Alþýðublaðið - 13.11.1940, Page 4

Alþýðublaðið - 13.11.1940, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓV. 1940. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. MIÐVIKUBAGUR Næturlæknir er í nótt Alfred Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki og Iðunni. ÚTVARPIÐ: 20,30 Kvöldyaka: a) Knútur Arn- grímsson kennari: Borgir á miðöldum. Erindi. b) 21,00 Hljómplötur: Rússneskir karlakórar. c) 21,10 Frú El- inborg Lárusdóttir: Upp- lestur úr „Förumönnum,“ 3. bindi .d) 21,30 Sigurður Einarsson dósent: „Fyrstu árin.“ Kafli úr bók Guðrún- ar Jónsdóttur frá Prests- bakka. e) íslenzk sönglög. 21,50 Fréttir. Ný bráðabirgðalög hafa verið gefin út þess efnis, að frestað hefir verið um óákveð- inn tíma framkvæmd hinna nýju bifreiðalaga. í þeim lögum var m, a. gert ráð fyrir að tekinn yrði upp hægri handar akstur. Svo fór um þá sjóferð vegamálastjóra! Silfurbrúðkaup eiga í dag hjónin Máría Símon- ardóttir ög Júlíus Loftsson, múr- ari, Sólvallagötu 7 A. í Norræna félaginu í Oddfellow húsiiiu á morgun, fimmtud. 14. nóv,, kl. d,30. DAGSKRÁ: ,r 1. Finnur Jónsson alþm. talar ■ um : ástánd og horfur á ; Norðurlöndum. 2. Kvikmynd frá stríðinu í Finnlandi í fyrravetur. 3. Lárus Pálsson leikari les upp. 4. DANS. Aðgöngumiðar fyrir félaga og gesti þeirra hjá Eymundsen, Bókaverzlun ísafoldarprent- smiðju og við innganginn. STJÓRNIN. 29 af 38 skipni sei Þjððverjar péttnst hafa sökkt, ern afi koBin í hðfn! Arásin á brezku skipalestina á Norður-Atlantshafi. REZKA flotamálaráðu- neytið gaf í gær út til- kynningu um árás, sem þýzkt vasaorustuskip, senni- lega „Lutzow“ áður „Deuts- chland“) gerði fyrir nokkru síðan á brezka kaupskipa- lest á Norður-Atlantshafi og mikið veður hefir verið gert út af í þýzkum fregn- um. í tilkynningum Þjóðverja var fullyrt, að kaupskipalestin, samtals 38 skip, hefði verið ger- eyðilögð og skipunum öllum, með tölu, sökkt. Ep í London hefir ekkert verið látið opin- berlega uppi um árásina fyrr en í gær. í tilkynningu brezka flota- málaráðuneytisins segir, að 29 af þeim 38 $kipum, sem í lest- inni voru» séu nú komin fram, þar af 24 í höfn, og engin vissa sé fyrir því, að hinum 9 hafi öllum verið sökkt., \ ,í Þegar árásin var gerð, lagði brezkt beitiskip, sem fylgdi kaupskipalestinrii," þ’egar í stað til orustu' við þýzka héVskipið. Og þó að það væri ójáfn leikúr, og hjálparbeitiskipið ' logaði innan skamms stafna1 í milli, fengú kaupskipin flest ráðrúm til þess að hylja sig í reyk óg forða sér undan. Hjálparbeitiskipinu var sökkt, en 65 manns af áhöfn þess • var bjargað af sænsku kaupskipi. Útbreiðið Alþýðublaðið. HVAÐ VAKIR FYRIR SJÁLF- STÆÐISFLOKKNUM? Frh. af 3. sfðu. um neina nazistiska flugurnenn í flokknum sé að ræða. Þar gengur opinber og viðurkenndur félags- skapur Sjálfsfæðisflokksins fram fyrir skjöld'u og heimtar það, að Alþýðublaðinu sé bannað að taka afstöðu með lýðræðisþjóðunum og móti þýzka nazismanum I því stríði, sem nú stendur yfir! Og krefst þess, að ráðherra Alþýðu- flokksins sé sviptur embætti ut- anríkismálaráðherrans af því, að hann hafi „látið slík > skrif