Alþýðublaðið - 07.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1941, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1941 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR Næturlæknir er Jóhannes Björnsson, sími 5989. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. 19,00 19,25 20,00 20,30 20,55 21,00 21,25 21,40 21,50 ÚTVARPIÐ: Þýzkukennsla, 1. fl. Þingfréttir. Fréttir. Erindi: Lofthernaður og loftvarnir (Agnar Kofoed- Hansen). Hljómplötur: Létt lög. Erindi: íslenzk tunga: Ætt- arnöfn og nafngiftir (Helgi Hjörvar). Hljómplötur: íslenzk söng- lög. „Séð og heyrt.“ Fréttir. Dagskrárlok. Kirkjuhljómleikar verða í Fríkirkjunni annað kvöld kl. 9. Karlakór Reykjavik- ur syngur, dr. von Urbantschitsch léikur á orgel og dr. Edelstein leikur á cello. Sumardvöl barna. Aðstandendur þeirra barna, er sótt hafa um sumardvöl til Vor- boðans, mæti- á morgun, fimmtu- dag, kl. 5—7 á skrifstofum sum- ardvalarnefndar, stofu 4, Miðbæj- arskólanum. Þar máetir til viðtals fuUtrúi frá Vorboðanum. Til Hallgrímskírkju í Saurbæ. Áheit kr. 5,00 frá S. S. Ármenningar! Þeir karlar, eldri og yngri, sem ætla að æfa handbolta í sumar, mæti í íþróttahúsinu í kvöld kl. 10 með æfingabúning. Sólon íslandus ■ eftir Davíð Stefánsson er ný- lega komin út í annarri útgáfu og íæst nú hjá bóksölum. Útgefandi er, eins og kunnugt er, Þorsteinn Jónsson, bóksali á Akureyri. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna operettuna j,Nitouche“ í kvöld kl. 8. Reykjavíkur Annáll h.f. sýnir revyuna „Hver maður sinn skammt" annað kvöld kl. 8. Verður hún aðeins sýnd í fá skipti ennþá og eru að verða síðustu for- vöð að sjá hana. ÞÝZKAR FLUGVÉLAR Frh. af 1. síðu. samtal við Magnús í morgun. Magnús Richardsson sagði meðal annars: í gærkveldi var hringt til mín frá Núpsdalstungu í Mið- firði og skýrt frá því, að nótt- ina áður hefðu tveir piltar frá Skárastöðum í Miðfirði verið með fé austur á hálsi skammt frá bænum. Hálfdimmt var og skýjað loft. Sáu þeir allt í einu hvar 3 allstórar flugvélar komu úr vesturátt og flugu austur. Flugvélarnar flugu hver á eftir annarri og mjög lágt. En ekki gátu piltarnir greint ein- kenni þeirra vegna þess hve dimmt var í lofti. Fregnir hafa áður borist um að Þjóðverjar hafi flutt eitt- hvað af hermönnum til Græn- lands og má vera, að flugvélar þessar hafi verið í slíkum leið- angri. STALIN OG MOLOTOV Frh. af 1. síðu. 1 j’*: j " hendi fyrr en nú, að hann fer að dæmi Hitlers og tekst sjálf- ur forsætisráðherraembættið á hendur, eins og Hitler fer með kanslaraembættið í Þýzka- landi. Hann hefir látið sér nægja að ráða öllu á bak við tjöldin og formlega ekki verið í þjónustu npins nema rúss- neska kommúnistaflokksins, en þar hefir hann verið æðstur allra og kallað sig aðalritara flokksins. Það var þetta þýðingarmikla embætti í flokksstjórninni, sem Lenin ráðlagði flokksbræðrum sínum á banabeðinum að taka af Stalin. BKreiðastðð okkar werður eftirlelðis lokað kl« 9.30 a® kvöflda, frá og með deginiiBBi i dag. Opra* uð elns og wenlailega M. 8 árdegis. Bifreiðastöð Steindórs. Kirbjiihljémleikar í Frikirkjnnni að tilhlutun Fríkirkjusafnaðarins, fimmtud. 8. ’maí kl. 9 sd. Karlakór Reykjavíkur syngur. Dr. von Urbantschitsch leikur á orgel. Dr. Edelstein leikur á cello. Aðgöngumiðar á 2 kr. fást hjá Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur. UMRÆÐURNAR I BREZKA ÞINGINU árás. Þegar hér var komið greip Eden tækifærið og mót- mælti illgjörnum lygafregnum, sem dreift hafði verið út um ó- samkomulag milli hans og Sir John Dill. Þeir fóru saman til Aþenu og ákváðu í samráði við gríska herforingjaráðið að láta grískar og brezkar hersveitir veita þýzka hernum viðnám. ,,Ég held ennþá,“ sagði Eden, „að það hefði verið blettur á heiðri okkar, að gera ekki þessa tilraun.