Alþýðublaðið - 04.12.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.12.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 4, DES. 1940 Bókin er Þ Ý D D A R SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Bókin er ÞÝDDAK SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Alfred Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19,00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19,25 Hljómplötur: Óperulög. 20.30 Kvöldvaka: a) Bjarni Ás- geirsson alþingismaður: Úr Jökulfjörðum og Djúpi. Ferðasaga. b) 21,00 Kristín Sigurðardóttir, ungfrú: Upp lestur úr kvæðum Davíðs Stefánssonar. c) Einleikur á klarinett (Björn Jónsson). d) 21,20 í Landbroti fyrir 70 árum. Úr endurminning- um Páls Sigurðssonar, fyrr- um bónda í Þykkvabæ (J. Eyþ.), Bazar halda konur í Sálarrannsóknar- félagi íslands til ágóða fyrir hús- byggingasjóð félagsins sunnudag- inn 8.. desember kl. 3 e. h. í Varð- arhúsinu. Leikfélagið sýnir leikritið „Öldur“ eftir séra Jakob Jónsson í kvöld kl. 8 Vz ■ „Loginn helgi“ eftir W. Somerset Maugham verður sýndur annað kvöld kl. 8. Dómprófastur í Keykjavík. Biskup landsins hefir sett séra Friörik Hallgrímsson dómprófast í Reykjafvíkurprófastsdæmi frá 1. þ. m. að telja. En samkvæmt lög- um nr. 76, frá 7. maí 1940 um af- hending dómkirkjunnar til safn- aðarins og skipting Reykjavíkur í prestaköll, er svo ákveðið, að Reykjavíkurprestaköllin skuli vera sérstakt prófagtsdæmi með dómprófasti í Reykjavík, 3T. SÓLEY NR. 242. Fundur í Binidindishöllinni í kvöld kl. 8V2. In'ntaka. Erindi: Pétur Ingjaldsson cand. theol. Svört peningabudda með rennilás tapaðist á Hverfisgöt- unni í gær. A. v. á. 85 ára er í dag Oddur Helgason frá Hlíðarhúsum. Hann dvelur nú í Garðastræti 3. Hann er einn af stofnendum Dagsbrúnar. Nýjar brýr er verið að byggja á Elliðaárn- ar og eiga þær að vera fullkomn- ari en gömlu brýrnar. Er búizt við, að byggingu þeirra verði lokið rétt eftir nýjárið. Uppreisn í ríkisfangelsinu heitir sakamálamynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Sýnir hún við- burði, er urðu valdandi að upp- reisn meðal fanga, í einu af betr- unarhúsum Bandaríkjanna. Aðal- hlutverkin leika: Pat O’Brien, Ann Sheridan og Hymphrey Bogart. F. U. J. Málfundur í kvöld kl. 8 Vz í fundasal félagsins. Jónas Guð- mundsson heldur íróðlegt erindi um sósíalismann. Alþýðuskólinn. Engin kennsla í kvöld, vegna jarðarfarar borgarstjóra. Yfirlýsing frá formanni Dags hrúnar. Að gefnu tilefni skal það tek- ið fram, að ég hefi ekki gefið Þjóðviljanum neinar upplýs- ingar varðandi samningsupp- kast Dagsbrúnar, er sent var Vinnuveitendafélaginu nú fyrir helgina og ritar Þjóðviljinn um málið í algerri vanþökk minni. í viðtali, er ég átti við Sigfús Sigurhjartarson, en hann sím- aði til mín að fyrra bragði, lagði ég áherzlu á þessa afstöðu mína, enda tel ég það ekki heppilegt að taka upp umræður um málið í blöðum, áður en samningsaðiljar hafa ræðst við. Allar slíkar umræður í blöðum eru líklegri til að spilla fyrir lausn málsins en bæta fyrir henni, enda virðast skrif Þjóð- viljans birt í þeim einum til- gangi og eru þau beint fram- hald af þeirri kröfu kommún- ista, að Verkamannafélagið Dagsbrún ákvæði taxta, án þess að leita nokkurra samninga áð- ur við Vinnuveitendafélagið. Sigurður Halldórsson. íslendingar í SíoMk- hólml senda faellla sheyti I tilefni af fnliveldisdeginnm. UTANRÍKISMÁLARÁÐ- HERRA barst í morgun heillaskeyti í tilefni af fullveld- isdeginum frá íslendingum í Stokkhólmi. Skeytið var svohljóðandi: „Fjörutíu íslendingar saman- komnir í sendisveitarbústaðn- um til hátíðahalda í tilefni af fullveldisdeginum senda ís- lenzku ríkisstjórninni virðing- arfyllstu kveðju og jafnframt beztu óskir til handa landi og þjóð. Lifi ísland. Finsen.