Alþýðublaðið - 10.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.05.1941, Blaðsíða 4
LAUGARÐAGUR 10. MAÍ 1941 ALÞYÐUBLAÐIÐ LAUGARDAGUR Næturlæknir er Ólafur Jóhann- esson, Laugaveg 3, sími 5979. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapótki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Þingfréttir. 20 Fréttir. 20,30 Upplestur: Fallega Þrúða, frásaga (Jón Thorarensen prest- ur). 21 Útvarpshljómsveitin: Göm- ul danslög. 21,30 Jazzlög á píanó (Aage Lorange). 21,50 Fréttir. 22 Danslög. 24 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Karl S. Jón- asson, Laufásveg 55, sími 3925. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 10 Morguntónleikar: a) Fiðlu- sónata í A-dúr eftir Hándel. b) Píanósónata í e-moll eftir Mozart. c) Fiðlusónata í c-moll, op. 30, no. 2, eftir Beethoven (plötur). 12,10 -—13 Hádegisútvarp. 15,30—16,30 Miðdegistónleikar: Lög úr óperum. 19 Barnatími (Loftur í Nýja Bíó). 20 Fréttir. 20,20 Knattspyrnufé- lagið „Valur“ 30 ára: a) Ávarp (síra Bjarni Jónsson). b) Ræða (Guðmundur Ásbjörnsson): c) Söngur (tvöfaldur kvartett). d) Erindi: Knattspyrnufélagið Valur 30 ára (Sveinn Zoega, form. Vals). e) Söngur (tvöfaldur kvartett). f) Kveðja til Vals (formaður K.R.R., Pétur Sigurðsson háskólaritari). 21,20 Hljómplötur: Valsar. 12,35 Hljómplötur: Sönglög eftir Schu- bert. 21,50 Fréttir. 22 Danslög. — 23 Dagskrárlok. N. s. Helfli faleðnr til Vestmanna eyja ámánndag. Vörn máttaka fyrir faádegi sama dag. MESSUR: í dómkirkjunni kl. 11 síra Bjarni Jónsson (ferming), kl. 2 sr. Garðar Svavarsson (ferming). Hallgrímsprestakall. — Engin messa. Laugarnessókn. Messað í dóm- girkjunni kl. 2, síra Garðar Svav- arsson (ferming). Nesprestakall. Messað í Mýrar^ húsaskóla kl. 2Vz, sr. Jón Thor- arensen. Fríkirkjan. Messa fellur niður vegna safnaðarfundarins. Messur í kaþólsku kirSjunni í Landakoti: Lágmessa kl. 6.30 árd. Hámessa kl. 10 árd. Bænahald og prédikun kl. 6 síðd. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mess- að kl. 5 (altarisganga), síra Jón Auðuns. Messað að Kálfatjörn kl. 2, sr. Garðar Þorsteinsson. Revyan „Hver maður sinn skammt“ var sýnd í fyrrakvöld fyrir troðfullu húsi og urðu margir frá að hverfa. Næsta sýning verður á morgun. Nónsýning. Gömlu dansarnir • verða í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu í kvöld kl. 10. Stúdentafélag Reykjavíkur heldur aðalfund í 1. kennslu- stofu háskólans n.k. mánudag kl. 8V2 síðdegis. Ferðafélag íslands a ráðgerir að fara gönguför um hið fyrirhugaða friðland Reykvík- inga — Heiðmörkina. Ekið verður í bifreiðum upp að Silungapolli, en gengið þaðan suður yfir Hóls- hraun og Elliðavatnsheiði um Hjalla og Vífilsstaðahlíð að Vífils- stöðum, en ekið þaðan heim. Leið- in er mjög skemmtileg og um þriggja stunda gangur. Leiðbein- andi frá Skógræktarfélagi íslands verður með í förinni. Lagt á stað kl. IV2 e. h. á sunnudag. Farmið- ar seldir í bókaverzlun ísafoldar- pretsmiðju til kl. 6 í kvöld. Marx Brothers í Circus - heitir ameríksk skopmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er hún gerð -af hinum frægu Marx Broth- ers. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðs- syni Solveig Þorfinnsdóttir, Urð- arstíg 10, og Kristinn Jónsson frá Gunnlaugsstöðum, Borgarfirði. Heimili ungu hjónanna er á Urð- arstíg 10. Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur verður 'naldinn í 1. kennslustofu Háskólans n.k. mánudag kl. 8.30. Fara þar fram venjuleg aðalfund- arstörf, en síðan flytur Sigurður Einarsson dócent framsöguræðu. Nefnir hann erindi sitt: „Hvað er framundan?“ og mun ræða við- horf ' íslendinga til ástandsins í landinu og framtíðarinnar. Sjóklæðagerð íslands h.f. hefir opnað bráðabirgða skrif- stofur í Tjarnargötu. 3 C. Leikfélagið sýnir leikritið „Á útleið" eftir Sutton Vane annað kvöld kl. 8 í síðasta sinn. Skinfaxi, 1. tbl. 32. árgangs er nýkomið út. Efni: Eiríkur J. Eiríksson: Konungdómur fslendinga, Heið- rekur Guðmundsson: 17. júní 1938, Richard Beck: Úrvalsljóð St. G. St. Daníel Ágústínusson: Arfur og átök í bindindismálum, Oddný Guðmundsdóttir: Um skáldsagna- lestur, Guðm. Marteinsson: Sam- vinna um skógrækt, Jón frá Ljár- skógum: Breiðfirðingaljóð, Anders Hovden: Föðurhöndin, Kristján Sigurðsson: Hvað líður eldinum? Kolbrún: Hinn hvíti fugl o. fl. Rit- stjóri Skinfaxa er Eiríkur J. Ei- ríksson. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af prófessor Ásmundi Guðmundssyni, ungfrú Rannveig Eiríksdóttir og Guðmundur Löve, kennari. Heimili þeirra verður fyrst um sinn Réttarholti, Soga- mýri. SLYSIÐ í GÆR Frh. af 1. síðu. v hefði átt að vera búið að taka Upp einstefnuakstur fyriír löngu — 'Og ekki síst nú síðam giafan var rifin sUndur. Nú hefir það verið gert.Bíla)r geta ekki far- i'ð nið'ur Túngötú. — Það virð- ist ailt af þurfa að verða slys til þess að menn sjái hvað gera þarf. GAMLA BSO (Marx Bros at the Circus). Amerísk skopmynd með hinum heimsfrægu MAKX BROTHERS. Aukamynd: Stríðsfréttamyndir frá Miðjarðarhafi og Libyu. Sýnd kl. 5, 7 og 9. gS NÝJA BIÓ Hagao bú dóttlr góö! (Yes my darling daughíer.) Hressilega fjörgu amer- íksk skemmtimynd frá Warner Bros. Priscilla Lane, Jeffery Lynn, Roland Young Aukamýnd: Merkisviðburðir árið 1940 (Review of the Year 1940). Sýnd klukkan 7 og 9. 1mvtaMf? IB __ Reykjavíkur Annáll h.f. Revyan Nónsýning á morgun klukkan 3. Aðgöngumiðar seldir1 í dag tilj; kl. 7 og frá kl. 1 á morgun. VERÐIÐ HEFIR VERIÐ LÆKKAÐ. LEIKFELAG REYKJAVIKUR. 4 ÚTLEKB Sýning annað kvöld kl. 8. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitsch aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4—7 í dag. Síðasta sinn. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu við fráfall og jarðarför okkar kæru móður, tengda- móður og ömmu, y.Áj Guðrúnar Jónsdóttur (Eiríksbæ). Ólafía Eiríksdóttir. Þorsteinn Jónsson. Guðrún Eiríksdóttir. Eiríkur Eiríksson. Ása Eiríksdóttir. Guðni Einarsson. Oddný Eiríksdóttir. Jónas Magnússon. Svanhildur Sigurðardóttir. Barnabörn. 117 THEOÐORE DREiSER: JENNIE GERHARDT þótti mjög vænt um hana og hann vildi ekki særa hana, ef hægt væri að komast hjá því. — Hvers vegna ættum við ekki að senda hana í heimavistarskóla til vorsins? sagði hann einu sinni, en vegna þess, hve langt var liðið á veturinn, var hætt við það. Seinna kom þeim saman um að segja henni, að kaupsýslustörf kölluðu hann að heiman í langt ferðalag, og Jennie yrði að flytjast bú- ferlum. Seinna var svo hægt að segja Vestu, að Jennie hefði af einni eða annarri ástæðu skilð við Lester. Þegar þau höfðu fundð frambærilega ástæðu fyrir brottflutningi sínum (þau þóttust ætla í ferða- lag) og Lester hafði leigt sér herbergi, kom að því, að þau þurftu að skiljast við heimili stt í Hyde Park. Jennie og Lester höfðu oft farið til Sand- wood. Hann