Alþýðublaðið - 03.05.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.05.1941, Blaðsíða 2
pLAUGABDAGUR 3. MAI 1941, ALÞÝÐ U B LAÐIÐ_ Málarasveinar Skrifleg atkvæðagreiðsla fer fram um hvort hefja skuli vinnu- stöðvun hjá málarameisturum, hafi samningar ekki tekist innan 7 daga eftir að atkvæðagreiðslu þessari er lokið, sem stendur yfir dagana mánudaginn 5. frá kl. 8—18 og þriðjudaginn 6. þ. m. frá kl. 8.00 til 22.00. STJÓRNIN. Snmardvöl barna Mánudag 5. maí verða skrifstofur sumardvalarinnar einungis opnar fyrir afgreiðslu, sem hér segir: 1. Kl. 2—7 mæti framfærendur, (eða umboðsmenn þeirra) 5 ára barna, barna sem fædd eru árið 1936, er sótt hafa um sumar- dvöl. Verður þá ákveðinn dvalarstaður þeirra og eldri systkina (6—8 ára), er sótt hafa um vist. Framfærandinn sé viðbúinn að undirskrifa skuldbindingu um mánaðargreiðslu með barninu. Minnsta gjald er kr. 35 á mánuði fyrir 1 barn, ef framfærandi er heilbrigður og hefir vinnu. Næstu daga verður afgreiðsla sérstakra deilda opin, eins og SKATTAMÁLIN Frh. af 1. síöu. gagnvart kaupstaðabúum voru 4 Framsóknarmenn, kommún- istinn Brynjólfur Bjarnason og íhaldsmaðurinn Þorsteinn Þor- steinsson. í neðri deild báru þeir Har- aídur Guðmundsson og Ey- steinn Jónsson fram tillögu um að brjeyta frv. a;ftur í sama horf og það var upphaflega. — Fór fram nafnakall um þá til- lögu. Já sögðu Alþýðuflokksmenn- irnir 4, Héðinn Valdimarsson, aðeins tveir Sjálfstæðismenn, Jakob Möller og Sigurður Kristjánsson, og tveir Fram- sóknarmenn, Bergur og Ey- steinn. Nei sögÖu kommúnisfarnir tveir, íslei'fur og Jóhannes, Fflamr sóknarmennirnir allir, að Eysfeini iog Bergi1 undanski'idum og Gíslia GUSm., sem ekki greiddi átkvæði, og; Íhalidsmennirniír: GarÖar Þor- steinssion, Jóhann Mö'Uer, Sig. Hiíðar, EÍTíkur Einarsson, Gíslx eftirfarandi: a. Einstökum bömum ráðstafað á sveitaheimili í stofu 2. b. Fyrirspurnum um f járhagslega aðstoð svarað enn í nokkra daga kl. 5—7. c. Læknisskoðun fer fram á áður auglýstum tímum. ATHU’GIÐ: Mæðrum með ungbörn verða ekki ákvarðaðir dvalarstaðir fyrr en föstudag og laugardag. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ■ -----------------------------------------------------♦ Ferðaáætlun Strætisvagna Reykjavikur að Lögbergi 1941 I. maí til 20. maí: Frá Rvík kl. 7 — 8.30 13.15 — 18.15 — 21.15. Frá Lögbergi kl. 7.45 — 9.15 -- 14.15 —19.15 — 22.15. 21. maí til 10. sept.: Frá Rvík kl. 7 — 8.30 — 13.15 — 15.15 — 17.15 — 19.15 - 21.15---Frá Lögbergi kl. 7.45 — 9.15 - 14.15 -16.15 — 18.15 — 20.15 — 22.15 - 24. Á sunnudögum aukaferð kl. 10 frá Rvík, kl. 10.15 frá Lækjarbotnum, ef þörf krefur. II. sept. til 30. sept.: Frá Rvík kl. 7 — 8.30 — 13.il5 — 18.15 - 21.15. — Frá Lögbergi kl. 7.45 - 9.15 - 14.15 — 19.15 — 22.15. L okt. til 15. okt.: Frá Rvík kl. 13.15 — 17.15. — Frá Lögbergi kl. 14.15 — 18.15. ATH. Á sunnudögum hefst akstur kl. 8.30. STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR H.F. ♦-------:-------------------------------:--------------♦ ♦—-----------------------------------------------------♦ Þelr, sem ætla að læra að synda fyrir sumarið, ættu að nota tækifærið og taka þátt í námskeiði því, er hefst í Sundhöllinni mánu- daginn 5. maí. Kennt verður bringusund og skriðsund. — Þátttakendur gefi sig fram sem fyrst. Upplýsingar í síma 4059. ® SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR. 1—2 skrifstofnherbergi óskast nó