Tíminn - 01.06.1963, Síða 3

Tíminn - 01.06.1963, Síða 3
Sigurður Sigurjónsson, formaður skipstjórafélagsins Kára, Hafnarfirði: Sjómannadagurinn á að vera einn af aðalhátíðisdögum þjóðarinnar 26 ár eru liðin síðan fyrsti sjómannadagurinn var hald- inn hátíðlegur. Þennan dag bundust íslenzkir sjómenn samtökum um að helga sér og halda hátíðlegan í því tilefni. Á þessum degi munu allir ís- lenzkir sjómenn og fulltrúar þeirra mætast sameinaðir til þess að vekja þjóðina til með- vitundar um starfssvið sjó- mannanna og lífskjör þeirra og gildi í bjóðfélaginu. Sjómannadagurinn hlýtur, hvað snertir íslenzka sjómenn, að telj- ast merkasti viðburður ársins, tíma mót, setn marka ný viðhorf og veita nýjum straumum og fjörg- andi áhiifum, ekki einungis í þau félög, sem að sjómannadeginum standa, heldur og í þjóðlífið sjálft. Þvi verður ekki á móti mælt, að afkoma og velmegun íslenzku þjóðarinnar byggist ag langmestu leyti á sjómannastéttinni. Þau verðmæti, sem sjómennsk- an, fiskveiðar og siglingar, færa þjóðarbúskapnum, eru hlutfalls- lega svo mikil, borið saman við : annan atvinnurekstur, að án þeirra gætum við tæplega lifað neinu menningarlifi í landinu, og ég hygg, að iðnsffur og bæjarlíf myndi illa þrífast, ef sjósókn væri ekki stunduð af slíku kappi, sem raun ber vitni um. Þegar litið er á þann skerf, sem sjómennimir með striti sínu og áhættu hafa lagt til landsins heilla, og hins vegar á það, hve litið hef- ur verið fyrir þá gert, miðað við margar aðrar stéttir í þjófélaginu, sem sáralitla og enga áhættu þurfa að leggja sig í, til að afla sér og finum lífsviðurværis, þá er ekki hægt að segja það með sanni, að sjómaðurinn hafi fengið þann sess, sem honum ber, eða hlotnazt sú viðurkenning, sem hann á skilið. Úr þessu vilja sjómennirnir fá | bætt, þeir vilja ekki vera neinar J hornrekur meðal landsmanna, Að sumu leyti má segja, að sök in sé sjómannanna sjálfra, þeir hafa ekki verið nægilega vel vak- andi fyrir sinni eigin velferð og áhrifum í þjóðfélaginu. Sjómennirnir hafa yfirleitt ver- ið alltof sundraðir og ekki nægi- lega vel á verði, þegar um velferð þeirra sjálfra hefur verið ag ræða, eða notað hin réttu tækifæri til að vekja á sér athygli og eftirtekt á óskum sínum og þörfum. Samtök sjómannanna og kröfur þeirra í sambandi við sjómanna- daginn, eru ekki öðruvísi en svo að allir eiga hægt með að samein- ast um þær, hvar í flokki, sem þeir J standa. Samvinnan um sjómannadaginn er að því leyti sérlega athyglisverð að allar greinar sjómannastéttar- innar undantekningarlaust taka höndum saman til að gera sjó- mannadaginn sem hátíðlegastan og til að vinna að menningarlegum umbótum stéttarinnar án þess að taka hið minnsta tillit til fi'ábrugð ínna skoðana á öðrum sviðum þjóð iífsins. Sjómennirnir óska einskis frem- ur en að húa í sátt og samlyndi við aðra landa sína, og þeir munu alltaf, eins og hingað til, vera allra manna fúsastir til samvinnu um framgang góðra málefna og heppilegra lausna vandamála þjóð inni til heilla. En sú stétt, sem raunverulega er aðalstoð þjóðfélagsins og að iangmestu ieyti hefur aukið hróð- ur landsins fyrr og nú, vill eþki vera afskipt og áhrifalaus í swu umhverfi Sjómannadagurinn á að vera einn af aðalhátíðisdögum þjóðarinnar, svo mikið eiga landsmenn sjó- mönnunum gott upp að unna, sér í lagi þó þeir, sem gæfan hefur borið til léttara og þægilegra hlut- skiptis í verkaskiptingu þjóðfélags ms, að þeim ætti að vera það kappsmái. að þessi dagur verði • sjómönnunurm hinn ánægjulegasti. Eg hygg, að öllum muni vera I ijóst, að störf og lif sjómannanna eru svo mjög frábrugðin lífi fólks- ins, sem er í landi, að því verður aldrei með neinurn rétti saman jafnað Ekki skai faiið neitt út í þann samjöfnuð ag þessu sinni, aðeins bent á staðreyndir. Eins og Leiíur Eiríksson lét úr höfn í Nóregi fyrir níu