Alþýðublaðið - 10.06.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1941, Blaðsíða 2
Iðnaðarmannafélagið i Reykjavik tilkynnir: Ákveðiö hefir verið að afhending sveins- fcréfa fari fram í Baðstofunni fimmtudaginn 12. júní n.k. kl. 8.30 síðd. Allir þeir nýsveinar, sem lokið hafa prófi í einhverri iðngrein nú í vor eða síðastliðið haust — piltar og stúlkur —, eru beðnir að mæta. Ætlast er til að meistarar og foreldrar J k sveinanna séu viðstaddir. STJÓRNIN. BeQZíDfiitalipr mmmjDA&m u. 3<m mi. Lnbbaleg árás MorgeoMaðsIus á Garðar Jónssoo, sem' flutti eioa foezta ræðuna. ALÞÝÐUBLAÐINU 4. júní las ég grein um aukið öryggi sjó- manna við flutning á benzíni, er sex stéttarfélög þeirra hafa undir- ritað og sent atvinnumálaráðherra til úrlausnar. Finnst mér grein þessi gefa mér tilefni til að taka penna í hönd ■og segja nokkur orð um flutning og meðhöndlun á benzíni, eins og það hefir komið mér fyrir sjónir á ferðalögum mínum undanfarin ár. Virðist mér grein þessi komin fram mikið vegna stríðsráðstaf- ana, en hvað um það, það skiptir hér minnstu máli. Sjómennirnir hafa riðið á vaðið gagnvart skip- um sínum og bera vonandi gæfu til að fá úr ástandinu bætt, áður en slys hlýzt af. Við, sem höfum ferðazt um landið, skulum taka lítils háttar til athugunar hvernig meðhödlað er eldfimt efni, t. d. benzín. Mjög svo víða í kaupstöðum og við sveitabæi liggja fleiri benzín- tunnur tómar og fullar við ben- zíngeymana. Áætlunarbíllinn, sem við erum að ferðast með, tekur um 20 manns í sæti og oft hvert sæti skipað. Meðan bíllinn er að taka benzín frá geyminum sitja oft margir reykjandi í honum, og svo standa þar að auki reykjandi menn innan um tunnurnar við geyminn, maðurinn, sem lætur út benzínið frá geyminum, hefir ef til vill gleymt að drepa eldinn í sínum vindling meðan hann er að dæla frá geyminum. Við sölugeyma þessa standa oft gistihús, verzlanir, samkomuhús, vörugeymsluhús o. s. frv. Komið hefir fyrir, að puntað hefir verið upp á gistihús og stórar verzlanir með því að hlaða benzíntunnum í tugatali við húsveggina. Um benzíngeymslu manna er margt hægt að segja, en læt ég þetta nægja. Nú skulum við athuga með far- þegaskipin og benzínið þar. Þegar við förum um borð í skip- ið í Reykjavík, sjáum við mann, sem stendur vörð við eldfimt efni meðan það liggur á hafnarbakkan- um, og er látið um borð í skipið. Hann stendur vitanlega vörð um, að ekki sé verið með eld sem efn- inu getur stafað hætta af, en við athugum þennan lið nánar eftir að skipið hefir losað landfestar sín- ar, yfirfullt af farþegum, en þá sijá^t engar varúðarreglur að fara varlega með eld. Þessu eldfima efni er komið fyrir á fram- þilfari skipsins. Farþegar ganga reykjandi þétt að tunnunum, fyrsta farrýmis farþegar eru reykj- andi uppi á efra þilfari, liggjandi í'rain á handriðið, með logandi vindling í hendi uppi yfir tunnun- m Við skulum halda áfram með skipinu milli nokkurra hafa. Þá tekur ekki betra við, er við kom- ,um að landi. Á bryggjunni er fullt af tómum benzíntunnum og olíu- tunnum, sem eiga að fara með skipinu, og innan um þessar tunn- ur er fjöldi fólks reykjandi, og