Alþýðublaðið - 07.02.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1941, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 7. FEBR. 1941. ALÞYOUBLAttlÖ Stór útsala KÁPUR frá kr. 50,00. VETRARFRAKKAR frá kr. 95,00. SUMARKJÓLAR frá kr. 10,00. PRJÓNAVÖRUR með afslætti. í BÚTASALA — silki og ullarefni. “ • $ Verslnn Kristlnar Slpriarióítir Laugavegi 20 A. — Sími 3571. frá Gjaldeyris- og innfliitningsnefod. Hér með eru öll þau gjaldeyris- og innfluiningsleyfi, sem út voru gefin fyrir 1. janúar 1941 og ekki eru bundin við kaup frá Bretlandi, felld úr gildi. Þurfa því allir þeir, sem kunna að eiga í pöntun vörur, sem keyptar hafa verið samkvæmt leyfum þessum meðan þau voru í gildi eða eiga ógreiddar vörur, sem fluttar hafa verið inn samkvæmt þeim, að snúa sér til nefndarinnar og gera henni grein fyrir þessu og sækja um ný leyfi, sem svar- ar þeim kaupum sem gerð hafa verið, enda afhendist gömlu leyfin þá um leið. Reykjavík, 7. febrúar 1941. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Sendisveinar geta fengið atvinnu n«l þegar. MJóIkursamsalan. Verö á sandi, möl oq nmlDlngi bjá Saiid- m ðrjötnáii bælarlas verðnr fyrst um sinn sem 1 fec r segir Sandur kr. 0.55 pr. hektél. M51 nr. 1 * 0.7® / *•" K/ý ** M51 nr. 11 - t.m - r* M51 nr. 111 -3 5.95 J - j* M51 nr. IV - - & Salli - 1.05 - Mulningur 1 - 2.20 - • *Bf Mulningur 11 - 2.20 - Mulningur 111 - 1.79 - Mt Mulningur IV ~ 1.79 - m' Bæjarverkfræðingur. Frönskunámskeið Ailiance Francaise. Fyrra námskeiðinu er nú lokið og hefst hið síðara í miðjum febrúar. Námstundir verða 20 og kosta 30 krónur. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram í skrifstoíu forseta félagsins, Garðarstræti 17, sími 2012. ' -------UM DAGINN OG VEGINN-------------------- | Kartöfluleysið og scndingin frá Kanada. Nýr aðstoðarþulur j í útvarpinu. Kuldinn í Safnhúsinu. Hlutverk kommúnisía j í verkalýðsfélöguniun. 4 ........ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.---------- KOSNING j BÆJABRÁÐ OG NEFNDIR Frh. af 1. síðu. í framfærslunefnd voru kosn- ir: Guðm. Ásbjörnsson, Bjarni Benediktsson, Guðm. Eiríksson, Kristjón Kristjónsson, (Fram- sóknarmaður) og Arngrímur Kristjánsson. Varamenn voru kosnir: Guðrún Jónason, Helgi H. Eiríksson, Valtýr Stefáns- son, Tryggvi Guðmundsson og Jón Brynjólfsson. í brunamálanefnd voru kosn- ir: Guo|m. Eiríksson, Guðrún Jónasson, Helgi H. Eiríksson, Valtýr Stefánsson og Soffía Ingvarsdóttir. í byggingarnefnd, úr bæjar- stjórn voru kosnir: Guðm. Ei- ríksson og Guðm. Ásbjörnsson, eh utan bæjarstjrnar: Höi 'Sur Bjarnasoíi og Tómas Vigfússon. í hafnarstjórn voru þessir bæjarfulltrúar kosnir: Jakob Möiler, Jón Björnsson og Jón A. F tursson, en varamenn þeirra Guðm. Eiríksson, Valtýr Stefánsson og Stefán Jóh. Stef- ánsson. Utan bæjarstj. voru þessir kosnir: Hafsteinn Berg- þórsson ðg Sig. Sigurðsson, en varamenn þeirra: Þórður Ól- afsson og Geir Thorsteinsson. I heilbrigðisnefnd voru kosn- ir: Úr bæjarráði, Guðm. Ás- björnsson, verkfræðingurinn Valgeir Björnsson og Guðrún Jónasson. í stjórn Fiskimálasjóðs Kjal- arnesþings var Guðm. Ásbjörns son. kosinn. I verðlagsskrárnefnd var