hafði skoðað húsið og honum þótti vænt um, að húsið skyldi vera á svona fallegum stað, enda þótt það lægi dálítið afsíðis. Vorið var að koma. Blómin myndu hugga hana. Hún átti að fá garðyrkjumann, til þess að sjá um garðinn. Og Vesta átti að vera hjá henni. — Hér er gott að eiga heima, sagði hann. — Ég vil, að þér líði vel. Meðan á þessu stóð hafði Lester komið málum sínum í gott horf. Hann hafði, með aðstoð mála- færslumanns síns, Watsons, tilkynnt lögfræðingun- um Keatly & O’Brien, að á tilteknum degi óskaði hann að fá greiddan sinn hluta af arfinum. Hann ákvað, að svo lengi sem kringumstæðurnar neyddu hann til þess, skyldi hann beita ósvífni. Hann var nærri því ákveðinn í því, að ganga að eiga frú Gerald. Hann ætiaði að verða framkvæmdastjóri í United Carriage Company. Hann átti svo mörg hlutabréf í fyrirtækinu, að ómögulegt var að loka hann úti. Og þegar hann fengi peninga frú Gerald, ætlaði hann að láta til sín taka í kaupsýsluheim- inum. Jennie lá við að örvænta. Hún var hræðilega ein- mana. Heimilið hafði verið henni svo mikils virði. Og nágrannarnir höfðu verið farnir að heimsækja hana, og hún hafði verið farin að álíta, að ein- hvern tíma myndi Lster ganga að eiga hana. Nú hafði hún orðið fyrir hverju mótlætinu af öðru. Heimili hennar og framtíðardraumur var hrunið til grunna. Gerhardt var dáinn, Jeannetta, Harry Ward og ungfrú Frissel hafði verið sagt upp. Flest hús- gögnin voru komin í geymslu og fyrir Jennie var Lester í raun og veru ekki til lengur. Henni var það ljóst, að hann myndi aldrei koma til hennar aftur. Hnn hugsaði ekki um annað en viðskipta- mál, og auðvitað myndi hann gleynúa henni. Og hvers vegna skyldi hann ekki gleyma henni? Hún var honum ekki samboðin. Svo kom að því, að húsinu í Hyde Park var lok- að. Lester fór með Jennie til Sandwood. Hann bjó þar hjá henni ofurlítinn tíma, til þess að venja hana við foreytinguna. Hann gaf henni í skyn, að hann myndi koma aftur, en hann fór frá henni og öll orð hans höfðu enga þýðingu gagnvart þeirri staðreynd, að nú voru þau skilin. Þegar Jennie sá hann ganga ofan garðsstéttina í síðasta sinn, áleit hún, að nú ætti hún ekki langt eftir. Hún háfði kysst hann að skilnaði og óskað honum gæfu og gengis. Svo hafði hún fundið ástæðu til þess að fara til svefnherbergis síns. Vesta kom inn til henn- ar skömmu seinna, en þá voru augu hennar þur. Hið nýja líf var byrjað — án Lesters, án Gerhardts, Vesta litla var eini sólargeislinn á heimilinu. — En hve líf mitt hefir verið einkennilegt, hugs- aði hún, þegar hún gekk fram í eldhúsið, því að hún hafði ákveðið, að sjá um sum verkin sjálf. Hún þurfti að hafa eitthvað að gera. Hún vildi ekki hugsa. Ef hún hefði ekki þurft að ann- ast um Vestu litlu, hefði hún útvegað sér starf utan heimilis. Hún mátti ekki hugsa um það, hvernig komið var. SEXTUGASTI OG FIMMTI KAFLI. Kaupsýslumennirnir í Chicago, Cincinnati, Cle- veland og fleiri borgum urðu varir við töluverða breytingu á högum Lesters Kanes næstu tvö árin eftir að hann skildi við Jennie. Meðan hann bjó með henni, hafði hann ekki umgengizt vissa menn og var ekki hafður með í ráðum um ýms vandamál viðvíkjandi kaupsýslu, sem að réttu lagi heyrðu þó undir hann. En nú kom hann fram aftur og virtist hafa umboð til þess að skipta sér af‘ öllum kaup- sýslumálum. Og allt í einu kom í ljós, að þessi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.