Alþýðublaðið - 15.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.01.1941, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. JAN. 1941. Bdkk er ÞÝDDAR eftir 11 heimsfrœga MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Eyþór Gunn- arsson, Laugaveg 98, sími 2111. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöðin Geysir, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Hljómplötur: Óperulög. 20,00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Bjarni Ás- geirsson alþingism.: Frá Djúpi og Ströndum, II Ferðasaga. b) „Áttmenn- ingar“ syngja. c) Jónas Sveinsson læknir: Frá Vín- arborg. Erindi. d) íslenzk lög (plötur). Leikfélagið sýnir leikritið „Háa Þór“ ann- að kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar eru eeldir kl. 4—7 í dag. Forðum í Flosaporti, ástandsútgáfan verður sýnd í Iðnó í kvöld kl. 8V2. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á morgun kl. 5 í Kaupþingssalnum. Fjögur mál eru á dagskrá, þ. á m. fjárhagsáætlun bæjarins og hafnarinnar. Sákadómari hefir bætt við sig nýjum full- trúa. Er það Þórður Björnsson lög- fræðingur, sonur Björns Þórðar- sonar lögmanns. Tók hann lög- fræðip.róf í fyrravetur, en hefir starfað á skrifstofum lögmanns síð- an í sumar. Á síðasta ári hefir fjölgað mjög málum, sem saka- dómari hefir til meðferðar og var því þessi starfsmannaaukning nauðsynleg. Stjórn Alþýðuflokksfélagsins biður þá meðlimi félagsins, sem kúnna að eiga ógreidd félagsgjöld fyrir árið 1940, að greiða þau sem fyrst til skrifstofu félagsins, Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu, opin 5,15—7,15 daglega. Hinn árlegi dansleikur Skíðá- og skautafélags Hafnar- fjárðar verður laugard. 8. febr. Nánar auglýst síðar. Revyan Forðum í Flosaporti verður sýnd í kvöld og er það í 43. sinn, sem þessi skemmtilegi leikur er sýndur. ÞJÓflSöGURNAR UM VÍSITÖL- UNA Frh. af 3. siöu. HvemiB lisitalai er relkruð Þegar reiknuð hefir veriö út ársneyzla meðalfjölskyldu af hverri vörutegund og öðrum 'lífs- nauðsynjum fyrir ság, með því að taka meðaltal af öllum bú- neikningunum fyrir hverja vö'tiu- tegund, er reiknað út hvað þetta vörumagn kostar með því verði, sem er á vörúnum á einhverjium tílteknum tíma. Síðan er mánað- arlega athugað, hvaö sama vöru- magn toostar síðar. Samkvæmt gengislögunum skyldi miða vísitöluna við verð- lag mánaðannia jian.—marz 1939, þ. e,- ársfjórðunginn fyrir gengis- fallið. ■ Sú ársneyzla, sem búreikning- amir sýna, hefði með verðlaginu í jan.—marz 1939 kostað 3853,10 ikr., en með verðlaginu 1. diez- 1940 kostaði sama ársneyzla kr. 5450,50. Síðari upphæðin er 42«/o hærri en hin fyrri. Ef vísitalan fyrir jan.ú-marz 1939 er sett 190, er vísitalan 1. dez. 142. Ef tekim hefði verið hekningi minni ársneyzla en búreikning- amir sýna, hefði hún koistað í jan.—maXz 1939 1926,55 kr„ en 1. dez. 1940 hefði saima árs.neyzla kostað 2725,25 kr. Hækkunin er í þessu tilfelli einnig 42o/0 og vísitalan hin sama. Með öðrum orðum: í»að skiftir engu máli, hvort útgjaldaupphæðin, sem miðað er við, er há eða lág, ef aðeins hin hlutfallsíega skifting hennar er hin saina í báðum til- fellum. Upplýsmgunum um verðið er að mestu leyti safnað af verð- lagsnefnd, eirað nofckm leyti af Hagstofunni, hjá ölluan helztu verzlunum bæjarins og síðam neiknað út meðalverðið fyrir hverja einstaka vörutegund. Dagblaðið Þjóðviljinn, sem undanfarið svo að segja daglega hefir verið með dylgjur og skæt- ing út af útneikningi vísitölunnar, sem hann telur mjög svo tor- tryggilegan, gefur