Þor steinn Þorsteinsson hagstofu- stjóri kosinn. í eftirlaunasjóðstjórn voru kosnir: Jakob Möller, Guðm. Ásbjörnsson og Jón A. Péturs- son. Á Kosnir voru endurskoðendur bæj arreikninga: Þórður Sveins- son og Ólafur Friðriksson, en til vara: Ari Thorlacius og Jón Brynjóifsson. Endurskoðandi styrktarsjóðs sjómanna- og verkamannafél. var Guðm. Eiríksson kosinn. Endurskoðandi reikninga í- þróttavallarins var sami maður kosinn. I stjórn Sjúkrasamlagsins var ekki kosið að þessu sinni. Sam- kvæmt nýjurn lögum skal að eins kjósa í þessa stjórn að af- loknum bæjarstjórnarkosning- um. En varamenn í stjórn þessa voru þeir kosnir: Guðgeir Jóns- son, Gunnar Thoroddsen, Bjöm Snæbjörnsson, Stefán A. Páls- son. í stjórn Músiksjóðs Guðjóns Sigurðssonár var kosinn Jón Haíldórsson skrifstofustjóri, í stað Péíurs heitins Halldórs- sonar er sæti átti í stjórn sjóðs- ins, og endurskoðendur sjóðsins Sigurður Briem og Eggert Claessen. l BÆRINN er enn svo að' segja kartöflulaus. Það er ein- kennilegt að mestur skortur skuli vera á þeirri nauðsynjavöru, sem við eigum einna auðvaldast með að framleiða. Kaupmaður, sem ég hefi talað við, sagði mér, að hann hefði átt von á kartöflum frá Hornafirðí, en ekki fengið þær begna frostanna, sem verið hafa undanfarið. Þá eru líkindi til að ekki muni takast að fá kartöflur hingað frá ýmsum stöðum á land- inu eingöngu vegna þess, að mjög mikil eftirspurn er eftir útsæði og þora menn ekki að ganga svo nærri stofninum, að ekki verði til nægilegt af útsæði til næsta sum- ars. SAGT ER að Grænmetisverzlun ríkisins hafi aðeins fengið 150 smálestir af kartöflum frá Kanada og sé það ætlað öllu landinu. Vit- anlega er þetta aðeins örlítið til að uppfylla þarfirnar og er ekki annað sjáanlegt, en að bærinn gerði aftur algerlega kartöflulaus á næstunni. Verðum við þá að fara að nota brauð í stað kartaflna og munu margir eiga erfitt með að sætta sig við það. ÉG SPURÐI mann að því, serri veit um hlutina, hvort þessi skort- ur á kartöflum stafaði af því að brezka setuliðinu hefðu verið seldar kartöflur og kvað hann nei við. Skorturinn stafar fyrst og fremst af því að uppskeran brást svo mjög síðastliðið sumar —• og auk þess tókst einstökum mönnum að birgja sig mjög upp af þessari nauðsynjavöru snemma síðastliðið haust. SVO VIRÐIST, sem aðstoðarþul- ur ríkisútvarpsins sé hættur. Ný rödd er komin í útvarpið og verð ég að segja að mér líkar hún vel. Að vísu er hún mjög sérkennileg, en þetta er hetjurödd og hefir góð áhrif, þulurinn virðist hafa gott vald á efni sínu og er það mikils virði. Jafnvel þó að handrit sé svo slæmt, að erfitt sé að átta sig á því hvað meint sé, tapar hann ekki stjórn á sjálfum sér, en les í mál- ið. Hið eina, sem ég gæti sett út á hann, er að mér virðist hann draga nokkuð seiminn í lok setninga. MARGIR HAFA SPURT MIG að því, hver þessi nýi þulur væri. Ef til vill hefir ríkisútvarpið ætl- ast til þess að því væri haldið leyndu, en ég hefi þó fengið að vita, að hinn nýi aðstoðarþulur er dr. Broddi Jóhannesson. Von- andi tekst honum að laga þá litlu ágalla, sem eru á áherzlum hans, því að við erum orðin hundleið á þessum sífelldu breytingum