pegar. Sjóklæðagerð íslands h. f. — ÚTBREIBI9 ALÞÝÐUBLABIB — Sveinsson, Jón Pá'imason og Pét- tar Ottesen. Þá sagði Stefán Stef- ánsson og Þiorsfeinn Rriiem e'i'nnig neii. Tveiir {lingmenn voru fjairver' andii j ' i Hefiir, kaujistia'ðabúum sjáildan veriö sýnid jafnmikil ósvifni og við þessia atkvæ'ðagnei'ðsita — og mættlu þeir muna hana þeitai ftallu trútam sínum úir fliokki íhaikls- nnanna o;g kiommútaiisita, sem greiddta atkvæðii með þessiu nang- læti. ) IRAK. Frh. af 1. síðu. héldu áfram að senda lið til landsins, mótmælti Rasjid Ali því og taldi Breta ekki hafa heimild til þess, fyrr en fyrstu hersveitirnar, sem komu, væru aftur farnar úr landinu. Bretar sögðust hins vegar vera í sínum f.ulla rétti samkv. samningi landanna, og hefir þessi deila nú leitt til þeirra vopnaviðskipta, sem byrjuð eru. Réðust hersveitir Rasjid Ali í gærmorgun á setulið Breta við flugvöllinn hjá Habbania, sem er einn þýðingarmesti staður landsins frá hernaðarlegu sjón- armiði, annar en olíulindirnar við Mosul. Hafa síðan í gærkveldi engar nýjar fregnir borist af vopna- viðskiptunum, en farið er ajð flytja konur og börn brezkra ríkisborgara burt úr landinu. Irak er fornfrægt land. Það er sama landið og gamla Meso- potamia, landið milli fljótanna Eufrat og Tigris, þar sem Baby- lon og Ninive stóðu til forna og heil heimsveldi voru stofnuð á þeirra tíma mælikvarða. Á miðöldum var það tyrkn- eskt skattland og allt fram til loka heimsstyrjaldarinnar 1918, en þá varð það sjálfstætt ríki, þó með þeim skuldbindingum, sem samningurinn við England lagði því á herðar. Irak á landmæri við Iran — Persíu — að austan, Tyrkland að norðan, Sýrland og Arabíu að vestan, en í suðri á það að- gang að Persíuflóa. Úfanelftið Alþýðablaðið! ------UM DAGINN OG VEGINN------------------ Gengið meðfram höfninni. Líf og fjör, atvinna og annir. Krakkarnir, sem eru alls staðar fyrir. Hvað gerir bama- verndarnefnd? Loftvarnaflautur heyrast mjög illa við höfnina. Verður Árnarhóll hreinsaður? Setuliðsmenn læra íslenzku. Reykingarnar í strætisvögnunum. ------ATHUGANIR HANNESAR Á HORNlNU. ------- AÐ ER mikið Iíf við höfnina, meira líf en nokkru sinni áður í sögu hennar. Þangað vant- ar vefkamenn mjög tilfinnanlega til að vinna að uppskipun og verða skip jafnvel að bíða dögum sam- an eftir áð losa. Það vantar jafn- vel líka „pláss“ við bakkana og bryggjurnar. Eins má segja um skipaviðgerðastöðvarnar. Þar er svo mikið að gera, að menn sjá ekki út úr því, og verða skip að bíða lengi eftir viðgerðum. Tek- ur það og oft lengri tíma að gera við skip en áður, vegna skorts á vinnukrafti. ANNARS var það ekki bein- línis þetta, viðvíkjandi höfninni, sem ég ætlaðí að gera að umtals- efni í dag. Lífið við höfnina er ákaflega athyglisvert. Þar er allt af ys og þys, starfandi menn og gónandi ménn: Ég, og aðrir álíka. Það er sérstaklega ein tegund manna. sem oft sést niður frá, aldn ir uppgefnir sjómenn, sem ganga þarna fram og aftur og lifa upp gamlar minningar — og svo eru það börnin. ÉG ER ALVEG undrandi yfir því, hvað mikið er ■ af smákrökk- um við höfnina, fram á bryggju- sporðum, prílandi upp um skip og utan í skipum. En ég er þó enn meira undrandi yfir því, hve sjaldan verða slys meðal þessara krakka. EINN DAGINN, þegar ég var á gangi við höfnina, var þar sæg- ur af krökkum eiginlega alls stað- ar. Þarna voru jafnvel 4—5 ára drengir, alveg einir síns liðs, al- veg