Alþýðublaðið - 22.04.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.04.1941, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1941 ■ V ------------ -- ---------— Hjálpið til að koma börn- unum úr bænum. Samkoma í Frikirkjunni í kvöld klukkan 8,30. Séra Jón Auðuns og séra Jón Thoraren- sen flj/íja stutt erindi og teipnafiokkur ðómkirkjunnar, undir stjórn Jéns ísleifs- sonar syngur. Aðgangur 1 kr. við innganginn Hjálpið til að koma bornunum úr bænum! Fjölmennið í Fríkirkjuna í kvöld. Tilkynníng frá Bygiiigasamvlnnufélagi Reykjavfhir. Þeir félagsmenn, sem óska eftir að taka þátt í byggingu íbúða, ef hægt verður að byggja í sumar, gefi sig fram við formann félagsins, Guðlaug Rósinkranz, Ás- vallagötu 58, sími 2503, kl. 6—7 fyrir næstkomandi föstudagskvöld. STJÓRNIN. t---—UM DAGINN OG VEGINN--------------------. j Börnin tala um stríðið. Hlustað á skoðanir þeirra. Hvernig ► | er álit þeirra á hermönnunum? Akureyrar-Páll um út- f j varpið og hinar dreifðu hyggðir. Vinna barnanna og verð- ► | hækkunin á sendisveinum. ► ------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ------ Loftvarnir Reykjavfk nr of nðgrennis. EITT af abaiumræðaiefnum - bæjarbúa þessa daya enu loftvarnimar, bnottfiutninwur barna og fjáröflun einstakxa fé- laga til styrktar þeirri starfsemi'. Sá samtakamáttur, sem hér kem- lur fram, er lofsver&ur og öllum þeim til sóma, sem að þeim mál- um vinna. Hér er um þýðingaTmikið þjóð- félagsvandamál að ræða, ef til vill þýðingarmeina en margur gerir sér Ijóst, meðan ekki dregur til stóitiðinda í átökUm óvinanna, meðal vor. Ég vil segja, að mest fyrir sam- takamátt og ábuga einstakra fé- Iagiai sé undirbúningi á brott- fllutningi bama svo vel borgið sem verða má, eftir aðstððu og ástæðum. En loftvamarmáium bæjarins virðist mér ekki eins vel borgið- Að vísu hafa verið á- kveðnar nokknar kjallaraholur sem loftvarnarbyrgi, og - verður maður að vona, að húsin neynist það vei byggð, að í þessum kjöllUmm sé nokkuri öryggi fyrir það fótk, sem það getur notað- Hjáiparsveitír bafa verið skipað- ar, sem skulu mæta á ákveðnum stöðum, þegar ioftvarnamerki em gefin. Enda þótt ioftvarnamerki verði framvegis gefin fyrr en verið hef- ir þessi þrjú skipti, sem þýzkar flugvélar bafa heimsótt okkur, tel ég ekki heppi’legt gagnvart ör- yggi þessa hjálparfólks, að það purfi að fara iangar leiðir til stöðva, syo sem nú á sér stað, að fó!k vestan úr bæ purfi að mæta í Austurbæjarbamaskóla og fólk úr Austurbænum vestur i E'.libeimili. Enda þótt þetta fölk hafi hjálma, er því ekki öragt að fana iangar leiðir Um bæinn um það leyti sem árás er að befjast eða er hafin. Þetta er auðvelt að laga og er vonandi, að það verði gert. En bvað er gert til öryggis verkamönnum, sem vinna í sfór- bópurn að ýmsum þýðingarmikl- um hernaðarframkvæmdum fyrir brezka berinn? Fyrir þessa menn eru víðast hvar engin loftvarna- byrgi, eða þá svo ómerkiieg, að þau verður að 'telja mjög lítils virði, eins og t Jd. á hinUm vænt- anlega flugvelli, sem mun þó vera eina vinnUstöðin, sem svo- lítil loftvarnabyrgi hefir. En farið þið og sjáið hvernig þau era. Það gæti hugsast, að þau hiífðu mönnUm fyrir spriengjubrotum, sem féllu úr lofti, en fyrir spnengjUm eða sprengjuflugi af jörðu eða vélbyssuskothríð era þau engiin vöm. Raunar er sagt, að þessi byrgi eigi að gera traust- ari en nú er, með því að hlaða að þeim sandpokUm, en því er það þá ekki gert strax? Eftir bverju er verið að bíða og bverjir eiga að sjá Um að það sé gert? Hvergi er eins mikii árásar- bætta og á þeim stöðum, sem herinn er að búa Um sig á i til vamar og aðsetuts. Það éru því ekki tugir, heldur hundmð, ís- ienzkra verkamanna á öll’um aldri, sem bér era í verulegri á)- ráisarbættu. Þessir menn og þjóð- iu öll á og verður að heimta, að öryggi þeima sé borgið að svo miklu leyti sem mannlegur mátt- ur fær við ráðið. Þetta atriði loft- vama verður ioftvarnanefnd að láta sig miklu varða og taka traustum tökum. NokkUr hluti sjómanna vorra og þjóðin bafði þá góðu trú, að ekki yrði á þá ráðist, að hlufleysi þeirra yrði virt, en nú er sú von fyrir borð borin. Sjómennimir okkar hafa fengi'ð að reyna grimmd og viilimennsku hernað- Bein viðskipti eru beat! Nokkur ailfur- refaskinn til sölu frá kl. 1—3 og 6—8 næstu daga. Sími 2424. Guðm. Guðmundsson Njálsg. 