í þul- arstarfinu. ÚT AF SKRIFUM MÍNUM um kuldann í Safnahúsinu hefir fróð- ur maður komið að máli við mig og skýrt fyrir mér það mál allt. Hann ságði meðal annars: „Safna- húsið er nú orðið 35 ára gamalt og hitaleiðslan í því er jafngöniul. Miðstöðin í Safnhúsinu er fyrsta miðstöðin, sem fluttist til landsins. Þegar leiðslurnar voru lagðar í húsið voru þær miðaðar við mið- stöðvarnar. sem voru tvær, en miðstöðvarnar urðu ónýtar og voru þá aðrar fengnar í þeirra stað, sem ekki voru í samræmi við leiðslurn- ar. Þetta ósamræmi hefir valdið kuldanum og hefir verið kvartað undan honum um margra ára skeið. VIÐ HERNÁMIÐ síðastliðið vor var þjöðminjasafniö flutt í kjall- ara hússins. Þar eru 10 stórir ofn- ar, sem eru hitaðir með gufu og það heita loft, sem þar framleiðist, á að fara upp á lestrarsal og í for- stofuna og yfirleitt víðsvegar um húsið. En þessum ofnum hefir ekki verið hægt að gefa bita, vegna þess, að þjóðminjasafnið er þarna. Við þetta komu líka enn. betur í Ijós allir þeir ágallar, sem voru og eru á öllu hitakerfi húss- ins. AÐ TILHLUTAN TÍkisstjórnar- innar hefir fulltrúi húsameistara. Björn Rögnvaldsson, með aðstoð vélaverkfræðinga og rafmagris- verkfræðinga kynnt sér þetta mál allt og munu tillögur þeirra hníga. að því, að sett verði ný miðstöð í húsið og um leið verði leiðslunum breytt á viðunandi hátt. En úr »þessu getur sennilega ekki orðið fyrr en í vor eða í sumar. GREIN GUÐMUNDAR GISS- URARSONAR hér í blaðinu á þriðjudaginn var mjög athyglis- verð. Hún sýndi í réttu ljósi hug íhaldsins til verkalýðssamtak- anna. Maður skyldi ætla, að í- haldsblöðin hefðu orðið fyrst til að svara þessari grein, — en svo vár ekki. Blað kommúnista var fyrst til. Það dregur út árásinni á at- vinnurekendur og kennir Alþ.fl.. hvernig komið er fyrir Dagsbrún í Reykjavík og Hlíf í Hafnarfirði. Kommúnistar halda áfram hlut- verki sínu, að vinna raunverulega fyrir íhaldið í verkalýðsfélögun- um. Hvenær hætta heiðarlegir verkalýðssinnar að vera verkfæri í höndum hinna launuðu rúss- nesku erindreka? Hannes á horninu. ÞJ ÖÐRÆKNISFÉL AGIÐ Frh. af 1. síðu. nefndir: Hjörtur Þórðarson raf- magnssverkfræðingur, dr. B. Brandsson, Vilhjálmur Stefáns- son, Sveinbjörn Jónsson próf., Guðmundur Grímsson dómari, Sigurður Júl. Jóhannsson, Jó- 'hann Magnús Bjarnason, Hjálm ar Bergmann lögmaður og Ottó Bárðarson skólastjóri. Þá var minst, á það, að Leikfélag Reykjavíkur hefði rætt um að bjóða hingað Árna Sigurðssyni leikstjóra. Zophonías Thorkels- son mætti á fundinum og talaði um bókakaup Vestur-íslend- inga. í stjórn félagsins voru kosnir: Árni G. Eylands, Ás- geir Ásgeirsson og Valtýr Stef- ánsson. Farfuglafundur verður í Kaupþingssalnum n.k. þriðjudagskvöld kl. 9. Húsinu verður lokað kl. 10. LSLÍ. SuKBdknattleiksmót ReykjawikuB* S.R.R. Úrslitaleikir fara fram í Sundhöllinni í kvöld kl. 8.30. Fyrst keppa B-sveit Ægis og K.R. og síðan A-sveit Ægis og Ármanns aðalúrslita- leikinn. — Aðgöngumiðar seldir í Sundhöllinni. Hvorir verða Reykjavíkurvíkurmeistarar? — Komið og sjáið, því nú verður spennandi. — Allir upp í Sundhöll.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.