Alþýðublaðið - 16.12.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1940, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 16. DES. 1940. ALS>ÝÐUBLAÐIÐ 2- drg. | jólablað 11940. Blaðið kefflor út á lerpn. EFNls Brimlending, eftir málverki Eggerts Guðmundssonar. Ávarp til sjómanna: Sigurður Einarsson dósent. Söguríkur dagur,— þegar loft- skeytin unnu sinn úrslita- sigur. Hinn hættulegi borgarís og bar- áttan gegn honum, eftir Ólaf Tómasson, með mynd. Siglingar í suðurhöfum, með mynd. Síðasta orusta Scotstaun, með mynd. Landkannanir fyrir daga Kol- umbusar, með mynd. Snæfell í sprengjuregni í Krist- jánssandi. Náhvalaveiðar við Grænland, með mynd. Útfjólubláir geislar í þágu fisk- iðnaðarins, ineð mynd. Farmaður skrifar um jólapakk- ana. Einar á báti þeim, sem Islahds Falk tók herskildi, með tveim ur myndum. Sögulegur sextant. Gasmótorar í vélbátum. Stormnótt, saga, með mynd. íslands Hrafnistumenn, nýtt lag eftir Einar Markan. Stjáni blái, kvæði Arnar Arnar- sonar með tveim myndum gerðum af Finni Jónssyni. Frægir sjóræningjar, með fjór- um myndum. Fyrstu jólin í siglingum, eftir Egil Þorgilsson. Tveir sjómenn hittast og kveðj- ast, með mynd. Nokkrir dagar í Paradís, með mynd. Formannavísur (Sunnlendinga- gaman). Gangskiptir með plötutengslum, sem stjórnað er með oliu- þrýstingi. Kvæðið um ljósið, eftir Hákon frá Borg. Ný tegund lestarskipa, með mynd. Innan borðs og utan. Skrítlur og smá frásagnir. . Börn, sem selja blaðið, komi í fyrramálið í Bóka- búðina á Laugavegi 18. 40 aura sölulaun af hverju blaði. Jólablað Sjómannsins seldist upp á 2 dögum í fyrra. Þetta jólablað er enn stærra og vandaðra. fiBBnar SlQBiðMBn trá Selalæh: íslenzk fyndni VIII. ■— ...♦—.. GUNNAR SIGURÐSSON frá Selalæk vinnur þarft verk 1 þágu þjóðlegra fræða með söfirun sinni á íslenzkmn skop- sögum. Nú réft nýlega er VIII. - liefti þessa ársrits komið út með ÍÍ50 skopsögum og skopvísum, og stenduir það sízt að baki hinrnn fyrri heftum. , Gtmnar ber óvenju glöggt skyn á hið skoplega í framkiomu manna og tali, og bonium lætur vel að endursegja fyndnina, enda hefir hann um mörg ár unnið að því að safna og skrásetjla þessar sögur. Sögumar njóta sín bezt, ef þær eru um þekkta, nafn- greinda menn, og hikar safnand- inn ekki við að láta nöfn flakka, enda munu sennilega fáir eða engir taka það illa upp. Þetta er allt græskulaust gaman, sem • engan gerir að minni manni.Víða eru þama snjöll tilsvör og skulu - tekin fáein dæmi: „Hjón ein i skagafirðí áttu tvo sonti. — Þeir hétu Jón og Gísli og voru báðir um tvítugt. Jón hafði mikið álit sem gáfu- maður. Gísli var að visu efnis- maður, en talinn miður gefinn en Jón. Nú faar það við, að Jón varð vitskertur og hörmUðu menn, sem þekktu hann, það mjög. Eiinu sinni, er nágranni þeirra bræðra að tala um það við Gísla hve afdrif sltks gáfumanns, sem Jóns faróður hans, væru hörmu- leg. Þá segir Gísli: — Ójá, það er betra að hafia minna vit og halda þvi“. Framsóknarbóndi einn úr Boig- arfirði vildi stofna landssamband up ps veitarbænda. Auðvitað var hann uppsveitar- bóndi sjálfur. — Heppnist stofnun slíks fé- lagsskapar vel," sagði hanm — mætti þjarma svo að þeim, sem neðar búa, að þeir yrðu að gainga. frá búum sínum“. Vísur erui nokkrair í þessu hefti, en einna snjöllust ér vísa Guð- mundar Sigurðssonar, sem hann orti til Vigfúsar Guðmundssonar verts úr Borgamesi á fimmtugs- afmæli