Alþýðublaðið - 18.12.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.12.1940, Blaðsíða 4
MLÐVTKUDAGUR 18. DES.1940 Bókin er ÞÝDDAE SÖGCR eftir 11 heimsfræga höfunda. AIÞÝÐUBIAÐIÐ Bókm er ÞÝDDAE SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. MIÐV5KUDAGUR ✓ Næturlæknir er Karl S. Jónsson, Sóleyjargötu 13, sími 3925. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöð Steindórs, sími 1580. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19,00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19,25 Hljómleikar: Lög úr óper- um. 20,00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Um Sighvat Grímsson Borgfirðing. Ald- arminning (Kristinn Guð- laugsson bóndi — J. Eyþ.). b) 20,50 Útvarpshljómsveit- in leikur. c) 21,00 Árni Óla blaðam.: Einbúi í Krýsuvík. Frásaga. d) 21,25 Friðfinn- ur Guðjónsson: „Leidd í kirkju“, smásaga eftir Þor- gils gjallanda. Upplestur. e) Útvarpshljómsveitin leikur. Jólablað Fálkans, sem kom út í morgun, flytur að vanda margvíslegan fróðleik og skemmtilegar sögur. Sögurnar eru alls 6, þar á meðal ein eftir Huldu skáldkonu, en af öðru efni má einkum nefna greinar um Bessa- staði, Þormóð Torfason sagnarit- ara, Svein Pálsson lækni og nátt- úrufræðing, Jólin í Englandi, Vala- mo-klaustur í Ladogavatni, sem hinir grísk-kaþólsku munkar urðu að yfirgefa í vor, eftir að Finnar urðu að láta Valamo-hólmann af hendi við Rússa. Allar eru grein- ar þessar prýddar fjölda góðra mynda, en alls eru um 80 myndir í blaðinu, og eru sumar litprent- aðar. Heftið á erindi inn á hvert einasta heimili og er að öllu sam- antöldu bezta jólaheftið, sem Fálk- inn hefir nokkurn tíma gefið út. „Síðustu ljóð“ Sigurðar heitins frá Arnarholti með formála eftir próf. Sig. Nor- dal, voru gefin út s.l. vetur, eins og marga mun reka minni til. Bók- in kom þá eigi í bókaverzlanir. Var hún aðeins seld áskrifendum, enda upplagið aðeins 250 eintök. En örfá eintök, sem þá urðu eftir, fást nú í Bókaverzlun Eymundsen, ísafoldar og víðar. Er þetta því síðasta tækifærið til að eignast þessa bók hins látna skáldsnill- ings. Útgef. bókarinnar er ekkja skáldsins. I------------------------------ FJÁRHAGSÁÆTLUN HAFN- ARFJAJRÐAR. (Frh. af 1. s.) arfyrirtækjunuim. En samþykki ráðuneytisins verður auk þess a<3 koma til. Emil Jónsson, sem er forma'ður fjárhagsnefndar skýrði blaðinu frá iþessu í (mDrgun. ; BæiarðtgerðiR með skip- um «0 tæbjnm orðín hreiB eigfl hæjarins. Alþýðublaðið spurði hann að lokum um bæjarútgerðina og hag hennar. Hann sagði: „Já, auk þess, sem bærinn læt- ur hag sinn á þann hátt, sem ég hefi þegar sagt, hefir bæjar- útgerðin nú bætt hag sirm og þar með bæjarins stórkostlega. Um áramót hefir bæjarútgerðin borgað allar1 skuldir sínar og tog- ararnir Maí og Júni, miklarbirgð- ir af koluim, veiðarfærum og öðm er hrein eign bæjarins — og auk þess nokkur sjóður. Sýnir þetta betur en nokkuð annað hvílíkt bjargráðafyrirtæki bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefir ætíð verið". Leikfðng, leikfðng l, og attur leikfðRg FflTflBÚÐflRINNOR DAGSBRÚN. (Frh. af 1. síðu.) fyrr en kl. 11. Atkvæðagreiðslan fer fram í Hafnarstræti 21. Eins og áður hefir verið skýrt frá verður greitt atkvæði um þrjár tillögur. Einn kjörseðill veröur hafður, en tillögurnar em númeraðar 1., 2. og 3. Tillaga nr. 1 er um umboð til vinnustöðvunar frá 1. janúar, ef ekki næst samkomuilag við at- vinnurekendur — og er sjálfsagt að krossa við já um þá tillögu. Tillaga nr. 2 er um afstlöðu félagsins til Aiþýðusambandsins. Sjólfstæðismennimir í stjóminni vilja, að félagið starfi ekki með öðium verkalýðsfélögum. Alþýðu- flokksmennirnir telja hins vegar sjálfsagt, að félagið gangi í Al- þýðusambandið, enda væri það styilkur fyrir félagið i þeim deil- um, sem fram undan erU. Til- lagan er þannig orðuð, að ef hún yrði samþykkt þá stæði félagið eitt og óstutt í deilunni, og fé- lagamir nytu heldur ékki neins úr Stórasjóði. Það er því sjálf- sagt fyrir alla Dagsbrúnarmenn að segja nei við tillögu nr. 2. Tillaga nr. 3 er um það, að staðfesta brottvikningu tveggja sþellvirkja úr félaginu, sem spilla fundarfriði og góðtu félags- starfi. Segið þvi já við tillögu nr. 3. 