fremst á bryggjum. Ég tel að þetta sé alvég óhæft. Menn hafa verið að tala um að loka höfn- inni fyrir stelpum — og mig varð- ar ekkert um hvað menn gera í því máli, — en mér finnst aðeins að lögreglan ætti að sjá svo um, að krakkar væru ekki að flækjast þarna niður frá, eins og þeir gera. Það hafa ekki orðið mörg slys af þessum sökum, enn sem komið er. En þau geta orðið og það er ein- mitt mjög líklegt að slys verði þarna. Ég vara við þessu. MÉR FINNST, að Barnavernd- arnefnd, sem er svo dugleg í því að koma í veg fyrir að stálpaðir drengir fái að innvinna sér aura með blaðasölu, ætti nú að líta til litlu anganna við höfnina og láta hendur standa fram úr ermum í því máli. ÞAÐ VAR kallað til mín úr verkamannahóp, sem var að vinna við höfnina í fyrradag og einn verkamannanna sagði: „Mikið þætti okkur vænt um, ef þú vildir benda á, að hér við höfnina heyr- ist ekki — eða svo að segja ekki — í loftvarnaflautunum. Hér er alltaf mikill hávaði og við höfum orðið varir við að loftvarnamerki heyr- ast ekki hér. Við teljum að nauð- synlegt sé að setja loftvarnaflaut- ur allvíða hér við höfnina, svo að tryggt sé, að í þeim heyrist. Við álítum að óvíða sé eins mikil hætta á því að gerð sé loftárás, eins og einmitt hér.“ Ég sendi þetta áleiðis til Loftvarnanefndar og vona að hún athugi þetta mál. ÉG HEF OFT NEFNT Arnar- hól —■ og ég verð að gera það að minnsta kosti einu sinni enn. — Arnarhóll lítur hörmulega út. Þar er nú ekkert ,,ástand,“ aðeins minjar um „ástand.“ Ég vil láta hreinsa hólinn strax og afhenda hann okkur aftur úr hernáminu. Ef Curtis herforingi yfir íslandi vildi allramildilegast láta gera þetta, þá þætti okkur afar vænt um það. Við skemmtum okkur nefnilega á vorin og sumrin við að skoða sólarlagið af Arnarhóli. En það er ekki von að Bretarnir viti það fyrr en þeim er sagt það! SETULIÐSMENN reyna mjög að læra íslenzku. Þeim finnst það erfitt mál og ilt viðfangs, en sámt hafa margir þeirra náð ótrúíega mikilli leikni í því. Daily Post. blað Blaðahringsins, virðist vera farið að hjálpa þeim við lærdóm- inn. í blaðinu á þriðjudagínn. birtist eftirfarandi: „BLESS.“ 2 Minutes’ Icelandic for the Troops. With your girl- friend. Með stúlku. — Hallo, dar- ling! Komdu sæl, elskan míní (Kowmdu sile elskan meen). — Where shall we go? Hvert eigum við að fara? (Quert aygum vith: ath fara). — What shall we do tonight? Hvað eigum við að gera í kvöld? (Quath aygum vith ath gyera ee quoelt);. — Will you come for a walk with me? Viltu koma með mér á skemmtigöngu? (Viltu kawma meth myer ow skyelntigoyngu). — Shall we go to the Gamla Bio? Eigum vlð að fara í Gamla Bíó? (Aygum vith ath fara ee Gamla Beeo). —- Would you like a coffee? Mg bjóða þér kaffi?' (Mow byotha thyer, kaffe?). BRUNINN I SJÓKLÆÐA- GERÐINNI Frh. af 1. síÖu. fjöldi og fjöldi bifreiða og tor- veídaði það einnig nokkuð at- hafnafrelsi slökkviliðsins. Rannsókn á þessum mikla bruna stendur nú yfír. Er þetta talið eitt mesta bál, sem sést . hefir í Reykjavík. IFTT^-j' JKH =1,1! hleður á mánudag til Önundar- fjarðar, Súgandafjarðar, Bol-> ungarvíkur og ísaf jarðar. Vörumóttaka til hádegis sama dag. GflminískógerðiB VOPNI Aðalstrætí 16. Gúmmístakkar, Gúmmívettlingar, íslenzku skórnir fyrir drengi og telpm" í sveitina. HVERGI BETRI KAUP. Vepzl. Orettisg.2 kaupir og tekur í umhoðs- sölu notaðan fatnað og muni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.