Alþýðublaðið - 18.02.1941, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 18.02.1941, Qupperneq 2
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBR. 1941. Um sumardvol barna í sveit. IALPÝÐUBLAÐINU var .fyrir skömm'u grein uin sumardvöl barna í sveit. Var réttilega á þa'ð bent, að hefja þyrfti undir- búning og það strax, fyrir fraim- hald þessa starfs á keimandi sumri, og er1 ég samdóma biað- inUi wm það. Petta er mikið nauðsynjainál, og ætti ekki að þurfa margt um það að rita; en það er venja hjá okkur að láta drágast á lang- inn, og verður þá Undirbúningur oft verri en annars þyrfti að vera. Er þó ekki sagt með þarssu, að illa hafi tekizt til með starfsemi þessa á síðast liðnu surnri, þvi allt gekk giftusamlega, eftir því sem- bezt er vitað. En því betri sem allwr undirbúningur mála er, þvi betri árangur að lokum. Að mínu viti ætti félagsskapur, sem ynni að þessu starfi, að hefja undirbúning eiigi síðar en wm mánaðamótin febrúar og marz. Yröi þá farið að skrifa bæjndlum og þeir spurðir, hvað mörg börn á aldrinum 10—14 ára þeir treyst- luist til að taka ,á heimili sín, með hvaða kjömim o. s. frv. Gætu þá aðstandenduir snúið sér til þessarar skrifstofuu Sumarheimili, sem stofnuð eru, eiga að vera fyrir böm á aldrin- um 6—10 ára. Dvöl iá .slíkum heimilum verður dýr, og möirgum efnaliílum foreldrum ofviða að gneiða með börhum sínum. Mundi þá koma til styrkur frá hinu op- inbera, sem ástæðulaust er að efa að fáizt í framtíðinmi, eins og s. J. sumar., En allir foreldrar vilja boirga. Það era aðeins aðstæðumar, sem valda. En hugsurn okkuir, að for- eldnar borguðu sem svaraði 10— 15 krönum vikulega og byrjuðu á þeim greiðslum 1. ,marz. Þá mundu safnast á 14—16 -vikum kr. 150—210. Mundi það nægi- legt fé fyrir sumardvöl eins barns. Hygg ég, að mörgum muficli þykja aðferð þessi góð, því ekki má ’4fa, |að forelidmm sé það kappsmál, að koma bömum sín- um af götunni um tveggja msán- aða skeið. t Og þeim peningum, sem þannig væri r'áðstafað, yrði vel varið. Vill nú ekki Rauði kross Is- lands, bamaverndarnefn d í Rvik og Hafnarfirði taka þetta til at- hugunar? X. / NÝJASTA KRAFA VEITINGA- HCSEIGENDANNA Frh. af 1, síðu. réttu Ijósi hugsunarhátt a. m. k. sumra atvinnurekenda gagn- vart verkafólki sínu. Munu stúlkurnar gefa þessari svívirðilegu tilraun yerðugt svar. — Mætið ekki á fundi at- vinnurekenda og skrifið ekki undir neina samninga við þá. Þeir eiga að tala við félag ykk- ar, ef þeir vilja semja. „Örninn", landflugvélin, sem laskaðist dá- | lítið austur á fjörðum nýlega, fór j í gær reynsluflug yfir bæinn að . aflokinni viðgerð. Mun hún hefja j reglubundnar flugferðir innan * skamms. ( AÞYOIIBLAÐIS Brezkar f ligvélar jrí- ir Póllandi i fyrradai Flap 1400 km. vegalengrt yfir eiulilönp I>ýskaiandi. AÐ var tilkynnt í London í gær, að berzkar flugvél- ar hefðu í fyrradag flogið alla leið frá Énglandi til Póllands og varpað niður flugmiðum yfir Kraká og Kattowitz. Er þetta lengsta leið, sem brezkar flugvélar hafa farið síðan stríðið hófst eða um 1400 km. vegarlengd. Aðeins einu sinni áður í stríðinu hafa brezk- ar flugvélar verið yfir Póllandi, í marz í fyrra, en þá flugu þær styttri leið, yfir Vestuv-Prúss- land. Að þessum tveimur skiftum undanteknum hefir það aldrei komið fyrir, að flugvélar Breta hafi flogið lengra austur um Þýzkaland, en til Dresden og Frankfurt an der Oder, skammt austan við Berlín. Sprengjuflugvélar Breta gerðu um helgina miklar loft- árásir á bækistöðvar þýzku flugvélanna við Catania, Corn- iso og fleiri staði á