Alþýðublaðið - 24.02.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.02.1941, Blaðsíða 3
ALÞYÐLBLADIÐ ----------- álÞYÐUBLAÐIB — Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr.' 3,00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. A I, Þ Ý Ð U P R E N T S M I Ð J A N íhaldið heldur að þetta borgi sig AÐ, sem fyrst og fremst blasir við landsmönnum í stefnu o.g starfsaðferðuim Sjálf- stæðisflokksins, em mótsetning- iajnar í orðum iog athöfnum. Meðan flokkurinn var í and- stöðu við ríkisstjómina heimtaði hann afnám afurðasölulaganna, einkasalanna og innflutningshaft- anna. Þá hrópaði hann um „bit- linga“ og „bein“, taldi hvertiopin- bert starf, sem ekki var falið í- haldsmanni, slíkum nöfnum og taldi þau annað hvort óþötf með öllu eða allt of hátt gTeitt fyrir pau. Eftir að Sjáifstæðisflokkurinn fékk tvo menn í stjóm landsins siteinþög'nuðu blöð bans o.g fnoðu- snakkat’. Samsfundis urðu afurða- söiulögin sjálfsögð, einkasölumar nauðsynlegar, innflutningshöftin óhjákvæmileg. Nú var ekki hróp- að um bitlinga, heldur veittir bit- lingar. öll gagnrýni þagnaði. Sjálfstæðismennirnir sjál'ir lögðu hendur sínar yfir allt, sem þeir höfðu áður bölvað svo hressilega — og-blessuðu það. Þegar Sjálfstæðismennimi'r gengu til sameiginlegrar stjórn- armyndunar með hinum flokkun- um kváðust þeir gera það vegna þess, að nú yrðu allir íslendingar að standa saman, því að ægilegir erfiðleikar væm framundan, og nú yrði jafnt yfir alla að ganga. Þetta mál skyldi landsfólkið, og það hafði verið lengi beðið eftir því, að Sjálfstæðisflokkurinn fyn.di til slíkrar ábyrgðar. En hvemig voru svo efndimar? Ólafur Thors hótaði samvinnuslit- ttn á síðasta alþingi, ef tillögur Alþýðuflokksmanna um afnám skattfrelsis útgerðarinnar yrðu samþykktar. Milljönimar urðu að vera fríar við skatta og skyldur Og milljónamæringamir frjálsir með sinn gífurlega gróöa. Þannig mætti þessi flokksnefna hinum „ægilegu erfiðleikum“, sem hann talidi fmmundan fyrir þjcfðar- heildina, og þannig lét hann jafnt yör alla ganga! Hann sýndi líka jafnréttistil- finningu sína enn betur í öðru máli. Verkalýðurinn, sem fyrir at- beina Sjálfstæðisflokksins hafði orðið að þolia það, að fá ekki fcaup sitt hækkað nerna að ör- litlu leyti í samræmi við dýrtíð — og því tapað stórfé á síðast liðnu ári, hóf baráttu fyrir kjara- bótum um áramétin. Maður skyldi hafa ætlað, að nú kæmu vígorð Sjálfstæðisfliokksins um að jafnt skyldi yfir alla ganga til framkvæmda, að verkalýðurinn fengi nú endurgoldiö það, sem ranglega hafði verið af honum tekið á síðasta ári. En nei, það var ekki aldeilis! Nú reyndist Sjálfstæðisflokkurinn ekki eins skeleggur og þegar hann hótaði stjórnarskiftum, ef lagðir væru skattar á milljónagróðann. Hann barðist hatramlega gegn allri grunnfcaupshækkun hjá verká- mönnum, sjömönnum og öðru vinnandi fólki. Hann hélt Uppi skipulagðri baráttu gegn himum sanngjörnu kröfum verkafölksins io g beitti í einu mörgum vopm- um: lygum, blekkingum, suindr- ungartilraunum og kommúnist- um, sem lifa nú. að öllu leyti af náð íhaldsins. íhaldið reyndist nú jafn skel- eggt igegn verkafðlkinw eins og það reyndist fyrir hagsmtuni mill j ðnjamæringaima. Og allt, sem verkafólkinu hefir. tekizt að vinna á, hefir þáð femg- ið í baráttu gegn Sjálfstæðis- flokknum. Og það, sem það hefir ekki fengið, hefir það tapað vegra a’ d töðu Sjálfstæðisflokks- ins. Eins og til dæmis stúlkuirmsr- í veitingahúsunum, sem íhaldinu tókst að sundra að miikln leyti með aðstoð undirlægja og verk- fallsbrjóta, rangra dóma og ann- airrar svívirðui, sem aldrei mun gleymast meðan verkalýðsfélög era starfandi í landinu. íhaldið hefir látið mörg stór orð dynja á kommúnistuim, kall- að þá landráðamenm og fleiri slíkum nöfnum. En eftír að þeir eiu sannir að landráðum, og það er öllum líðum ljóst, að þeir vinna skipulega að því, að eyði- 