Alþýðublaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ---------------------- Kitstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu Sírnar: 4900 og 4906. Verð kr. 3,00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. AI, ÞÝBUP R E NTSMIÐJ AN Barátta við „dauðan flokk“ -----*--- IMEIRA EN TVÖ ÁR hefir blað kommúnista, Þjóðvilj- inn, svo að segja daglega til- kynnt það, að Alþý&uflokkurinn væri dauður og kommúnista- flokkurinn búinn að taka við arfi og forystu eftir' hann. Eftir allar þær tilkynningar, svo að ekki sé nú minnzt á lík- ræðurnar, sem þeim hafa fylgt, fer ekki hjá þvi, að lesendum Þjóðviijans hljóti að koma það dálílið spánskt fyrir sjónir, þeg- ar blaðið byrjar nú allt í eimu að tala um það, að Alþýðuflokk- urinn sé kominn á raupsaldurinn. Því hingað til hafa flestir, j>ar á meðal meira að segja daglegir lesenduir Þjóðviljans, haldið, að raupsaldurinn kæmi fyrst og dauðinin svo. En hjá Þjóðviijan- um er þetta alveg öfugt, þegar um Alþýðuflokkinn er skrifað. Og með hverjum degi, sem líður, þarf að eyða meira og meira púðri á þennan löngu liðna ftokk. Hvernig eiga lesendurnir að skilja svo dularfullt fyrirbrigði? En það eru ekki þeir einir, sem farið er að líða illa yfir þessu. I fyrradag fékk Þjóðviljinin sjálf- ur hreint og beimt kast út aff Al- þýðuflofcknum, og var engu lík- ara, en að hann hefði nú upp- götvað, að A1 [jýðufiokkurinn væri í þann veginn, að fjarlægjast dauðann um einn aldurinn enn. Hvaða fu'rða, þó að honum sé þá ekki farið að Iítast á blikuna? Því það er vissulega ekkert þægiieg tilfinndnig fyrir þann, sem beðið hefir eftir dauða annairs í von uim arf, að sjá hann dag eftir dag og ár eftir ár jafn bráðlifandi, hvað þá heldur yngri. * Kaslið, sem Þjóðviljinn fékk í fyrradug, vat nú rauinar ekki út af öðru en því, að Alþýðubla'ðið leyföi sér daginn áður að segja eftirfarandi sannleika: „Saga Alþýðuflokksins hefir í seinni tíð, engu síður en í gamla daga, verið ein samfelld barátta fyrir bættum kjörum hins vinn- andi fólks í lamdinUi, barátta ein- rnitt við íhaldið, sem nú er að reyna að nuidda sér upp við verkalýðinn til þess að véla hann af réttri brauf.“ En vitaniega er það hart fyrir Þjóðviljann að heyra slíkt, eftir að hafa haldið því fram í mieira en tvö ár, að Alþýðuiflofckurinn væri daiuður og k'Ommúnistaftokk- urimn eini flokkurinn, sem nú héldi uppi þeirri baráttu, sem Alþýðuflokkurinn hefði haft í gamla daga. Þess vegna stekkur Þjóðviljinn upp á nef sér í fyrra- dag og spyr: Hv.að hafið þið nafnarnir, Stefán Jóh. Stefánsson og Stefán Péturss'on, gert af því, sem geri hefir verið til hagsbóta fyrir verkalýðinn? Ykfcuir dettur þó ekki í hug, að þið eigið að hljóta lof iog fylgi fyrir verk, sem Ólafur Friðriksson og Jón Bald- vinsson unjiu fyrir 15—20 árum? Nei, hvað ætli Alþýðuflokkur- jnn hafi 1 dag leyfi til þess að eigna sér menn eins og ólaf Friðriksson og Jón Baldvinsso»? Þá er eitthvað öðrú máli lað gegna með kommúnista, sem í tuttugu ár hafa svívirt ólaf Frið- riksson sem „svikara“ og fyrir þremur árum réðust með ópum og ógnunum að Jóni Baldvins- syni, að fram komwum að heilsu, á síðasta fundinum, sem hann sat í Dagsbrún, o.g ráku hanln úr fé- lagiuu! Þannig hafa kommúnistar þakikað þau „ve>rk, sem, Ólafur Friðriksson log Jón Baldvinsson unnu fyrir 15—2Q árum.