“ ---------------------------1 RÚMENIA 1 Frh. af 1. síðu. hinns vegar að herflutningum sé hú stöðuigt haldið áfram frá Þýzkalandi til Rúmeníu, og hafi þetta lið þegar raunvemlega öll /völd í landinu. EINAR N. ÞÓRÐARSON Frh. af 3. síðu. Hann létti undir með þeim byrð- um er lífið lagði henni á herðar og umvafði hana ástúð og blíðu. Hin síðari ár hafði Einar sál. dvalið á heimili dóttur sinnar Guðbjargar og manns hennar Þór odds Gissurasonar, Suðurgötu 21 í Hafnarfirði. Einar sál. var alla tíð fremur hraustur til heilsu. En hafði þó í seinni tíð fundið til hjartasjúkdóms, er í haust á- Vesturför Hardyj fjölskylduuuar. (Out West with the Hardys) j Sýnd kl. 9. með Mickey Rooney. Kötturinn og kanarífuglinn (The Cat and the Canary.) Dularfull ameríksk kvik- mynd. Sýnd kl. 7. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. m NYJA BIO Græna (GREEN HELL.) Ameríksk kvikmynd frá Universal Film, er sýnir æfintýri leiðangursmanna í frumskógum Suður-Am- eríku. Aðalhlutverk leika: Joan Bennett og Douglas Fairbanks, yngri Aukamynd: S. 1 O. S. Ensk kvikmynd um björg- unarstarfsemi. Börn fá ekki aðgang, Sýnd klukkan 7 og 9. Logima helgi“ eftir W. SOMERSET MAUGHAM. Sýning annað kvöld klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. L Sjónleikur í 3 þáttum eftir séra Jakob Jónsson frá Hrauni. Sýning í kvöld kl. 8V2. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. gerðist mjög, og dró hann að lokum til dauða. Einar andaðist þann 24. nóv. s. 1. 84 ára að aldri . ’ y Það sem einkendi Einar sál. öllu öðru fremur var sú ljúf- menska og dagfarsprýði er aldrei útaf brást. Hann var mikill barna vinur, og munu barnabörnin sakna hins góða afa sem jafna var fús til leika við þau, og bezt var að flýja til ef á huggun þurfti að halda. Og nú er hann farinn frá okk- 'ur til landa ljössins,. þar sem hann á heima. Hann kemur okk- ur jafnan í hug er við heyrura góðs manns getið. En minningin mun lifa: hrein og björt í hugum okkar, því hann var ljós í lífi þeirra ear áittu því láni að fagna að þekkja hann. — Góða ferð frændi og viniur. i F. KAUPI 'ia og silfmr . r, Hafnanr- strasSi 4. 40. THEQPORE DREISER; JENNIE GERHÁRDT vald myndi halda aftur af Gerhardt. Hann myndi aldrei framar gleyrna því, að þessi litla mannvera var gædd ódauðlegri sál. Hann myndi aldrei gleyma því framar. SEXTÁNDI KAFLI. Meðan Gerhardt var á heimilinu var hann í vand- ræðum með það, hvernig hann ætti að hag sér gagn- vart Jennie. Hann reyndi að láa sem hann sæi hana ekki. O gþegar hann fór þá kvaddi hann hana ekki. En hann sagði við konu sína, að hún gæti skilað kveðju sinni til hennar. En þegar hann sat í lest- inni á leiðinni til Youngstown, sá hann eftir þessu. — Ég hefði nú samt sem áður átt að kveðja hana, hugsaði hann. En það var nú orðið of seint. Um