Alþýðublaðið - 02.12.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI; STEFÁN PÉTURSSON
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
XXI. ARGANGUR
MÁNUDAGUR 2. DÉS. 1940.
284. TÖLUBLAÐ
Hátíðahöldin sýndu einingu
og samheldni þjóðarinnar.
----------------?----------------
Brezka úivarpið: „Heimurinn yrði fátækari
ef íslenzka þjöðin glataði sjálfstæði sínu."
-?—^-
Th. Staunlng s Það er trú mín og vissa, að ís-
lenzka þjóðin komi heil út úr þessum hildarleik"
"LJ RAGLANDAVEÐUR var í gær á fullveldisdaginn.
¦*¦ ¦* Það varð þó ekki til þess, að gera hátíðahöldin minni
en undanfarin ár.
Sjaldan eða aldrei hefir skrúðganga stúdenta verið
jafn f jölmenn, enda stóðu nú að þeim þætti hátíðahaldanna
oll æskulýðsfélög höfuðstaðarins.
Bar skrúðgangán svip þess ástands, sem nú ríkir hér
á landi — og mátti „glöggt merkja alvöru yfirstandandi
tíma í svip þátttakendanna — og ekki einungis þeirra,
heldur og allra þeirra, sem voru áhorfendur og hiðu við
Austurvöll, en þar var mikill mannfjöldi.
Fremst í skrúðgöngunni gekk
Lúðrasveit Reykjavíkur og'lék
ættjarðarlög — en síðan kom
fylking ungra manna með fána,
sem söng við raust.
Klukkan um 2 hóf Ólafúr
Thors atvinnumálaráðherra
ræðu sína af svölutti Alþingis-
hússins. Var aðalefni ræðu
hans, að fullvissa landsmenn
um þá skoðun sína, að aðstaða
lands vors væri þrátt fyrir allt
góð og það væri í raun og veru
engin skynsamleg ástæða fyrir
því að óttast um sjálfstæði okk-
ar eftir þann hildarleik, sem nú
geisar.
„Við höfum heiður hins
mikla brezka heimsveldis að
veði fyrir því að þau loforð,
sem brezka stjórnin gaf okkur
er herinn hertók landið, verði
haldin," sagði atvinnumálaráð-
herra.
Ráðherrann talaði djarflega
um málefni þjóðarinnar nú og
hvatti til einingar og samheldni
um þýðingarmestu málin.
í gærkveldi flutti Hermarin
Jónasson , forsætisráðherra á-
yarp til þjóðarmnar í útvarpið.
Var ræða hans um aðstöðu
þjóðarinnar nú, ekki einungis
vegna hertökunnar, heldur og
atvinnulega. Sagði hann að af-
koma manna væri tiltölulega
góð — og landsins í heild, en
ekki mætti gleyma því, að mik-
ið og margt þyrfti að gera að
stríðinu loknu, endurnýja fram
leiðslutæki, byggja ný heimili
o. s. frv. Hin góða afkoma nú
verður til lítils gagns ef við
eyðum því meiru. Nú reynir á
það, hvort við verðum þrælar
eða herrar gullsins. -fr Þá minnt
ist hann á lausn sjálfstæðis-
málsins og hvatti til einingar
um það mál. Munu menn og
taka undir það, að þetta' mál
megi ekki verða að bitbeini eða
yfirborðsmáli milli flokkanna.
Auk þessa var haldið upp á
fullveldisafmælið á ýmsan ann-
an hátt hér í bænum, með sam-
komum í samkomuhúsunum,
skemmtunum og danssamkom-
um. Alþýðuflokksfélag Reykja-
víkur hafði samkomu í Alþýðu-
húsinu og Félag ungra jafnað-
armanna hafði dansleik í Iðnó.
Þá var allmikið um hátíðahöld
úti um land.
Stjórn brezka setuliðsins
sýndi þjóðinni þá kurteisi í gær,
að gef a skipun til hermannanna
um að halda sig inni á heimilum
sínum þennan hátíðisdag þjóð-
arinnar, og sást varla hermað-
ur úti. Hurfu foringjar úr sam-
komuhúsum t. d. Hótel Borg kl.
7 og allir hermenn áttu að vera
komnir í náðir kl. 10. .
Aðeins nokkrir brezkir log-
regluþjónar sáust úti að störf-
um. ;
FullveMsins minn&t i
Danska útvarpið helgaði
hluta af dagskrá sinni í gær
fullveldisafmæli okkar.
Th. Stauning forsætisráð-
herra talaði fyrstur. Lét hann í
ljós þá von sína og trú, að ís-
land og íslenzka þjóðin kæmu
heil út úr þeim hildarleik, sem
nú skekur löndin, enda kvað
hann íslenzku þjóðina hafa sýnt
það í baráttu sinni undanfarna
áratúgi, að hún kynni að taka
á móti erfiðleikum og stýra
gegnum hættur. Að ræðu Stau-
nings lokinni talaði Jón Krab-
be, sendifulltrúi. En síðan las
1-ríi. á 2. síðu.