Sikiley, svo og á hafnarborgina Brindisi á Suður-Ítalíu. Margar flugvélar voru eyðilagðar á jörðu niðri í þessum loftárásum. Þýzkar sprengjuflugvélar gerðu eina íkveikjuárásina enn á London í nótt og stóð hún í 3j/2 klukkustund. Eldar komu á nokkrum stöð- um upp í borginni, en það tókst tiltölulega fljótt að slökkva þá. Manntjón varð ekki mikið. Mumaðar, hvai Ifðnr léttuii? ANNIG var spurt. Þessa spumingu vil ég nú endur- taka svolítið breytta. Vökumaður! Hvað líður þakklætinu? Ég á hér við hina andlegu vökumenn þjóð- arinnar, piestana. Þið eruð vöku- menn, sem vaka eigið yfir sálar- velferð landsins bama. Þið emð tengiliðurinn milli Guðs vors lands og íslenzku þjóðarinnar. Hvað líður þafcklæti ykkar til Diottíns viors frá landsins börn- um fyrir alla hans vemd og viarðveizlu á þessum'ægilegu tím- wrn, sem yfir ganga heiminn, fyrir þá augljósu og margvislegu vemd, sem íslenzku þjóðinni er veiitt í hinu geigvænlega brjálæðx þjóðanna. Er svo lítið að þakika, að ekki taki að minnast á það opinberlega? Hefir yður, hcrra biskup og háttvirtu leiötogar kirkjunna'f, aldrei komiö í hug að ástæða væri til einmitt nú að verja einum heigum degi til þess að bera fram þakklæti lands- ananna í heild, nokikurs fconar þakkarhátíð, tii hans, sem á svo undursamlegian hátt blessar þjóð og land með óteljandi ástgjöfum sínum, bæði á sjó og laindi. Jú, vissulega. Ég spyr sjálfan rnig: Hvað líður minu þakklæti? Og ég spyr yðuf, vökinúenin: Hvað líður þessu þakklæti yðaf, íyrir hönd safnaða yðar og allra landsins bama? 23/1. 1941. Gíste*. VERKFALL STARFSSTCLKN- ANNA Frh. af 1. síðu. áð gera, en vildu gjaman fá vinnu* • I fyrradag fengu atvinnurek- endur, sem eru í Vinnuveitenda- félaginu, bréf þess efnis, að bann væri lagt við því, að þeir tækjw til vinnu stúlkur, sem eru í „Sveinafélagi hárgreiðsIukvenna“ og lögðn niðwr vinnu á hár- gxeiðslustofunum þ. 15. f. m. Með þessui hyggwr Claessen, að hann geti brotið á bak aftur viðmáms- þrótt stúlknanna. En þessi dag- skipan Vinnuveitendafélagsins sýnir betur en allt annað, hversu mikil og rík nauðsyn er fyr.ir verkafólkið að treysta samtök sín fyrir ofríki og árásum atvinnu- rekenda. Á eftir því, sem á umdan var gengið, gat rnaður fyllilega búizt við, að slík tilskipum kæimi frá Claiessen, því nú fyrir nokkmim dcigurn frétti hann, að ein liáx- ’greiðslustúlkam væri farin að vinna hjá atvinnurekanda, sem er í Vinnuveitendafélaginu, og gaf Claessen þá fyrirskipun til atvinnurekandans um þap, að sú stúlka yrði þá þegar að leggja niður vinnu. Ef dærna á eftir þessari lúa- lesru framkomu Claessens, gæti maður búist við því að hann jeyndi við hárgreiðslustúlkur það sama sem hann reyndi við starfs- síúikur á veitingahúsmn, að fá þær með með blekkingum, hót- uráxm eðá lioforðum til þess að svvkja stéttarfélag sitt með því að segja sig úr því og gerast verkfallsbrjótar. Því rniður létu nokkrar starfs- stúlkur hafa sig til þessa ljóta verknaðar og urðu þar með verk- færi í höndum atvinnurekenda, en þessar stúlkur hafa þegar að nokkru leyti fengið forsmekk af þeirri hegningu, sem þeer gátu vænst, en þær eiga þó sennilega ennþá eftir að finna.hvaða fyrir- litningu verkfallsbrjótar eiga að mæía hjá öllum almenningi. Claessen veit vel að stúlkurn- ar verða senniiega ekki fyrir f jár- útlátwm í stórum stfl, þótt þær fari úr verkalýðsfélagi, sem er í deilu, og taki upp vinnu. En þar sem honum er vitanlegt, að sú hegning, sem verkfallsbrjótar sæta, er margfallt þyngri og til-" finnanlegri en fjárútlát, þá eru þessar lúalegu tilraunir hans