Alþýðublaðið - 27.01.1941, Síða 3

Alþýðublaðið - 27.01.1941, Síða 3
?p— MÞÝÐUBLAÐIÐ ------------------------------------ “ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. !.v Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. [j Simar: 4900 og 4906. ; Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau A I, Þ Ý Ð U.P R E N T S M I Ð J A N í anruns og mmútum. IHALDSFORSPRAKKARNIR í Dagsbrún létu um þab leyti, sem kosningin var að hefjast, dreifa út meðal verkamanna al- veg dæmaiausu áróðursplag'gi. Ekki dæmalausu fyrir pað, hve yfirfullt það var blekkingum og ósannindum um andstæðinga þeirra, Alþýðuflokksmennina. Heldur fyrir hitt, hve gjörsam- lega öll fyrri met flokksins voru slegin í hóli um eigið ágæti og dyggð í umbótamálum alþýðunn- ar. Og er þá langt jafnað. Því engin minnist þess, að gullhamr- ar hafi nokkru sinni verið spar- aðir í smiðjum íhaldsins. Og mikið hefir þurft við liggja, að gylla flokkinn svo i augum verka manna til þess að villa á honum heimildir. Hinsvegar hefir mönn- um jafnan fundizt nokkur ó- kemur að fleipri íhaldsins og reynslan æfinlega orðið sú, er að vaT gáð, að fyrir staðhæfing- unum var engin fótur- Þessi áfergja íhaldsforsprakk- anna, að vilja kasta eign sinni á hin og þessi mál er til umbóta horfa fyrir alþýðu landsins og barist hefir verið fyrir og hrint í framkvæmd af hennar eigin trúnaðarmönnum, er svo mikil, að nærri stappar fullkomnu ósjálf- ræði. Hvað segja menn t. d. um þessa klausu ,sem tekin er orð- bétt upp úr fyrmefndu plaggt þeirra til Dagsbrúnarmanna? „Sjálfstæðismenn hafa sýnt það, að þeir láta sér fyrst og fremst um það hugað, að standa á verði um hagsmunamál verka- manna og félagssamtaka þeirra“. HeitÍT eru þeir íhaldsmenn í ttnú sinni á heimskuna og opinskáir á litílsvirðingu sína fyrir reynslu og þekkingu verkamanna, ef þeir ætla þeim að gína við og gleipa þá fullyrðingu, að í .þeirra hönd- um hafi málefnum verkamanna verið og sé bezt borgiö. Fyrr má nú nota en dauðrota. Og til flestra meðala er nú gripið til áróðurs og liðssafnaðar meðal Dagsbrúnarmanna, þeirra manna, sem allar sínar kjarabætur hafa orðið að draga úr höndum ihalds- ins og atvinnurekenda þumlung fyrir þumlung, í aurum og mínúttim. Reynsla alþýðunnar í þessu landi af viðskiptunum við íhald- ið er dýrkeypt og hefir kennt henni allt annað. Og eiga verka- menn ekki einir þar um sárt' að binda. Á þeirri leið er vel spor- rakt og óvillugjamt- Afstaða í- haldsins tíl málefnanna hefir ver- ið nægilega ljós og ótvífæð tíl þess. 1 því sambandi ætti að vera óþarft að minna á það að enn gru ekki lokið að fullu deilun- um um fulla dýrtiðaruppbót á kaup verkafólks, og að I möxig- um. tilfellum hefir það bostað töluverð átök . að fá svo sjálf- sa^ðri kröfu framgengt. En hvern ig var saga liðinna ára? Hver var ai’staða íhaldsins á alþingi til hinna stærri velferðamála verkaiýðsins, tíl dæmis um lág- markshvíld á togurunum? Var það „fyrst og fremst" af um- hyggju fyrir lífi og litnum sjó- manna, er það barðist með hnú- Um