Alþýðublaðið - 10.05.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.05.1941, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 10. MAI 1941 ALÞYÐUBIA0IÐ Bæjarbúar! sem flytja burt úr bænum í sumar, geta fengið WKUSLMIIII WÁMJKMÆW sendan vikulega hvert á land sem er. Snúið ykkur til afgreiðslu Fálkans, Bankastræti 3 og við sendum ykkur blaðið. Síminn er 2210. iregBia ssaaölaáiestBaFs á Msfs$aas|MS'-' veftaaiiiaar f|ærnar- gefte 125, sissal 1S2S. Rafmagnsveita MvISssis*. UMFERÐIN ! BÆNUM Frh. af 1. síöu. standi, ajls ekki gerðar fyrir svo mikla umferð. Við þetta bætiast svo þær mörgu götur, sem enn eru sund- lurgrafnar vegna hitaveitufram- kvæmdanna. Það er skýlaus krafa almenn- ings, að bæjarstjómin taki nú þegar þessi mál til athugunar. Það verður að krefjast þess, að ekki sé unnið að uppgreftri á mörgum stöðum í einu, hel-dur gengið frá hverjum stað fullkom- lega. Þá verður og að krefjast þess, að nú þegar verði mokað rafan í hitaveituskurðina. RCSSLAND í Frh. af 1. síðu. inni þannig opinberlega sam- þykki sitt til undirokunar lands ins og skiptingar þess á milli varganna, sem þátt tókú í árás- inni á það. Fregnir frá London í morg- un herma, að heilar hersveitir Júgóslava verjist enn í fjöllun- um í Herzegóvínu og Montene- gro. 300—400 ílapélar téka iátf I árásoa- dsd á iamhorg og Bremon f íyrrinátt! ÞAÐ er nú kunnugt, að 3 0 0 — 4 0 0 brezkar sprengjuflugvélar, margar af allra stærstu gerð, tóku þátt í hinum ógurlegu loft- árásum á Hamborg og Brem- en í fyrrinótt. Á báðum stöðum stóðu heil- ir borgarhlutar í ljósum logum að árásinni lokinni og reykjar- mekkirnir náðu 10 000 fet í loft upp. Tugþúsundum eld- sprengja var varpað niður yfir borgirnar og mörg hundruð smálestum af hinum stóru, kraftmiklu sprengikúlum, sem Bretar byrjuðu fyrir nokkru síðan að nota í loftárásum sín- um. Aldrei hafa aðrar eins loftá- rásir verið gerðar á þýzkar borgir. Af brezku flugvélunum | komu 10 ekki til bækistöðva SnmardvalamefBil siýr sér til foreidra. Mæðrabeimilia bráðiim opnnð HEIMILI fyrir mæður og börn verða opnuð síðari hluta næstu viku. Nauðsynlegt er því að allar mæður, sem þurfa á aðstoð sumardvalarnefndar að halda, snúi sér nú þegar til sumar- dvalarnefndar um dvöl. Þá getur nefndin tekið á móti beiðnum fyrir fleiri börn í sveit 9 ára og eldri. Nokkuð hefir borið á því, að ekki hafi komið til viðtals við nefndina foreldrar, sem við skráninguna óskuðu eftir að- stoð hennar — og eru þeir beðnir um • að gera það hið fyrsta. SKIPATJÖNIÐ Frh. af 1. síöu. Yirleitt er talið, að dregið hafi úr kafbátahernaði Þjóðverja á At- lantshafi upp á síðkastið, og er það iað miklu leyti talið stafa af því, að þá vanti menn á kaf- bátania, en það íekur langian tíma að æfa þá til þeirra þjón- usllu. Tveir af þekktustu kaf- bátaforingjum þeirra. Kætschmar og Schopka hafa þegar um nokkurt skeið verið stríðsfang- ar í Englandi ásamt skipshöfn- Um sínum. Og um Prien, kaf- bátsforingjann, sem í byrjun Stríðsins vakti mikla athygli með hinni fífldjörfu árás sinni á hrezkt orustuskip inni í Scapa FIow, aðalherskipalægi Breta, og síðan hefir sökkt fjölda skiipa, er fullyrt að hiann muni ekki fara oftar út á höfin. Kafbát has hafi þegar verið sökkt með allri áhöfn. Þá er og aðstaða Breta og Bandamanna þeirra í oriuistunni Um Atlantshafið talin hafa batn- að mikið við það, að jlandarík- in komu sér upp hernaðariegum bæklstöðvium á Grænlandi. sinna aftur úr