þeim mun vítaverðari. Þess er að vænta, að engin af þeim hár- greiðslustúlkum sem nú erú í deilu, láti Claessen hafa síg til slíkra verka, heldur treysti þær saimtök sín sem bezt, ákveðnar í því að berjast til sigurs fyrir sjálfa sig og félag sitt, til sig- urs fyrir stéttarsamtökin í heild. Þessi tvö ungw kvenfélög, sem nú eiga í deilw, standa ekki að- eins í deilw fyrir sjálf síg, heldur og íyrir samtökin sem heili, Og verða því hin eldri og styrk- airi félög að leggja þann skerf frarn, sem þau rnega, til þess að viðunandx lausn fáist, t .d. með þvi að veita stúlkanum fjár- hagslegan stuðninig með eigin .framlögttm eða þá með því að gangast fyrir saanskotum þeim tíl handa. Hagstæður verzlunarjöfmiður. Samkvæmt skýrslu Hagstifunn- ar hefir verzlunarjöfnuður í jan- j *nánuði orðið hagstæður um , 12,ií millj. króna. UM DAGINN OG VEGINN 1 Fagrir febrúardagar. Trölladansinn undirbúiun af kappi. ÍHúsaleigan og húsaleigulögin. Verið á verði leigjendur. Sam- skotin til skipverjanna á „Kristjáni.“ Reykingar í strætisr < vígnum. „Tíðarfarsvísur“ — og gangstéttin í Bankastræti. ------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ------ U AFIÐ ÞIÐ SÉÐ fegurri febrú- ardaga? Ég er að vísu ekki orðinn mjög gamall, en ég minnist heldur ekki fegurri daga í febrú- ar. Það er veður til starfa, segja menn, enda er nóg að gera hér sem betur fer og er mér sagt að einn daginn hafi varla verið hægt að fá nóga verkamenn. — Líkast til líta hernaðarþjóðirnar líka svona á þessa tíma og hugsa sér að nota góða veðrið. Margir hafa búizt við þýzkum gestum hingað undanfarna morgna, en svo virðist að Þjóðverjar liafi haft öðru að sinna, enda lýstu þeir flugferðinni hingað sem rniklu þrekvirki, en þrekvirki eru undantekningar og þess vegna eru þrekvirki til. Lítur því helzt út fyrir að Þjóðverjar að minnsta kosti álíti að það geti ekki verið daglegur viðburður að fljúga til íslands. ÞAÐ BER TÖLUVERT Á ÞVÍ, að leigjendum sé sagt upp húsnæði nú frá 14. maí. Húsaleigulögin hafa komið að mjög góðu haldi og geta menn þakkað Alþýðuflokknum fyrir þau og honum einum. Þau hafa reynzt góð vernd gegn hækk- un húsaleigunnar fyrst og fremst og einnig gegn því, að mönnum væri sagt upp húsnæði. Ef lögin hefðu ekki verið sett, væri húsa- leigan komin upp úr öllu valdi. Nú kaupa einstakir stríðsgróðamenn húseignir í stórum stíl og reyna þeir á allan mögulegan hátt að fá leigjendur burtu, því að það er eina leiðin til að hækka húsaleig- una. í lögunum er neínilega svo ákveðið, að ekki sé hægt að segja leigjanda upp nema húseigandinn þurfi sjálfur, eða vandamenn hans á húsnæðinu að halda, en orðið vandmenn er hægt að teygja mjög og ættu leigjendur að vera mjög á verði og snúa sér strax til húsaleigunefndar ef þeim er sagt upp húsnæði sínu. SJÓMAÐUR SKRIFAR MÉR eftirfarandi bréf um samskotin til skipverjanna á vélbátnum Krist- jáni og sendi ég fyrirspurn hans áleiðis til réttra hlutaðeigenda: „Ég átti nýskeð tal við einn af mönnum þeim, sem voru á v/b. ,,Kristjáni“ í lokaferð hans, svo eftirminnileg sem hún varð nú. Spurði ég mann þenna eftir því, hvað liði nýja bátnum, er skotið hafði verið saman í þeim til handa, skipbrotsmönnunum. Mér til undr- unar kvaðst hann engar upplýs- ingar geta gefið um þetta mál aðr- ar en þær, sem ég vafalaust vissi, sem sé, að samskotin hefðu fram farið, og nokkrar þúsundir króna hefðu þannig fengizt til þessara fyrirhuguð bátskaupa. Hitt, hvar þetta fé gæri niður komið eða hver bæri ábyrgð á því, vissi hann ekki. Skip hefði áreiðanlega ekki ennþá verið fyrir það keypt, eða ’að minnsta kostí vissu þeir félag- ar ekkert til slíks og ekki hefðu þeir heldur séð neinn eyir af því til þessa.