Alþýðublaðið - 13.11.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.11.1940, Blaðsíða 3
MÐVIKUDAGUR-13. NÓV. 1940. ALÞYÐUBLAÐSÐ MÐUBIAÐI9 Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgotu. Simar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. .4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau AI, ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN SS©H, Bvað vakir fyrir Sjálfstæðlsflofeknum? Q AMBANDSÞING UNGRA O SJÁLFSTÆÐISMANNA.sem ' setið hefiir á rökstótum hér í Reykjavík undanfarria daga, heiðraði Alþýðublaðið með sér- •istakri samþyikkt í tilefni af grein- uim þess „varðandi málefni lands- ins úit á við og afstöðu vora til ófriðaraðilannia", en vék uim leið nokkrwm orðum að utanríkis- málaráðherranum, svipuöum þeim, sem getið hefir að lesa í blöðum Sjálfstæðisflokksins síð- Mstu daga. Morgunblaðið sagði í gær, að samþykMin hefði verið gerð „vegna gálausra skrifa Alþýðu- Waðsins". En það þótti Vísi of lítið sagt. Samkvæmt frásögn hans var samþykfetín gerð „vegna skrifa Alþýðublaðsins gegn ís- lenzkum málstað og hagsmun- tum"! En samþykktin sjálf hljóðar þannig: „Sambandsþing ungra Sjálf- .stæðismanna átelwr mjög harð- lega hin ábyrgðarlausu skrif Al- þýðubláðsins... að uindanföVrnu varðandi málefni landsins út á við og afstöðu vora til ófriðarað- ilanna. Telur sambandsþingið al- gerlega óviðunandi, að formaður Alþýðuflokksini, Stefán Jóhann :Stefánsson, gegni áfram embætti wtanrikismálaráðherra, méð því að 'láta slík skrif viðgangast ó- átalið lí málgagrii flofoks síns >3g með því móti stöðu sinnar vegna>. gefið ófriðaraðilum hættulegt til- ¦efni til þess að taka mark. á skrifum blaðsins." Svo mörg eru þauorð. Og svo gáfulega og þjóðlega orðaðar ¦erui þær samþykktir, sem sam- bandsþing ungra Sjálfstæðis- manna læíur frá sér fara. En látv um málið á samþykktinni liggja milli hluta og snúum ok'kur að innihaldi hennar. Hvaða „skrif Alþýðublaðsins" •eru það þá, „varðandi málefni landsins út á við og afstöðu vora til ófriðaraðilanna", sem sam- bandsþing ungra Sjáflfstæðis- 'manna „átelur" svo „harðlega"? Par er ekki um neitt að villast: Það eru greinar Alþyðublaðsins á móti þýzka nazismanium og með JýðræðisþjóðunUm, í stríðinu, sem nú stendur yfir. Slíkar greinar vill sambandsþing ungra Sjálf- stæðismanna ekki „láta viðgang- ast". Með þeim telur það^ ófrið- araðilunUm vera gefið „hættulegt tilefni". Og ritstjóri Vísis, sem áíti sæti á pingmn, bætir þeim vísdómi meira að segja við frá eigin brjósti, að þessar greiinar Alþýðublaðsins séu „skrif gegn íslenzkum máistað og hagsmun- «m"! Hver hefir áður heyrt annað eins? Að gagnrýna þýzka nazism- ann á prenti og taka afstöðu með lýðræðisþjóðunum, á að vera sama og að skrifa „gegn íslenzk- Um málstað og hagsmunwm"! Rit- stjóri Vísis er sjálfur lögfræðing- ur. Og auk hans sátu að minnsta kosti þrír lögfræðingar sam- bandsþingið, þar af tveir prófess- prar í lögum. Ekki geta þeir ver- ið svo illa að sér, að þeir yiti ekki, að samkvæmt alþjóðalögum er hlutleysi ekki falið í neimi öðru en því, að ríki, sem slikt, haldi sér frá allri hiutdeild í hernaðaraðgerðum. Sú krafa, að blöð og einstaklingar séu hlutlaus í skrifum sínum eða orðum, á sér fingan stað í alþjöðialöguim. En hvað eru herrarnir í Sam- bandi Ungra Sjálfstæðismanna að hugsa um alþjóðalög? Hitler og Göhbels heimta „algert" hlutleysi. Peir vilja ekki leyfa neina gagn- írýni á. þýzka nazismanum í hlut- lausum löndum, né neinar sam- úðaryfirlýsrngar með lýðræðis- þjóðunum, og krefjast. þar af leiðandi þess, að þeim blöðum, sem eins og Alþýðublaðið eru andvíg nazismanum, verði bann- að að láta skoðanir sínan- í ljós, án nokkurs tillits til þess, hvort prentfrelsi