92 Fundur í st. ÍÞÖKU nr. 194 í kvöld á venjulegum stað og tíma. Hagnefndin annast með upplestri og ræðu. Áríðandi að félagar mæti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ arins. Hvað lengi þess er að bíða, að við fáum að lifa í friði á landii voiiu, er óráðin gáta. Árás- armennirnir gera ekki boð á und- an sér, og ef þeir tooma að okkur varnarlitlUm eða varaairlausum, megum vér búast við mannúðar- lausri aðferð, sprengjum og vél- byssuskotbríð á menn og verð- mæti og ekki sízt á þá staði, sem hemaðarlega þýðingu hafa. Þess vegna er það krafa þeirra verka- manna, sem hér eiga hlut að máli, aðstandenda þeirra og aiira þeirra, sem Um þessi mál hugsa með þegnskap, ábyrgðartiifinn- ingu og mannúð, að ráðandi menn þessa bæjar og þjóðfélags sjái um, að allt verði gert, sem hægt er, til varnar lífi og limUm þessara manna, og það strax á meðan tími er tíl. Eftir fyrstu á- rás er óhappið skeð og örðugra fil varniar. Þ. Magnússonj Athugasemd. ¥ TILEFNI af einskonar afsök- ■* !un frá ritstjóra Tímans s. I. laugardag á því að hann neit- aði mér um rúm í blaði sinu fyrir svargrein þá er nú hefir birst í Alþýðublaðinu, þykir mér rétt að taka fram eftiirfarandi: 1. Þær tvær greinar eftir mig sem ritstjórinn léði rúm í blaði sínu voru birtar á undan þeim greinum er svar mitt fjallaði um. 2. Ritstjórinn birii þrjár lan-gar greinar, miður hóflegar í minn garð, áður en ég bað um „pláss“ í hans þrönga rúmi til andsvara. TókU þessar greinar upp 15—16 heildálka rúm í blaði hans (og er þá fyrri grein Guðm. Inga ékki með talin), en hann telur að svar mitt hefði tekið 6 dálka rúm. 3- Það er rangt að m-ér hafi verið tjáð er ég afhenti tevar mitt, að Tíminn “treysti sér ekki tíl að birta það, nema það væri 'stytt“. I 6 vikur vissi ritstjórinn ekki hvort það yrði birt, ekki he’.dur hvenær, ef það yrði birt, og jafnr’el tæpast hvort það yrði endursent mér ef því yrði úthýst. Hafði ég þó óskað svars, bæði munnlega og skriflega um þetta. Það er því ekki að undra þótt ritstjórinn telji sína aðferð reyna á „þegnskap“ manna. 4. Það er rétt að mér var „heitin aðstoð" eftir 6 vikur til að stytta umrædda grein þannig, að blaðið gerði útdrátt úr að- eins einUm fjórða hlutia hennar fil birtingar. Þetta hefir máske verið gott boð, en það er betra að ritstjórar geti innán hæfilegs tlma tekið ákvörðun um einfalt atriði í sínu eiigin starfi. 5. Það era sjálfsagt orð í tíma töluð, að blaðagreinar séu oft of langar og að í þeim sé oft mik- ið af karpi °S endurtekningum, en er rítstjóri kvartar Um slíkt, verður að gera ráð fyrir að hann uppgötvi petta ekki aðeins er honum finnst hann þurfa að af- saka sig. 21. apríl 1941. Stefán Jónsson. Fiskbirgðir á öllu landinu námu 31. marz s.l. 4964 þurrum tonnum. Á sama tíma í fyrra námu þær 8919 þurr- um tonnum. BÖRNIN TALA um stríð- ið, um hermennina og at- hafnir þeirra. Það er sagt að í aug- um barna erlendis sé hermaðurinn hetja. Hvernig, sem á því stendur, hefi ég ekki orðið var við þcssa tilfinningu hjá börnum hér. Mér finnst eins og þeim þyki þeir „skrítnir menn,“ sem tali annar- legt mál, brúnklæddir strákar, sem ekki fái að vera í fötum eins og annað fólk. ÞAÐ ER LÍKLEGT að þetta stafi eingöngu af því að hermenn- irnir eru erlendir. Yrðu hermenn, ef þeir væru íslenzkir, bræður barnanna, feður eða frændur, ekki hetjur í augum þeirra? Ég býst við því að svo myndi verða. ÉG KOM Á HEIMILI nýlega og þar var rætt um ófriðinn. 