Alþýðublaðið - 05.12.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.12.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 5. DES. 1940. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. jPHGíllViLA BIO Kötturinn og^ kananfuglinn (The Cat and the Canary.) Dularfull ameríksk kvik- mynd. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. WM NVJA BIO Uppreisn í ríklsfangelsinu Óvenju spennandi amer- ísk sakamálamynd, Aðalhlutverkin leika: Pat. O’Brien, Ann Sherdi- an og Humphrey Bogart. Aukamynd: MÁTTUR BRETAVELDIS. Ensk kvikmynd. Börn fá ekki aðgang. Sýd kl. 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. ^Logino helgiM eftir W. SOMERSET MAUGHAM. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Revyan 1940* Mei I Flosaporti ASTANDS-UTGAFA leikið í Iðnó annað kvöld kl. 8.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun .— Sími 3191. —ÚTBREIBIB ALÞÝÐDBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19,00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19,25 Hljómplötur: Valsar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Þjóðarbúskapurinn á stríðsárunum 1914—1918 (Jón Blöndal hagfræðingur) 20,55 Útvarpshljómsveitin: a) For leikur að óperunni ,,Mari- tana“, eftir Wallace. b) Draumur engilsins, eftir Ru binstein. — Tvíleikur (Egg- ert Gilfer: harmóníum. Fritz Weisshappel: píanó): Lag með tilbrigðum, eftir Beethoven. 21,20 Minnisverð tíðindi (Sigurð- ur Einarsson). 21.40 Hljómplötur: Harmóníkulög Háskólafyrirlestur. Þórhallur Þorgilsson kandidat flytur fyrirlestur annað kvöld kl. 8,15 í 2. kennslustofu. Efni: „Spánn, land og þjóð.“ Öllum er heimill aðgangur. Dansleik / heldur glímufélagið Ármann í Oddfellowhúsinu næstkomandi laugardag 7, des. kl. 9V2 síðd. Nán-_ ar augl. síðar hér í blaðinu. I' ' ------------------- ÁVARP B. S. B. Frh. af 2. síðu. M geta Islendingar talizt &önn menningarþjóð. Nú fer vetur í hönd. Margir munu horfa kvíðnir til framtíð*- armnar. En ef hugsjón bandind- ismálsins á djúpan hljómgrunn í þjóðarsál íslendinga er engin ástæða til örvæntmgar. Þá munu Islendingar koma sterkari og stórhugaðri úr hreinsunareldi hinna ediðu tíma. Þá þurfum við .Þekki að óttast langan vetur, því Það þjóðin á þann vorhug, sem boðar hækkandi hamingjusól ís- lands. Helgi Sæmuudsson, forseti S. B. S. Maríns Ólafsson: Við hafið. ■O YRIR NOKKRU kom út ný Ijóðabók. Hún var ekki stór um sig eða mikillát, euda er höf- Undiurmn ekki mikill á lofti og gerir ekki kröfu til þess að Um hann eða verk hans stiandi gnýr. Höfundurinn er Maríus Ólafs- son frá E.yrarbakka, verzlunar- maður hér í bænum. Það sem vekur sérstafca athygli, þegar maður flettir þessari bók, er ást höfundarins til litla þorpsins við hafið, til hafsins, flæðarmálsins og brimsins. I bókinni eru 43 kvæði frnrn- samin og 8 þýðingar. Öll eru kvæðin lipurlega ort, tilfinniinga- rík og bera vott um hvorttveggja í senn: viðkvæmni og Ikarl- mennsku skáldsins. Um æskustöðvarnar segir hann: „Við hafið ég átti í æsku minn æfmtýraheim, og síðan er sál mín allt af sameinuð töfrum þeim.“ Og þannig lýsir hann kvöldstund við hafið: \ J> • • • irin fyt’ir sundið berst andvarinn i þýður. Aldan fer hvíslandi skerjunium með.