“ Þá gaf Eden yfirlit yfir á- standið í Jugoslavíu og skýrði frá því, að látið hefði verið undir höfuð leggjast að vígbú- ast, fyrr en stjórnarbyltingin var gerð, en iþá var það orðið of seint. Þá minntist hann á Tyrk- land og sagðist ekki efast um vináttu þess við Bretland. Anthony Eden lauk máli sínu með því að segja, að það, sem Bretland vantaði, væru fleiri skip og hergögn til land- anna fyrir botni Miðjarðar- hafsins. í iávarðadeildinni skýrði Moyne frá því, að miklar birgð- ir af hergögnum hefðu verið sendar til hafnanna við Rauða- haf, Gagnrýni Hoare-Belfsha. í umræðunum, sem fóru fram að ræðu Edens lokinni, var lokið lofsorði á stjórnina, en jafnframt sætti hún gagn- rýni. Hoare-Belisha spurði, hvers vegna brezkar hérsveitir hefðu ekki verið sendar til Grikklands, strax þegar ítalir réðust á Grikki, og hvers vegna ítölum hefði verið hlíft við loftárásum nótt eftir nótt. Þá varð einnig utanríkismálaráðu- neytið fyrir strangri gagnrýni og taldi einn þingmaður, að það notaði úreltar aðferðir og færi í hvívetna halloka fyrir miskunnarlausum óvini. Nokkr ir þingmenn fundu að því, að Bretar skyldu ekki nota flota- stöðvarnar við írland, enda þótt það land ætti án efa brezka flotanum það að þakka, að það væri óháð land. Duff-Cooper sagði, að Stóra Bretland virti hlutleysisrét't brezku heims- veldislandanna. Attlee majór lauk umræðun- um með þeim orðum, að þrátt fyrir sigra Þjóðverja væri að- staða Breta betri núna en fyrir 6 mánuðum síðan. Umræðunum er haldið áfram í dag. Samtíðin, 4. hefti þessa árgangs er ný- komið út. Efni: Um strandsigl- ingu íslendinga, Merkir samtíð- armenn, In memoriam, smásaga eftir Hans Klaufa, Minni Árnes- þings, kvæði eftir Aron Guð- brandsson, Far, veröld, þinn veg, íslenzk tunga, eftir Jón Magnús- son o. m. fl. <---------------------------- Þúsundir vita að gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá Sig- j • f p urbór, Hafnarstræti 4. gamla atúem Hfslns. Ný Metro Goldwyn Mayer kvikmynd um nýjustu æf- intýri Hardy-fjölskyld- unnar. Aðalhlutverkin leika: MICKEY ROONEEY og LEWIS STONE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I B NYJA BIO a Æska tbrahams Uacolns (Young Mr. Lincoln). Amerísk stórmynd frá Fox Film, er sýnir ýmsa merkilega þætti frá æsku- árum Abraham Lincolns, vinsælasta forseta Banda- ríkjanna. - Aðalhlutverk- ið, Abraham Lincoln leik- ur: HENRY FONDA. Sýnd kl. 7 og 9. I S Jarðarför okkar kæru móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, i ':|jj Guðrúnar Jónsdóttur, fer fram föstudaginn 9. maí kl. 2 e. h. frá heimili hennar, Brekkustíg 15 B (Eiríksbæ). Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guðni Einarsson. m Reykjavíkur Annáll h.f. Revyan verður sýnd annað kvöldj: klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag og frá kl. 1 á morgun.j: Verðið hefir verið lækkað. Hótel Borg. Tvær röskar og ábyggilegar stúlkur óskast nú: þegar eða 14. maí að Hótel Borg. Engar upplýsingar í síma. HÚSFREYJAN. 2 starfsstúlkur vamtar í ElliheimSlEÐ í Mafnarfirði. Upplýsingar í síma 9231 ©g 9307. Tilkynning frá Snndhðllinni. Ýmsir munir, sem skildir voru eftir í Sundhöllinni á árinu 1940, verða seldir á opinberu uppboði, verði þeirra eigi vitjað fyrir 21. þ. m. Reykjavík, 7. maí 1941. SUNDH ALL ARST J ÓRINN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.