Alþýðublaðið - 16.12.1940, Page 4

Alþýðublaðið - 16.12.1940, Page 4
MÁXUDAGUR 16. DES. 1940. Bókln er ÞÝDDAB SÖGUR eftir 11 beimsfræga höfunda. AIÞÝÐUBLAÐIÐ Bókin er ÞÝDÐAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. MÁNUDAGUR Næturlæknir er Jónas Kristjáns- son, Grettisgötu 81, sími 5204. Næturvörður er í .Laugavegs- og 1 ngólfs-Apótekum. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Sig- fús Halldórs frá Höfnum). 20.50 Hljómplötur: Létt lög. 20.55 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir," eftir S. Undset. 21.25 Útvarpshljómsveitin: Norsk þjóðlög. Einsöngur: Kristj- án Kristjánsson): a) Dostal: Ich bin verliebt. b) Barlett: A dream. c) Sig. Ágústss.: Til hennar. d) Kristj. Kristj.: Heiðlóarkvæði, c) Puccini: Aría úr „Tosca.“ 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Næturvarzla bifreiða: Aðalstöð- in, sími 1383. Lokun verzlana. Formaður „Félags matvöru- kaupmanna" hefir beðið blaðið að skýra frá því, að af tilefni jóla- hátíðarinnar verði búðir opnar eins og hér segir: Laugardagskvöld og ÞorláksmessukvTd til kl. 12 á miðnætti. Á aðfangadag til kl. 4 Natarstell fyrir 6 og 12 manns. Mjólkurkönn- ur. Vatnglös. Nora-Magasín. e. h„ alla aðra daga verða búðir opnar eins og venjulega. Anglia hélt skemmtun fyrir félagsmenn og gesti í Gamla Bíó á laugardag- inn fyrir troðfullu húsi. Mr. Jack Quinet, hljómsveitarstjóri á Hótel Borg, stjórnaði skemmtuninni og lék nokkirr lög með hljómsveit sinni. Auk þess sýndi hann gam- anþátt með hljómsveitarmönnun- um. Þá söng tvöfaldur kvartett, „Áttmenningarnir“, nokkur lög við ágætar undirtektir, Lárus Ingólfs- son söng nýjar vísur á ensku í Chaplin-gervi sínu og H.E. tríóið söng með jazz-hljómsveitinni. Loks komu fram margir söngvarar og gamanleikarar úr brezka setulið- inu. og vakti tenórsöngvarinn Lub- bock alveg sérstaka athygli. Hefir hann mikla, þroskaða og fagra tenórrödd, en hann hefir stundað söngnám í þrjú ár í London. Með- al annars söng hann „Ave Maria“ eftir Kaldalóns. Kornungur nýliði, Davis að nafni, skemmti með söng og eftirhermum. Hefir hann óefað mikla hæfileika. Þá söng bráð- skemmtilegur kvartett úr hernum, fyrirliði sagði skrítlur og hermað- ur söng með „ukulele" undirleik. Að lokum þakkaði sendiherra Breta öllum fyrir skemmtunina og óskaði félaginu Anglia góðs geng- is í því starfi sínu að kynna ís- lendinga og Breta. Síðan viru ís- lenzki og brezki þjóðsöngurinn leiknir og sungnir. Leikhúsmál, 3. tbl. fyrsta árgangs er nýkom- íð út. Efni: Fyrsta leikritaskáld íslands, Leikfélag Akureyrar, Martha Indriðadóttir leikkona, Sjónleikir Vestur-íslendinga, Kvikmyndahúsin, Ýmsar leiksýn- ingar o. m. fl. Dimmur bær i gærkveldi. IGÆRKVÖLDI döu Ijósin tum tíma og var koldimmt inn allan bælnn. i Hvassí var mjög og hafði orð- ið bilun á límunum, en vélabilun var engin. i Jélablað Sjómanns- m á morpn. JÓLABLAÐ Sjómannsins kemur út á morgun. 1 fyrrá seldist Jólablað sjó- mannsins upp á tveimur dögum og má búast við að þetta blað líki ekki síður. Fjöldi manna gat ekki fengið blaðið í fyrra, og er því bezt að kaupa þetta blað nú þegar. Petta jólablað er mjög mynd- arlegt, ennþá stærra en áður og fullt af frásögnum, grteinum, kvæðum og myndum. Allt er þetta um sjómennsku og líf sjó- manna, skip og siglingar. Hér 'í blaði’nlu .'er í dag auglýs- ing um þetta stóra og myndar1- lega blað, og geta menn þair séð aðalefni þess. ttC&OOOOOOOCK firænar baunir í dósum og lausri vigt. Matbaunir, Maccarony, Buðingar, Súputeningar, Súpujurtir, Súpulitur, Lárviðarlauf, Matarlím. Tjarnarbúóin Shni 3570. BRERKA Ajvalkagötu 1. Simi 1678 X»QQOOQOOOO< Útbreiðið Alþýðublaðið. hhoamla bio m u nyja bío im ÍHver er 1 Sakleysinginn úr sveitinni. 1 faðirinn? 1 Aðalhlutverkin leika: | Sýnd klukkan 7 og 9. WAYNE MORRIS JANE WYMAN PAT O’BRIEN 1 Gegn framvísun aðgöngu- P miða frá sýningunum í JOAN BLONDELL og gamla konan i {jær, er • féllu niðpr, af- MAY ROBSON. H 1 hendast nýir miðar, eða 1 1 andvirði þeirra. Sýnd klukkan v 7 og 9. i Innilegar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug við andlát og jarðarför Sigríðar Magnúsdóttur, kennara. ( Móðir og systkini. Ekkjan Margrét Þórarinsdóttir andaðist aðfaranótt 14. þ. m. að heimili 'sínu, Vallarhúsum Úi Miðnesi. V Þórður Bjarnason. Nýtt spil „ Kappflugið í kringum lslandu er komið í verzlanir bæjarins. Spennandi kappflug í litlum flugvélum með viðkomu á flestum bæjum, borgum og þorp- um landsins. Þeir, sem kaupa „Kappflugið“, þurfa ekki að láta sér LEIÐAST. 46. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT svo mikils metin í þjóðfélaginu og hún var drembi- leg á svip og í framgöngu. Stundum hafði Lester gaman af þessu, en stundum gramdist honum það. Honum þótti vænt um hana. Hún var eftirlætis- barnið — en honum faxmst hún ekki þurfa að líta svona stórum augum á sjálfa sig. Frú Kane, móðirin, var rólynd, menntuð kona, um sextugt. Hún hafði, ásamt manni sínum, unnið sig upp úr sárustu fátækt og hafði aldrei haft tíma til að stunda samkvæmislífið. En hún unni börnum sínum og manni sínum og var á barnalegan hátt hreykin af dugnaði sínum og framsýni. Hún var góð eiginkona og góð móðir. Lester kom til Cincinnati snemma um kvöldið og ók þegar í stað heim til sín. írskur þjónn kom á móti honum í dyrunum. — Ó, herra Lester, hrópaði hann himinlifandi. — En hvað það gleður mig, að þér skulið vera kominn heim. Ég skal taka við frakkanum yðar. Já, það hefir verið ágætis veður. Já, allri fjölskyldunni líð- ur vel. Systir yðar, Amy, er nýlega farin með dreng- inn. Móðir yðar er uppi á herbergi sínu. Lester brosti vingjamlega og gekk upp í her- bergi móður sinnar. Herbergið hennar var mjög skrautlegt og þar sat frú Kane, gráhærð og góðleg á svipinn. Hún leit upp, þegar er dyrnar voru opn- aðar og lagði frá sér bókina, sem hún hafði verið að lesa í, og stóð á fætur til að hieilsa honum. — Jæja, nú er ég kominn, mamína, hvernig líður þér? sagði hann, tók hana í faðm sér og kyssti hana. — Mér líður eins og vant er, Lester,. en hvernig líður þér? — Prýðilega. Ég var hjá Bracebridges í nokkra daga. Svo varð ég að stansa í Cleveland og hitta Parson. Það báðu allir að heilsa. — Hvernig líður Minnie? — Henni líður eins og vant er. Ég sá enga breyt- ingu á henni. Og hún hefir jafngaman af sam- kvæmum og áður. — Hún er ágætlega gefin, sagði móðir hans, sem mundi eftir frú Bracebridge frá því hún var lítil stúlka í Cincinnati. — Mér hefir alltaf þótt vænt um hana, hún var svo skynsöm. — Henni hefir ekki farið aftur að neinu leyti, það get ég fullvissað þig um, sagði Lester. Frú Kane brosti og hélt áfram að tala um ýmis konar fjöl- skylduvandamál. Eiginmaður Imogenes þurfti í ferðalag í kaupsýsluerindum til St. Louis. Kona Roberts lá í kvefi. Zwingle gamli, varðmaðurinn í verksmiðjunni, var dauður. Haxrn hafði verið hjá herra Kane í meir en fjörutíu ár. Kane gamli ætlaði að vera við jarðarförina. Lýster hlustaði á gömlu konuna, en var dálítið utan við sig. Þegar Lester gekk í gegnum forsalinn mætti hann Louise. Hún var mjög skrautlega klædd. Hún var í svörtum silkikjól, perlusettum. Hún var með festi úr rúbínum um hálsinn. Húðin var dökk og hárið svart. Augun voru svört og stingandi. — Ó, Lester, hrópaði hún. — Hvenær komstu? Kysstu mig varlega. Ég er að fara út og er búin að búa mig út. Nefið er líka púðrað. Ó, þorparinn þinn! Lester hafði gripið utan um hana og kysst hana fast. Hún ýtti • honum frá sér. — Það var ekki mikið, sem ég nuddaði af þér. Þú getur alltaf borið meira á. Hann hélt áfram til herbergis síns, til þess að hafa fataskipti áður en borðað yrði. Það var fyrir löngu orðinn siður hjá fjölskyldu hans að hafa fataskipti áður en horðað væri. Það voru svo oft gestir, sem snæddu þar, og Louise hélt fast við þemian sið. í kvöld ætluðu þau að koma Robert og herra Bumett og kona 'hans. Það voru gamlir kunningjar. Lester vissi, að faðir hans var einhvers staðar í höllinni, en hann gerði sér ekki það ómak að leita að honum. Hann. var að hugsa um síðustu tvo dagána, sem hann hafði dvalið í Cleveland og hvenær hann myndi sjá Jennie aftur. TUTTUGASTI KAFLI. Þegar Lester hafði haft fataskipti og kom niður, sat faðir hans þar og var að lesa. — Góðan dag, Lester, sagði hann, leit upp úr bókinni og horfði á Lester yfir gleraugun. Hvaðan kemur þú? — Ég kem frá Cleveland, svaraði sonurinn alúð- lega og þrýsti hönd föður síns. — Robert sagði, að þú værir í New York. I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.