Alþýðublaðið - 05.11.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.11.1940, Blaðsíða 4
MUÐJUDAGUR 5. NÓV. 1940. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Bókin er ÞÝDDAK SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Pétur Jakobs- son, Leifsgötu 9, sími 2735. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Litla bíla- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 19,25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.30 Erindi: Úr sögu sönglistar- innar (með tóndæmum), I: Getgátur um uppruna hennar (Robert Abraham). 21,00 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó, Op. 1, nr. 3, eftir Beethoven. 21.30 Hljómplötur: Sálmasymfón- ían eftir Stravinsky. Tvær nýjar bækur koma á bókamarkaðinn í dag. Önnur er Norræn goðafræði eftir Ólaf Briem, en hin er Sumar á fjöllum eftir Hjört Björnsson. Út- gefandi er Bókaverzlun ísafold- arprentsmiðju. F.U.J. Leikfimisæfing í kvöld kl. 9 á sama staS og áður. i------------—-----— HALLBJÖRG Bjarnadóttir NÆTDR - JASS- IIL JÓMLEIKAR annað kvöld klukkan 11% í Gamla Bíó. | HLJÓMSVEIT undir stjórn Jóhanns Tryggvasonar. Aðgöngumiðar fást hjá Ey- mundsen og í Hljóðfæra- húsinu. UM SKATTFRELSI. (Frh. af 3. síðu.) Það ástand í atvinnulífi þjóð- arinnar, sem nú hefir verið lýst, verða imenn að hafa hugfast, þegar rætt er um afnám skatt- frelsis togaranna, „skattstigana“ og aðrar breytingar á útsvars- og skattalöggjöfinni. Þeir „skattstigar“, sem notaðir eriu, bæði af ríki og sveitarfélög- amr enu mSðaðir við það, að aldrei sé um neinn verulegan gróða að ræða til að skattleggja, heldur hitt, að ná sem hæstum skaíti af þeim tekjum einstak- lingianna, sem teljia verður þurft- arlaun og þar yfir. Það var hugsað uim að taka tekjumar bæði í ríkissjóð oig sveitarsjóði þar, seim hsegt var að ná þeim, oig enginn ;gerðá ráð fyrir því, að nokkurs staðar yrði unr verulegan gróða að ræða. Er nú því svo komið, að ef skattstigunum, sem farið hefir verið eftir að undanfömu, er beitt á vemlega háar tekjur, sem tii falla á einu ári, getur það ó- Jíklega komið fyrir, að hægt er aði tatoa meira en allar tekjurnar. En hvernig stendur á því, að svo getur farið, munu menn spyrja. Svarið er ofur einfalt. Það er vegna þess, að milli skattalaga ríkisins og skafctajagia sveitairfé- laganra — útsvarslaganna — eru eugin tengsl, sem hmdra þetta. Rífcið tekur skatt eftir allt öðr- um regluim en sveitarfélögm, en þegar báðir'þessir aðilar mætast hjá skattgrei ðandainuim getur út- koman oröið þessi, eff farið e*1 eftir þeim, reglum, sem undanfar- ið hefir verið beitt. Sjálfsvörn skatttiepnanna Hinar síauknu þarfir sveitajfé- laga og ríkiis, sem orsakast af atvinnubrestinum og óáraninni, hafa fcnúið áitvinnu- og verziuraar- fyrirtækin til andspyrnu. ŒSSimmLM béo dýrlimsiis. Afar spennandi og dular- full leynilögreglumynd, eftir Leslie Carteries. Að- alhlutverkin leika: George Sanders og Bela Lugosi. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. sn mja eio mm Betjndáðir Ameríksk kvikmynd frá Columbia film um hreysti og hetjudáðir ameríkskra björgunarliðsmanna. Að- alhlutverkið leikur RALPH BELLAMY. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. LEIKFELAG REYKJAVIKUR. 