hundruð I sextíu og þrernur árum til þess að hitta föður sinn, er þá bjó á Grænlandi, eins láta islenzkir sjó- menn enn úr höfn_ á öllum timum árs til þess að færa björg í bú, bæði fyrir skyldulið sitt og þjóðina í heild Þótt ekki sé lengur hætt við að þeir lendi í slikum hafvillum, sem þessi forfaðir okkar og frum- herji íslenzkrar sjómannastéttar, hafvillum, sem urðu þó að þessu sinni til þess, að hann fann ókann ag land, er hann gaf hið fagra nafn Vínland hið' góða, sem nú heitir Ameríka, þá er það vitað að margar svaðilfarir og hættuför fara sjómennirnir enn, og því mið- ur segir ekki af þeim öllum. Því að á eftir mörgum vöskum dreng hefur verið horft i hafsins djúp. En þeir. sem aftur koma, láta ekki hugfallast þótt þeir hafi kom izt í hann krappan, þeir halda ótrauðir út í nýja för eins og Leif- ur Eiríksson, er þrátt fyrir hrakn- ingana þá, er hann lenti í, hélt samt ótrauður áfram förinni og lenti að lokum heilu og höldnu á ákvörðunarstað, síðla hið sama sumar. Ekki er hægt að jafna saman skipum þeim og búnaði öllum, er fornmenn urðu að sætta sig við og því, er við nú eigum að venjast. Afrek Leifs Eiríkssonar verður því að teljast eitt af þeim fræki- legustu, er sjómenn hafa af hendi leyst, og þvj heiðra íslenzkir sjó- menn í dag þennan forna stéttar- bróður sinn, sem ímynd þess bezta og hugdjarfasta, sem í manninum býr. Sjómennirnir eru fljótir að gleyma, þótt erfiðlega hafi gengið, þeir fyrii'gefa hafinu margt, marg an ónoiakipp, margt áfallið, þegar villtar öldur þess kasta fleytu þeirra á milli sín eins og leik soppí, svu að við ekkert verður ráðið. Svo kemur sólin og bliðan — það muna þeir ásamt mörgum góðum feng, ei það veitti, Þeir muna það enn fremur, er það brosir við þeim — og laðar þá til sín Hkt og seiðkona ungan svein. Sjómennirnir eru líkari farfugl um en nokkur önnur stétt þjóðfé- lagsins, þeir eru ekki staðbundn- ír. Þeir una því vel að sjá ný lönd og kynnast nýju fólki og nýjum siðum. Þeii elska lífið, og þeir þora líka að hætta því, ef svo ber undir Sjómennirnir geta vel tileinkað sér orð Egils Skallagrímssonar, er hann kvað ungur: Það mælti mín móðir at mér skyldi kaupa, fley ok fagrar árar fara á brott með víkingum. Er ættjörð þeirra kallar, eru þeir alltaf reiðubúnir til þess, að fara nýja för hvernig sem á stend- ur, að heyja fangbrögð sín við ægisdætur, og þeir finna hina sönnu gleði í því, er för þeirra gengur að óskum; er þeir vinna sigur. Sú þekking, er ég hef á stéttar- bræðrum mínum, eftir margra ára samstarf, hefur fært mér heim sanninn um það, að engum er fjær skapi en þeim að vera með hendur í skauti, þegar þaif að taka til hendi, og rétta öðrum, er minna mega sín hjálparhönd, jafnvel fyr- ír utan sinn verkahring og telja það ekki eftir sér. Frá þvi um aldamót og til þessa dags hefur þróujiin verið stöðugt fram á við. og eins og nú er komið, býr sjómannastéttin við þau full komnustu f.æki til að sækja gull í greipai ægis, sem þekkjast í heim mum, Endc hefur íslenzk sjómanna- stétt sýnt það og sannað, svo að ekki verðm um villzt, að hán er verðug þess að búa við þau skil- yrði, er hún býr við í dag og þaðan af betri Eg vil að endingu mega óska þess, að bönd vináttu og skiln- ings milli sjómanna og annarra stétta pjóðl'élagsins treystist æ bet ur, er tímar líða. Sinfóníu- tónleikar Síðustu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og þeir 16. í röð- inni voru hal'dnir í samkomusal Háskólans þ. 24. maí s. 1. undir stjórn Wilhelms Strickland, og með orgeleinleik E. Power Biggs. Upphaf tónleikanna var að þessu sinni forleikur R. Wagners að Meistarasöngvurunum frá Niirn- berg. Margt gott má um túlkun hljóm'SVeitarinnar á þessu verki segja. Heildaruppsetning þess var skýr og þróttmikil, enda málar höfundurinn þar þykkt. Tókst t. d. málmblásurunum vel að leysa sinn hluta, sem