarðarför móður og tengdamóður okkar Þorbjargar Einarsdóttur fer fram frá fríkirkjunni miðvikudaginn 23. þ. nt. Athöfnin hefst: með húskveðju að heimili hennar, Barónsstíg 10 B, kl. 1 miðdegis.. Guðmundur Halldórssön. Fríða Aradóttir. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Eyjólfs Sigurðssonar frá Pétursey. Aðstandendur. Eldsvoði. í fyrradag kom upp eldur í hús- inu Hverfisgata 47; Kviknaði-hann út frá tjöru, sem stóð í .málninga- krús á gasvél í eldbúsinu á neðri hæð. Urðu allmiklar skemmdir á húsinu, Félag blikksmiða hefir kosið á Alþýðusambands- þing Guðmund Jóhannsson. SKÓLAFÖTIN úr FATABÚÐINNI. M'orguinblaði'ð kallar Gruns- pahn í morgun „m'jrðingjann, sein kom af stað Gyðingajfsökn- Unum“. En möiigum árum áður, en Grunspahn vann ögæfuverk sitt, höfðu þýzku nazistarnir fram ið hin níðingslegustu og hömiu- Jegustu hermdarveirk á ættbræðr- um hans í Þýzkalandi. Nazistar raotuðu sér að vísu óhappaverk Grtinspahns sem á- tyllu til nýrra og óheyrilegra hryðjuverka gegn þýzku Gyöing- unum. En hvaða ástæðu höfum við' hér heima hjá okkur tíl þess að flýka áróðurslygum þeirra BÓLUSETNING Frh. af 1. s-íðu. sjúkrasamlagið þriðjung og rík- issjóður þriðjung. Svör eru ó- komin nema frá bæjarráði og hefir það sámþykkt tillögu land- iæknis. Bólusetning gegn bamaveiki var framkvæmd hér í bæ árið 1935, en nú hefír bæzt við fjöldi óbólusetnra barna. Þúsundir vita, að gæfa fylgir trúlofunarhringum frá Sigut þór, Hafnarstræti 4. SóknarnefndarkosD- ini í Nesprestakalli. SAFNAÐARFUNDUR í Nes- prestakalli var haldinn í Háskólanúm í gærkveldi. Safnaðaríuiltrúi var kosinn Ás- mundur Gíslason præp. h*on. I sóknamefnd voru kosnir Sigurð- ur Jónsson skólastjóri, Guiðm. Ágústsson verkstjóri, Láruis Sig- urbjörnsson, Helgi Tryggvasjn kennari og Guðjón Þórðarson skó smíðameistari. Aðalfindir Taflfélags Alþýðu verður haldinn í Lestrar- sal V erkamannabústað- anna sunnud. 27. okt.. kl. 2 e. h. Áríðandi að allir féiagar> mæti. STJÓRNIN. Auglýsið í Alþýðubiaðinu. 17. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT hægindastólnum sínum og hugsaði um þetta mál. Jennie var honum hjartfólgnari en hann hafði álitið. Núna, þegar vonlaust var, að hún kæmi oftar í heim- sókn til hans, fánn hann, hversu þessar heimsóknir hennar höfðu verið honum mikilsvirði .Hann hugs- aði málið vandlega og komst loks að þeirri niður- stöðu, að þýðingarlaust væri að skipta sér nokkmð af gistihúsþvaðrinu, en hann hefði komið stúlkunni í slæma klípu. — Ef til vill er skynsamlegast af mér að hætta við þetta allt saman, hugsaði hann. — Það er vafa- laust báðum aðilum fyrir beztu. Eftir þetta fór hann til Washington og dvaldi þar þangað til þingi lauk. Þá fór hann aftur til Colum- bus og beið þess, að hann yrði gerður að sendiherra og sendur til útlanda. Hann hafði alls ekki gleymt Jennie. Því lengur, sem hann var fjarverandi, því meir þráði hann að komast heim. Þegar hann kom heim í gistihúsherbergi sitt, tók hann staf sinn og gekk í átt til heimilis