þegar fólkið kemur um borð og fer í land frá skipinu, hefi ég séð það fara reykjandi yfir benzín- tunnurnar á þilfar'inu. Við skulum athuga lítilsháttar ástandið á Súðinni. Þar er benzín- ið látið milli 1. og 2. farrýmis, gluggar eru þar opnir, og fyrir neðan þá er benzínið. Getur ekki í óaðgæzlu verið kastað logandi vindling út um gluggann á benzín- tunnurnar? Þegar fólkið gengui* fram og aftur eftir skipinu, verð- ur það ekki komizt, nema ganga eftir brúnni uppi yfir tunnunum. Á brúnni eru oft reykjandi menn. Innan um þetta svívirðilega at- hæfi, sem fólki er boðið að horfa á, og vera innan um, er það þarf að komast leiðar sinnar, fáum við naumlega séð mann, sem gefur sig í að tala um hættuna, hvað þá meira. Flestöll kauptún hafa bruna- málareglugerð sem segir svo fyrir, að landflutningur á benzíni og olíu skuli fara fram undir eftirliti. Er þessum lið ekki framfylgt nema í einu eða tveimur bæjum á landinu. Ég býst ekki við, að fólk al- mennt hafi athugað, hvaða kröfur aðrar þjóðir gera til skipa sem flytja eldfimt efni, enda ætti ekki að þurfa að leita upplýsinga svo langt í burtu. Við íslendingar höfum skip, sem flytur eldfimt efni, (M.s. Skelj- ur) og siglir, að ég bezt beit, eftir þeim varúðarreglum, sem aðrar þjóðir krefjast. Það er því ekki svo langt að fara til að bera saman. íslenzku strandferðaskipin eru látin leika sér með líf og eignir ís- lenzkra og erlendra ferðamanna, er þeir þurfa að fara með þeim hafna á milli, þegar búið er að gera skip- in að illa útbúnum benzín- og olíu- flutningaskipum, sem hvergi nærri geta, eða gera, að uppfylla þær kröfur, sem vera ber, til að reyna að afstýra sjáanlegri slysahættu. Áður en ég lýk máli mínu, get ég ekki látið fram hjá fara að geta þess, sem gert er. 23. júlí 1939 kom E.s. Dettifoss til Siglufjarðar, með sjáanleg merki þess, að hann hafði eldfimt efni um borð í skipinu. Er ég kom um borð, sá ég auglýsingu undir- ritaða skipstjórinn. — Reykingar stranglega bannaðar á þilfari. — Sömuleiðis lét skipstjórinn setja vakt yfir eldfimt efni, á þilfarinu. Er þetta í fyrsta og eina skiptið, sem 'ég hefi séð varúðárreglur á skipi, er ég hefi ferðazt um landið. Þar sem ég minnist á varúðarregl- ur skipstjórans á E.s. Dettifoss, — sem eru lofsverðar frá hans hendi, verður ekki komizt hjá að segja nokkur orð, um hvernig honum var launuð hans varfærni af af- greiðslumanni skipsins, sem hafði með uppskipun að gera. Eftir kröfu minni var settur vaktmaður K. M. fana Frai með 5ýntérkra iep 2 I.R. ob ViklBður keppa næst- komandi fliPMtsMlag. LEIKUKINN í gær var aS ýnisu teyti ólíkur leiknum í fyrrakvöld, fyrst og fremst markatalan, því að K.R. skor- aði 5 gegn 2, en í fyrrakv. varð jafnteflí, 0:0. Þessi kappleikur var að því leyti verri en fyrri kappíeikurinn, að samleikur- inn var ekki eins mikill, hrað- ur og öruggur. Hins vegar hafa K.R. og Fram engu lélegri ein- staklinga en liðin í heild eru, eftir þessurn leikjum að dæma, ekki eins heilsteypt og Vals- Víkings liðin. Þessi orð ber þó ekki að skilja svo, að verið sé að spá um úrslit mótsins. Eftir ann- an leikinn er allt í mun meiri tvísýnu en fyrir hann. Fyrri hálfleikur var í gær- kvöldi töluvert rólegri en sá síðari. Schram skoraði þegar 18 mínútur vcru liðnar. Valt síðan á ýmsu, illa uppbyggð og misheppnuð áhlaup á báða bóga. Snemma í síðari hálfleik setti Har. Gíslason annað mark og skömmu síðar bætti Schram enn einu við, en fjórða mark K.R.