Alþýðublaðið - 15.01.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.01.1941, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MÐVIKUDAGUR 15. JAN. 1941. f Að gefnu tilefni skal innflytjendam bent á það, að með réglugerð frá 13. þ. m. er numin úr gildi reglugerð frá 19. september 1940, en í henni voru ýmsar vörur settar á „frí- lista.“ Er því framvegis óheimilt að flytja nokkrar vörur til landsins, nema leyfi gjaldeyris- og innflutningsnefndar liggi fyrir. Þær „frílista“-vörur, sem komnar eru í skip áleiðis hingað, þá er reglugerðin kom í gildi, má þó flytja inn á sama hátt og áður, en fyrir öllum öðrum vörum þarf leyfi, enda þótt þær hafi verið pantaðar áður. Viðskiptamálaráðuney+:ð, 15. janúar 1941. Stjórn fetaranaféisfsins Dagsbrún hefir ákveðið að fresta kosningu stjórnar og annarra trún- aðarmanna félagsins til 25. janúar, og jafnframt tjáð kjör- stjórninni, að uppstillinganefnd _ félagsins hafi engar til- lögur lagt fyrir trúnaðarráð. Ber því þeim félagsmönnum, er leggja vilja fram til- lögur um skipun stjórnar og til annarra trúnaðarstarfa samkvæmt lögum félagsins, að skila þeim til forrnanns kjörstjórnar, Guðm. Ó. Guðmundssonar, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudáginn 21. þ. m. Dagsbranarmenn eru beðnir að athuga, að þeir einir hafa atkvæðisrétt, sem eru skuldlausir fyrir árið 1939 þeg- ar kosning hefst, og verður enginn tekinn á kjörskrá á meðan kosning stendur yfir, þótt hann þá greiði eldri skuldir. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins frá kl. 4—7 e. m. alla virka daga. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Dagsbrún. GREIN CLAESSENS Frh. af 1. síðu. \ Claessen ber það blákalt fram í grein sinni, að Alþýðublaðið hafi í októbermánuði viljað „koma kaupgjaldsmálunum fyr ir á sama grundvelli eins og Vinnuveitendafélagið vildi byggja á núna um áramótin". Til stuðnings þessum ósann- indum sínum vitnar hann í eft- irfarandi orð úr ritstjórnargrein í Alþýðublaðinu' 10. október sl.: „Vitanlega eru verkalýðsfé- lögin sjálfráð urn það hvað þau gera. En þar sem ákvæði geng- islaganna gera ekki ráð fyrir neinni kaupuppbót um nýjár, en dýrtíðin heldur hins vegar áfram að vaxa hröðum skref- um, þarf víst varla að efast um það, að þau muni öll með tölu segja upp samningum fyrir 1. nóvember til þess að geta feng- ið hækkað kaup meðlima sinna um nýjár. Það skal hér alveg ósagt lát- ið, hvað þau hefðu gert, ef á- kvæði laganna hefðu verið þannig, að kaupuppbæturnar hefðu haldið áfram á næsta ári í sama hlutfalli við verðhækk- unina og hingað til, og hið upp- haflega samkomulag stjórnar- flokkanna um það, að kjöt og mjólk hækkuðu ekki meira á innlendum markaði en kaupið, hefði verið haldið. Má vera, að mörg verkalýðsfélög hefðu eftir atvikum og sérstaklega með til- liti til. þess, að húsaleiga hefir enn ekki hækkað, talið þá skip- un kaupgjaldsmálanna viðun- andi til bráðabirgða, þótt dýr- tíðin væri þeim með henni hvergi nærri að fullu bætt.“ Af þessum orðum dregur Eggert Claessen þá viturlegu á- lyktun, eða hi' t þó heldur, að í október hafi „sjálft Alþýðu- blaðið“ talið „það eðlilegt og viðunandi, að kaupgjaldssamn- inga. nir yrðu framlengdir með óbreyttu grunnkaupi og dýrtíð- aruppbótin færi eftir reglum gengislaganna11. En hvar stendur það í hinum tilfærðu orðum Alþýðublaðs- ins? Þar stendur aðeins, að það skuli ósagt látið, hvað verka- lýðsfélögin hefðu gert, ef kaup- uppbæturnar samkvæmt geng- islögunum hefðu haldið áfram „og hið ury samkomu- lag stjórnai kkanna um það að kjöt og mjólk hækkaði ekki meira á innlendum markaði en kaupið hefði verið haldið“. Nú veit Claessen það alveg eins vel og Alþýðublaðið, að þetta samkomulag var ekki haldið og að kjötið og mjólkin voru, þvert ofan í gefin loforð, hækkuð miklu meira en kaup- ið, en í kjölfar verðhækkunar- innar á þessum vörum fór gíf- urleg verðhækkun á öllum inn- lendum nauðsynjum. Eftir