þar er allmikill og vand gerður. Orgelkonsert í g moll fyrir strok hljómsveit og pákur eftir Franis Poulenc er létt verk og aðgengi- legt, enda margt í því, er heldur athygli áheyrenda vakandi. E. Power Biggs fl'utti þetta verk af Ijpurð og hélt öllu vel i horf- inu innan þess ramma, er tónsmíð- in gaf tilefni til. Um Hammond orgelið, sem notað var þarna, má segja, að hafi tæpast uppfyllt sín- ar kröfur. Sa rrakvæmi „mekan- ismi“, sem tengir allt saman, er svo viðkvæmur, að minnsta mis- fella í tónmyndun og annarrj út- færslu verður bæði sár og við- kvæmur. Styrkleikahlutföllunum hættir til að verða dimm og lit- laus og þegar svo orgelið' blandast leik hljómsveitarinnar verða gall- ar hljóðfærisins enn augljósari. Fjórða sinfónían í e-moll eftir John. Brahms er eitt af hans stærstu og tilkomumestu hljóm- ■sveitarverkum. Hún hefur fyrr ver ið á efnisskránni fyrir allmörgum árum, og þrátt fyrir það, að hljóm- sveitinni hafi bætzt nýir kraftar og aukin reynsla, var flutningur verksins tæplega fram borinn af þeim eldmóði, sem þá Túlkun verksins var samt í mörgu tillíti 1 góð og á breiðum grundvelli ágæt. Tónleikar þessir voru sem heild jafnir og ánægjulegir. William Strickland hefur stjórn að hljóm'Sveitinní á því starfstíma- bili, sem nú er liðið, og lætur nú, af því starfi. Á sínum starfstímaj hefur hann margt vel gert, og berj einnig að gefa því verðskuldaðan j gaum, þótt á hinn bóginn hafi ým-| islegt máske betur cnátt fara. Þá mætti einnig nokkuð af því læra fyrir þá aðila, sem hlut eiga að máli. Kammer- tónleikar Poul Birkelund-kvartettinn hélt tónleika á veguni Tónlistarfélags- ins í Austurba-i' b 28. maís ■s. 1. Hljóðfæraskipui. .. var þann-; ig: Poul Bjrkelund flauta, Arne, Karecki fiðla, Hermann Holm: Andersen viola, Alf Petorsen ceiloi og fimmti maðurinn Evvjnd Möll-1 er píanólcikari. Allt eru þetta starfandi menni hver á sínum vettvangi, bæði sem ,,kammermúsikerar“ og einleikar- ar með hljómsveitum. Poul Birke- lund flautuleikari, sem kvartettinn er kenndur við, er sá þeirra félag- anna, sem dregur óskipta athygli að flautunni, að hinum ólöstuðum, Hin sterku og persónulegu tök hans á þessu litla og granna hljóð- færi eru undraverð. Tónmyndun hans er mjúk, en þó föst og þol hans í hinum lengstu og stærstu „cantilenum“ virðist engum takmörkunum háð. Efnjsval þessara tónleika var bæði vel og smekklega samsett. Kvartett í g-moll eftir Mozart fyrir píanó og strengi er unaðs legt verk og í síðnstn kafla þr.is eru fólgin hrein auðsefi í tónum Samspil þeirra félaganna var þar svo til lýtalaust og nákvæmt, en píanóleikarinn var helzt til fasthe.ntur að sínum hluta. Afturj á móti var lúlkun þeirra á tríói j fyrir fiðlu, celio og píanó eftir J j H«' 1 - frábærlega falleg. Serenata op. 25 eftir Beethov»tn fyTir flautu, fiðlu og víólu er LÍU þefckt ve.rk þesstt meistara, -V'. þeim mun falleara Meðferð b:e ntetinin«/»»tiu i. þessn íjaiíllieyrRa verki var snilldarleg. IækaverkiB á \ efnisskránni var kvartett fyrir flautu og strengj eftir Mozart, og reyndi þar sem fyrr mikið á flautu leikarann, en þar sýndi hann dæmafátt þol og spennu í „Adagio“ einjeikskafla með „pizzicato" að- stoð strengjanna. Það, sem gerir kammermúsik jafn aðlaðandi, sem hún svo oft er, er það, hversu miklir möguleik- ar og fjölbreytni eru tiltæk, og það með einungis fimm ldjóðfær- um. Svo ólík sem flauta, píanó og strengir eru innbyrðis má opna nýja heima rneð því einungis að hreyta um hljóðfæraskipan. Þetla gerðu þcir fimmmenning- nrnir í rlkum raœli á þessum tón- ieikum og hafi þeir þökk fyrir '•nx-gjttlega kvöldstund. Píanó- tonleikar ÞaJ er jkki venjulegt, að burt- famrpibiísnc.maindi f.rá Tónlistar- tfcólanuii! í Reykjavik fcveði sér Framhald á bls. 23. TÍMINN, laugardaginn 1. júní 1963 — 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.