lauigardaginn 11. jan. eftiriarandi leiðbeiningai' Um hvemig ætti að réttu lagi r: ) neikna út vísitöluna. Þjóðviljinn segir: „Það getur hins vegar ekki verið sérstaklega erfitt að koma sér niður á nofckum veginn rétt- an gfundvöll vistöiunnar. Ef tek- in er sú meðalneyzla, sem 5 manna fjölskylda parf til viður- væris, og sundurliðuð þannig, að nákvæmlega sé tilgreint hve mörg kg. kjöts, fiskjar og annarra vörutegumda hún þarf. Magn pessara vörutegunda má fastsetja eftir reynslu af búreikningum nógu margra fjölskyldna og með hliðsjóm af áliti lækna og heilsu- fræðinga um hvuð manninUm sé nauðsynlegt ti-1 sæmilegs lífs\rið- urværis,.“ Eins, og sést á því, sem sagt hefir verið hér að framan, siting- ur Þjóðyiljinn upp á því, að vísitalan sé fundin á nákvæmiega sjama hátt og kauplagsnefnd og Hagstofan hafa gert, að því í lepptu, að læknavísindunum liefir ekki verið blandað neitt í mólið. Vísitalan er byggð á því, hver neyzla verkamannB raun- verulega er, ©n ekki hver hún æíti að vera, ef allir ættu að lifa heilsusamlegu lífi, sem því miður mun tæplega vefra tilfellið. En það er óskylt mál, sem engin vísitala getur úr bætt, en ég skal geta þess, að. læknar og heilsu- fræðiugar munu eiga þess kost að kynna sér mðurstöðiir bú- reikninganna til þess að athuga hvemig neyzla verkamanna er frá heilsufræðilegu sjónarmiði. TiIIaga Þjóðviljans um að hvert verkalýðsfélag skipi einn mann, eða alls á anuaö hundnað manns, til að aðstoða Hagstofuna við útreikning vísitölunnar', er svo frumleg, að ég sé enga á- stæóu til að rökræða hana. t síðari grein minni mun ég ræða um nokkur atriði í sam- ■ CxAIMLA BBÖ Barátta lífs og dauða (DISPUTED PASSAGE ) Framúrskarandi ameríksk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: Dorothy Lamour, Akim Tamiroff, John Howard. Sýnd klukkan 7 og 9. Bi NVJA BIO Jlílahoia Kid u Ameríksk kvikmynd frá Warner Bros. Aðalhlutv.: James Cagney, Rosemary Lane og Humphrey Bogart. Börn fá ekki aðgang. — Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Aukamynd: British Movietone News. ’gSmgBHKKgSgMBiBBB LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „flÁI ÞðK“ Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Börn fá ekki aðgang. Revyan 1940. eftir kl. „ækkað verð eftir kl. 3. / bandi við útreikning vísitölunnar, sem ég hefi orðið var við að valdið hafa misskilningi. (Önnur grein Jóns Blöndals um vísitöluna birtist einhvern naastu tdaga). F.U.J. Málfundaflokksæfing í kvöld kl. 8V2. Mætið stundvíslega. Auglýsið í Alþýðublaðinu. Roosevelt búinn að velja sér sendiberra ROOSEVELT Bandarikjafor- seti lýsti því yfir við blaða- imenn í gær, að hann væri bú- inn að velja hinn væntanlega sendiherra Bandaríkjanna á Bret- landi. En hver það væri, vildi hann ekki segja. Kvaðst hann hvorki hafa talað við manninn sjálfan um útnefningu hanis, né, borið hana undir brezku stjóm- ina. 56. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT — Ég verð að segja honum frá því, hugsaði hún. Og ef ég gerði það ekki, og hann uppgötvar það seinna, þá fyrirgefur hann mér það aldrei. Hann rekur mig burtu, og hvert ætti hún þá að fara? Nú ' á ég hvergi heima. Og hvernig á ég þá að fara að því að sjá um Vestu? Hún snéri sér við og horfði á hann, og óttagrun- ur greip hana. En þegar hún sá þennan rólynda, þreklega mann, sléttrakaðan og rjóðan í kinnum, sem las bréfin sín í makindum og virtist gersamlega áhyggjulaus, fannst henni hann ekki sérlega her- skár. Hann líktist alls ekki hefndargyðjunni. En þegar hún ætlaði að fara að líta