við- þangast óátalið í málgagni flokks síns og með því móti stöðu sinn- ar vegna gefið ófriðaraðilum hættulegt íilefni til að taka mark á ákrifum blaðsins"! Hvað vakir fyrir Sjálfstæðis- flokknum? Ætlar hann að fara að taka upp opinberan áróður fyrir kröfum Hitlers og Göbbels um „algert“ hlutleysi og afnám prentfrelsisins til þess að hindra alla gagnrýni á þýzka nazisman- Um hér? Og heldur hann að slík- ur áróður gefi honum einhvern sérstakan rétt til þess að heimta utanríkismál þjóðarinnar í sínar hendur á þeim tímurn, sem við nú lifum.á? BJARNI SÆMUNDSSON Frh. af 3. siðu. nokkra stund eftir- bílnum til • Reykjavíkur. Á meðan fór hann með mér um nágrennið, og sýndi mér ýmsar merkileg- ar athuganir, sem hann hafði' gjört: á jarðfræði hins forna þingstaðar. Þá fann ég enn hversu gott var að fræðast af þess'um sannarlega fjölmennt- aða, glóggskyggna og atorku- sama háttúruíræðingi. Jóhannes Áskelsson. ÁRÁSIN Á ÍTALSKA FLOTANN Frh. af 1. síðu. með 15 þumlunga hlaupvídd. Orustuskipið „Cavour“ og 3 OAMLA BIO M StroknfaDgiRR frá Aleatraz. (The King of Alcatraz). Aðalhlutverkin leika: J. CAROL NAISH. LLOYD NOLAN. ROBERT PRESTON. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. I 91 NYJA BIO Ir. Smith gerlst íinsmaðiiF. (MR. SMITH GOES TO WASHIN GTON.) Tilþrifamikil og athyglis-- verð ameríksk stórmynd' frá Columbia Film, gerð undir stjórn kvikmynda- meistarans Frank Capna. Aðalhlutverkin leika: JEAN ARTHUR og JAMES STEWART. 11 Sýnd kl. 6.30 ok 9. Amerikst plStntóbak (munntóbak) GðUlME PLU® ¥erð í smásoln kr. 15,00 pr. euskt pnnd. Tébækseinkasala ríkisins. ítölsk orustuskip önnur af sömu gerð, eru 23 þúsund smál. að stærð hvert, og vopnuð 9 fallbyssum með 12 þu.mlunga hlaupvídd. Samtals áttu ítalir ekki nema þessi 6 orustuskip í herskipa- flota sínum. Hafa Bretar því í þessari einu loftárás gert helm- inginn af orustuskipaflotanum AT VINNULE Y SIÐ Frh. af 1. siðu. arskrifstofunni nýlega, hefir at- vinnuleysi verið eins og hér segir síðastliðin 6 ár: 1935 649 atvinnulausir 1936 801 — 1937 645 — 1938 779 — 1939 769 1940 169 ST. FRÓN NR. 227. — Fundur annað kvöld kl. 8V2. — Dag- skrá: 1. Uppt.aka nýrra fé- laga. 2. Ársfjórðungsskýrsl- ur embættismanna og nefnda. 3. Vígsla embættis- manna. — Fræðslu- og skemmtiatriði: a) Sveinn Pét- ursson, læknir: Eri'ndi um. augnsjúkdóma.' b) Stúlkur syngja og leika á guitar. —<■ Reglufélagar, fjcilmennið og mætið annað kvöld kl. 8%. stundvíslega. 27. THEODORE DREISER; JENNIE GERHARDT hvað öldungaráðsmaðurinn hefði sagt og hvgrnig hann hefði tekið erindi hennar. Hún skýrði honum frá því í stuttu máli. Svo heyrðu þau, að móðir þeirra kom að dyrunum. — Jennie, hvíslaði hún. Jennie gekk fram fyrir. — Hvers vegna fórstu út? — Ég gat ekki annað, mamma. Ég varð að reyna eitthvað. -— Hvers vegna varstu svona lengi í burtu? — Hann langaði til að tala við mig, sagði hún og leit undan. Móðir hennar horfði á hana rannsakandi. — Ó, ég var svo hrædd. Faðir þinn vildi fara inn í herbergi þitt, en ég sagði honum, að þú værir steinsofandi. Hann lokaði útihurðinni, en ég opnaði aftur. Þegar Bas kom