'jeggia lýðræðið í landinu, þagnar vháildið og heldur hlífisfcildi ylir þeim, gagnrýnir dómstólana og afsakar lýðræðisfjendurna — og segist svo’ gera það af umhyggiu fyrir Iýðræðinu! En sannleikurinn er sá, að það hefir tekið upp þessa hjálparstarfsemi fyrir kom- múnista af þvi að það trúir þeirri kenningu Hitlers, að fcommúnistar getí orðið ágætir nazistar! Og'svo halda spekingar íhalds- ins að þetta sé pölitík, sem borgi sig. Þeir halda það, af því að slík svika- og blekkingapólitík borgaði sig í bili fyrir þýzkuj nazistana. En við eigum ekki heima í Þýzkalandi, sem betur fer, O'g þó að ihaldið haldi, að það geti beitt sömu aðferðum hér og nazistarnir beittu í Þýzkar landi til að koma lýðræðinu á kné, þá mun reynslan verða sú, að það kemst að raun um aninað. Allar mótsetningar' í póliíík og starfi fejálfstæðisíiokksins opna augu fólks fyrir’ nekt hans. Fóik- ið sér, eins og Árni Pálsson sagði einu sinni: „Þið haldið að þið hafið eingöngu matadóra á hend- inni, en það ern eintomir hund- ar.“ Þúsundir vita að gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá Sig- urþór, Hafnarstræti 4. Útbreiðið Alþýðublaðið! MANUDAGUR 24. FEBR. 1941. --------------)----- I • • Guðmundur Gissurarson: FriiMitll verkalýðslns veltur á ♦ FJANDSKAPUR íhaldsins við samtök verkalýðsins á meðan þau voru á bernsku- skeiði beindist gegn hverjum einasta einstaklingi innan sam- takanna, þó það mæddi fyrst og fremst á forustusveitinni. Öll- um hugsanlegum ráðum var beitt til að stemma stigu fyrir stofnun verkalýðsfélaganna og hvert áhlaupið gert eftir annað til að kyrkja. þau í fæðingunni og á meðan þau voru veik- burða. Hótunum var þeitt og harðvítugri vinnukúgun. Sam- tökin talin þjóðarvoði, en fyrst og fremst til þölvunar fyrir verkalýðinn sjálfan, því að þau dræpu niður allt framták til at- hafna og alla sjáífsbjargarvið- leitni, og hvar væri svo verka- lýðurinn við sjóinn staddur þegar búið væri að koma at- vinnurekstrinum á kné? Nei, 18 —20 aura _ um tímann fyrir kvenfólk og 30—40 aura um tímann fyrir karlmenn töldu þessir menn alveg nóg í þeirri gífurlegu dýrtíð, sem var hér á heimsstyrjaldarárunum, Ekki leið á löngu áður en andstæð- ingar samtakanno komu auga á að ekki var hyggilegt að ganga þannig beint framan að verka- lýðshreyfingunni. Hinir ó- breyttu liðsmenn, eins og stundum er kallað, voru nú ekki lengur svo hábölvaðir, ef þeir voru ekki glaptir af for- ustuliðinu. En við stjórnii^ fé- laganna og samninganefndirn- ar. Ja, við þess háttar fólk var nú ekkert smáræði að athuga. Að heimta hærra kaup fyrir verkalýðinn. Er fólkið ' alveg vitlaust? Að heimta reglubund- inn vinnutíma, hærra kaup fyr- ir nætur- og helgidagavinnu, kaffitíma, svefn- og hvíldartíma fyrir sjómennina á togurunum. Er meiningin að leggja hér allt í rústir? Þessi ógrímuklædda og hispurslausa andstaða gegn samtökunum bar ekki tilætlað- an árangur. Það varð ekki þaggað niður í forustuliðinu og þróunin varð ekki stöðvuð. — Verkalýðssamtökin færðust smám saman í það horf að verða að heilsteyptri hags- munaheild. Það varð að finna upp nýtt ivopn gegn samtök- unum til að hoekkja þeim svo um munaði. Á yfirborðinu var forustulið samtakanna ekki lengur hundelt fyrir afskipti af verkalýðsmálunum, heldur var það nú fyrst og fremst beitt persónulegum afsóknum. Það var svo sem ekki að gera þess- ar kröfur til hagsþóta fyrir verkalýðinn. Þessar kröfur eru aðeins gerðar til þess að láta verkalýðinn lyfta sér, kjósa sig á alþingi, í bæjarstjórnir og koma sér í góð embætti. Þetta er það, sem vakir fyrir þessu fólki. Það er svo sem ekki ver- ið aö-.yinna fyrir ykkur, verka- meirn góðir, verkakonur og sjó- menn. — Eftir að andstæðing- ar verkalýðshreyfingarinnar komust yfir í þessa tóntegund, fóru þeir að eygja árangur af sinni tortímingarstarfsemi. Það var kímt í kampinn og hertur róðurinn. Árangurinn