tíma gekk lífið sinn vanagang á heimili Ger- hardtsf j ölskyldunnar, og Jennie var áfram hjá Bracebridgefjölskyldunni, Sebastian fékk betri stöðu í vindlabúðinni. George fékk launahækkun. Þau lifðu mjög fátæklegu lífi og voru alltaf í bálfgerð- um vandræðum með að útvega mat og fatnað. Jennie hafði miklar áhyggjur út af framtíðinni. Ekki þó vegna sjálfrar sín, heldur vegna barnsins og fjölskyldu sinnar. Hvað ætti hún að gera við barnið, ef hún skyldi giftast? Og það var ekki úti- lokað, að svo gæti farið. Hún var ung og falleg og karlmenn langaði til að leita ásta við hana. Til Bracebridgef j ölskyldunnar komu margir karlmenn, og margir þeirra höfðu sýnt henni ástleitni. — Þér eruð mjög lagleg, sagði gamall kvenna- bósi við hana einn daginn. — Afsakið, sagði hún undrandi. — Hvað eigið þér við? — Jú, víst eruð þér falleg, og þér þurfið alls ekki að afsaka yður. Ég myndi hafa gaman af að tala við yður seinna. Hann reyndi að kitla hana undir hökunni, en Jennie flýtti sér burtu. Hún ætlaði að segja húsmóð- ur sinni frá þessu, en þorði það ekki fyrir feimni. — Hvers vegna eru karlmenn alltaf svona? hugs- aði hún. Gat það verið vegna þess, að þeim væri þetta eðli meðfætt? Það er einkennandi við varnarlausar verur, að þær verka eins og hunang1 á flugur. Ekkert fá þær, en allt er tekið af þeim. Karlmennirnir sveima um- hverfis blíðlyndar, eftirgefanlegar cg óeigingjarnar konur. Þeir verða varir við þessa gjafmildi, þessa varnarlausu og eftirgefanlegu skapgerð. Þess vegna létu margir sér títt um Jennie. Dag nokkurn kom maður að nafni Lester Cane frá Cincinnati, sonur vagnaframl :'~nda, sem ekki einasta naut mikillar virðingar ' vrginni, held- ur einnig víðar. Lester Cane kom í -þetta hús. Og hann var meiri vinur frú Bracebrldges cr msnns •hennar, því að frúin hafði verið alin upp í Cincin- nati og þegar hún var lítil stúlka hafði hún oft komið heim til föður hans. Hún þekkti móður hans, bróður hans og systur, og það var alltaf litið á hana sem eina af fjölskyldunni. — Lester kemur á morgun, Henry, heyrði Jennie frú Bracebridge segja við manninn sinn. — Ég fékk skeyti frá honum í dag. Það er nú meiri maðurinn. Ég held, að ég láti hann fá austurherbergið uppi.i Vertu nú vingjarnlegur við hann. Faðir hans var alltaf svo góður við mig. — Ég veit það, sagði maður hennar rólega. — Mér geðjast vel að Lester. IJann er skynsamasti með- limur þeirrar fjölskyldu. En hann er svo hirðulaus um allt. Hann tekur aldrei tillit til neins. — Já, það er satt, en hann er svo viðkunnanleg- ur maður. Hann er einhver sá viðkunnanlegasti maður, sem ég hefi þekkt. — Ég skal áYeiðanlega vera góður við hann. Og: er ég það ekki æfinlega við gesti þína? — Jú. — Jæja, ef til vlll ekki, sagði hann þurrlega. Þegar þessi merkilegi maður kom, var Jennie við því búin að sjá mann, sem ekki væri eins og allir aðrir, og hún varð ekki fyrir vonbrigðum. Þessi maður var um þrjátíu og sex ára, meðalmaður á hæð, með skær augu, kraftalega vaxinn og ákveðinn í framgöngu. Hann hafði djúpa og karlmannlega rödd með skærum hljómi, og það var auðheyrt, að hann var vanur því, að menn hlustuðu á hann, þegar hann talaði, hvort sem þeir þekktu hann eða ekki. Hann var stuttorður og gagnorður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.