og hnefum gegn nauðsynleg- um svefni og hvíldartíma þeirra og ætluðust til að þeir leggðu saman nótt og dag þar til heilsa þeirra væri á jmotum? Og hvern- ig tók íhaldið lögunum um verka- mannabústaðina, alþýðutrygging- arnar og öðrurn viðlíka Umbóta málUm, er Alþýduflokkurinn fluttí og kom á? Ef íhaldið hefði mátt ráða þá hefðu verkamenn áreið- anlega ekkefrt af þessu haft enn í dag. Og að endiugu örlitíð um ör- yggismál sjómanna: Hefir íhaldið ef til vill gleymt skoðun og af- stöðu Betleheursfairans í þeim efn- Um? Þeitri skoðun hans á loft- skeytatækjum skipanna, örngg- ustu varnartækjunum, sem tileru gegn sjóslysum nú á tímurn, áð þau séu dýr og óþarfa lúxus, og illu lreilli komin I skip okk- ar fyrir kröfur og ýtni Sigurjóns Á ólafssonar, eða fyrir „SigUr- jónskuna", eins og Betlehemsfar- inn kallaði baráttuna fyrir ör- yggismálum sjómanna? Svona mætti lengi telja. Þessar Og þvilíkar era staðreyndirnar um afstöðu ihaldsins til þeirra um- bóta- og menningarmála, sem bar izt hefir verið fyrir á undanförn- Um áram af hálfu Alþýðuflokks- ins bæði innan þings og utan. íbaldið má vita það, að ekkert af þessu er gleyrnt né grafið. Og ólíklegt væri það ekki, að margur verkamaðurinn minntist þess við kjörborð Dagsbrúnar þessa dagana, hvernig íhaldið hef ir reynst velferðaraiálum verka- lýðsins hingað tíl. Sú saga talar allt öðra máli, en faguigalinn, sem nú er hafður í frammi við jverkamennina í því skyni að véla þá til þess að kjósa böðla sína. Saumaklúbbur F.U.J. fellur niður vegna þátttöku F.U.J. stúlkna í fræðsluhóp Kven- félags Alþýðuflokksins. — Fræðsluhópurinn hefur starf semi sína í kvöld kl. 9 í Al- þýðuhúsinu, 6. hæð. Eru F.U.J.-stúlkur beðnar að fjölmenna. Mætið stundvísl. Bækur keyptar og seldar. Fornverzlunin, Grettisgötu 45, sími 5691. Auglýsið í Alþýðublaðinu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JAN. 1941. Felix Guðmundssoii: agsbrún fyrr og nú M ÍN FYJtSTU verulegu kynni af baráttu verka- mannanna hér í bæ fyrir bætt- um kjörum áttu sér stað árið 1913.. Þau urðu með þeim hætti, að útlendur maður ætlaði að kúga verkamenn til þess að vinna ótakmarkaðan tíma fyrir sama kaup. Því var afstýrt, enda var um það ,að ræða að bægja fjölda manns frá vinn- unni, og seíja vægast sagt van- virðublett á íslenzka verka- menn. Þegar þessi saga gerðist fyr- ir tæpum 28 árum, var Dagsbrún ungt og fremur veikt verkamannafélag. Enda voru það ekki nema þroskuðustu, framsýnusíu og kjarkmestu verkamennirnir sem þá voru búnir að fá auga fyrir því, að það væri óumflýjanleg nauð- syn fyrir þá að hafa með sér öflugan félagsskap. En ,ég hygg, að einmitt þetta verkfall, sem gera varð og gert var til verndar verkamönnunum, og mun vera það fyrsta, er háð var í Reykjavík, hafi opn- -að augu æði margra verka- manna fyrir því, að eina vörn- in, sem verkamenn gætu átt, eina hjálpin, sem að gagni mætti koma, væri öflug sam- tök þeirra sjálfra, af því að af öðrum væri einskis að vænta. Það hafði reynslan kennt þeim, og hún er ólýgnust, og ég, sem