Alþýðublaðið - 20.11.1940, Page 3

Alþýðublaðið - 20.11.1940, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 20. NóV. 1940 -----------ALÞÝÐUBLAÐIÐ------------------------ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau . AI.ÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN ----------------------------------------------♦ Undirtektir hinna. EFTIR allan þann hávaða, sem bæði Móskóvítar og S]'álfs‘æðismenn hafa gert undan- farin ár út af þvf, serii þeir kölluöu einræði Alþýðu- iflokksins i Alþýðusambandinu, og eftir alla þá baráttu, sem þeir þóttust vera að heyja fyrir full- komnu lýðræði og jafnrétti í Al- þýðusambandinu, skyldi maður íetla, að blöð þeirra sýndu nokk- lurn veginn óblandna gleði nú, , þegar búið er að gera fullkom- f inn skipulagslegan aðskilniáð milli Alþýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins og veita öllum fullgild- ftm meðlimum verkalýðsfélag- anna jafnan rétt til kjörgengis á Alþýðusambandsþing og sætis í Alþýðusambandsstjóm, . hvaða stjórnmálaflokki sem þeir til- heyra. Því hvers annars hafa þeir krafizt? Og hvað er lýðræði og jafnrétti, ef ekki það skipulag, sem Alþýðusambandinu hefir nú verið skapað? En þegar litið er i dálka Þjóð- viljans, Visis og Morgunblaðsins þessa daga, sem Alþýðusam- bandsþingið hefir verið að ganga frá skipulagsbreytingunni, dylst engum, að það er eitthvað, sem skyggir á gleðina. Var það ef til vill eitthvað annað, en lýðræðið og jafnréttið í Alþýðusamband- ínu, sem Moskóvítar og Sjálf- stæðismenn voru að hugsa um, í hinni sameiginlegu baráttu sinni gegn Alþýðuflokknum í verka- lýðsfélögunum? Og stafar ógleði þeirra ef til vill af því, að þeir sjái sig nú um eitt árásarefni fátækari á Alþýðuflokkinn, eftir að hann hefir afsalað sér allri sérstöðu innan Alþýðusambands- ins og boðist til að mæta þeim á fu-lliomnum jafnTéttisgrundvelli þar? Þjóðvíljinn þykist að vísu fagna þeirri skipuiagsbreytingu, sem gerð hefir verið á Alþýðu- sambandinu. Hann treystir sér ekki til að neita því, að það sé nú „á grundvelli lýðræðis og jafnréttis." En hann hugsar til hins svo nefnda Landssambands íslenzkra stéttarfélaga, sem Mos- kóvítar stofnuðu fyrir tveimur árum siðan: Hvað á að verða úr því? Og hvað á hann nú að hafa til réttlætingar áframhaldandi sundrungarstarfsemi? Um hvað á nú að rífast? Þjóðviljinn er, eins og kunnugt er, fundvís á slíka hluti. Nú hefir honum hugkvæmst, að hægt sé að ala á sundrunginni með því, að verkalýðsfélögin, sem Moskó- vitar og Sjálfstæðismenn hafa í sameiningu vélað út úr- Alþýðu- sambandinu í seinni tíð, hafi ekki átt neina fulltrúa á Alþýðusam- bandsþinginu og þar af leiðandi ekki getað haft nein áhrif á skip- un hinnar nýju Alþýðusambands- stjórnar! Eins og nokkrum öðr- Uan sé um það að kenna, en að- stendendum Þjóðviljans sjálfs og bandamanna þeirra í Sjálfstæð- isflokknum, sem sagt hafa félögin úr Alþýðusambandinu og hindr- að að þau gengju í það aftur í tæka tið til að geta átt fulltrúa á hinu nýafstaðna Alþýðusam- bandsþingi! Þjóðviljinn krefst þess, að hið endurskipulagða Alþýðusamband byrji á því að brjóta hin nýju lög sín á þann hátt, „að kosn- ingar fari nú fram í öllum fé- lögum“ — einnig þeim, sem standa utan sambandsins! —• „og að hinir nýkjörnu fulltrúar komi saman til þings síðar í vetur og verði þá kosin stjórn fyrir sam- bandið,“ en stjórnin, sem kosin var á hinu nýafstaðna Alþýðu- sambandsþingi lögum samkvæmt, látin víkja sæti fyrir henni! Án lögbrota og gerræðis virðast Moskóvítar yfirleitt ekki geta tek- ,ið þátt í neinum félagsskap. En verði jressum kröfum þeirra ekki sinnt, „verður það til þess eins,“ segir Þjóðviljinn, „að gefa þeim öflum, sem ekki em holl einingu verkalýðsins, tækifæri til þess að