“ Alþýðuflokkurinn veit vel, að hann hefir á þessum síðustu og vetstu árum afturhalds og naz- iisma 1 heiminum ékki getað á- orkab eins miklu til hagsbóta fyr- ir hinar vinnaridi stéttir og hægt var að gera og gert var af hon- um meðan byrlegar blés fyr'ir verkalýðshreyfinguna, fyrst eftir h e ims st yi'j ö I d i n a 1914—1918 og allt. fr,am yfir miðjan síðasta áratug. En þiað hefir heldur eng- in:n Alþýðuflokkur í hehninum getað. En þá er sannarlega lit- ið orðið eftir af marxistiskum skilningi Moskvakiammúniistanna, ef þeir kannast ekki við slíkan (Mdugang í söigunni. Marx vissi þó vel ,að það líða oft tuttugu ár, sem' ekki eru á sögulegan mælikvarða meira en einn dagur, þó að á eftir geti komið einn dagur, þegar' meira gerizt en annars á tuttugu árum. En til hvers er' i dag að tala við Moskvakiommúnista Um Mairx? Mælikvarðinn á það, hvort verkalýðsflokkur hefir 'haldið » trúnaði við sína stefnu og heldur áfram baráttunni, er ekki það, hve mikið honum miiðar áfriarn með stefnumál sín á hverju ári. Á tímUm vaxandi afturhalds, eins og á undanförnum árum, er það út af fyrir sig mikill árangur, að igeta varið verkalýðinn áföllum og viðhaldið þeiim lífskjörunr, sem hann var búinn að ávinna sér, þangað til betur blæs fyrir nýja sókn. Á erfiðustu tímum hefir Alþýðuflokkurinn ékki ein- asta tekizt þetta, með því að tryggja stór’ fjárframlög til at- vinn'ubóta, draga úr' dýrtíðinni með lögUm, sem banna hækkun á húsaieigu, koma inn ákvæði í gengislögin um dýrtíðaruppbót á kaup verfcamanna, gefa út lög um dýrtíðaruppbót á ellilaun og örorfcubætur, fá skipulagða striðs- tryggimgu fyrir sjómenn og nú síðast með því að knýja fram fulla dýrtíðartuppbót á allt kaup og meira að segja í mörgum til- ALÞÝÐUBLAÐIÐ LAUGARBACUR 8. FEBR. 1941, Jón Blöndal: Brezknr gjaldeyrir eg islenzknr. Atbugasemdir viö grein Hailbjarnar Halldórs- sonar nm „Tákn «q stórmerki i fjármi!nmu -------------------«----- F,'YRIR nokkrum DÖGUM birtist í Alþýðubiaðinu grein eftir Hallbjörn Halldórsson undir fyrirsögniinni „Tákn og stórmerki í fjármálum." Kvartar höfundur greinarinnar undan því, að blöðin skuli ekki hafa gefið neina skýringu, sem vergskuldi eftirtekt alþýðu, á þeiim táknum og stórmerfcjum, sem gerzt hafi í fjármáluim þjóð- arinnar. er tekizt hafi að seija einn ísfisksfarm fyrir 350000 kr., og er það raunar ekkert eins- dæmi upp á síðkastið. Ég ætla mér ekkii að gagnrýna þá tillögu Hallbjarnar, að „land- -ráða'men'n“ vorir, er hann nefnir svo, stefni að því að hækfca gengi íslenzku krónunnar eftir þvi sem færf er, — ég hefi sjáifúr mælt með þeirri tillögu áður, ásamt öðtum aðgerðum til þess að jkoma í veg fyrir að verðgildi ís- lenzkraf myntar hrapi stórfkost- lega, en á því virðist méf mikil ihætta, ef ekki tekst að draga úr verðhækkuninm innanlands. En ég er ekki jafn viss Uinii, að Hallbjörn hafi eins rétt fyrir sér, er hann gefur eftirfarandi skýr- ingu á áður um getnum táknum og stórmefkjum fjármálanna: „Sú skýring á sér' þó stað, bg hún er sú, að brezkur gjaldeyrir ier fallinn í verði um helming að minsta kosti. ..." Ég held, að það sé mjög hæp- ið, að skýra hina gífurlegu verÖ- hækkun á ísfiskiinum með því að hinn brezki gjaldeyrir sé fallinn í verði uim heiming að minsta kosti. Við flytjum eimmg nýtt kindakjöt til Englands, og á því hefir engin eða mjög lítil hækk- un orðið umfram það, sem svarar til hækkunar á fafmgjöldum., Af hvorngu þessu er hægt að draiga veruiegar ályktanir um verðgildi hins brezka gjaldeyris. Samkvæmt upplýsmgum, er ég hefi fengið, hækkaði vísi'tala framfærslukostnabar í Englandi um tæp 14o/o frá því í sept. 1939 til ágúst 1940, en vísitalan fyrir’ matvæii hækkiaði á samia tíma- bili um rúm 11 o/0. Á sama tíma hækkaði allt verðlag hér á Iandi margfalt meira, eins og kunnara ©r en frá þurfi að segja. Það efu þvi alveg séfstök öfl að veriri hvað snertir „aflasölu- Undrin“. ÞaU eru í raun og veru happagróði íslenzku þjóðairinnar 1 þessu striði, og til þess ber enga nauðsyn, að hann verði skattfrjáls einfcaeign „aðstöðu- góðrar eignastéttar“, um það er ég fylliiega sammála Hallbimi. Að vísu er það svo með þenn- an „happagróða“ af ísfisksölun- Um ,að líklegt er, að við getum ekki notfært okkur hann