lítil kynni hafði haft áf verka- mai^nlabaráttu eða samtökum, þó ég hefði fengið að vinna fyr- ir 12 aura á tímann á Ejrrar- bakka, skildi það á fáum dögum í viðureigninni um rétt íslenzkra verkamanna við danskan mann, að ef ekki yrðu mynduð allsherjarsamtök ís- lenzkra verkamanna, samtök sem næðu um gjörvallt landið, þá yrðu verkamennirnir alltaf uridirokuð og ánauðug stétt, eins og þeir líka alltaf höfðu verið. Þeoar «11 blðð vorn lokoð Áður en ég lenti í návígi við þetta ástand, sem ríkti, þá hafði ég eiginlega trúað því, að allir menn væru fremur góðir og réttsýnir. Það væri fyrir rás viðburðanna, tilviljanir — og dugnað, að kjörum mannanna væri nokkuð misskipt. Ég hafði lítilsháttar starfað í ýms- um félögum og kynnst mönn- um gegri) um það. Ég hafði meira að segja verið um skeið í pólitísku félagi, og lítilega starfað. Og allsstaðar voru að minnsta kosti hin óæðri störf vel þegin, líka af verkamönn- um, að ég nú ekki tali um at- kvæðin þeirra; um þau var bar- daginn engu mýkri en nú á tímum. Var svo ekki von, að ég og aðrir fáfróðir unglingar héldum, að í þessum félögum eða flokkum ættum við líka vernd. Og svo- kom þessi miskunn- arlausa staðreynd beint framan í okkur, að ekkert blað í höf- uðstaðnmfa vildi verja málstað okkar og rétt, þegar við áttum í höggi við útlendan verk- fræðing. Eitt blað, sem ekki var rekið af pólitískum flokki, tók eina grein. En til þess að hún flyti varð töluvért að strika út úr henni, eða meginkjarn- ann. Þó hefi ég ekki gleymt því, að Einar Gunnarsson tók þessa einu grein og að Þorv. Þorvarðsson fékk blaðamenn- ina á fund og reyndi að fá þá til að veita verkamönnum lið, en hjálpin kom aldrei. Þarna hafði maður fengið allan hug þeirra, er vildu þiggja vinnu okkar, ef þeir máttu ráða kaupinu, vildu atkvæðin okkar við kosningar, ef ekki þurfti að láta neina vernd í té. Ég talaði um þetta við ýmsa mekt- armenn. Jú, þeir vildu ýmis- legt gera fyrir okkur, bara ekki styðja okkur í vinnudeilum, við máttum hafa verkamannafélag, ef það væri ekki með kaup- skrúfur eða verkföll, stuttan vinnutíma og aðra slíka vit- leysu. StaðreFndirnár standa. Allt það, sem ég nam af reynslu þessara vikna, sem vinnudeilan stóð 1913, hefir vérið að staðfestast og styrkjast alltaf síðan, með margs konar endurtekningum og í alls kon- ar myndum. Þegar Alþýðusam- bandið var stofnað. voru öll hugsanleg meðúl notuð til að hindra það og halda sem flest- um félögum utan við það. Þá máttu menn hafa félög hver í sínum bæ eða plássi, en að fara í samband, sem næði yfir allt landið, það var voðalegt. Af því gat stafað hætta — fyrir hverja? Blöðin sögðu fyrir verkamenn, en allir vissu fyrir hverjum blöðin báru um- fayggJu- Um það leyti sem sam- bandið var að ná festu reyndu atvinnurekendur og þeirra flokkur að mynda verkamanna- félag hér í Reykjavík, Verka- mannafélag Revkjavíkur hét það, og var fyrsta fyrirmyndin að Óðni nútímans og fékk hægt andlát. 