hana var því gersamlega óhjákvæmi- legt að gerbreyta allri skipun launamálanna, enda hefir Al- þýðublaðið alltaf haldið því fram síðan, og það meira að segja mjög ákveðið í ritstjórn- argreininni, sem Eggert Claes- sen vitnar í. Þar stendur: „En nú hafa kjöt og mjólk og yfirleitt ailar innlendar af- urðir hækkað í verði langt um fram það, sem kaupuppbótin nemur, þvert oían í öll gefin loforð. Mjólkin um 43%, kjötið um 67—72%, fiskurinn um 62 —79% og saltfiskurinn meira að segja um 118%. Verkalýður- inn, sem hefir hins vegar ekki enn fengið kaup sitt hækkað nema um 27%, hefir með slíkri verðhækkun á inniendum nauð- synjum, verið beittur brögðum, sem ómöguiegt er fyrir hann að þola lengur, hvort heldur vel- ferðar sinnar eða réttlætisins vegna. Og þeir, sem slíkum brögðum hafa beitt, þurfa ekki að furða sig neitt á því, þó að hann noti fyrsta tækifæri til að segja upp samningum, velta af sér kaupgjaldshömlum gengis- laganna og knýja fram nýja skipun kaupgjaldsmálanna, sem tryggir honum framvegis kaup- hækkanir í sama hlutfalli og dýrtíðin vex. Það er ekki verka- lýðnum að kenna, ef vandræði og deilur hljótast af. Hann hef- ir haldið sín orð. En þau loforð, sem honum voru gefin, hafa ekki verið haldin.“ Um þessi orð í ritstjórnar- grein Alþýðublaðsins 10. okt. s.l. þegir Eggert Claessen, af því að þau sýna allt annað en það, sem hann vill telja al- menningi trú um að Alþýðu- blaðið hafi haldið fram í sömu grein. Slík vinnubrögð sýna bezt hvernig málstaður Eggerts Claessen er. Finnst mönnum ekki þessi orð Alþýðublaðsins þessleg, að það hafi talið „það eðlilegt og viðunandi, að kaupgjaldssamn- ingarnir yrðu framlengdir með óbreyttu grunnkaupi og dýrtíð- aruppbótin færi eftir reglum gengislaganna", eins og Eggert Claessen heldur fram? En hann gætir þess líka vel, að þegja um þau ummæli Alþýðublaðsins, sem sýna, á hve ómerkilegan hátt hann rangfærir ritstjórn- argrein þess 10. október síðast- liðinn. Og að vísu verður ekki annað sagt, en að slík vinnu- brögð hæfi vel málstað hans og „principum". ' h VIÐUREIGNIN Á MIÐJARÐAR- HAFI Frh . af 1. síðu. an áfram ferð sinni. Er hér um að ræða fyrstu til- raun þýzkra flugvéla til þess að ráðast á brezk herskip á Mið- jarðarhafi, en eins og kunnugt er, er nú talið, að töluvert sé komið af þýzkum flugvélum til Ítalíu til hjálpar ítölum. Bret- ar endurguldu þessa árásartil- raun með mikilli loftárás á flugvöllinn við Catania á sunnudaginn, og voru að minnsta kosti 9 flugvélar eyði- lagðar þar á jörðu niðri, að því > er brezku flugmennirnir álíta, allt þýzkar steypiflugvélar af gerðinni „Junkers 87“. Flug- skýli var einnig skotið í bál. Útbreiðið Alþýðnblaðið. ------UM DAQINN OG VEGINN —, Eiga aðfinnslur ekki rétt á sér? — Eða eru þær ónauðsyn- j> legar? Útvarpið um og eftir hátíðarnar. „Loginn helgi.“ f j „Lygarinn.“ — Kaldalónskvöldið. Bréfin um prestana. — |> Skíðaferðir. — Upplýsingar vantar. Tap verkalýðsins og * > Bretavinnan. * ——— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. -.............- FYRIR NOKKRU birti ég bréf, þar sem aðalþul útvarpsins var mjög hælt fyrir góðan fram- burð, hreina rödd og aðra kosti, sem prýða hann í þessu starfi. í sambandi við þetta bréf hélt höf- undur þess því fram, að mjög bæri á sífelldum aðfinnslum og útásetn- ingum hjá mér, enda væru íslend- ingar þanrsig gerðir, að þeir væru alltaf fullir af úlfúð hver til ann- ars, þeir gripu strax hvert tækifæri til að finna að, en létu hitt kyrrt liggja, sem vel væri gert. ÉG VIL EKKI viðurkenna þetta. Hinsvegar skal ég játa, að það er hlutverk mitt að koma á framfæri kvörtunum frá fólki og aðfinnslum, og reyna að fá lag- færingar á því, sem misfellur eru á, og hægt er að lagfæra. Ég hef alltaf reynt að setja slíkar að- finnslur þannig fram, að þær gætu náð tilgangi sínum. Ég hef ekki ráðist á menn eða fyrirtæki, en að eins bent þeim á það, sem mér eða bréfriturum