er rikjandi i hlutað- eigandi landi eða ekki. Og þessa kröfu gerir Samband ^umgra Sjólf- stæðismanna nú að sinni! Og þykist með því vera að berjast fyrir „íslenzkum málstáð og hagsmunum"! Rétt eins og það væri Islenzkur málstaður og hags- munir, að við létum kúgast xíl þess af þýzka nazismanum, að af sala okkur þeim réttindum, sem okkur ber samkvæmt alþjóðalög- um og pTentfrelsinu innanlands í viðbót! Nei, þeir menn, sem slikar kröfur bera fram, eru ekki að hugsa um „íslenzkari málstað og hagsmuni", helduir um eitthyað annað. Blöð Sjálfstæðisflokksins, Morg- unblaðið og Vísir, tóku það illa upp, að Alþýðublaðið skyldi á dögunum segja þann sannleika, að nazistar væru hér enn að verki innan Sjélfstæðisflokksiris og að áhrifa þeirra gætti alvar- 'lega í flokknum og blöðum haris. Alþýðublaðið tók þó skýrt fram, að allir hinir gætnari menn Sjálf- stæðisfíokksins hefðu megnustu skömm á slíku daðri hans við nazismann og vildu ekkert af því vita, en þeir hefðu enn aldrei megnað að fá flokkinn til að segja fyrir fullt og allt skilið við hina nazistisku undirróðursmenn. Petta kölluðu Morgunblaðið og Vísir ,^rýlu" og „rógburð" og sónu fyrir það, að* mokkurra naz- istaáhrifa gætti í Sjálfstæðis- flokknum. En hvað er það annað eri á- hrif nazismans, sem fram komia i samþykkt sambandsþings ungra Sijálfstæðismanna? Og þar er því sekki ©inu sinni til að dreifa, að Frh. á 4 .síðu. DR. PHIL. BJARNI SÆ- MUNDSSON verður jarð- sunginn í' dag., Dr. Bjarni fæddist að Járn- gerðarstöðum í Gullbringusýslu 15. apríl 1867. Foreldrar hans voru húsfrú Sigríður Bjarna- dóttir og maður hennar, Sæ- mundur bóndi Jónsson að Járn- gerðarstöðum. Hann var reynd- ur til 1. bekkjar Lærðaskólans í Reykjavík haustið 1883 og lauk þaðan stúdentsprófi með I. einkunn vorið 1889. Sigldi samsumars til Hafnar og inn- ritaðist þar í háskólann. Bjarni valdi sér að aðalnámsgreinum dýra- og landafræði, en sem aukagreinar kaus hann eðlis- og efnafræði. Eftir 5 ára há- skólanám iauk hann embsettis- prófi í þessum greinum og fluttist heim sumarið 1894. Þetta haust fékk dr. Þorvaldur Thoroddsen lausn frá kennslu- störfum við lærða skólann og kenndi Bjarni fyrir hann sem stundakennari um veturinn. En dr. Þorvaldur kom ekki að skól- anum aftur og.tók því Bjarni til fullnustu við kennslustörfum hans.Var honum veitt adjúnkts- embættið aldamótaárið og gengdi hann því til haustsins 1923, að hann fékk lausn frá embættinu með fullum launum, til þess að geta óskiptur sinnt vísindastörfum sínum. Dr. Bjarni kenndi því við Lærðaskólann (síðar Hinn alm. menntaskóla) í nærfellt 30 ár. Sá, sem þetta ritar, naut kennslu hans í skóla aðeins einn vetur. Við vorum fáiir í bekknum, enda nutum við kennslunnar ágætlega. Kennar- inn gerði efnið ljóst og skemti- legt jafnt með orðum og mynd- um, sem hann var framúrskar- andi hagur að draga. Ég minnist með sérstakri ánægju og þakklæti einnar kennslu- stundar, sem fram fór suður í Fossvogi vorið 1923. Dr. Bjarni las þar úr jarðlagaskipun bakk- anna fyrir okkur nemendur. Þar opnaðist mér ókunnur heimur, sera mér hefir síðan þótt vænt um. Enda þótt dr. Bjarni hyrfi frá Menntaskólanum 1923 hefir á- •hrifa. hans gætt þar áfram, því að enn eru notaðar kenslubæk- ur haris í dýra- og landafræði og jarðeðlisfræði. Kennslustörf... dr. Bjarna virðast hafa verið ærin einum , manni. Þó gnæfa vísindaafrek hans ofar. Strax eftir heimkom- una frá háskólanum, hóf hann með þrautseigju og dugnaði að rannsaka dýraríki íslands. Þeim rannsóknum hélt hann á- fram til dauðadags með sömu alúð, og sama dugnaði og þær voru í öndverðu hafnar. Árang- ur þeirra rannsókna hefir birtzt íl fjölda stærri og smærri rit- gerða, sem ekki verður hægt