undan, leit hann upp. — Jæja, ertu nú búin að þvo af þér allar syndir? spurði hann glaðlega. Hún brosti dauflega. — Ég vona það, sagði hún. Hann vék umtalsefninu að öðru, en hún horfði út um gluggann. Hún fann, að nú gat hún ekki sagt honum, hvernig ástatt var. — En ég verð að gera það fljótlega, hugsaði hún og huggaði sig við það, að bráðum fengi hún hugrekki til þess. — Þegar þau komu til New York daginn eftir, fóru þau að ræða um það, hvar þau ættu að búa. New York var mjög stór borg, og það var ekki svo hætt við, að Lester rækist þar á menn, sem hann þekkti, en hann áleit, að ekki væri hyggilegt að eiga neitt á hættu- Þess vegna lét hann ekilinn aka með þau að afskekktu gistihúsi og leigði þar nokkur herbergi og bjó sig undir að búa þar um þriggja vikna skeið. Það umhverfi, sem Jennie var nú þyrlað inn í, var svo töfrandi, að hún gat varla trúað því, að sá heimur, sem hún lifði nú í, væri hinn sami og sá, sem hún hafði lifað í áður. Kane var ekki sérlega mikill skartmaður. Hann kunni bezt við sig í óbrot.nu og einföldu umhverfi- Hann sá þegar, hvað það var, sem Jennie vantaði og hann valdi það af mikilli smekkvísi. Og Jennie þótti vænt um fallegu fötin, sem hann gaf henni. Gat þetta raunverulega verið hún, Jennie Gerhardt, dóttir þvottakonunnar, sagði liún við sjálfa sig, þeg- ar hún horfði á sjálfa sig í spegli, klædda í bláan flauelskjól með knipplingum um háls og úlnliði. Gátu þetta verið fætur hennar, sem voru í þessum fallegu skóm? Og voru þetta fingur hennar, sem vcru skreyttir þessum fallegu hringum? Hvílík auð- æíi! Og Lester hafði lofað henni því, að móðir henn- ar skyldi líka verða auðæfanna aðnjótandi. Tárin komu fram í augu hennar, þegar henni varð hugsað til þessa. Henni þótti svo vænt um móður sína. Lester hafði gaman af því að geta klætt Jennie svo, að hún yrði honum til sóma. Hann gagnrýndi fötin vel, áður eii hann keýpti þau, og hann undr- aðist árángurinn. Fólk, sem mætti þeim, sneri sér við og horfði á eftir þeim. — Það er töfrandi kona, sem er með þessum manni, heyrðist oft sagt. Þrátt fyrir þreytt viðhorf breytti Jennie ekki lífs- skoðun sinni. Hún leit svo á, að þetta væri allt að láni og yrði frá henni tekið aftur. Og hún var síður en svo hégómagjörn. Það skildist Lester fljótlega. — Þú ert töfrandi stúlka, sagði hann. — Það verður áreiðanlega eitthvað úr þér. Lífið hefir bara gefið þér svo fá tækifæri hingað til. Hann fór nú að velta því fyrir sér, hvernig hann ætti að réttlæta sambúð sína og þessarar stúlku gagnvart fjölskyldu sinni, ef hún skyldi komast á snoðir um þetta mál. Gæti hann haldið því leyndu, ef hann settist að í Chichago, eða St. Louis? Þegar heimfarartími hennar nálgaðist, fór hann að tala við hána um framtíðina- — Þú verður að finna einhverja ástæðu til þess að kynna mig föður þínum, sagði hann. — Það gerir allt miklu auð- veldara. Ég hefi í hyggju, að koma í heimsókn til ykkar. Ef þú segir honum, að ég ætli að ganga að eiga þig, getur hann ekkert haft við það að athuga. Jennie minntist nú Vestu litlu og titringur fór um hana. En ef til vill var hægt að fá föður hennar til að þegja yfir þessu lítilræði. Lester hafði stungið upp á því, að hún fleygði ekki fötunum, sem hún hafði gengið í í Cleveland, og skyldi hún vera í þeim, þegar hún kæmi heim. — Þú þarft engar áhyggjur að hafa út af hinum fötunum, sagði hann. — Ég skal geyma þau þangað . til við erum þúin að.ráðstafa málum okkar. Þetta var allt mjög einfalt og blátt áfram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.