Alþýðublaðið - 03.04.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.04.1941, Blaðsíða 2
FIMMTUDAOUK 3. APRÍL 1941. ALÞYÐUBLAÐIÐ FALKINN er seldur á pessnm stoðum í Reykjavík: Bókastöð Eimreiðarinnar Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðiu Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Helgi Hafberg, kaupm. Laugaveg 12 Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarst. 29 Sveinn Hjartarson, bakaram. Bræðrab.st. 1 Honfektg. „Fjóla“, Vesturgötu 29 Verzl. Vesturgötu 59 Hótel Borg Benedikt Friðriksson, skósm. Laugaveg 68 Kaffistofan, Laugaveg 72 Kaffistofan, Laugaveg 81 „Alma“ Laugaveg 23 Sælgætisverzl. Kolasund Bakaríið Miðstræti 12 Bókaverzlun Vesturbæjar, Vesturgötu 23 Verzl. „Drangey", Grettisgötu 1 Stefánskaffi, Skólavörðustíg 3. Veitingastofan, Suðurgötu 45. Veitingastofan, Laugaveg 28. Bergstaðastræti 10. Bókaskemman, Laugaveg 20 B. . Blómvallagötu 10 Hofsvallagötu 16 (brauðbúð) Hafnarstræti 16 'Tjarnargötu 1 (brauðbúð) Verzl. Rangá, Hverfisg'tu 71 Njálsgötu 106 \ ÍÆÍfsgötu 32 Verzl. Ásbyrgi, Laugaveg 139 borsteinsbúð, Hringbraut 61 Bergþórugötu 2 Laugaveg 45 Heimskringla, Laugaveg 19 Fálkagötu 13 Verzl. Hjalta Lýðssonar, Fálkagötu 2 Ávaxtabúðin, Týsgötu 8 Matstofan, Hverfisgötu 32 Tóbaksbúð Austurbæjar, Laugavtg 34 Þorgrímsbúð, Laugarnesveg. ÖKUREGLURNAR (Frh. af 1. síðu.) urinn koma til framkvæmda. Voru því gefin út bráðabirgða- lög usn að fresta framkvæmd umferðalaganna. Nú hefir samgöngumála- nefnd efri deildar tekið þessi mál til meðferðar og flytur hún frumvarp um að fella hægri handar aksturinn úr bifreiða- lögunum. í greinargerðinni segir: „Til samgöngumálanefndar var vísað frv. til laga um frest- un á gildistöku bifreiðalaga nr. 75 7. maí 1940, og umferðar- laga, nr. 110 30. maí 1940. — Höf.ðu verið gefirij út bráða- birgðalög þann 16. jnóv. 1940, samhljóða frv. Bráðabirgðalög þessi voru gefin út vegna her- námsins, þar sem ófært þótti að taka upp „hægri. akstur“ á meðan svo er ástatt í landinu sem nú. Nefndin mælti því með þessu frv. á sínum tíma, en við 2. umr. málsins kom fram sú skoðun, að óþarft kynni að vera að fresta gildistöku laga þessara í heild, þó ákvæðin um hægri akstur væru felld í burt eða frestað. Nefndin tók því málið til nýrrar yfirvegunar og hef- ir rætt það við dómsmálaráð- herra, vegamálastjóra og bif- reiðaeftirlitsmennina Björn Bl. Jónsson og Jón Ólafsson, og komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt sé að láta bifreiðalögin og umferðalögin komja til fram- kvæmda, með þeirri breytingu, að tekin sé aftur upp vinstri handar akstur, þar sem í lögun- um eru önnur ákvæði, sem þurfa að koma strax til fram- kvæmda, eins og t. d. breyting- ar á ökuhraða o. fl.“ lapðs Einarsson. Minningaropð. „ÍUm héraðsbrest ei getnr þó hrökkvi spnek í tvennt, er hríðarbylur geisíar, það liggur gleymt og fennt.“ Eins fylgir því enginn vábrest- ur, þó ,að þreyttur og slitinn verkamaður leggist til hinnstu hvíldar, eftir óslitið erfiði og þunga lífsbaráttu frá barnsaMri. Þannig var það um Magnús Einarsson, Kárastíg 6, sem and- aðist 26. f. m. og borinn verður til grafar á morgun. Magnús var fæddur 30. sept. 1874 á Arnarstöðum í Flóa. Faðlr hans var Einar, sonur merkishjónanna Sigurðar Einars- sonar bónda að Þverlæk í Holt- Um, af hinni kunnu Skógaætt Undir Eyjafjöllum, og Önnu Krist- ínar Eirlk&dóttur , bónda og dannebrogsmanns að Ási í Holt- um, Sveinssonar HalldórssonaT rí'ar prests að Hraungerði í Flóa. En móðir Magnúsar var Valgerð- ur Magnúsdóttir bónda á Arnar- stöðUm- Var Mágnús því af góðu bergi brotinn, enda bar hann þess glögg merki. Magnús ólst Upp að Hjálmholti í Flóa og kvæntist árið 1903 eft- irlifandi ekkju sinni, Margréti Geirsdóttur frá Bjarnastöðum í Grímsnesi. Byrjuðu þáu