99Loginn helgi44 eftir W. SOMERSET MAUGHAM. SÝNING ANNAÐ KVÖLD KLUKKAN 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför mannsins míns og föður, Hannesar S. Einarssonar. Guðbjörg Brynjólfsdóttir og dóttir. Sjálfsvöm þeirra gegn hinum hækkuðu álögum sveitarfélaga og ríkisins hefir síðustu árin gleggst komiið' fram í kröfunni um skatt- frelsi. Nú er líka svo komið, að mikið af atvinnurekstri, fjármálastarf- semi og verzhin landsmanna er skattfrjálst eða greiðir skatt eftir miklu vægari regluim en allur almenniinigur í landinu. Það er rétt að benda á nokkur helztu fyrirtæki og stiofnanir, sem þanniig hafa smátt og smátt smoikkast undan hinurn eiginlegu skattakigum þjóðféliagsins. Eankar, sparisjðóir og opin- berir sjóðir eru skattfrjálsir að lögum. Samvinniufélög greiða sfvatt og Úfsvar eftir samvinnulögunum af viðskiptum utanféiagsmanna og fasiteignaskatt af húsum þeim, er þau ro'ta við rekstur sinn. Bmnabóíaféliag fslands, st-ærsta tryggingarfélag Landsins, er skatt- frjálst að lögum. Síldarverksmiðiur ríkisins eru skattfrjálsar til ríkisins, en greiða lágt prósentuigjald í sveitarsjóð, þar sem verksmiðjuTnar eru. Ríkiseinfeasöluj'nar greáða lága prósentu af sölu sinni í bæjar- sijóði, þair sem þær hafa aðsetur og föst útibú. Eimskipafélag íslands, stærsta sk i p a ú tge r ð a rf é iag landsins, er undanþegið skatti og útsvari með s'érstökum lögum. Sölusamband íslenzkria fisk- framleiðenda, ver zlun arf y rirtæk i það^ sem selur allan saltfisk landsmanna, er uudanþegið út- svari og skatti með sérstökum lögum. Síldiarútvegsnefnd, sem hefir haft eiukasölu á miklum hluta saltsíldarinnar, er undanþegin útsvari og skatti að Iögum. Mjólkursamsalian, í Reykjavík, sem selur a-lla mjólk til þriðjungs allra landsmanna, er undanþegin útsvari og skatti að löguim. Togaraiélög landsins eru skatt- frjáls til rikissjóðs, meðan þau eru að greiða töp sín frá fyrri árum, og á þau má ekki leggja hærra útsvar en þau báru 1938, og heimilt er að uindanþiggjia þau öllui útsvari. Áhæítiuþóknun sjiómanna, í siglingum á stríðshættusvæðinu, er undanþegin að helmingi út- svari og tekjuskatti. Iðnfyriríæki, sem taiist geta fyrstu fytirtækii í nýrri iðngrein, eru undanþegin úísvari og skatti í 3 ár frá stofnun þeirra. Vafalaust eru undanþágurnar og ívilnanirnar fleiri en hér eru upp taldar, en þetta nægir til þess að sýna, hversu langt er kornið á þessari braut. Og enn halda kröfurnar uim skattfrelsið áfram. (Niðuriag á morgun.) Dýraverndarinn, 6. tbl. þessa árgangs er nýkim- ið út. Efni: Bréfi svarað. Tyrus, eftir Stgr. Davíðsson, Fagurlitur fugl og vitur, eftir Jón Pálssin, Fjárrekstrar, Úlfhundar, Dranmur um kisu, eftir Guðríði Eyjólfsdótt- ur. Ritstjóri er Páll Steingrímsson. Auglýsið í Alþýðublaðinu. 