tefja fyrir því enn um stund, að öll islenzk verkalýðsfélög samein- íst í einu sambandi“. Það er óneitanlega dálítið bros- legt, að lesa slík orð í Þjóðvilj- anum. Vissulega efast enginn um, að til séu „öfl, sem ekki eru holl einingu verkalýðsins" og nú vaka yfir tækifæri til að tefja hana enn Um stund. En er þau ekki fyrst og fremst að finna í Þjóðviljari- um sjálfum og aðstandendahópi hans? ' Að vísu má ekki gleyma gárm- inum honum Vísi. Einnig hann virðist nú litla ánægju hafa af lýðræðinu og jafnréttinu í Al- þýðusambandinu, enda þótt hann sé búinn að eyða töluverðu af prentsvertu til að berjast fyrir því. Sennilega hafa á bak við þá baráttu leynst einhverjar vori- ir, sem ekki hafa ræzt. Að minsta ikosti blæs hann nú í sama horn- ið og Moskóvitar og heimtar nýj- ar kosningar „þegar að þessu þingi loknu og strax, er lög standa til“, og því næst nýtt Al- þýðusambandsþing til þess að kjósa nýja Alþýðusambandsstjóm En hann gætir þess bara ekki, að engin „lög standa til“, að nýjar kosningar fari fram „þegar að þessu þingi loknu“.. Þvert á móti er lögum samkvæmt ekki hægt að kjó-a til nýs Alþýðusamhands- þings fyrr en að tveim’ur ámm liðnum. Það veit að minnsta kosti Þjóðviljinn. Hann er efcki að hafa fyrir því að vitna í nein lög. Hann heimtar þvert á möti, að lögin séu brotin! En Vísir hefir fleira út á hið endurskipulagða Alþýðusamband Frh. á 4 .síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Soffía Ingvarsdóttir: HússtjórnarskóliíReykjavík EG held, að óhætt sé að full- yrða, að eitt mál sé nokk- urnvegin sameiginlegt áhugamál allra Reykvískra kvenna og það er að hér rísi sem fyrst góður hússtjómarskóli. En þó kvenfólkið sýni helzt huga sinn í þessu efni má það sjálft ekki gleyma því, að hér er ekki um að ræða neitt sérhags- munamál fyrir koniur. Sérrná! kvenna eru yfirleitt fá og í þjóð- félagsmáium eins og þessu em þau ekki til. Ef konan er ekki starfi sínu vaxin sem húsmóðir sökum fákunnáttu, þá kemur það ekki eingöngu niður á henni, heldur á heilbrigði og menningu fjölskyldunnar og fjárhagslegri afkomu heimilisins. Þvi eiga kon- lur að vera samtaka um að krefj- ast þess, að það opinbena, riki og bærfcomi upp og reki slíka stofn- un, eins og. almenniur hússtjórn- arskóli á að vera. Þar sem sveit- irnar hafa fengið viðunandi úrbót á húsmæðrafræðslu sinni og víða úti um landið hafa risið upp myndarlegir hússtjórnarskólar, þá getur stjórn landsins og þing ekki vanzalaust þverskallazt lengur við að gefa út lög, er heimili hliðstæða skóla í kaup- stöðum landsins, og virðist þá sjálfsagt að hefjast fyrst handa um slíkan skóla í sjálfri höfuð- borginni. Núna er einmitt tímabært að hefja sókn i þessu nauðsynlega framfaramáli, meðan stjórn landsins skipa fulltrúar allra flokka. Þar sem lögð hafa verið fram [í þinginu fmmvörp að lögum um húsmæðraskóla frá öllurn þessum flokkum, ætti stjórnar- samvinnan að verða til þess, að hægt væri að fá endanlega lausn á þessu máli. Engin frágangssök væri að leigja húsnæði fyrir slik- an skóla fyrst um sinn í þeirri góðu trú, að byggður væri skóli seinna, þegar rætist ftam úr nú- verandi erfiðleikum og dýrtíð. Ef til vill greinir einhverjar konur á um, hver sé áhrifamest leið til framkvæmda á þessu þjóðþri<'amá!:, og seinna meir, hvemig starfsháttum og fyrir- komulagi skólans skuli vera hag- að. Það má segja, að enn sé ekki tímabært að ræða námari tilhög- un þessa skóla, meðan ekki er lengra komið, en Alþýðuhlaðið hefir oft rætt og m:un halda á- fram að ræða þessi mál, og stefna þess og Alþýðuflokksins hefir alltaf verið sú, að væntan- legur hússtjórnarskóli fyrir Reykjavík ætti fyrst og fremst að vera hagnýtur skóli, þar senr kennd væru algengustu atriði bú- sýslu og matreiðslu og