Alþýðublaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 28. DES. 1940. AU>YÐUBLA*MÐ ---------ALÞYÐUBLAÐIÐ -------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heimá) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar i lau A I, ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *----------:-----------------------------o Blöðin og kaupdeilurnar. AÐ er mjög lærdómsríkt fyrir verkamenn, aö sjá, hvernig blöð Sjálfstæðísflokksins og Framsóknarflokks'ins faka • undir baráttu þeirra fyrir því, að fá kaup sitt hækkað til samræmis víð' verðlagið á lífsnauðsynjum, eftir að þeir’ hafa um langt slkeið orðið að sætta sig við lögbundið kaup með lítilfjiörlegri dýrtíðar- uppbót samtímis því, sem allar nauðsynjar, innlendar' og erlend- ar, hafa verið spenntar upp úr öllu valdi og atvinnU'rekendur rakað saman of fjár. Fyrir tæpum þremur mánuðum, þegar verið var síðásit að hækka kjötið og mjólkina, talaði Morg- unblaðið borginmannlega um það, að kaupið yrði framvegis að fylgja verðlaginu, Þiá átti það enn svo langt í land, að til á- taka kæmi milli verkamanna og atvinnurekend'a lum kaupið, að Morgunblaðið taldi sér ernn' um stund óhætt að halda áfram þvi lýðskrumi fyrir verkamönnium, sem það tök upp eftir að kaupið var lögbundið, vel vitandi, að meðan það var lögbundið var engin hætta á því, að það þyrfti að standa við orð sín. En. nú er slí'kur loddaraleikur ekki lengur mögulegur, eftir að verkamenn erii búnir að segja upp samningum og launadeil- mnar ern byrjaðar. Enda bregður svo kynlega við, að Morgunblað- fð er allt í einu steinþagnað um að kaupið hljóti að fylgja verð- laginu. AtvinnUTekendahjartað er farið að segja til sín. Og atvinmirekendumir hafa eins og kunnugt er lagt til, að dýr- tíðaTuppbótin á kaupið verði fram vegis hin sama og hún hefir verið. Morgunblaðið hefir ekkert haft við það að athuga, þó að slikt „tilboð“ sé þveröfugt við það, sem það sjálft hélt fram um kaupið í haust. Það hefir yfirleitt ekki minnst á jólaboðskap at- vinnurekenda fyrr en í mörgun og þá aðeirís til þess að láta í ljós hneykslun sína yfir því, að Alþýðublaðið skuli hafa leyft sér að segja sannleikann um slíka ósvífni atvinnurekenda, og til að ógna verkamönnum með íhlutun löggjafarvaldsins, ef þeir ver'ði. ekki nógu auðsveipir við at- vinnurekendur við samningaborð- ið. Þetta er sá stuðningur, sem réttlætiskrafa verkalýðsins fær hjá Morgunblaðinu, þegar á herð- ir. Þá kemur Tíminn nú ‘ sjaldan svo út í seinni tíð, að hann sé ekki með hnútur til verkamanna fyrir þiað, aið þeir skuli leyfa sér að leggja út í bair- áttu við atvinnurekendur fyrir því að fá kaUpið hækkað til sam- ræmis við verðlagið á lífsnauð- synjum. Hefir þar um lengri tíma getið að lesa að minnsta kosti vikulegar vandlætingarræður um „fiogstreitu“ og „illdeilur" verka- manna og atvinnurekenda sam- fara alls konar bollalegginigum ■uim sameign framleiðsliutæfcjanná, sem taka sig sannarlega broslega vút í því blaði. En mieð leyfi að spyrja: Hverj- uim er um togstreytuina að kenna, sem nú er hafin um kaup- ið? Hver hefir sett þá 'skrúfu í gang milli verðlags og kauplags 1 landinu, sem nú er verið að kvarta undan? Hverjiir hækkuðu Jkjötáð og mjólkina í haust langt Umfram kaupið, þvert ofan í gefin loforð, og hleypíu þar með af stað allsherjarverðhækkun á iniilen.