hans. Fyrst þú hálfrar a'ldar ert eettirðu að vera hálfur sjálfur. Ef að nokkur vert er vert væri það helzt þú sjálfur hálfur. Margar skopteikningar eru í bókinni, en útgefandi er Þor- st^nn M. Jónsson á Akureyri. Bálfarafélagi íslands hafa nýlega borizt kr. 5000,00 að gjöf til byggingar bálstofu í Reykjavík. Gefandinn er Kol & Salt og er gjöfin gefin í tilefni af 25 ára afmæli hlutafélagsins. DEILAN UM KVIKMYNDA- HÚSIN. Frh. af 1. síðu. hváð Alþýðuflokfcurinn vildi, en það var, að bærinn tæki þennan írekstur í sínar hendur. Málinu var þá fresíaö í bæjar- ráði til athugunar. Á bæjarráðsfundinum, sem hald inn var á föstudaginn kom það fram, að Sjálfstæðisflokkuirinn er því samþykkur að veita Hafliða og Garðari leyfið. Á fujndinum samþykkti meiri- hiuti bæjarráðs, að leggja það til við bæjarstjóm, að Hafliða og Garðari, eða h. f. Gamla Bíó yrði veitt leyfi til kvifcmynda- reksturs með þeim sfkilyrðum, er bæjarstjórn kynni að setja og ár- legu gjaldi, miðað við hvert sæti í húsinu 30 krónur og mun sú upphæð nema á ári um 18 þús. krónum. Þá var eigendum enn gext að skilyrði, að ef þeir seldu þá hefði bærinn forkaupsrétt og ennfremur hefði bærimn sama rétt »m kaup á hlutabréfum í fyrirtækinu, ef selt yrði öörum en núvenandi hluthöfum. Jón Axel Pétursson, fulltrúi Al- þýðuflokfcsins gat ekki fallist á þessa samþykkt og lagði til svo- hijóðandi til'ögu' til að Ieggja fyr- ir bæjarstjórn: ' „Legg til að bæjarstjóm taki rekstur kvikmyndasýniniga í bæn- juri< í sínax hendur og feli borg- arstjóra að leita samninga við núverandi eigendur kvi!kmynda- húsanna Um kaup á þessu. Báðar þessaí tillögur munu fcoma til umræðu á næsta fundi bæjarstjómar. Sjálfstæðisflofckurinn þykist vera að þvo hendur sinar í þesslu máli með hinu svokallaða sæta- gjaldi. Er það samkvæmt útreifcn- ingum flokksins samtals um 33 þús. kr. á ári, þar af 18 þús. Kr. af Gamla Bíó og 15 þús. af Nýja Bíó. En slíkt er aðeins katt- arþvottur. Kvifcmyndahúsin græða nú margfalt meira en þau hafa gert nokkni sinrii áður —r -----UM DAGINN ÖG VEGINN------------------ Kaffið kvað ekki vera svikið. Menn eru hrddir við vörusvik. Rjúpurnar, sem voru endur af því að það má ekki skjóta rjúpur. Herstjórnin og ríkisstjómin í eltingaleik. Þrautin í Daily Post. Barnabækur Áma Óla. ------ ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ----- MÉR ER SAGT, að það hafi ekki reynzt á rökum reist, sem sagt var í bréfi hér í dálkin- um mínum fyrir nokkru, að svo virtist, sem kaffi væri svikið. Þetta bréf, sem ég birti, var frá húsmóður og það skrítna er, að þetta var ekki eina bréfið, sem ég fékk um þetta leyti um sama efni. Matvælaeftirlitið mun einmitt um sama leyti og ég birti bréf mitt hafa tekið „prufur“ af kaffi í verzlunum og látið ranusaka það, en þetta gerir matvælaeftirlitið nokkrum sinnum. Þessari rann- sókn mun nú að mestu lokið, og hafa engin svik fundist í kaffinu. YFIRLEITT er fólk ákaflega hrætt við svik og pretti í verzlun- arlífinu um þessar mundir og staf- ar það af hinni miklu peninga- veltu, en vitanlega er það slæmt ef fólk sér alls staðar slíkan ó- sóma, annars held ég að ekki sé mikið um slíkt nú -— og að minnsta kosti ekki meira en vant er. MAÐUR TELUR það ekki, þó að smá atvik komi fyrir, er gefi hugmynd um að slíkt eigi sér stað. Hérna er smáskrítla, sem mér er sögð: Fyrir nokkru var barið að dyrum hjá manni hér í bænum. Maðurinn stóð upp frá skrifborði sínu og gekk til dyra. Úti fyrir stóð stálpaður drengur með körfu á handleggnum. „Vilj- ið þér kaupa endur?