búskap í Reykjavík og hafa búið þar sið- an. Þau eignuðust sjö börn, þrjá sonu og fjórar dætur, og em þau öll á lífi. ÞessUm barnahópi komu þau hjónin til manns með himii mestu prýðí, án þess að þyggja nokkurn styrk eða stúðning utan að kom- andi, enda voru þau hjón mjög samhent í lífsbaráttunni. Geta þeir, sem vel þekkja hvernig kjör verkamanna í Reykjavík eru og þá sérstaklega vorU, getið sér í hugarlund, að þungur hafi róð- urinn einhvern tíma veri’ð og tun margt bafi foreldramir þurft að neita sér. En hver hefir nokkum tíma metið að verðleikum hina stöðUgu þögulu baráttu alþýðu- mannanna fyrir heill og afkomu hehnila sinna. Og siná eru enri laun slíkra manna, sem þeir upp- skera að loknu sínu stranga dags- Verki. En Magnús hlaut þau 1 aun, að öll börn bans urðu hin mannvæn- legusm og bera foreldrum sínum vitni Um gott uppeldi, enda var Magnús sérstakur sem heimilis- faðir að Umhyggjusemi og nær- gætni bæði við konu og börn. Það guldu þau honum líka með gagnkvæmri ást og umönnun og þá mest, er hann þurfti mest á því að halda nú hin síðustu ár, en þá var hann þrotinn að heilsu og kröftum. Trúrri og dyggari sta-rfsmann en Magnús sál. var var varla unnt að finna, og eftir því var viðraót hans og umgengni. H.ann var mjög glaðsinna og gaman- samur í félagahópi og gerði mörgum glatt í sinni með gam- ansömum og hnittnum ti’lsjömm. Munu flestir hinna eldri verka- manna í R.eykjavík hafa þekkt Magnús bg allir munu þeir bexa honum sama vitnisburðinn. Hann var einh 'iaf stofnendum verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og var þar sem annars staðar heill og óskiftur til síðustu stundar. Væri vel, ef hinir yngri menn tækju sér Magnús til fyrirmyndar um skyldurækni, tryggð og trú- mennsku, bæði við menn og mál- efni. En nú er þessu öllu lokið — hérna megin. Nú er ekkcrt eftir, nerna að kveðja. Og Magnús kveður hópurinn hans, sem hon- um var kærastur — eiginkona, börn og barmaböm, og þakkameð klökku hjarta ást og umhyggju horfins vinar, er með einstakri ró og hugprýði hins æðmlausia manns tók því, sem komia hlaut og treysti öruggur, að betna og fegurra líf tæki við að þessu loknu í þeim heiimi, sem hvorki stéttamunur eða misrétti ríkir. BlessUð. sé minning hans. Vlníajr. Maccaroni Semelíu-grjón. Sago í pökkum. Corn-Flakes. All-Bran. Bygggrjón. Maizene. Tlarnarbúóln Tjamargötu 10. — Sími 3570. BREKKA Ásvallagötu 1. — Sími 1678. lOOQOOOOOOOQg KAUPI GUI.L hæsta verðl. SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. tJtbreiðið Alþýðaiblaðið! Richard Beek: Vestnríslenzknr Prófessor Richard Beck hefir sent Alþýðuhlaðinu eft- irfarandi grein, sem einnig hirtisí í Vesturheimsblaðinu I.ögbergi. SLENDINGURINN Frederick H. Fljózdal — Fred Fljóz- tíal, eins og starfsbræður hans nefna þennan vinsæla verkalýðs- foringja, var kiosinn heiðursforseti Banaalags járnbrautarmanna (Brotherbood of Maintenanoe of Way Employes) á þingi þess í Quebec, Canada, seinni partinn í júlí á liðnu sumri. Hafði hann gegnt forsetastöðunni samfleytt í 18 ár pg baðst undan endurkosn- ingu; æskti þess, að yngri hend- ur tækju nú við stjórnartaumum þessa fjölmenna og öfluga félags- skapar, en til hans teljast eitt- hvað fimm hundmð þúsund járn- b:au armenn í Bandaákjum Norð- ur-Ameríku, Canada, Newfound- land, Alaska og Canal Zone. Varð þingið við tilmælum Fljózdals, þó að hinir 500 fulltrúar létu hins vegar mjög ákveðið í ljósi, verfcalýðsíoringi. að þeir hörmuðu það, að hann segði af sér þeirri stöðu, er hann hafði skipað svo farsællega um langt skeið. Að það var ekki sagt út í blá- inn, sýndi sig bezt í ársskýrslu bandalagsins að þessu sinni, er bar vott um aukið félagatial, Iiættan fjárhag og víðtækari sam- vinnu og tryggð við málstað þeirra meðal félagsmanna. Þarf engum