“ „GÆTIR ÞÚ NÚ ekki, Hannes minn, af því að þú ert nú vafa- laust vel kunnugur bæði á og í öll- um hornum þessa bæjar, aflað okkur, forvitnum lesendum þín- um, einhverra upplýsinga um þetta mál, eða finnst þér ekki, eins og mér, að tími sé til kominn, að fólk fái að heyra eitthvað um það, hvað orðið er eða verða á af fé þessu?“ HAFNFIRÐINGUR skrifar mér eftirfarandi bréf: „f svo að segja hverjum strætisvagni verða menn varir við skilti, er á er letrað: REYKINGAR BANNAÐAR. Satt að segja tel ég það, að reykingar séu bannaðar á slíkum stað, svo sjálfsagt, að varla ætti að þurfa að taka það fram. En þrátt fyrir það, virðist mönnum seint ætla að lær- ast að skilja og breyta eftir þessu. Varla kemur það fyrir, er ég ek milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur, en það er oft, að eklti einhver langt leiddur farþegi eða jafnvel vagnstjórinn sjálfur, sitji óg totti cigarettu eða eitthvað þess hátt- ar.“ „SLÍKT FINNST MÉR svo mik- ill dónaskapur gagnvart öðrum er í vagningum eru, að það ætti ekki að eiga sér stað, og þá allra sízt hjá vagnstjóranum sjálfum. Mér er kunnugt um, að það er mikil kvöl f yrir svæsinn reykingamánn að sleppa andartak sigarettunni úr munninum, en miklu meiri kvöl er það fyrir bindindismenn að sitja í óhollu tóbaksreykingalofti, og' það ekki sízt í strætisvagni, þar sem oftast vill nú blandast saman annar óþverri, eins og t. d. hin heimsþekkta benzínfýla. Og að endingu vil ég leyfa mér aS spyrja: Er hér ekki vei'kefni fyrir hina langþreyttu eftirliísmenn, sem því miður sjást allt of sjald- an?“ LOKS SENDIR Jón frá Hvoli mér eftirfarandi ,,tíðarfarsvísur“: „Dýrt er ketið, drottinn minn, dynur hret í máli; . sker og etur skil'dinginn skrítið met frá Páli. Mjólk á borðum mörgum vaF matarforðinn þjáli, , nú í skorðum skimar þar skrítið „orð“ frá Páli. Snerti góminn snapir frá snotru rjóma-máli, er sem skjómi skapi þá skrítinn hljóm frá Páli.“ „HVERNIG stendur á því að ekki er gert við gangstéttina á Bankastræti neðarlega. Gangstétt- in er þarna svo að segja í tvennu lagi. Það er hættulegt að fara um hana, því að allhátt er af steyptu plötunum og niður á hinn hluta gangstéttarinnar við girðinguna umhverfis stjórnarráðsblettinn. f myrkri geta menn meitt sig illa þarna og ættu ráðamenn bæjarins að taka þetta til athugunar hið allra fyrsta. Hanncs á horninu. Happdrætti Árneshreppsbúa. Dregið var hjá lögmanni í happ drætti Félags Árneshreppsbúa 15, þ. m. og hlutu þessi númer vinn- inga: 1764, 1619, 388, 257 og 2647. Vinninganna sé vitjað til Jóns Guðlaugs^onar, Víðimel 50. TYRKIR OG BCLGARAR Frh. af 1. síðu. Tyrkja og Búlgara rnuni hafa verið gerður meö vitund og sam- þyfcki Rússaj. Að öðm leyti er því haldið fram, að sanmmgwrinn sé eklcert annað en rökrétt áfram- hald á þeirri stefnu, seni Tyrk- land hefir haft: að reyna a& treysta samvinxiu Balkanríkjauna á mióti árásarríkjunum. Saradjoglu, utanrikismálaráð- herra Tyrkja, lét einnig svo um mælt í gærkveldi, eftir að samn- ingsgerðin hafði veriið tilkynnt f Ankara, að vænta mætti, að sátt- málinn yrði tíl þess að efla sam- vinnu meðal Balkanríkjanna. George Rendell, sendiherra Rneta í Siofia, lýsti því ýfir í gær- kiveldi, að stefna Breta gagnvart Búlgariu væri sú, að stuðla að því, að landið gæti haldið áfram að vem hltttlaust, en alls ekki hitt, að draga hana inn i styrj- öldina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.