9 ára gamall drengur sat og hlustaði á góða stund. Allt í einu mælti hann — og það voru gremjufullir, en spyrjandi drættir kringum augun og munninn: „Hvers vegna eruð þið alltaf að tala um stríðið? Af hverju talið þið ekki um annað? Ég vil ekki að þið séuð alltaf að tala um stríðið." Ég veit um lítinn dreng, sem hafði heyrt að það ætti að reyna loftvarnaflauturnar á hverjum miðvikudegi. S.l. mið- vikudag leið honum illa allan dag- inn, allt frá því að hann vaknaði um morguninn. HVAÐA ÁHRIF hefir stríðið og stríðstalið allt, loftvarnamerkin og flugheimsóknirnar, skotdrunurnar o. s. frv. á sálarlíf barnanna okk- ar? Við bíðum þess með eftirvænt- ingu að sjá það, en ég býst við að allt þetta hafi ekki góð áhrif. — En hvað mega þá börn ófriðarþjóð- anna þola — og hvernig verður sú kynslóð, sem elst upp við skrækj- andi loftvarnamerki, hvínandi sprengjukúlur, titrandi vélbyssu- skothríðir — og allan þénnan djöfulskap? Eyðileggja ófriðar- þjóðirnar ekki framtíðina hvor fýrir annari? Og er hægt að gera út um þetta mál í stórorustum á landi, í lofti eða á legi? AKUREYRAR-PÁLL sendir mér eftirfarandi bréf: „Útvarpshlust- endur úti á landi eru flestir nægju- samir og þolinmóðir menn og láta sig litlu skipta, þótt Ríkisútvarp- ið sé að miklu leyti rekið sem einkaeign höfuðstaðarins, og lítið tillit sé til þeirra tekið. Þeir láta sér nægja að rakin er ævisaga þeirra, þegar þeir verða sextugir, að það er sagt frá því þá, hve vel þeir fylgist með öllum málum, að þeir geti lesið gleraugnalaust, séu vel látnir og vinfastir og að sveit- ungar þeirra hafi fært þeim út- varpstæki að gjöf.“ „ÞÁ HEFI ég talað við marga menn í dag, sem eru reiðir, enda kastaði fyrst tólfunum í morgun. í gærkvöldi tilkynnti útvarpið, að áríðandi tilkynning til útvarps- hlustenda yrði lesin kl. 15 mín fyrir 9 í morgun. Ýmsir hér í bæ stukku frá vinnu sinni til að geta hlustað, og í flestum húsum mun hafa verið hlustað með eftirvænt- ingu á þessa mikilsverðu tilkynn- ingu. Einhver skothríð í Reykja- vík og nágrenni!!“ „HVERN SJÁLFAN — hérna hitt — varðaði fólk úti á lands- byggðinni um þessa tilkynningu? Það er ósvífið af útvarpinu að gabþa fólk úti á landi að gamni sínu. Það verður að muna, að það eru hlustendur víðar en í Reykja- vík, a. m. k. falla afnotagjöldin engu að síður í gjalddaga hjá hlustendum úti á landi.“ BÖRNIN vinna, jafnvel 9 ára gamlir drengir hafa sést í togara- lestum. Breytingin hefir orðið stór- kostleg. Ég er andvígur barna- vinnu yfirleitt, en ég tel ekki a@ ungir strákar hafi nokkuð vont af því að taka til höndum, jafnvel þó að það sé í togaralestum. En hér verður vel að að gæta. Nákvæmt eftirlit verður að hafa með slíkri vinnu — og enginn drengur undir 14 ára aldri má hafa lengri vinnu- tíma en 4—5 stundir. í þessu sam- bandi verð ég að láta það álit í Ijós, að broslegt er þáð að banna börnum að selja blöð, en leyfa þeim að vinna við uppskipun og annað jafnvel erfiðara! SENDISVEINAR eru komnir í ákaflega hátt verð, ef svo má að orði komast. Þeir þjóta nú hver af öðrum burtu úr stöðum sínum og í Bretavinnuna o'g þar fá þeir á einni viku sama kaup og þeir hafa fengið á mánuði í sínum gömlu störfum. Hér er um 14—16 ára drengir að ræða, og má þvi segja, að þeir fái gott kaup. MAÐURINN, sem skrifaði mér um næturlæknana og lyfjabúð- irnar, er vinsamlegast beðinn að skrifa mér aftur um þetta efni, þar sem bréf hans glataðist. Hannes á horninu. í DAG Snmark|ólaefni Silki í k|óla SBlkl í nærföt Gapdinutan Sængnpveraeffni Ullargarn í miklu úrvali Sítrónur, nýkomnar, ísl. smjðr i pökkum. Ný egg, daglega. Tjarnarbúóig Tjaraargötu 10. — Sími 3570. BREKKA Ásvallagötu 1. — Sími 1678. Valsblaðið er nýkomið út. Á forsíðunni er mynd af skíðaskála Vals. Þá er minningargrein um Halldór Ó. Árnason, Framtíðarheimili Vals. Skíðamál Vals, eftir Frímann Helgason, Valur 30 ára, Hand- knattleiksmót íslands 1941 o. m. fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.