ílum markaði? Hverjir voru það aðrir en aðstandendur Tím- ans sjálfs? Og hver varaði hins vegar við afleiðingum svo á- byrgðarlausrar verðhækkunar, nema Alþýðublaðið? Sagði það ekki fyrir, að í kjölfar slíkrar verðhækkunar ■ lílytu að fara kaupdeilur? Og benti það ekki á raunhæfa möguleika til þess að stöðva dýrtiðarflóðið, ef Fram- sóknarflokkurinn hefði viljaö fallast á striðsgróðasfeatt á út- fluttar afurðir til uppbótar ó af- urðaverðinu innantands, þannig, að hægt væri a:ð haldia því niðri? Þá svaraði Tíminn þvi, áð Fram- sófenaTflokkurinn hefði aldrei hugsað sér að halda dýrtíðinni niðri á kostnað bænda. Hvaða svars getur hann þá vænzt nú annars en þess, að Alþýðuflokk- urinn neiti á sama hátt að láta halda dýrtíðinni niðri á kostnað verkamanna? Það situr virkilega sízt á Tím- anum að vera með hnútuir í garð verkamanná í sambandi við þær Launadeilur, sem nú eru byrjað- ar. Verkamenn hafa ekki óskað eftir þeim og eiga heldur ekki Upptökin að þeim. En þegar búið er að rjúfa á þeim bseði orð og eiða og velta á herðar þeirna og iannarra launastétta landsins einna svo að segja öllum byrðum dýrtíBarmnar, getur enginn láð þeim, þótt þeir risi upp og heimti leiðréttingu á slíkum rangindum. Sízt allra aðstandendur Tímans og Morgunblaðsins. Aðstandendur Tímans hafa tek- ið sér sjálfdæmá til þess áð hækka kjötið Um 70—100°/o á inn- lendum markaði. Fiskurinn, aðal- fæðutegund verkamanna hér á landi, hefir verið ha-kkaður um 100°/o og þar yfir1. Útgerðarmenn pg aðrir útflytjendur hafa á ein- Um einasta mánuði, núna í nóv- ember, lagt yfir 21 milljón fcróna 'irin í erlenda banka og þiar með tvöfaldað innstæðurnar þar. Og svo eru þessir herrar að væla og skæla út af því, að verkamenn sfculi leyfa sér að fara fram á að fá kaup sitt hækkað til samræmis við verðlagið í landinu, þanriig, Jólasýning Leikfélagiins: ái Þéru eftlr pax- weil Aiderson. H4I ÞóR“, jólaleikrit Leik- félagsins, er að mörgu ■ íeyti sérkennilegt og frumlega samið, en það mun þó fullvel í lagt, sem stendur í leikskránni, að það hafi skipað höfundinum á bekk stórskálda í heimaiandi sínu, nema svo sé, að Ameríku- menn þurfi ekki séríega mikið til þess að verða hissa. Annar’s er leikriíið fullboðleg jólasýning, ef sæmilega er á haldið, eins og var á frumsýningunni í meðferð Leikfélagsins. Efnið, sem höfundurinn tekur til meðferðar, er fyllilega þess vert, að því sé gaumur gefinn. Það er baráttan milli gamla og nýja tímans, milli gamallar, höl- lenzkrar sæveldisrómantíkur og véla- og peningavalds nútimans í Ameríku, og er höfundurinn á bandi ganila tíntans, enda þótt nýi tíminn sé látinn bera sigur úr býtum. Og boðskap'ur leikrits- ins felst að Iökum í siðustu orð- Um gamla Indíánans, þegar hann segir, að ástæðulaust sé að spyrna á móti framkvæmdum nýja tímans, því að öll mannanna verk hrynji að lokum í rústir. Með leikstjóranum, Lárusi Páls- syni, hefir Leikfélaginu bætzt nýr liðsmaður, skólaður i listinrii, sém hefir hlotið lof erlendis. Sem leikstjóri fer hann myndarlega af stað, en engan dóm er hægt að leggja á leiklist hans af þessu litla hlutverki, sem hann hefir í þessu leikriti, vegna þess, að það gefur honum ekkert olboga- rými. Aðeins eitt er hægt að segja um frammistöðu hans: Hann hefir skýran og