nema að nokkru leyti fyrr en eftir stríð; þess vegna er hið endanlega verðmæti hans háð afdrifum stríðsins og endalokum og verð- gildi hins brezka gjaldeyris 1 stríðslokin. Enn sem komiÖ er held ég að of fljótt sé að fullyrða að gjald- eyrir Breta sé fallinn um belming (miðað við okka'r gjaldeyri), en við erum hins vegar á góðum vegi með að eyðileggja okkar eig- in gjaldeyri. Gæti þá farið svo, að þeir, sem geyma eignir sínar í brezkumi gjaldeyri, eigi eftir að sjá hinn gífurlega stríðsgróða sinn margfaldast vegna verðhruns ihins Islenzba gjaldeyris. Enda þótt við Hallbjöm j>annig séum ekki alveg sammála um það, hvernig skýra eigi „táfcnin Nýkomið: Linoleum Flókapappi Dúkalím Þvottapottar’ Þakpappi J. Þorlákss. & Norðmann, Bankastr. 11. FITTINGS eykur öryggi. sparar vinnu. Hvert einasta stykki er nákvæmlega prófað. J. Þorlákss. & Norðmann, Bankastr. 11. og stórmerkin1, emm við líklegá alv egá eitt sáttir um það, að fjármálastjómendur vorir verði að gera öflugar ráðstafanir til verndunar hinni íslenzku mynt, og það þegar fyrir kosningar. Þess^a kröfu berum við fram, þrátt fyrir það, að hvorugur okk- ar ætlar að vera í kjöri við næstu alþingiskosningar! TILKYNNIN6 frá rikisstJÓFninni' Brezka herstjórnin hefir tilkynnt, að gæzluskip- ið, sem hefir á hendi eftirlit með siglingum til Reykjavíkur, og sem hefir verið á sveimi úti af Gróttu, hafi tekið sér stöðu 0,65 sjómílur í réttvísandi 300° stefnu frá Engeyjarvita. Reykjavík, 6. febrúar 1941. Dansk-íslenzkt orðasafn 3. hefti kennslubókar ÁGÚSTS SIGURÐSSONAR cand. mag. er nú komið í bókaverzlanir. Orðasafnið nær yfir bæði fyrri hefti kennslubókar hans, og allmikinn hluta af dönskum lesköflum, en auk þess var bætt í orðasafnið miklum fjölda af orðum úr verzlunarmáli. Bókin er því nauðsynleg öllum þeim, sem læra dönsku í skólum og handhæg fyrir marga, sem lokið hafa námi, en lesa dönsku sér til gamans. Fæst í öllum bókaverzlunum. felium hækkun á sjálfu grunn- fcaupinu, í náinni saanvinnu við verkalýðsfélögin. Hann hefir líka unnið að stöðugum endurbótum á þeirri umbótalöggjöf, sem búið var að setja fyrir verkalýðinn, svo sem alþýðutryggingunum og fram á síðaista ár haldið áfrarn að láta byggja fyririmyndaT verka- manniabústaði. En fyrir kommúnista er þetta vitaniega ekki mikils virði. í þeirra augum skiftir það til dæm- is ekfci miklu máli, þó að verka- lýðurinn hafi fyrir þá sterku að- stöðu, sem Alþýðuflokfcurinn hef- ir skapað honum með allsherjar- sanutökum og löggjöf, aðeins hálfiu1 öðnu ári efitir striðsbyrjun fiengið fulla dýrtíðaruppbót á kaup sitt, sem hann varð að bíða hér Um bil fjögur ár eftir í beims- styrjöldinni 1914-1918. I þeirra augum er það víst miklu meira í anda baráttunnar, sem ölafur Friðriksson og Jón Baldvinsson háðu eftir 1916, að rifa með rógi og sundriingu niður þau samtök, sem þeir stofnuðu og byggðu upp, taka höndum saman við í- haldið til þess a*ð kljúfia verka- iýðsfélögin út úr Alþýðusam- bandinu og afhenda þau síðan atvinnurekendum, eins og fcom- múnistar hafia afhent þeim Dags- brún og Hlíf! Og ef til vill halda þeir, að slík vinnubrögð hafi orð- ið til þess að létta baráttuna fyh ir bættum kjörUm verkalýðsins undanfarin ár! * Alþýðuflokkurinn hefir oft ver- ið sagður dauður í seinui tíð, ekki aðeins of kammúnistum, heldur og af íhaldsmönnum. En sjaldan hefir meira púðri verið eytt á hann en siðustu vikumar. Það er dálítið brosieg mótsögn í þvi Slík barátta við datiðan flokk er óneiíaniega nýstárlegur sjón- leikur í sögunni. Það skyldi bnra ekki eiga eftir að sýna sig, að sá dauði signaði í þieiTri viðureign og Alþýðuftokkurinn ætti eftir sínar beztu sprengjur, þegar í- ha’dsmenn og fcommúnistar eiiu búnir að eyða öllu sínu púðri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.