Alþýðublaðið - 22.04.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.04.1941, Blaðsíða 4
P&IÐJUDAGUR 22. APRíL 1941 AIÞTÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, simi 2234. Næturvörður er i Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚJVARPIÐ: 20.30 Erindi: Gengið á Helgafell (Pétur Sigurðsson erind- reki). 21,00 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó í F dúr -eftir Schu- mann. 21.30 Hljómplötur: Ófullgerða symfónían eftir Schubert. Reykjavíkur Annáll h.f. sýnir revýuna „Hver maður sinn skammt" í kvöld kl. 8. Sumarfagnaður glímufélagsins Ármann verður í Iðnó síðasta vetrardag kl. 10 síðd. Sjá nánar augl. hér í blaðinu í dag. Karlakór Reykjavíkur heldur samsöng í Gamla Bíó annað kvöld kl. 11,30. Söngstjóri er Sigurður Þórðarson, en ein- söngvarar eru: Camilla Proppé, Gunnar Pálsson, Kjartan Sigur- jónsson, Hermann Guðmundsson og Haraldur Kristjánsson. Píanó- STRÍÐ Á BALKANSKAGA Frh. af 1. síðu. Makedoníu og tóku j>eir bæínn Skoplje ofarlega í Vardardal í gær. ' Áður eru Búlgarar búnir að leggja undir sig Vestur-Þrakíu, strandleng|una fyrir norðan Eyja haf, sem er grískt land. Fregnir frá London herma, að Boris Búlgariukonungux hafi heimsótt Hitler í jámbrautarlest hans einhversstaðar á Balkan- skaga bg muni Hitler hafa' tilkynnt homum |>að, hvem hluta hann ætlaði honum af herfang- inu. 1 Útvarpið 1 ASnkjara siegií' í 'sarn- bandi við pessa skiptingu her- fangsins á Balkanskaga, að hún mUni lítið giidi hafa fyrir fram- tíðina. Það sé of fljótt að ætla að skipta löndum á Balkanskaga 1 og pað muni sýna sig itm pað er lýkur, að pað verði aðriir en Hitier, sem pað gera. undirleik annast Guðríður Guð- mundsdóttir. GLÆSILEGAR SKEMMTANIR Frh. af 1. síðu. og er það mjög vandað, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Ætti hver maður að kaupa eitt eintak. Blaðið hefir margt að flytja fólki, sem vekja mun til umhugsunar. í kvöltd fara fram tveunskonar skemmtanir. i Sundhöllinni hefst sundmót og sundsýningár kl. 81/2- • Þar fara pessi atriði fram: I 100 metra frjáls aðferð fyrir jdrengi innan 16 ; ára. 100 nietra bringusund milli drengja úr K. R. og Ármanni. Sundknatt- LeikUr milli Ármanns og Ægis. Hindrunarkappsund, sem vekja miun mikla efti'rvæntingu. Skyrtu- boðsund, sem ekki mun siður pykja skemmtilpgt og Loks verð- ur listræn hópsýning 10 stúlkur úr K. R. undir stjórn Jóns Inga Guðmundssonar. Sundmót í Sundhöllinni eru alltaf tilkomumikil og er pess að vænta að fólk fjölmenni pví í kvöld. Þá er önnur tilkomumikil skemmtun í kvöld. Teípnakór Undir stjóm Jóns ís- leifssonar söngkennara syngur í fríkirkjunni, en prestamir Jón Auðuns og Jón Thorarensen flytja erindi í .kirkjunni. Hefst pessi skemmtun kl- 8,30. . Fjölmennið á skemmtanir Sum- argjafar og kaupið Barhabláðið. FYRIRÆTLANIR ÞJÓÐVERJA Frh. af 1. síðu. brezkur her, sem sendur var sjóleiðis, um persneska flóann, og telur blaðið, að þar með hafi að minnsta kosti verið komið í veg fyrir allar frekari fyrirætl- anir möndulveldanna á þeim slóðum. Innflutningurinn nam 31. marz s.l. kr. 20 887 600. Á sama tíma í fyrra nam hann kr. 10 149 230. Útbreiðið Alpýðublaðið! arf aniaðir glímufélagsina Ármanns verður í Iðnó miðviku- daginn 23. apríl (síðasta *vetrardagj klukkan 10 síðdegis Til skemmtunar: Danssfning - Gamanvísur - Dans. — Hin ágæta hljómsveit Iðnó leihur. — Aðgongamiðar seidir i lönö frð klnkkan 5 siðasta vetrardag, Barnadagurinn 1941. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. Í ÚTLEIÐ SÝNING 1. SUMARDAG KLUKKAN 8, Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitsch aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4—7 á morgun. ■ GAMLA Blðn Fjðrkðgarinn (BLACKMAIL.) Ameríksk sakamálakvik- mynd. Aðalhlutverk leika: Edward G. Robinson, Ruth Hussey og Gene Lockhart. Sýnd klukkan 7 og 9. . Börn fá ekki aðgang. Bi NÝJA BfO ■ Við Svanafljót. (SWANEE RIVER.) Aðalhlutverk: Don Ameche, Andrea Leeds og A1 Jolson. j Sýnd kl. 7 og 9. Það tilkynnist ættingjum og vinum, að faðir okkar, tengda.- faðir og afi, Loftur Jónsson, andaðist þann 20. þ. m. að heimili sínu, Vegamótum, Seltjarn- arnesi. Börn, tengdabörn og barnabörn. Reykjavíkur Annáll h.f. Revyan verður sýnd í kvöld kl. 8. LÆGRA VERÐIÐ S. HjGSmlH daeasarnlr SUMARD AN SLEIKUR. Miðvikud. 23. apríl kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. — Sími 4900. — Aðeins dansaðir gömlu dansarnir. Harmonikuhljómsveit félagsins (4 menn). Fráteknir miðar verða að sækjast fyrir kl. 9. ÖLVUÐUM MÖNNUM BANNAÐUR AÐGANGUR. 