sferkan mólróm og gætir þess, setn raunar er þó ekki annað en fmm- skilyrði, að skila setningunum skýrt i eyru. áheyrenda. Þó er röddin ofuriítið hrjúf og ekki vel viðfeldin. Vonandi fer hann með stærra hlutverk næst, þar sem hæfileikar hans, sem hann hefir fengið k>f fyrir á erlendum vetf- vangi, fá að njóta sín. Eitthvert stærsta og erfiðasta hlutverkið er i höndum Indriða Waage og hefir hann á því fum- laus tök. Veltur afarmikið á'því, að þessi persóna, van Dom, sé sýnd öfgalaust, og leysti Indriði það trúlega af hendi. Regina Þórðardóttir lék Judith að mörgu leyti prýðilega. En þó var hún stöku sinnum nokkuð mikið „uppstillt“, en á leiksvið- inu vilja menn fá að sjá persón- urnar sem næst því, sem gerist í Iifinu sjálfu. Það ætti ekki að vera til neitt sérstakt leiksviðs- göngulag, þá vEeri Ieitourinn föls- Un á lífinlu sjálfu. Brynjólfur Jóhannesson lék De Witt, hollenzkan bátsmann, aft- urgenginn, allrösklega, eins og hans var von og vísa og sýndi ágæt tilþrif. Alfred Andrésson og Láms Ing- að þeir fái aftur sama raunveru- lega kaupið og þeir höfðu fyrir hálfu öðru ári síðan, áður en það var sfcorið niður með gengis- lækkuninni og lögbundiðt F>or má vera fnekja og blygðunarleysi. Valur Gíslason sem Ashér skip- stjóri, Brynjólfur Jóhannesson sem De Witt, Lárus Ingólfsson sem Skimmerhorn dómari og Alfred Andrésson sem Art. J. Biggs. ólfsson sáu um broslegu hiiðina. Persónurnar vom töluvert öfga- kenndar, en það mun vera öllu fremur höfuridinum að kenna en þeim, enda pótt þeir hafi gaman af að bregða á leik, þegar færi gefst, og eigi erfitt með að neita sér um það. Alda Möller hafði allstórt hlutverk og skilaði því vel. Um aðra leikendur, sem höfðu smærri hlutverk, er ekfcert sérstakt að segja, Nokkrir nýliðar voru á sviðinu, og sýndi enginn þeirra neina tilburði til leiks. En þáð þarf áð vanda val á auka- leikurum, enda þótt auðvitað sé mest undir aðalleikurum feomið. ' Enda þótt leikritið sé að ýmsu leyti athyglisvert, hefir höfundur- inn ekki hirt um að hafa stígandai í því, og eru það ef til vill orðin úrélt vinnubrögð. Hins vegar hef- ir hann eklci gleymt hrollvekjandi bankaráni ásamt tilbeyraindi sk ammbyssurómantik. Og til þess að leikritið væri ósvikið amerískt vantaði ekki annað, en að Tom Mix hefði feomið riðaindi upp á fclettinn með töfrahundmn Rin- tin-tin á hælum sér. K. Isfeld. Útbreiðið Alþýðublaðið. tikaitiifs Memligarsjöðs og tilfeynniri Sjötta og sjöunda útgáfúbókin í ár er komin út. Þessar bækur eru Marnslíkaminn og störf hans eftir Jóhann Sæmundsson og Uppreisnin í eyðimörkinni eftir Arabíu Lawrence. Áskrifendur í Reykjavík vitji bókanna í and- dyri Landsbókasafnsins og í Hafnarfirði í Verzlun Valdimars Long. TIIhyHBiBB frá ioftvarnanefBd. Loftvarnanefnd Reykjavíkur hefir, vegna framkom- inna tilmæla frá stjórn brezka setuliðsins, ákveðið að merki um yfirvofandi loftárásahættu 'skuli framvegis standa yfir í aðeins 3 mínútur. Rafflauturnar munu þvínæst þagna þar til merki um að hættan sé liðin hjá verður gefið. LOFTVARNANEPND. MáHmðaginii 30. desember og firiðladaglnn 31. desember verðnr efeki gegnt afgreiðslu« st&rium I sparisjéðsdeiid bank~ áíiss, LanðsMi íslands. Sendisveinar ®eta fengið atvinnu. NlóIknrsansðlaB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.