lögð verði sérstök áherzla á hagsýni í kiaup- um og meðferð matar, þannig, að sem mest næringargildi fáist fyrir þá peninga, sem vkrið er til matarkaupa. Enn fremur er brýn nauðsyn á því, að skóli þessi geti verið það ódýr, að almenningi verði kleift að nota hann. Því er nú einu sinni þann veg farið, að það er sérstaklega húsmæður allrar alþýðu, konlur lágt laun- aðra manna, sem mesta hæfileika þurfa að sýna í starfi sínu. Þær þUirfa að horfa í hvern eyri, og á herðurn þeirra einna hvíla oft- ast öll heimilisstörfin og umsjá með börnunum. Þessar konur þurfa undirbúning undir starf sitt. Heimiium þeirra kemur það (sannarlega í koll, ef þær af kunn- áttuieysi em. ekki færar um að gegna starfi sínu. Konur efna- manna geta aftur á móti auðveld- legar. horið í bresti sína með nægu fé handa á milli og að- keyptum vinnukrafti til hvers sem vera skal. Á Alþýðusambandsþiingi því, er nú stendur yfir, rikir mikill áhugi fyrir aukinni húsmæðrafnæðsliu í kaupstöðum landsins og þá fyrst og fremst í Reykjavík. Kvenfull- trúar þingsins hafa lagt fram í þinginu eftirfarandi tillögur: „Með því að húsmæðrafræðsliu, sveitanna hefir nú með löggjöf verið komið í viðunandi horf, leyfir lg. þing Alþýðusambands Islands sér að benda á, hve óvið- unandi það er, að ekkert skuli enn hafp verið gert af hálfu hins opinbera fyrir þennan þátt upp- eidismálanna í kaupstöðum landsins og þá sérstaklega Reykjavík, þar sem nú býr næst- um þriðjungur allra landsmanna. Fyrir þvi skorar Alþýðusam- handsþingið á ríkisstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta alþingi lög, er tryggi ungúm stúlkum í Reykjavík og öðrum kaupstöðum landsins hlutfallslega jafngóða aðstöðu til húsmæðra- náms og sveitastúlkur nú njóta. Sé kennsla öll og fyririkomulag slíkra skóla miðað við venjiuleg- ar þarfir og fjárhag alþýðuheim- ila í kaupstöðum landsins og einnig það, að ungar stúlkur geti þar lærf öll þau hússtörf, sem starfsstúlkur á heimilum þurfa að inna af hendi". Soffía Ingvarsd. Jólaleibritið Mr“, leikstjðri Lár- ns Pálsson leikari. LEIKFÉLAGEÐ hefir þegar ákveðið jólaleikritið að þessu sinni, og verður það „Hái Þór“ eftir ameríkska leikrita- höfundinn Maxwell Andersson. Leikstjóri verður að þessu sinni Lárus Pálsson leikari, og er þetta fyrsta verkefnið, sem hann fær sem leikstjóri hér. Leikritahöfundurinn Maxwell Amdersson er einhver þekktasti hinna yngri leikritahöfumda í Bandaríkjunum um þessar mund- ir, og er „Hái Þór“ vinsælasta leikrit hans. Hefir það leikrit verið sýnt hæði í Danmörku og Noregi og hlotið miklar vinsældir. Leikendur hafa ekki verið vald- ir ennþá í þetta leikrit. Geymsla Reiðhjól tekin til geymslu. Sækjum. Ö R N IN N. Símar 4161 og 4661. Tilkynning frá Máll og menningtt Heildarsafn af verkum Jóhanns Signrjónssonar birfist nú í fyrsta skifti í islenskri utgáfu Verður Dað í tveimur tuttugu arka biudum, og kom fyrra bindið út i dag. Þar eru lirjú af leikritum Jóhanns og ljóð hans 811, bæði islensk og donsk Gunnar Gunnarsson, rithofundur, skrifar snjalla og itarlega innganusritgerð um Jóhann og verk hans. Fá ístensk skáld hafa hlotið meiri ástsæld þjóðarinnar en Jóhann Sigurjóns- son. Útgáfan á verkum hans er einn þátturinn í því starfi Máls og menningar að gefa íslendingum kost á að njóta í ódýrurn útgáfum sinna bestu þjóðlegu verðmæta. Rit Jóhanns Sigurjónssonar hljóta að verða þjóðinni kærkomnari en flest verk önnur. Bókin er þegar afgreidd til umboðsmanna um alt land. Afgreiðslan í Reykja- vik hófst eftir hádegi í dag (í bókaverslun Heimskringlu, Laugaveg 19). Stjórn Máls og menningar: Sigurður Nordal. Halldór Kiijan Laxness. Ragnar Ólafsson. Sigurður Thorlacius. Kristinn E. Andrjesson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.