mínum hefir þótt á- bótavant. Og oft hefir mér tekist að ná góðum árangri með þessari aðferð. HVAR HALDA MENN að það myndi enda, ef farið væri að skrifa um allt það, sem vel er gert? Sem betur fer er það miklu fleira en það, sem illa er gert — og fólk gerir ekki mikið að því að skrifa um það, sem það er ánægt með, nema undir þeim kringumstæðum, að það gæti verið bending til við- komandi um að halda áfram á sömu braut. í SAMBANDI við þetta vil ég minnast á útvarpið. Oft hef ég birt aðfinnslur í þess garð, miklu sjaldan lof, en nú vil ég bregða út af þessu og þakka því margt gott um hátíðarnar og núna eftir þær. Síðan um áramótin hefir útvarpið flutt tvö leikrit, sem hafa orðið ákaflega vinsæl hjá fólki. Fyrst birti það „Logann helga“ og síðan „Lygarann,“ eða „Mörð Val- garðsson,“ en merrn rífast nú um hvað leikritið eigi að heita — og verð ég að játa, að ég er alveg á sama máli og Jochum Eggertsson. Flutningur þessa snilldarverks Jó- hanns Sigurjónssinar var stór við- burður — og ég hygg, að ekkert útvarpsefni hafi verið flutt um langan tíma, sem hefir verið eins vinsælt. Hef ég heyrt margra, sem ekki gátu hlustað á það, og harma það, og óska eftir að það væri flutt aftur. ÞÁ VIL ÉG líka þakka útvarp- inu fyrir Kaldalónskvöldið á mánu dagskvöldið. Það var alveg prýði- legt. En betra hefði mér þótt, ef Eggert, bróðir tónskáldsins, hefði sungið lögin. Hann er bezti Kalda- lónssöngvarinn. ÉG HEF fengið nokkur bréf um veitingu prestsembættanna hér í Reykjavík. Ég get ekki verið að birta þessi bréf, enda væri það ekki til neins annars en að auka á flokkadrætti innan kirkjunnar, sem eru ákaflega hvimleiðir. Ég < hygg, að Reykvíkingar hafi verið mjög heppnir með þá presta, sem þeir hafa nú fengið. Báðir eru miklir hæfileikamenn og varla völ á öðrum betri að öllum öðrum ó- löstuðum. Ég vona að vinir mínir hætti alveg að skrifa mér um þetta efni. LÍTIÐ HEFIR VERIÐ um skíða- ferðir hér, það sem af er vetrinum. Skíðafólk segir mér að víða sé gott skíðafæri núna, en ástæðan fyrir því að svo fáir fári á skíði sé sú, að engar veðurfregnir eru sendar út og fólk vill ekki leggja út í óvissuna á laugardagskvöld- um. Geta skíðafélögin ekki haft einhvers staðar upplýsingastöð fyrir skíðafólk, því að sjálfsagt er fyrir æskulýðinn að nota færið, ef það gefst? MÉR ER SAGT, að verkamenn ' hér í Reykjavík séu, síðan um ára- mótin, búnir að tapa um hálfri milljón króna vegna þess að Breta- - vinnan hætti. Þetta er eitt dæmið enn um það hvernig fer, þegar kommúnistar eru látnir ráða stefn- unni í verkalýðsmálum, en þeir réðu því fyrst og fremst hvernig farið var að í upphafi, bæði um taxtasetninguna og yfirlýsingu verkfallsins. Öllum voru settir úr- slitakostir í einu og síðan send stríðsyfirlýsing samtímis. — Stalin hefir hins vegar haft þá aðferð að læðast að þjóðum, eftir að þær voru komnar í sjálfheldu í viður- eign við aðra ofbeldisseggi. Og nú • hefði vinnutíminn verið lengdur eitthvað, svo að tapið verður enn . tilfinnanlegra. Annars er þetta verkamönnum sjálfum að kenna, því að þeir geta sjálfir ráðið Ðags- brún, ef þeir vilja. Hannes á horninn. Yfirlýsing Vegna atburða sí&ustu vikna í félagsmálum get ég eMri verið meðlimtir x SósíalistaflokfcnUm lengux og segi ég mig því úr1 honum. Þessari ákvörðun verðiar eQriki breytt. Pétfur J. Hraíunfjftqðu 1 , 14/1. 1941. i--------— -----———------- HERBERGI með fæði óskaat fyrir enskan sjóliðsforingja. A. v. á. Bifrelðaeigendœr í dag er útrunninn gjaldfrestur á iðgjöldum fyrir ábyrgðartryggingar bifreiða, frá 1. jan. til 1. júlí þ. á. — Þeim, sem ekki hafa greitt iðgjöld sín til þessa, er gefinn lokafrestur til laugardagsins 18. þ. m„ en að þeim tíma liðnum mun lögreglustjóra, skv. fyrirmælum laga, gert aðvart um þær bif- reiðar, sem þá ekki hefir verið greitt fyrir. Sjóvátryggingarfélag íslands h/f. Trolle & Rothe h/f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.