af þessum per- sónulegu ofsóknum á hendur foringjum verkalýðssamtak- anna hefir komið í ljós á tvenn- 'an hátt. í fyrsta lagi hefir skap-' azt innan sumra stéttarfélaga mikil óeining og algerður van- máttur til allra átaka. í öðru lagi hefir fyrir látlaust níð og ofsóknir lamast baráttuþróttur fjölmargra forustumanna löngu fyrir aldur fram, og sumum raunar riðið alveg ,að fullu (Jón Báldvinsson og Guðmundur Skarphéðinsson). Framkoma Dagsbrúnar við Jón Baldvins- son er félaginu til ævrandi skammar. Þegar fram líða stúndir verður það níðingsverk Dagsbrúnar talinn álíka smán- arblettur á íslenzkri verkalýðs- hreyfingu og morðið á Snorra Sturlusyni hefir verið smánar- blettur á íslenzku þjóðinni. Nú upp á síðkastið hafa ,,fínu“ mennirnir í Sjálfstæðis- flokknum veigrað sér við versta persónulega skítmokstrinum, en til þeirra „þrifaverka“ hafa aftur á móti verið fengnir ýms- ir leiguþjónar. Einn slíkur sendi mér og þrem öðrum Al- þýðuflokksmönnum tóninn í Morgunblaðinu nú fyrir nokkru síðan. Átti sú ritsmíð að teljast svar við grein, er ég reit í Alþýðublaðið um bar- dagaaðferðir íhaldsins hér við stjórnarkosninguna í Hlíf, en uppistaða greinar minnar var þó fyrst og fremst lýsing á af- stöðu Sjálfstæðisflokksins til verkalýðsmálanna. í þessari umræddu Morgunhlaðsgrein voru engir viðburðir hafðir til að svara meginatriðum greinar minnar, en í þess stað var greinin mestmegnis persónuleg rætni og níð. Greinarhöfundur- inn hefir því ekkert farið út af línunni. „Verkamaðurinn“ er svo sem verðugur launa sinni fyrir að ferðast víðs vegar um landið og kljúfa verkamannafé- lögin og skrifa persónulegt níð í Morgunblaðið um þá menn, sem hafa haft mikil og giftu- drjúg afskifti af verkalýðs- hreyfingunni. Mér dettur ekki í hug að svara þessum persónu- lega vaðli í sömu mynt, en held mér við málefnið sjálft, verka- lýðsmálin. Á engan kaupstað hér á landi lagðist kreppan með þvílíkum ofurþunga og á Hafnarfjörð, og hvergi hafá verið gerð þvílík átök af hálfu þess opinbera til að mæta þeim erfiðleikum og draga úr atvinnuleyisishölinu. Það stórtækasta atvinnubóta- fyrirtæki, sem þekkist hér á landi er Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar. Þetta fyrirtæki var stofnað og ávalt rekið í harðvít- ugri andstöðu Sjálfstæðis- flokksmanná. Það kemur því úr hörðustu átt þegar verkfæri þessara manna belgir sig út af vandlætingu yfir því að við Al- þýðuflokksmennirnir höfum vanrækt að hafast nokkuð að í verklegum framkvæmdum í at- vinnubótaskyni. Almennar atvinnubætur hafa verið hér meiri en annars stað- ar í hlutfalli við íbúatölu. Þá hafa og ýms atvinnufyrirtæki verið styrkt til starfrækslu bæði beint og óbeint. — Þá hefir einnig verið unnið að því af hálfu okkar Alþýðuflokks- manna að koma hafnfirzkum verkamönnum í ríkissjóðs- vinnu, og hefir Krýsuvíkurveg- urinn mátt teljast mikil at- vinnuaukning fyrir Hafnfirð- inga. En þar sem meginið af því, sem gert hefir verið til að draga úr atvinnuleysinu hefir verið gert í fullri óþökk og and- stöðu Sjálfstæðisflokksins, og það án þess að benda á aðrar verklegar framkvæmdir, þá vildi ég ráðleggja erindrekan- um að líta sér nær og krefja sína eigin flokksbræður sagna í atvinnumálunum. Þeir gátu meðal annars harkað»það af sér að verða við áskorun verka- manna hér um að gera út á salt- fisksveiðar í fyrra, en Álþýðu- flokksmennirnir létu þá togara, er þeir ráða yfir, fara ýmist á saltfisks- eða ufsaveiðar. Hefðu Sjálfstæðisflokksmennimir hag að sér í þessu eins og Alþýðu- flokksmennirnir gerðu, hefði það orðið til töluverðrar at- vinnuaukningar hér. — En Hermann Guðmundsson forðast að minnast á þetta atriði. Þá minnist sami maður á bogin bök verkamanna, en bognari væru þau, ef flokksmenn Her- Frh. á 4. síðu. TELBORG illir sailrnir opnir í Md Hljáinsyeííin leiknr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.