að telja allar hér. í tímaritið Andvara reit dr. Bjarni skýrslur Um fiskirann- sóknir sínar. Greina þær frá 40 ára rannsóknum, sem vart mun hægt að meta til fullnustu ís- lenzkum útvegi á þessum stór- brotnasta" þróunarferli hans. Bjarni Sæmmidsson. í „Skýrslu um hið íslenzka náttúrufræðifélag" og í tíma- ritin „Náttúrufræðingnum" og og „Ægi"_hefir dr. Bjarni rit- að fjölda margar greinar um ís- lenzk dýr og íslenzka náttúru, og hann kiinni á því lag mörg- um öðrum fremur að skrifa skemmtilega og alþýðlega um vísindaleg efni sem margar blaða- og tímaritagreinar hans bera vott um. Með lausninni frá kennslu- störfunum öðlaðist dr. Bjarni meiri tíma til ritstarfa, er sum- part lutu þá að því, að kynna Islendingum sjálfum hin æðri dýr. Komu.út eftir hann þrjú stór rit um þetta efni: „Fisk- arnir" (Pisces islandiæ), 1926, 528 bls., með fjölda mynda og korti; „Spendýrin (Mammalia islandiæ), 1932, 437 bls. með mörgum myndum, og loks „Fuglarnir" (Aves islandiæ), 1936, 699 bls., sömuleiðis prýdd fjölmörgum myndum. Sumpart hnigu nú ritstörf dr. Bjarna að því að kynna erlendum starfs bræðrum, meir en áður, niður- stöður rannsóknanna. Allt frá árinu 1897 reit dr. Bjarni greinar í danska vísindaritið „Videnskabelige Meddelelser fra Dahsk Naturhistorisk For- ening", sem hann nefndi: „Zoo- logiske Meddelelser fra Island." Eru þessar greinar um 20 tals- ins og fjalla þær um spendýr, fugla og fiska og ýms lægri dýr; sérstaklega um útbreiðslu þeirra og lifnaðarháttu. En auk þessa reit hann fyrir þetta sama tímarit tvær ritgerðir, aðra um sæliðorma, hina um hveljudýr. í tímaritinu: „Meddelelser fra Kommisionen for Havund- ersögelser" á dr. Bjarni nokkr- ar ritgerðir um útbreiðslu og nytsemi fiska. Ég skal benda á: „Continued marking Experi- ments on Plaice and Cod in Icelandic Waters" (1913), ogenn fremur á greinar um aldur og vöxt þorskfiskanna, — „On the Age and Growth of the Cod . . in Icelandic Waters" (1923, '25 og '29; þrjár ritgerðir). Áð- ur hafði dr. Bjarni ritað mjpg mikilsverða grein í hið kunna ritsafn: „Skrifter udgivet af Kommissionen for Havunder- sögelser", ,er hann nefndir „Ov- ersigt over Islands Fiske, med Oplysning om deres Forekomst, vigtigste biologiske Forhcld og ökoriomiske Betydning" (1909), Fré öndverðu átti dr. Bjarni sæti í ritstjórn ritsafnsins „Zoology of Iceland" og þar er hann höfundur að ritgerðinni um spendýrin (19^39). *| Þótt ég hafi hér aðeins nefnt nokkrar ritgerða dr. Bjarna, nægir það að sýna hversu ó- venju afkastamikill rithöfund- ur hann var. Félagsstörf dr. Bjarna hafa bæði verið fjölþætt og mikils- verð, og öll leysti hann þau af hendi með framúrskarandi dugnaði og fangnum huga. Hann var jafnan ráðunautur ríkisstjórnarinnar um allt, er laut að rannsóknum sjávar og ósaltra vatna íslands. Hann var formaður „Hins ísl. náttúru- fræðifélags" frá árinu 1905, og hann hafði yfirumsjón nátt- úrugripasafnsins, og hann hefir átt drýgri þátt um vöxt þess og viðhald en nokkur annar. Hann sat í stjórn „Fiskifélags ís- lands" frá stofnun og hann vár leiðbein'andi jafnt erlendra sé'm innlendra náttúrufræðinga, ér fengust við rannsókhir lands vors og sjávar. Dr. Bjarni Sæmundsson hláut að verðleikum margan frama fyrir afreksstörf sín, en ég hygg, að um engan hafi hon- um þótt jafn vænt né metið meir, en þann, — er háskóli Kaupmannahafnar kjöri hann heiðursdoktor vorið 1929, á 450 ára afmæli skólans. Þégar dr. Bjarni hélt heim frá þeirri at- höfn kvaddi ég hann á skips- fjöl og ég man, að hann hafði orð á þeirri virðingu, sem sér væri sýnd með kjörinu. Fyrir nokkrum árum mætti ég dr. Bjarna Sæmundssyni á Þingvelli. Við biðum þar Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.