108 THEOPQRE DREISER: JENNIE GERHARDT nema þú sért ástfanginn. Eða ertu það, Lester? spurði hún glettnislega. Lester hikaði og hugsaði sig um, áður en hann svaraði. — Ég veit ekki, hvernig ég á að svara þess- ari spurningu, Letty, sagði hann. Stundum finnst mér, að ég elski hana, stundum ekki. Ég vil vera alveg hreinskilinn við þig. Ég hefi aldrei á ævi minni verið í hlægilegri klípu. Ég er ekki kvæntur. Þetta datt mér í hug, sagði hún, þegar hann var þagnaður. — Og ég hefi ekki kvænst vegna þess, að ég gat ekki ákveðið, hvað ég vildi. Þegar ég sá Jennie fyrst, fannst mér Jennie fegursta konan, sem ég hafði séð.’ — Var þetta í Cleveland? spurði hún. — Já, það var þar. — Þetta hafði ég líka frétt. — Það var eitthvað við hana, sem. — Ást við fyrstu sýn, sagði hún hlæjandi. Hún fékk sting í hjartað. — Ég skil það. — Jæja, ég réði ekki við mig. Mér fannst hún vera fullkomnasta veran undir sólunni, enda þótt hún væri mér neðar í þjóðfélagsstiganum. Þetta er lýð- ræðisland, sem við búurn í. Ég hélt, að ég gæti búið með henni, án þess nokkur þyrfti að skipta sér af því. En þar fór ég villur vegar. Það var ekki jafnauðvelt og ég hélt. Mér hafði aldrei áður þótt vænt um nokkura konu, nema þig, og ég bjóst ekki við, að ég myndi ganga að eiga þig. Ég bjóst ekki við, að ég myndi nokkru sinni kvænast. En mér datt ekki annað í hug, en að ég myndi geta séð um hana, þó við skildum og að hvorugt okkar gæti haft neitt illt af þessu. Þú skilur'mig, er ekki svo? — Já, ég skil, sagði hún. — En svona auðvelt var það nú samt ekki. Hún er einkennilega skapi farin kona. Hún er ákaflega við- kvæm. Að vísu er hún ekki menntuð í venjulegum skilningi, en hún er mjög fíngerð og hefir fengið gott uppeldi. Hún er ágæt húsmóðir og afbrags góð móðir. Henni þykir ákaflega vænt um foreldra sína og dótt- ur sína. — Það er barn hennar, en ekki mitt. — Hún hefir enga af töfrum heimskonunnar. Hún er ekki fljót í svörum og getur ekki tekið þátt í fyndnum sarntölum. Hún er lengi að hugsa og beztu hugsanir sínar lætur hún aldrei í Ijós. — Þú ert hrifinn af henni, sagði Letty. — Já, ég hefi ástæðu til þess, sagði hann. — Hún er góð kpna, Letty, en þrátt fyrir allt finnst mér stundum, að Iþað sé aðeins samúð, sem heldur mér í návist hennar. — Vertu nú ekki alltof öruggur, sagði hún. — En ég hefi orðið að reyna margt. Ég hefði átt að ganga að eiga hana strax. Það hefir gerst svo margt síðan, að ég botna ekki neitt í neinu. Erfða- skrá föðúr míns, gerir þetta mál ennþá flóknara. Ég tapa átta hundruð þúsund dollurum, ef ég geng að , eiga hana — og reyndar miklu meira, fyrst búið er að stofna kaupsýsluhringinn. Það verða sennilega 2 miljónir dollara. En ef ég geng ekki að eiga hana og held samt áfram að ;búa með henni, þá verð ég svift- ur öllu eftir tvö ár. Auðvitað gæti ég látið sem svo.,, að ég væri skilinn við hana, en ég vil ekki ljúga. Á. þann hátt getur það ekki gengið án þess ég særi tilfinningar hennar og hún hefir verið mér mjög góð.. Og í raun og veru veit ég ekki, hvort ég kæri mig; um að skilja við hana. Ég veit ekki, hvern fjandamx ég á að taka til bragðs. Lester leit upp. Hann var hugsandi, kveikti í vindl- inum sínum og horfði út um gluggann. — Ég hefi aldrei heyrt annað eins, sagði Letty og; horfði á gólfið. Er hún hafði setið þögul stundarkorn stóð hún á fætur, gekk til hans og lagði armana uro sterklegt höfuð hans. Guli kjóllinn hennar angaði af ilmvötnum. — Veslings Lester, sagði hún. — Þú hefir verið mjög óheppinn. En hvers vegna segirðu henni ekki, hvernig allt er í pottinn búið, alveg einS' og þú hefir sagt mér frá því, og vittu svo, hvaða af stöðu hún tekur til málsins. — Það væri grimmdarlega gert gagnvart henni. — En þú verður að ákveða að gera eitthvað og framkvæma iþað. Þú getur ekki látið iþetta vera svona. Það er óréttlæti gagnvart sjálfum þér. í sann- leika sagt get ég ekki ráðið þér til að ganga að eiga hana. Og það er ekki af eigingirni, sem ég segi það, enda þótt ég myndi fegin giftast þér, enda þótt þú vildir mig ekki, þegar ég var laus og liðug. Ég skal vera alveg hreinskilin við þig — hvort sem ég fæ þig eða ekki — ég elska þig og ég mun elska þig alla ævi. — Ég veit það, sagði Lester og stóð á fætur. Hann tók um hendur hennar og horfði í andlit henni. Svo sneri hann sér undan. Letty dró þungt andann. Lest-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.