Gerhardtsfjölskyldunnar. Þegar þangað kom, ákvað hann að fara inn og barði að dyrum. Frú Gerhardt og dóttir hennar tóku á móti honum með feimnislegu brosí. Hann skýrði þeim frá því, að hann hefði verið fjarverandi. Fyrst fór hann að tala um þvottinn, eins og hann hefði komið í þeim erindum einum. Af tilviljun var hann einsamall með Jennie stundarkorn, og þá bar hann upp erindið. — Mynduð þér vilja fara í ökuferð með njér ann- að kvöld? spurði hann. — Já, svaraði hún hiklaust og var mjög hrifin yfir þessu boði. Hann brosti og klappaði henni á kinnina. Hún virtist verða fegurri með hverjum deginum, sem leið. Gullið hárið bylgjaðist um höfuð hennar og hún var töfrandi fögur. Hann beið þangað til frú Gerhardt kom inn aftur. Þá stóð hann á fætur og sagði: — Ég ætla að fara ökuferð með dóttur yðar ann- ' að kvöld. Ég þarf að ræða við hana um framtíð hennar. — Það var skemmtilegt, sagði móðirin. Hún fann ekkert athugavert við þetta, og þau kvöddust bros- andi. — En hve þetta er mikið göfugmenni, sagði frú Gerhardt. — Hann er alltaf svo góður við þig. Hann ætlar að sjá um, að þú fáir einhverja menntun. Þú mátt vera hreykin af honum. — Ég veit ekki, hvort rétt er að segja föður þín- um frá þessu, sagði frú Gerhardt að lokum. — Hann vill ekki að þú farir út á kvöldin. Þær urðu sammála um að segja honum ekki frá því, hann myndi ef til vill misskilja það. Jennie var tilbúin, þegar hann kom að sækja hana. Hann sá strax, við dauft lampaljósið, að hún hefði, hans vegna, farið í beztu fötin, sem hún átti. Hún var í ljósbláum léreftskjól. Hún átti enga hanzka og enga skar.tgripi, en hár hepnar-var 4 við> fegursta djásn. Svo óku þau af stað, og hann gleymdi fljótt öllu: öðru en því, að hún sat við hlið hans. Hún bar sig; vel og frjálsleg og ræddi um alla heima og geima_ Hún var mjög töfrandi. — Ó, Jennie, sagði hann, þegar hún hafði beðið* hann að horfa á, hve trén voru fögur í tungsljósinu. — Þér eruð dásamleg. Ég held, að þér gætuð ort ljóð, ef þér hefðuð fengið ofurlitla menntun. — Haldið þér það í raun og veru? spurði hún. hrifin. -— Það er ég sannfærður um, sagði hann og greip> hönd hennar. — Ég er alveg sannfærður um það.. Yður dreymir yndislega dagdrauma. Auðvitað gæt- uð þér ort ljóð. Þér hugsið ekki um annað en skáld- lega hluti. En þér skuluð nú samt ekki fara að yrkja.. Þetta hrós hafði dýpri áhrif á hana en allt annað, sem hann hafði sagt. Hann sagði alltaf svo falleg orð. Aldrei hafði nokkur maður látið sér jafn annt. um hana og hann. Þau héldu áfram þangað til honum datt allt í einu í hug, að orðið væri framorðið. — Hvað skyldi klukkan vera? Það er ef til vill bezt, að,við snúum við. Hafið þér úrið yðar? Jennie hrökk við, því að hún hafði vonað, að hann minntist ekki á úrið. Þessi hugsun hafði alltaf þjáð hana. Meðan hann var fjarverandi, hafði neyðin sorfið svo að Gerhardtsfjölskyldunni, að hún hafði orðið að veðsetja úrið. Kjóll Mörtu litlu var orðinn sv*

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.