Jngéslaifía mnn
iverjahlntlepisitt
PÁLL ríkisstjóri í Júgó-
slavíu lýsti því yfir í
gær, að Júgóslavar myndu
ekki hika við að grípa til
vopna og berjást, ef ráðist
yrði á landamæri þeirra.
Þá sagði ríkisstjórinn, að
Júgóslavar óskuðu einskis
annars frekar en að lifa í
friði við alla nágranna
sína.
Neyðarmerki í
Faxaflóa?
Ennná er ekki viíað frá
hvaða skipi Ðað var.
IGÆRKVELDI barst
Slysavarnafélaginu til-
kynning um, að sést hefðu ljós-
merki, sem álitið var, að væru
neyðarmerki frá skipi, hér úti
í flóanum.
Var það í stefnuna „norð-
norð-vest" frá Akrahesi.
Jón Bergsveinsson náði þeg-
ar sambandi við lögreglustjór-
ann á Akranesi. Sagði hann, að
kl. 20 mínútur fyrir 6 í gær-
kveldi hefði sést frá Akranesi
flugeldi skofið úti í flóanum. Kl.
20 mínútur eftir 6 sást öðrum
flugeldi skotið. Ennfremur þótt-
ust menn á Akranesi hafa heyrt
neyðarmerkið S.O.S., en það
heyrðist ekki á loftskeytastöð-
inni hér, og var þó hlustað sér-
staklega eftir því.
Um hádegi í dag hafði enn
ekki frétzt til Slysavarnafélags-
ins, hvaðan þessi dularfullu
ljós hafi starfað. En í gærkveldi
þóttust menn sjá frá Akranesi,
að skip væri að leita með ljós-
köstururn í flóanum. Þess skal
getið, að eftirlitsskip Breta hér
fyrir utan nota stundum ,,rak-
ettur" er þau e'ru að" stöðva
skip. ¦ ;
ítalska þjóðin er farin að krefja hann reikningsskapar.
Ósigrar ítalska hersins
valda ólgu heima fyrir,
--------------------------4r--------:-----------------
Grikkir eru allsstaðar í ssékn. Um
helgina tókn peir Ponrailee.
[arðir bardagar um Argyrocastro.
P RÉTTIR, sem hafa'bor-
* izt til London frá ítalíu
og herstöðvum ítala í Alban-
íu, herma að vaxandi óá-
nægjá sé meðal ítalskra her-
manna og ítölsku þjóðarinn-
ar. Segir í þessum fregnum,
að þjóðin sé orðin sannfærð
um að þátttaka ítala í styrj-
öldinni sé aðeins æfintýri,
sem ítalir hefðu getað kom-
izt hjá að lenda í.
Þá er það og orðin útbreidd
skoðun, að ítalir séu ekki að
heyja stríð fyrir sjálfa sig,
heldur hina' þýzku yfirdrottn-
unarstéfnu.
Gangur styrjaldarinnar upp
á síðkastið eykur þessa óá-
nægju með hverjum degi.
ítalski flotinn hefir beðið
ægilegt tjón hvað eftir annað,
og er nú ekki orðinn annað en
svipur hjá sjóná móts við það,
sem áður var.
Graziani situr fastur í Afríku
með hersveitir sínar og fær
ekkert að.gert,- en Bretar loka
öllUm samgönguleiðum til
þessara hersveita.
Og síðast en ekki sízt hafa 6-
sigrar úrvalshersveitanna í Al-
baníu komið eins og reiðarslag
yfir ítölsku þjóðina. Jafnframt
.þessu tilkynna Bretar, að þeir
muni herða baráttuna gegn ít-
ölum með hverri viku, sem líð-
ur.
Þá þrengir mjög að ítölsku
þjóðinni með skorti á nauð-
synjum og gífurlega vaxandi
dýrtíð.
Grikkir hafa tekið Po-
sradec.
Gríska herstjórnin tilkynnti
á laugardagskvöld, að hersveit-
ir hennar hefðu tekið borgina
Pogradec, sem er 25 mílur
norður af Koritza, og væri þeg-
ar hafin ný sókn út frá þeirri
borg. ítölsku hersveitirnar
vörðu þessa borg af mikilli
grimmd, en Grikkir tóku hana
með byssustingjaáhlaupi.
Pogradee var stærsta birgða-
stöð ítala á þessum slóðum, eft-
ir fall Koritza, og vár hún ram-
lega víggirt. Um leið og Pogra-
dec tóku Grikkir mikið af föng-
um og herfangi. Segja fréttir
frá vígstöðvunum, að hinar
flýjandi hersveitir hafi skilið
eftir á flóttanum um 80 % af
vopnum sínum og öðrum út-
búnaði.
í morgun sögðu fréttir frá
Grikklandi, ao grískar hersveit-
ir væru í sókn á öllum víg-
stöðvum og sums staðar í mjög
Frh. af 2. síðu.