3B OAVMLA BIO Hi m NYJA BIO WM Sakleysinginn Hver er úr sveitinni. faðirinn? Aðalhlutverkin leika: WAYNE MORRIS (BACHELOR MOTHER.) JANE WYMAN Fjörug og skemmtileg am- PAT O’BRIEN eríksk kvikmynd frá RA- JOAN BLONDELL DIO PICTURES. Aðal- hlutverkin leika: og gamla konan GINGER ROGERS og DAVID NIVEN. MAY ROBSON. Sýnd klukkan 7 og 9. Sýnd klukkan v 7 og 9. SÍÐASTA SINN! Með línum þessum vildi ég mega fiytja Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar og skipshöfninni á b.v. Maí innilegustu þakkir frá mér og börnum mínum fyrir minningargjafir og peningagjöf og ann- an vináttuvott, sem þessir aðilar hafa sýnt okkur við hið svip- lega fráfall eiginmanns og föður okkar, Guðlaugs Ásgeirssonar. Guð blessi ykkur. Fyrir mína hönd og barna minna. Valgerðm- Hildibrandsdóttir. Sðludrengir! Tillaga nr. 1: já. -----— 2: nei. ----- - 3: já. > Greiðið atkvæði. Reynum sam- eiginlega að tooma góðri rfeglu á starfsemi Dagsbrúnar. F.U.J. Málfundarfliokksæfmg í kvöld Jölablað SPEGILSINS kemur út á morgun (fimmtudag) / • # og verður afgreitt frá klukkan 8 árdegis í Bókabúðinni, Bankastræti 11. — Ágæt sölulaun og verðlaun. — Signrður Sigurðsson játar á sig gamla pjófnaði i Landsbankannm. kl. 8V2. Allt jólatrésskrant og annan JÓLAVARNING. Einnig: SNYRTIV ÖRUR, VATTTEPPI, LEÐURTÖSKUR o. m. fl. TILBÚIN JÓLATRÉ. Kaupið jólagjafirnar hjá VmlnlRil KðTLU Laugavegi 27. Svana-kaffið með seríumyndum ávallt handa gestum og góðum vinum. Kaupið SVANA kaffi í næstu búð. Sparisjóður Reykjavíkur- Hann stal meðal annars 12.000 kr. úr tðsku útibúsins á* Klapparstíg 1934. og nágrennis verður lokaður mánudaginn 30. desember og þriðjudaginn 31. desember 1940 vegna vaxtaútreiknings. -----------«. VIÐ yfirheyrslu hjá Jóna- tan Hallvarðssyni saka- dómara í gærkveldi játaði Sigurður Sigurðsson að hafa stolið kr. 12 000, sem hutfu úr tösku frá útibúi Lands- bankans á Klapparstíg og kr. 2000 úr kassa A. J. Johnson- gjaldkera sparisjóðsins. Upplýst er þá um alla þjófn- aðina, sem orðið hafa í Lands- bankanum, að undanskildum 1000 kr., sem talið var að hefðu horfið úr 25 þús. kr. seðlahúnti. Já'tning Sigurðar viðvíkjandi 12000 krónunum úr tösku útibús- ins var á þessa leið: i Að kvöldi 28. febrúar 1934 hafði SiguTður lyklana að fjár- hirslunni í kjallaranum, þar eð aðalgjaldkeri var veikur. Þegar búið var að loka dagkassana og töskur útibúsins inni í fjiárhirsl- unni fór Sigurður ofan í kjallar- ann, opnaði töskumaT og fann í annari þeirra kr. 12,000 í um- slagi. Tók hann peningana og læsti síðan fjárhlrslitnni. Sigurður kveðst hafa eyttþess- um peningum að undanteknum kr. 2000, sem voru óhreinir og þvældir seölar, sem hann brenndi af ótta við, að þeir kæmu upp um sig. Um þjófnaðinn á 2000 krón- unum úr ikassa A. J. Johnsons segir Sigurður: Eftir vinnutíma 28. jan. 1936 fór hann með kasisa Johnsons niður í fjárhirsliuna í kjallaran- um. Þegar þangað kom opnalði hann kassa Johnsons með sín- um lykli, sem gekk að kassanium, og stal kr. 2000 úr kassanium. Þeim peningum eyddi haun. Hinsvegar neitaði Sigurður, að hann væri valdiur að hvarfi 1000 krónanna, sem stolið var úr 25 þús. króna seðlabúnti í nóvem- bermánuði 1935. Rannsókn málsins er enn ekki lokið og er Sigurður í gæzlu- varðhaldi. Sundhöllin verður opin til kl. 10 í kvöld fyrir almenning vegna þess að æfingar sundfélaganna falla niður kl. 9—10. Útbreiðið Alþýðublaðið,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.