19115 var hásetaverkfallið. Þá hafði verið stofnað hér viku- blað, sem var málgagn verka- lýðsins. Öll önnur blöð réðust að sjómönnunum, kölluðu þá strokumenn og öllum illum nöfnum. Ennþá er þó ekki það versta talið, en það var það, að verkalýðurinn ætti fulltráa á Alþingi. Það skeði fyrst 1916 er Jörundur Brynjólfsson var kosinn, og 1921, að Jón Bald- vinsson var kosinn á þing. Verkalýðnum hér í Reykjavík var þá orðið það Ijóst, að veru- lega fullkomnum umbótum myndi aldrei takast að ná nema með því að hafa líka á- hrif á löggjöfina. Gilti það um vinnutíma, tryggingar, skatta- mál og ótal fleiri umbætur. Og nú var atvinnurekendum og þeirra samherjum nóg boðið, enda var þess skammt að bíða, að árapgur af því að eiga full- trúa á þingi sæist. Má benda á vökulögin (síðasta nagla í lík- kistu útgerðarinnar, eins og fulltrúar og blöð atvinnurek- enda orðuðu það), verkamanna- bústaðir, sjúkratryggingar, svo aðeins fátt sé nefnt. Og það er styzt frá að segja, að gegn hvers konar umbótum verka- lýðnum til handa hafa þessir menn barizt með hamstola á- tökum. Móti hverri einustu kauphækkun, móti hinni minnstu styttingu vinnutímans, móti verkamannabústöðumi, sjúkratryggingum, öllum al- þýðutryggingum, afnámi fá- tækra flutnings, 21 árs kosn- ingaaldri, öllu því, sem verka- lýðurinn til þessa dags hefir á- orkað. Það hefir gert það á markvísan og stéttvísan hátt. Og alltaf af umhyggju fyrir hinum fátæka verkalýð!! Hans vegna hefir það svift þá, sem barizt hafa fyrir þá, atvinnu. Ef góður fulltrái þeirra tók op- inbert starf að sér, var aldrei talað um óreglusama fulltrúa eða embættismenn, hvernig sem þeir voru. Það, sem þeir hlutu, var virðulegt embætti, sem ekki mátti saurga. Þegar fulltrúar verkalýðsins hlutu starf, þá voru það kallaðir bit- lingar. Inðstæðieganíir gðtn ekki hinðrað vixt Bags- brðnar. Þrátt fyrir alla viðleitni and- stæðinga allra verkalýðssam- taka varð Dagsbrún stærsta og sterkasta verkamannafélagið á landinu á tiltölulega skömm- um tíma, og bötnuðu kjör og aðbúnaður verkamanna bæjar- ins eftir því. Á sama hátt mátti , segja að sambandsfélög henri- ar yxu tiltölulega eins, og það- var svo um langt skeið, áð Dagsbrún tapaði engri deilu. Alþýðusámbandið með Dags- brún í broddi fylkingar var ó- sigrandi. Á tiltölulega stuttu tímabili, sem ég þekkti bezt til starfseminnar og var í stjórn- inni, var t. d. framkvæmt eftir- talið: Hætt var að vinna nætur- og helgidagavinnu, hætt að vinna með ófélagsbundnum mönnum, upp tekin 9 stunda vinna í stað 10, taxti félagsins viðurkennd- ur af Reykjavíkurbæ, auk ann- arra atvinnurekenda, fyrir utan ótal fleiri umbætur, sióðstofn- anir og fl. Má svo segja, að allt þar til formaður félagsms sveik það og Alþýðusambandið, væri öll æfi þess ein sigurför að und- anskildu einu ári, er Héðinn lét þjón sinn stýra félaginu eft- ír sinni fyrirsögn, enda mun Héðinn þá þegar hafa verið farinn að horfa til fyrirheitna landsins vegna ótta þess, er greip hann eftir að hann sjálf- ur hafði stcrspillt kjörfylgi Al- þýðuflokksins vegna þess að Fxb. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.