leiðangrinúm og er talið að þær hafi verið skotn- ar siður. Loftárásir Þjóðverja í fyrri- nótt voru harðastar á Huli og er mikið tjón sagt hafa orðið af þeim. * I nótt gerðu sprengjuflug- vélar Breta mikla loftárás á Mannheim í Þýzkalandi. Þýzk- ar fregnir herma í morgun, að loftárás hafi einnig verið gerð á Berlín. Loftárásir Þjóðverja á Eng- land voru óverulegar í nótt. ““—UM DAGINN OG VEGINN —-----------------1 Hvers vegna lokar Steindór stöðinni sinni á kvöldin? Stutt f samtal við hann. Bréf frá B. L. J. um framburð erlendra [ orða í útvarpinu. - ATHUGANIK HANNESAR Á HORNINU. G SPURÐI STEINDÓR að því -*-‘f í fyradag, hvers vegna hann væri tekinn upp á því að loka kl. 914 á kvöldin. Það urðu margir undrandi yfir þessari tilkynningu gamia mannsins. Hann er vanur því að nota möguleikana til að reka fyrirtæki sitt af krafti og dugnaði. En nú fer hann heim til sín að hátta meðan allt er í fullu í.jöri og aðrar biðreiðastöðvar aka og aka út og suður. „ÉG VIL EKKI BISSNISSINN eftir þennan tíma. Allt hefir bók- staflega verið vitlaust á kvöldin í allan vetur og ekki fer það batn- andi. Ég er hættur að ráða yíir mínum eigin bílum eða svo gott sem. Stöðin fyllist af fólki á kvöldin, allir heimta bíl. Ef bíll kemur er hann næstum tekinn með valdi og farið inn í hann, þó að við höfum lofað honum til ,,kúnna“, sem er kannske búinn að verzla við okkur í aldarfjórð- ung. Ég gæti sagt yður margar slæmar sögur — og svo erum við að guma af menningu okkar. — Ég vil ekki þennan ,,bissniss“. — Bílarnir mínir verða við snemma á morgnana. Þá get ég betur full- nægt eftirspurninni þann tíma dagsins en ég hefi getað í vétur.“ ÓG SVO VAR ÞAÐ ekki meira. Hann var gramur út í þetta allt saman. Það er líka eðlilegt. Stein- dór er vanur því að ráða sinni eigin stöð og hann er ekki lík- legur til að þola það, að þessi völd séu tekin af honum af hinum eða þessum meðan hann er enn í fullu fjöri. 4 B. J. L. skrifar mér eftirfarandi pistil um framburð erlendra orða í fréttaflutningi útvarpsins: „Hér á landi ríkir hinn mesti glundroði um framburð erlendra manna- nafna og landfræðiheita. Frétta- flutningur útvarpsins er rétt speg- ilmynd og harla ófögur af þessu ófremdar ástandi. f útvarpið hafa verið flutt mörg ágæt erindi um málvöndun, meðal annars um þetta efni. En „hægra er að kenna heilrpeðin en halda þau“. Þótt öll- um beri saman um, og til þess sé ætlast, að útvarpið gangi á undan með góðu eftirdæmi, þá er helzt svo að sjá, sem það telji sig yfir þaó hafið að breyta eftir þeim góðu kenningum, sem málspekingar þjóðarinnar prédika á vegum þess. Því fer ekki ósvipað og einum um- ferðaprédikara, sem var gjarnt á að „taka hressilega upp í sig“. Þegar honum var á það bent, að hann væri að drýgja synd, svar- aði hann: ,,Ég er frelsaður, og því má ég bölva.“ FORRÁÐAMÖNNUM útvarps- ins ætti að vera hægt um vik að leggja starfsmönnum sínum lífs- reglurnar í þessum efnum, bæði um málfar á fréttum og flutning þeirra. En svo er að sjá, sem hver og einn sé látinn semja ov tala eftir sínu viti og sínum smekk. TJm þulina er það að segja, að þeir hafa kunnað meira eða minna í ensku og þýzku, auk Norðurlanda- málanna, sumir eitthvað í frynsku, flestir lítið eða ekki. Framburði orða úr þessum málum haga þeir svo eftir beztu vitund, stundum rétt og stundum rangt. Auðvitað væri æskilegast að viðhafa ætíð þann framburð, sem tíðkast í landinu sjálfu, er í hlut á. Þó get- ur það