“ Og enn fremur: „Kvöldroðinn speglast í logn- slétu ttóni, landbáran hjúfrar sig ströndina við. Kyrrðin í lofti, á hafi og hauðri huganium bendir á samúð og frið. Eu bak við, á bafc við býr ekki friður. Við útsker er sogandi sjávar- niður.“ I bókinni eru nokklur stórbrotin kvæði, en höfundinum tekst hvergi eins vel og í lýsingunum „að heiman". p. S. n. SUNDMÓT ÁRMANNS Frh. af 1. síðu. hörð og skemmtileg keppni, og svo mun einnig verða að þessu sinni.. Á 100 m. bringiuisiuindi keppa 6 beztu brin gusu'ndsmeirn bæjarins, þar á meðal núverandi methafi, Sigur'öur Jónsson, og fyrrverandi methafi, Ingi Sveinsson. Hafa báðir æft af kappi fyrir þetta mót, og má búast við, að báðir fari uindir meti, en hvor þeirra verðmr á undan? Það er spurn- ing, sem bíður úrslitauna. Á 200 m. baksundi keppa tveir ágætir baksuindsmenn. Á 50 m. skriðsiuindi fyiir dr&ngi keppa 4 rnjög efnilegir strákar og 50 m. bringusundi 3 einnig ágætir drengir. I Síðasti liður mótsins er 4x100 m. boðsund fyrir karla. Þar kepp- ir ein sveit frá hvoru félagi, K. R. og Ægi, og tvær sveitir frá Ármamni, allar skipaðar beztu sundmönnum félaganna. 4x100 m. boðsumd er það skemmtileg- asta boðsuind, sem hér er háð. Það útheimtir allt, hraöa, úthald, mýkt og kraft, sem aðeins þaul- æfðir afburðamndmenn geta sam- einað. Eiins og þegar má sjá, eru þetta allt stutt og skemmtileg sund, sem öllum íþró’ttaunnendum e.r unuin á að horfa. Notið síðasta tækifæri ársins til að horia á fegurstiu og þýðingarmestu íþrótt þjóöarinnar, útfæröa í keppni laf listamömnum siundíþróttarininar. VfÐSKIPTASAMhlíINGÁRNIR ( Frh. af 1. síðu. meníu, sem Þjóðverjar segja að gerður sé í þeim tilgangi, að hjálpa Rúmenum til þess að reisa við atvinnulíf þeirra, en raunverulega innlima allt fram- leiðslukerfi Rúmeníu í her- gagnaframleiðslu Hitlers- Þýzkalands. Segir í fregnum frá London um þennan samning, að Þjóðverjar hafi nú lagt und- ir sig atvinnulíf Rúmeníu á sama hátt og þeir hafi þegar áður náð landinu á sitt vald hernaðarlega. Áhrifin af þessum viðskipta- samningi byrjuðu að sýna sig strax í gær. Það var gefin út tilskipun í Búkarest þess efnis, að tekin skyldu eignarnámi öll mannvirki á olíulindasvæðinu í Rúmeníu, sem væru í eigu manna af Gyðingaættum. 40 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT — Jæja, loksins fær maður að sjá þig, sagði hann. — Það gleður mig að sjá þig aftur. Hvernig líður þér, frú Bracebridge? Og hvernig líður Fannie? Ilann spurði alúðlega og hjartanlega og húsmóð- irin svaraði líka hjartanlega. — Það gleður mig að sjá þig, Lester, sagði hún. — George ber ferðakist- urnar þínar upp .En komdu nú fyrst með mér upp í herbergið mitt, þar getum við þvaðrað saman í næði. Hvernig líður afa og Louise? Ilann gekk með henni upp stigann, og Jennie, sem hafði hlustað á samtalið, varð vör við töfra þessa manns. Hún vissi ekki hvernig á því stóð, en henni fannst, að loksins hefði komið maður inn á þetta heimili. Það varð skemmtilegra á heimilinu, frúin fjörgaðist og öllum fannst þeir þurfa að gera eitthvað fyrir þennan mann. Jennie gætti vel starfa sinna, en hún hugsaði stöðugt um þennan mann, og nafn hans var stöðugt á vcrum hennar: Lester Cane. Og hann var frá Cincinnati. Stundum leit hún á hann