Alþýðublaðið - 27.03.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.03.1941, Blaðsíða 4
HMMTUDAGUH 8. MARZ 1941 MMMTUDAGUR Næturlæknir er Kristján Hann- esson, Mímisgötu 6, sími 3836. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19,00 Enskukennsla, 2. fl. 19,25 Þingfréttir. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Mál á barnabókum (Ársæll Sigurðsson kenn- ari). 20,55 Útvarpshljómsveitin: Laga- flokkur eftir Coates. 21,15 Minnisverð tíðindi (Thor- olf Smith): Lofoten. 21,35 Hljómplötur: ‘Létt lög. 21,4 „Séð og heyrt .. . .“ 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Strandarkirkja. Áheit kr. 10,00 frá Þ. Allar íþróttaæfingar hjá Ármann falla niður í dag. Leikfélagið sýnir „Á útleið“ eftir Sutton Vane í kvöld kl. 8. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna óperettuna „Nitouche“ annað kvöld kl. 8. Ármenningar héldu aðra fimleikasýningu sína AIÞTÐUBLAÐIÐ í gærkveldi í húsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu. Þótti sýn- ingin takast afburðavel og var að- sókn svo mikil, að margir urðu frá að hverfa. Þriðja sýningin fer fram í kvöld og er þangað boðið alþingismönnum og bæjarstjórn Reykjavíkur. Aðgöngumiðar fást i Bókaverzlun ísafoldar og við inn- ganginn. Æskan, 3. tbl. þessa árgangs er nýkom- ið út. Efni: Mörgæsir, eftir Paul Siple, Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Undir bláum seglum, saga eftir Gunnar M. Magnúss, íslenzk- ir tónlistarmenn, eftir Pál Hall- dórsson, Steinn kóngssonur, æfin- týri o. m. fl. Föstuguðsþjónusta verður í fríkirkjunni í Reykja- vík annað kvöld kl. 8%. J. Au. Aðalfandnr i Verka- mannafélag! Reyð- arfjarða. VERKAMANNAFÉLAG Reyðarfjarðarhrepps hef- ir haldið aðalfund sinn. 1 stjórn voru kosnir: Jóhann Björnsson, forma'ður, Ágúst Guðjónsson, ritari tog Guð- laugur Sigfússon gjaldkeri. Samþykkt var að hækka fé- lagsgjöld úr kr. 4,00 í kr. 6,00. Næg vinna er nú þar eystra hjá brezka setuliðinu og hefir fé'lagið með höndxun úthlutun vinnu og greiðslu vinnulauna. ifUNDÍ^^TÍlKYNNlNGAR FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 8Vz. Venjuleg fundarstörf. Hafsteinn Björnsson flytur erindi. Helgi .Helgason les upp. Félagar fjölmennið. Æðsti templar. SJÓMANNADÝNUR fást á Freyjugötu 8, sími 4615. LOF/TVARNIR ! RVIK Frh. af 3. síM.: fram sjómennina okkar, að morð- árásir verði ekki gerðar á þá í myrkrimi. Þó ég, eins og áður segir hafi séð það, sem almenningur hefir séð af loftvörmim nágrannaland- anna, skal ég fúslega viðurkenna fákunnátlu mína í þessum etfnum, en samt dylst mér ekki, að ýijá stjórnarvöldum eða loftvarna- nefnd gætir annaðhvort meiri fá- kunnáttu, hirðú'.eysis eða fjár- sparnaðar um 1‘oftvarnir, heldur en leyfiiegt ætti að vera, þegar mannslíf eru í hættu. i Það minnsta, sem gera þyrfti að minni hyggju, í loftvörnum, svo við hefðum svipað öryggi og talið er nauðsynlegt að veita fóiki annars staðar á Norðurlönd- um, er þetta: 1. Myrkvun bæjarins og um- hverfisins yfir myrkratímann. 2. Til vara: Myrkvun glugga, svo hægt sé að hafa ijós í húsum inni, án þess að leiðbeima árás- arflugvélum, ef til loítárása kem- ur. 3. Brottflutningur kvenna og barna úr borginni, nema yfir há- veturinn. 4. Bygging loftvarnabyrgja, þar sem þau vantar. 5. Nokkrar almennar loftvarna- æfingar í myrkri, og æfingar í myrkvun, svo og æfingar hjúkr- unar- og björgunarliðs. Hinum virku loftvörnum munu Bre'.ar eiga að sjá fyrir. Við ge'.um að sjálfsögðu álasað þeim ©f þær eru ekki í lagi, en hins vegar kemur skönVuin á stjórn- arvöldin, se n þes'um máíum e:ga að ráða, ef okkar hluti loftvam- anna, sá, er að framan getur, er ©kki í lagi, en tjónið og sorgirnar á alla landsmenn, ef siys hljótast af þessari vanrækslu, umfram það, sem óhjákvæmiiegt er. Væri fróð’.egt að vita, hvort hin alkunna sparnaðarviðleitni fcorgarstjó ans ræður hér öllu um. Fhuiur Jónsson. NÝIA BfO Ærsladrósin frá u Arizona. (ARIZONA WILDCAT.) Aðalhlutv. leikur af miklu fjöri hin 12 ára gamla Jane Withers og hinn bráðskemmtilegi Leo CariIIo. Aukamynd: Minnisverðir viðburðir. Filming the Big Thrills. Sýnd kiukkan 7 og 9. Kvæntor tveimnr. (MY FAVORITE WIFE.) Ameríksk gamanmynd frá RKO Rdio Pictures. Aðal- hlutverkin leika: Irene Dunne, Cary Grant og Gail Patrick. Sýnd klukkan 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. A ÚTLEIÐ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschltsch aðstoðar. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að hjartkær eigimnaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Magnús Einarsson, andaðist í gærmorgun á heimili sínu, Kárastíg 6. Margrét Geirsdóttir, börn og tegndabörn. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Netcspaper It records for you the world’s clean, constructlvc dolngs. The Monltor» does not exploit crime or sensation; neither does lt ignore them, but deals correctively with them. Features for busy men and »11 tht family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Sclence Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusett* Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Saturday issue, including Magazlne SectionM year $2.60, 6 iasues 26« Name_______ Address ...---- Saniple Copy on Request 97 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT Kæri Róbert! Ég veit, að sá tími nálgast, að nauðsynlegt er að endurskipuleggja fyrirtækið undir þinni stjórn. Þar sem ég er ekki hluthafi finnst mér ég ekki hafa rétt til þess að halda stöðunni sem undirframkvæmda stjóri eða ritari. Ég bið þig því að skoða þetta bréf sem formlega uppsögn starfs míns og vænti þess, að þú og hinir stjórnendur félagsins ráðstafi þeim störfum, sem ég hefi haft á hendi í þjónustu fyrir- tækisins. Mig langar ekki til að vera deildarstjóri, þegar ég má ekki ráða framkvæmdum sjálfur, en um leið vil ég ekki heldar taka mér neitt það fyrir hendur, sem hindrar þig í því að ráðstafa fyrirtæk- inu eins og þér lízt. Af þessu geturðu ráðið það, að ég hefi ekki í hyggju — að minnsta kosti fyrst um. sinn — að ganga að þeim skilyrðum, sem sett voru í erfðaskrá föður okkar. Mér þætti vænt um, ef þú vildir skrifa mér og segja mér skoðun. þína á þessu máli. Viltu gera svo vel og láta mig vita. Þinn Lester. Róbert sat í skrifstofu sinni í Cincinnati og hugs- aði um þetta bréf. En hve það var líkt bróður hans að segja meiningu sína svona afdráttarlaust.Ef Lest- er hefði verið jafnvarkár og hann var duglegur og vel gefinn, þá hefði orðið maður úr honum! En hann var enginn bragðarefur. Hann fyrirleit öll brögð. En Róbert var það ljóst, að hverjum kaup- sýslumanni var það nauðsynlegt að beita brögðum svona annað slagið til þess að ná takmarki sínu. „Stundum verður maður að vera miskunnarlaus, og stundum bragðarefur,“ sagði hann oft við sjálfan sig. Hvers vegna horfa menn ekki á hlutina eins og þeir eru? hugsaði hann. Þegar um mikið er að ræða. Það ætlaði hann að minnsta kosti að gera. Róbert var það ljóst, að þótt Lester væri bezti maður og bróðir hans að auki, þá var hann ekki nógu mikill undirhyggjumaður til þess, að Róbert gæti haft hag af honum við fyrirætlanir sínar. Hann sat svo fastur við sinn keip. Ef Lester léti undan óskum föður síns og eignaðist þannig sinn erfða- hluta af hlutabréfunum, þá var ekki hægt að kom- ast hjá því, að hann fengi að ráða ýmsum málum í sambandi við fyrirtækið og það myndi hindra áform Róberts. Og það kærði Róbert sig ekkert um. Hann ’Vildi helzt, að Lester fyirgæfi ekki Jennie og faéri þannig af sjálfsdáðum út úr fyrirtækinu. Eftir langa umhugsun svaraði Róbert bréfinu. Hann sagðist ekki hafa ennþá ákveðið, hvað gera skyldi. Hann vissi ekki, hvaða tillögur eða uppá- stungur mágar hans kæmu með. Það yrði að haída fund. Hann kvaðst fyrir sitt leyti myndi una því vel, að Lester yrði eftirleiðis ritari félagsins, ef það gæti látið sig gera. En ef til vill væri bezt fyrst um sinn að láta málið kyrrt liggja. Lester hraut blótsyrði af vörum, þegar hann las bréfið. Hvað meinti Róbert með því að fara svona kringum efnið? Hann vissi maeta vel, hyernig hægt var að kippa þessu í lag. Það var alveg nóg, að Lest- er eignaðist eitt hlutabréf. Róbert var hræddur við hann. Það var það, sem lá á bak við. En Lester ætlaði ekki að keppa um deildarstjórastöðuna. Ró- bert mátti treysta því. Hann ætlaði að segja af sér strax. Þess vegna svaraði Lester bréfi bróður síns á þá lund, að hamr hefði hugsað þetta mál frá öllum hliðum og ákveðið að helga sig sínum eigin áhugamálum að minnsta. kosti fyrst um sinn. Ef Róbert gæti komið því þann- ig fyrir væri sér kærast, að hann sendi annan mann til Chicago, sem gæti tekið við starfi hans. Það væri nægilegt, af maðurinn gæti komið eftir mánuð. Skömmu seinna kom bréf frá Róbert og stóð í bréf- inu, að Róbert þætti þetta miður, en hann vildi ekki á neinn hátt reyna að hindra áform Lesters. Mágur hans, maður Imogene, hafði lengi haft löng- un til að flytja til Chicago. Hann gæti tekið að sér störf Lesters fyrst um sinn. Lester brosti. Það var bersýnilegt, að Róbert reyndi að komast úr erfiðri klípu á sem haganleg- astan hátt. Róbert vissi, að Lester gat farið í mál og gert honum mikinn óskunda, en hann vissi líka, að Lester myndi ekki gera það nema í ýtrustu nauð- syn. Blöðin myndu áreiðanlega gera sér mat úr því máli. Skynsamlegast væri auðvitað fyrir Lester að yfirgefa Jennie. Oft var hann að velta því fyrir sér. FERTUGASTI OG FJÓRÐI KAFLI. Manni á Lesters aldri var það ömurleg tilhugs-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.