gengið of langt að fylgja þeirri reglu. Engum mundi t. d. koma til hugar að segja Humburg í stað Hamborg, og eitthvað myndi þykja bogið við þann fréttaritara eða þul, sem segði Köbenhavn í stað Kaupmannahöfn. Og á sama hátt hygg ég, að varaþulur út- varpsins hafi komið illa við eyru margra með framburði sínum á höfuðborg Þýzkalands, sem hann segir með rokna áherzlu á síðara atkvæði — Éerlín —, því að að hver einasti íslendingur, sem hef- ir ekki drukkið svo fast í sig er- lendar framburðarreglur, að hann hafi gleymt móðurmáli sínu, segir Berlín, með áherzlu á fyrri at- kvæði, svo sem íslenzkar fram- burðarreglur mæla fyrir. Þó keyr- ir um þverbak, þegar hann fer eins með höfuðborg Frakklands og segir París (það er þýzkur eða danskur framburður, á frönsku heitir borgin Parí). Og þá fór nýja röddin í útvarpinu ekki bet- ur að ráði sínu í gærkveldi, þegar hún sagði Napóleon með feikna áherzlu á pó, og hefir það senni- lega aldrei heyrzt fyrr hér á landi í íslenzku máli.“ „ÓTAL DÆMI mætti nefna þessu lík: Habbania, Addis Abeba, Júgóslavía (því þá ekki lík^a Ítalía?) o. s. frv. o. s. frv. Þegar um er að ræða orð úr mjög fjar- skyldum tungum, er oft erfitt eða ómögulegt að vita eða viðhafa hinn rétta framburð. Fer hver þjóð þá jafnan eftir sínum framburð- arreglum, og það eigum við líka að gera, en ekki apa eftir öðrum. Og engin afbökun er hæpnari og háskalegri en sú, að lesa erlend orð, sem menn vita eigi, hvernig bera á fram, með framburðarregl- um einhverrar annarrar erlendrar tungu (dæmi úr fréttaflutningi út- varpsins: frarjpka borgin Lyon bor- in fram læon; maginot-línan köll- uð madzínó-línan o. s. frv. o. s. frv.).“ „ÞAÐ BER VOTT UM tilgerð og menningarleysi, þegar menn láta erlend tung'umál ná svo föst- um tölcum á sér, eða bíta sig svo fast í þau, að þeir virði framburð- arreglur móðurmálsins að vettugi, þótt þær eigi engu síður við. Þeim finnst sjálfum þetta láta vel í eyr- um, þykir það ,,fínt“ og bera vott um mikla málakunnáttu. En oft er þetta fullkomið handahóf og þar að auki rangt. Af sömu rót er runninn hinn afkáralegi fram- burður, sem nú orðið tíðkast víða, í útvarpi og annars staðar, á sum- um íslenzkum ættarnöfnum af er- lendum uppruna, t. d. Thoraren- sen og Thorlacius, með áherzlum á öðru atkvæði, ar og lac. Vafa- laust er framburður þessi réttur á dönsku. En hér eru þetta íslenzk ættarnöfn en ekki dönsk, og því ber að segja þau á íslenzku, en ekki einhverju öðru máli. Mér kæmi ekki á óvart, þótt við fengj- um, ef tækifæri gæfist, að heyra í litvarpinu Espólín, með áherzlu á pó, og fleiri slíkar afbakanir. Auðvitað er hægt að ganga of langt í .því að íslenzka framburð erlendra orða. Það er hreint ekki vandalaust að ráða vel fram úr þessum málum. En hitt er ekki vansalaust, að stjórn útvarpsins skuli láta þennan glundroða af- skiptalausan með öllu.“ IRAK Frh. af 1. síðu. una frá Mosul. Er þarna flug- völlur, sem Bretar hafa lekið á sitt vald. Þetta er talið mikið áfall fyr- ir RasjM Ali og gengur sterkur orðrómur uin það, að hann sé’ nú að reyna að fá tyrknesku stjórnina til þess að reyna áð niiðla málum milli sín og Bret- Iands. Hermálaráðherra hans heftr dvalið í Ankiara tvo síðustu diaiga og átt tal bæði við forsætisráð- herra Tyi’kja, Saidiam, og utati- rikisráðherra hans, Sarajogiu,, en ekkert befir verið látið Uppi op- inberiega ennpá um efni þeirna viðræðna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.