getum að því að leiða, að hinn fráfarandi forseti hefir átt sinn mikla þátt í þvi, að hagur félagsskapaiins stendur með slíkum blóma. Það kiom einnig á maiTgan hátt fram af hálfu þingfulltrúa. Fréttaritari biaðsins L a b o r, höfuðmálgagns verkamanna í Bandaríkjunum, komst þannig að orði í einni fréttagrein sinni frá þinginu, að i sögu amerískra verkalýðssamtaka væri ekkert það, er hrifi hugann meir, held- ur en frásögnin um Fred H. Fljózdal, hinn hógværa Islend- ing, er hefði tekið við stjórn verkalýðsins á fallandi fæti, en með þolgæði, festu lægni, ó- trauðu starfi ög forsjálni hefði hafið það til jafns við hin öfl- ugustu verkalýðsfélög og áunnið því virðingu allra járnbrautar- manna og f ra rnkværnd a rstj öna. Aðalritstjóri fyrrn.efnds blaðs isló á sama stteng 1 riæðu á þing- inu, þar sem hann mintist mjög fagurlega starfsemi Fljózdals og konu han-s í þágu verkamanna. Hve ástsæll Fljózdal hefir orð- |ð í starfi sínu og hver ítök hann ó í hugum starfsbræðra sinna, kom þó eftirminnilegast fram í þakkarávarpi því (testimonial), sem fulltrúar þingsins fluttu hionum jafnframt og ’þeir lýstu því yfir, að þeir hefðu koisjið , hann heiðursforseta bandalags- ins. Vermir það manni um hjartarætur, að lesa þiann fagra vítnisburð, sem þessi landi vor fær frá samherjum sínum á langri leið; en sá er kjarni þess vitnisburðar, að þó Fljózdal hafi um langt skeið staðið í fylkingar- brjósti og stormur því oft um hann staðið frá andstæðingum í skioðunum, þá hafi enginn þeirra nokkru sinni biorið brigður á drengskap hans, sanngimi og hugrekki. Slfkt er að halda merki Islands hátt á lofti á er- lendu starfssviði, og er bæði til áminninigar og fyrirmyndar. Þegar það varð hljóðbært, að Fljózdal hefði sagt af sér for- setaembættinu, barzt bonum fjöldi þakkarbréfa og heillaóska, meðal annars frá Daniel Williard, forseta Baltimore og Ohio járn- brautarfélagsins, S. J. Hunger- fond, fiorseta Canadian National járnbrautarkerfisins, og William Green, forseta Bandalags ame- rískra verkalýðsfélaga (Ameri- can Federation of Lrabor). Fara bréf þessi hinum lofsamlegustu orðum um nytjaríba starfsemi Fljózdáls í þágu járnbrautar- manna og ameriskra verkialýðs- feamtiaka í heild sinni. Fer Wil- liam Green urn hana svofeldum orðum: „Enginn getur til fulln- ustu metið gilidi hinnar ágætu starfsemi þinnar Um margra ára skeið. Þú hefir áunnið þér var- anlega aðdáun embættismanma pg félagsmanna í alþjóða félags- skap þínum og einnig innan Bandalags Ameriskra Vertoalýðs- fé!aga.“ Enginn skyldi þó haida, að Fljózdal hafi lagt niður vopnin í þágu starfsbræðra sinna, þó að hann hafi sa-gt af sér forseta- stöðu félagsskapar þeirra; ékk- ert væri bonum fjær skapi, enda tók hann það kröftulega fram í ársskýrslu sinni, er "hann sagði: “Góður hermaðuT stendur í fylk- ingunni til Ieiksloka; og sókn mín undir merki Bandalagsins á hendur þjóðfélags réttlætis- skorfs fellur aldrei niðúr, meðan ég get bafið upp raust mína gegn því.“ Er sú afstaða drengi- leg og í fullu samræmi við hið bezta í Istendingseðliniui. Ég hefi áður (í Almianaki Ó. S. Thætigelrssnniar fyrir árið 1936) rakið al'ítarleg'a æfiisögu Fljózdals og starfsferil, og vísa lesendum þangað ,til fnekari fræðslu um þennan mikilhæfa og merka landa vorn. Nokkurra megindrátta skal þó getið hér. Fljózdal er fæddur 19. deisoim ber 1868 að Aðalbóli í Hrafn- kelsdal i NoTður-Múlasýslu, son- ur hjónanna Árna Brynjólfsson- ar og Kristrúnar JónsdóttUT; nær tíu ára að aldri fluttist hanm vestur um haf með fósturíioreldr- um 1 sínum, merkishjónunum Eiríki Jónssyni og Vilhorgu Stefánsdóttur, frá Rangá í Hr6- arstungu; námú þau land nálægt Minneota, Minnesota; bjuigga siðan um hrið að Akr'a, North

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.