23. THEODQRE DREISER: JENNIE GERHARDT með rispaðar hendur, blátt auga og í rifnum frakka. Þegar börnin komu heim vissu þau ekki, hvað hafði orðið af bróður þeirra, en þegar klukkan var orðin ellefu og hann kom ekki heim, varð frú Ger- hardt mjög óttaslegin. Og þegar klukkan var orðin hálfeitt, fór hún að gráta og sagði: — Það ætti eitthvert ykkar að fara og segja föð- ur ykkar frá þessu. — Ef til vill er hann á lög- reglustöðinni. Jennie og Georg fóru strax. — Hvað er að? spurði Gerhardt undrandi, þegar þau komu. — Bas er ekki kominn heim ennþá, sagði Jennie og skýrði honum frá því, sem skeð hafði um kvöldið. Gerhardt fór strax úr vinnunni og fylgdi börnum sínum heim á leið. Svo sneri hann út af veginum og gekk til lögreglustöðvarinnar. Hann grunaði, hvernig komið væri og var mjög órólegur. — Er nú svona langt komið? sagði hann við sjálf- an sig og þurrkaði svitann af enni sér. — Sebastian Gerhardt? sagði hann og leit á dag- bókina. — Jú, hann er hér. Hann hefir stolið kol- um og sýnt lögreglunni mótþróa. Er það sonur yðar? — Já, sagði Gerhardt örvæntingarfullur. — Langar yður til að sjá hann? spurði varðstjór- inn. — Já, sagði faðirinn. — Fylgið honum ofan, Fred, sagði varðstjórinn við gamla fangavörðinn, — og lofið honum að sjá unga manninn. Þegar Gerhardt kom niður og Sebastian kom inn rifinn og tættur með glóðarauga, gat gamli mað- urinn ekki varizt gráti. Hann gat ekki stunið upp orði, en settist niður og grét. — Gráttu ekki, faðir minn, sagði Sebastian og bar sig hraustlega. — Ég gat ekki að þessu gert. Ég losna út í fyrramálið. Gerhardt skalf af harmi. — Gráttu ekki, hélt Sebastian áfram og reyndi að verjast gráti. — Það er engin þörf að gráta. —- Ég veit það, ég veit það, sagði hið gráhærða gamalmenni. — En ég get ekki að því gert. Þetta er allt saman mér að kenna. Ég átti ekki að láta þig fara. — Nei, nei, það er ekki þér að kenna. Þú gazt ekki gert að því. Veit mamma um þetta? — Já, hún veit það, sagði faðirinn. — Jennie og Georg komu til mín á vinnustaðinn og sögðu mér frá þessu. Ég fékk ekki að vita um þetta fyrr en núna. Og hann hélt áfram að gráta. — Nú verðurðu að herða upp hugann, sagði Bas. — Þú skalt fara aftur til vinnu þinnar og ekki hugsa meira um þetta. — Hvernig fórstu að meiða þig í auganu? spurði faðir hans, sem sá að annað auga hans var þrútið. — O, ég lenti í áflogum við náungann, sem tók mig fastan, sagði Bas og brosti karlmannlega. — Ég ætlaði að reyna að sleppa frá honum. — Það hefðirðu ekki átt að gera, Sebastian, sagði faðir hans. — Þú færð þyngri dóm fyrir bragðið, Hvenær heldurðu, að málið komi fyrir rétt? — Á morgun, svaraði Bas, — klukkan níu. Gerhardt sat hjá syni sínum enn um stund og ræddi við hann um tryggingu, sekt og fangavist, án þess þeir kæmust að nokkurri niðurstöðu. Að lok- um fékk Bas hann til að fara, en hann var mjög sorgbitinn. — Þetta er hræðilegt, sagði Bas við sjálfan sig, þegar búið var að loka hann aftur inni í klefanum. Hann var að hugsa um föður sinn. — Hvað skyldi mamma segja. Hann tók það mjög sárt, að foreldrar sínr skyldu taka þetta svona nærri sér. — Bara að ég hefði. getað slegið nógu fast, sagði hann. — Ég var klaufl að geta ekki sloppið. SJÖUNDI KAFLI. Gerhardt örvænti. Hann þekkti engan, sem hann- gæti leitað hjálpar hjá um miðja nótt. Hann fór fyrst heim til konu sinnar, og þaðan á vinnustaðinn. Hvað átti hann að gera? Hann þekkti aðeins einn vin, sem ef til vill gat hjálpað honum. Það var Hammond verksmiðjueigandi, en hann var ekki í borginni. Þegar klukkan var níu fór hann í réttarsalinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.