í laumi, og í. fyrsta skipti varð hún hrifin af karlmanni sjálfs hans vegna. Hann var svo stór og fallegur og þrek- mikill. Hún var að velta því fyrir sér, hvaða vinnu hann stundaði. Jafnframt óttaðist hún hann. Einu sinni veitti hún því athygli, að hann horfði fast á hana. Hún titraði og hafði sig á burt við fyrsta tækifæri. í annað sinn reyndi hann að taka hana tali, en hún lézt þurfa burtu einhverra erinda og slapp þannig frá honum. Hún varð þess vör, að hann horfði oft á hana og veitti henni athygli, þeg- ar hún sneri baki að honum, og það gerði hana taugaóstyrka. Hana langaði til þess að flýja frá honum, enda þótt engin sérstök ástæða væri til þess. Það var staðreynd, að þessi maður, sem var henni svo miklu framar að auðæfum, menntun og þjóðfé- lagslegum aðstæðum, gaf gaum að hinni sérstæðu fegurð hennar og persónuleika. Hann dróst að henni vegna gæflyndis hennar og kvenleika. Það var eitt- hvað í framkomu hennar, sem benti á það, að hún væri mjög ástrík kona. Hann langaði til að kynn- ast henni betur, og hann langaði til að reyna að kynnast henni þegar hann kom í fyrstu heimsókn- ina, en kaupsýslustörfin kölluðu hann burtu. Eftir fjóra daga fór hann aftur á burtu, og var fjarver- andi frá Cleveland í þrjár vikur. Jennie áleit, að hann væri alfarinn, og hún saknaði hans, enda þótt hún væri að sumu leyti fegin. En þá kom hann skyndilega aftur. Hann sagði frú Bracebridge, að kaupsýslustörfin hefðu kallað sig aftur til Cleve- land. Meðan hann var að tala við frú Bracebridge horfði hann fast á Jennie, og hún þóttist þess full- viss, að hann hefði komið til þess að finna hana. í þetta sinn hafði hún mörg tækifæri til að sjá hann, þegar hún var að bera á borð fyrir hann. Þau voru mjög vingjarnleg hvort við annað, frú Bracebridge og Lester. — Hvers vegna seztu ekki að og færð þér konu, Lester? heyrði Jennie frú Bracebridge segja einn daginn við Lester, annan daginn, sem hann dvaldi þar á heimilinu. — Það er nú kominn tími til þess. — Ég veit það, sagði hann, — en mig langar ekki til þess. Mér þykir gaman að vera laus og liðugur og ætla að vera það enn um sinn. — Já, ég hefi nú frétt sitthvað um líferni þitt. Þú ættir að skammast þín. Faðir þinn er mjög á- hyggjufullur vegna þín. Hann skellti upp úr. — Pabbi hefir ekki miklar áhyggjur mín vegna. Hann hefir nóg annað um a5 hugsa um þessar mundir. Jennie hlustaði á þetta mjög forvitin. Hún skildi ekki sjálfa sig, en hvernig sem á því stóð, þá lað- aðist hún að þessum manni. Ef hún hefði gert sér , ljóst, hvernig á þessu stóð, hefði hún reynt að forð- ast hann. Nú veitti hún honum líka meiri athygli. Hann sneri máli sínu oft til hennar og ræddi við hana. Hún gat ekki hjá því komizt að.svara honum — henni geðjaðist svo vel að honum. Einu sinni hitti hann hana uppi á gangi. Hún var að sækja föt í skáp og frú Bracebridge var hvergi nálægt. Hann hafði engan formála, en gekk til hennar og sagði: — Ég þarf að tala við yður. Hvar eigið þér heima? — Ég, ég, stamaði hún og fölnaði. — Ég á heima í Lorrie Street. — Hvaða númer er á húsinu? spurði hann, eins og hann væri að gefa henni skipun. Hún titraði. — Það er númer 1314, svaraði hún..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.