“ spurði drengurinn. „Hvað kosta þær?“ „Eina krónu stykkið.“ Manninum leizt ekki svo bölvanlega á þetta í kjötdýrtíðinni og bað drenginn að koma inn fyrir. Sneri maður- inn sér síðan að konu sinni og spurði, hvort hér væri ekki um góð kaup að ræða. „Öndin kostar bara eina krónu.“ Konunni leizt einnig ágætlega á þetta og kvaðst kaupa fjórar. Drengurinn opnaði nú körfu sína og maðurinn gægðist í þetta. Nú er hann enginn fugla- fræðingur, en honum fannst útlit andanna vera einkennilegt og sagði: „Hvað, eru þetta endur?“ „Nei,“ sagði drengurinn, „en það má ekki skjóta rjúpur núna.“ ÞETTA ER ÞÓ dálítið alvöru- mál og við megum ekki vera að hafa það í flimtingum. Það er eðlilegt að komið sé í veg fyrir þessa verzlun, því að eitt af helztu viðfangsefnum hverrar ófriðar- þjóðar er að hafa vistir og klæðl handa hernum. Hér taka Bretar ekkert, nema fyrir ærna peninga. Hermennirnir mega því ekki vera að fæða okkur eða klæða fyrir „slikk“. Þá tapar íslenzka þjóðin á þessari verzlun, það er að segja ríkiskassinn, því að engir tollar koma af þessum vörum, enda finnst mér að Jakob minn M‘ller sé helmingi súrari á svipinn upp á síðkastið en hann var áður — og: er þó langt til jafnað. MORGUNBLAÐIÐ sá ljósagang einhvers staðar undir rótum Vatnajökuls fyrir nokkru. Þetta var „sleikjupinnafrétt“, eins og sumir blaðamenn kalla slíkar fréttir. Menn hafa verið að brjóta heilann um hvaða ljós þetta hafi verið. Einn sagði, að það væri mjög líklegt að þarna væru Þjóð- verjar komnir, en annar sagði að líklegra væri að þarna væru nokkrir þeirra Norðmanna, sem nú hafa vetursetu á fjöllum íslands. Hinn þriðji kom þó með líklegustu tilgátuna, að þarna væru Bretar. Og nú segir Morgunblaðið að Bretar séu farnir að rannsaka hver þessara aðilja sé þarna að verki! ; j DAILY POST leggur þessa þraut fyrir lesendur sína, brezku her- mennina: „Sjö kettir éta sjö rott- ur á sjö mínútum. Hversu lengS er einn köttur að éta tvær rottur?“ BARNABÆKURNAR um Trölla litla Tröllason óg ljósmóðurina frá Stöðlakoti, sem Árni Óla hefir tekið saman og Atli Már teiknað myndir í, eru mjög eigulégar fyrir börn. Þetta eru þjóðsögur, sagðar á mjög skemmtilegan hátt fýrir börnin og ekki skemma myndim- ar, sem allar eru vel gerðar og skýra efnið. Hannes á horninu. ' ■'■“ .......... ■ —► og allur þessi gróði er 'betur ■kominn hjá því opinbera en hin- rim fári eigendum kvikmyndahús- anna — aö þeim úlösluðum. Auk þess sem bæiinri gæti, ef hann réði yfir kvifcmyndahúsum haft áhrif á rétt val kvíkuiynda, en á það var lögð rík áherzla C. d. í Noiiegi þar sem kvifcmyndai íeksturinn var allur í hðndum bæjarfélaganina. Útbreiðið Alþýðublaðið. ÞETTA MINNIR Á verzlun brezku hermannanna. Bretar eru mikil verzlunarþjóð og einstak- lingarnir snjallir kaupmenn. En nú er það eitt aðalviðfangsefni herstjórnarinnar að elta sína eigin hermenn, sem eru að æfa sig í kaupmennsku á okkur íslending- um. Og ríkisstjórnin okkar fylgist af lifaridi athygli með þessum elt- ingaleik og er farin að taka upp á því að elta einnig, þó ekki her- mennina, heldur hina háttvirtu kjósendur sína. Allt er því komið í einn allsherjar eltingaleik. Leikfong íyrir börn ög urigl- inga og-jafnvel ftiíl orðið fólk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.