heim, vildi hann kalla á þig, en ég gat talið hann á að bíða þangað til á morgun. Aftur leit hún rannsakandi augum á dóttur sína. — Það er ekkert athugavert við mig, móðir mín, sagði Jennie. — Ég skal segja þér frá öllu saman á morgun. Farðu nú að hátta. Veit pabbi, hvernig á því stóð, að Bas var látinn laus? — Nei, hann hefir ekki hugmynd um það. Hann heldur ef til vill, að þeir hafi sleppt honum af því að þetta var fyrsta brot hans. Jennie lagði hönd sína á öxl móður sinnar. — Farðu nú að hátta, sagði hún. Jennie virtist hún skyndilega vera orðin full- þroska kona, og hún yrði að hafa vit fyrir móður sinni. Næstu daga gekk Jennie eins og í draumi. Hún sagði móður sinni frá því, að öldungaráðsamðurinn hefði minnzt á það aftur, að hann gengi að eiga hana, að hann ætlaði að sækja hana og fara með hana til Washington, og hann hefði gefið henni hundrað dollara og lofað að gefa henni meiri pen- inga. En hitt þorði hún ekki að minnast á. Daginn eftir sendi Brander henni fjögur hundruð dollara og gaf henni það ráð, að setja peningana á banka. Hann tilkynnti henni enn fremur, að nú væri hann á leið til Washington, en hann kæmi bráðum aftur, eða sendi boð eftir henni. — Vertu staðföst, skrif- aði hann. — Þín bíða betri dagar. Brander var farinn, og Jennie varð nú ein að ráða fram úr vandamálum sínum. En hún var ó- hrædd. Hún var sannfærð um, að Brander kæmi og sækti hana, eða gerði henni orð að koma. í hugan- um sá hún fagurt land og dásamlegar borgir. Og nú átti hún líka töluverða fjárupphæð í banka, og það voru meiri peningar en hana hafði nokkru sinni dreymt um að eignast. Og nú gat hún hjálpað móð- ur sinni. Um þessar 'mundir sat öldungaráðsformaðurinn á einkaviðræðum við forsetann, og hann þurfti enn fremur að heimsækja fáeina kunningja í Maryland. En þá fékk hann snert af hitasótt. Hann lá í rúm- inu í fáeina daga. Hann var síður en svo órólegur,. en þó þótti honum leitt að þurfa að ligja í rúminu. Og hann hafði engan grun um, að nokkur hætta væri á ferðum. Svo uppgötvaði læknirinn loks, að þetta var illkynjaður sjúkdómur. Um tíma lá hann meðvitundarlaus, og á eftir var hann mjög máttlít- ill. Svo var álitið, að hann væri á batavegi. En þá fékk hann skyndilega kast og fékk ekki meðvitundt eftir það. Jennie vissi ekki um sjúkdóm hans, og hún hafði ekki séð dánartilkynninguna, þegar Bas vakti athygli hennar á henni eitt kvöldið. — Sjáðu til, Jennie, Brander er dáinn. Hann hélt blaðinu á lofti, og á fremstu síðu stóð’ með feitu letri: Brander öldungaráðsmaður látinn. Hinn frægí maður lézt nýlega af hjartasjúkdómi meðan hann var í Washington. Jennie starði óttaslegin á borðið. — Dáinn, hrópaði hún. — Já, það stendur hér í blaðinu, sagði Bas. — Hann dó klukkan tíu í morgun. NÍUNDI KAFLI. . . / Jennie greip blaðið titrandi höndum og fór inn 1 næsta herbergi. Þar staðnæmdist hún við gluggann og starði á blaðið. Lémagna ótti greip hana, og; henni fannst hún ganga í svefni. — Hann er dáinn, stundi hún. Og hún reyndi að átta sig á því, hvernig nú var komið högum hennar..

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.