-inga setti Óli B. Nú stóð leikurinn 4:0 og þótti mörgum — að það sem eftir var — yrði leikur kattarins við músina. En þá var sem berserksgangur gripi Frammara og þeir skor- uðu tvö mörk hvort á eftir öðru, fyrst Jón Magnússon og síðan Högni. Varð leikurinn nú mjög fjörugur og harður, enda urðu tveir menn að hætta leik vegna meiðsla, þeir Sigurjón Jónsson, K.R., cg Sæmundur Gíslason, Fram. Skömmu fyrir leikslok var dæmd vítisspyrna á Fram, sem Óli B. tók ágætlega og skoraðí. Næsti leikur er á fimmtudag- inn og keppa þá K.R. og Vík- ingur. Dómari verður Guðm. Sigurðsson, varadómari Þráinn Sigurðsson og línuverðir Jón Þórðarson og Sigurgeir Kristj- ánsson. B. ----------------------) við 20 benzíntunnur, er þær komu í land úr skipinu, en afgreiðslu- maðurinn gat ekki á sér setið að láta gæzlumanninn fara að vinna við uppskipun, og skilja tunnurn- ar eftir mannlausar í mestri um- ferðinni á uppfyllingunni. Það sem ég hefi getið um við- komandi meðferð eldfimra efna, á aðallega við benzínið. Eins og all- ir vita eru fleiri eldfim og hættu- leg efni, sem óvarlega er farið með á landi og sjó, sem væri engin van- þörf á að taka til meðferðar. Er hér ekki nægilegt verkefni til að vinna að, og reyna að losa okkur við slysin, sem sýnilega stefnir að, og fá þeim afstýrt áður en það verður um seinan Hafnarfirði, 7. júní 1941. Erlendur Halldórsson. xxxxxxxx>o<xx ÚtbreiðlH Alpýðnblaðið. xxxxxxxxxxxx INN síarfandi sjómað- •“■'* . ur flutti ræðu á Sjó- mannadaginn, Garðar Jóns- son, bátsmaður á Súðinni. Lagði sjómannadagsráðið svo mikla áherzlu á að fá hann til að tala, að það gekkst í það, að Garðar fengi frí af skipinu í nokkra daga, en Súðin fór norð- ur fyrir helgina. Garðar Jóns- son fór snemma í morgun, áð- ur en Morgunblaðið kom út, á- leiðis norður til að taka skip sitt. í morgun ræðst Morgunblað- ið með frekju cg dónaskap á þennan- eina starfandi sjó- mapn, sem kom fram á Sjó- mannadaginn. Það segir, að ræða hans hafi verið hneyksli, að hann hafi verið pólitískur undirróðursmaður, að hann hafi dregið Sjómannadaginn niður í sorpið, og svívirt hann. Já, það er auðfundið að þessi sjómaður hefir hneykslað flokksmenn Morgunblaðsins. — Kann mætti heldur ekki í kjól og hann sagði, ,,að sjómenn lifðu ekki á kjassinu einu,“ að þeir þyldu það illa, að dagur þeirra væri notaður af hræsn- urum og að lífvænleg laun og bætt afkoma, aukið öryggi fyr- ] ir sig og sína væri aðalatriðið I BAÐIÐ „Nordisk Tidend'1 í New York hefir biTt grein um Josef Terboven, einræði's- herra Hitlers í Nooiegi- Höfund- ur greinarinnar, Kurt Singer, seg- i'r svO' meðal annars: Flestir muniu hefja frægðar- braut sína úr umkoanuleysinu. Þegar Josef Terboven kiom til Noregs höfðu fæstir Norðmenn nokkru sinni heyrt hans getið- Jafnvel þýzkar alfræðiorðabækur láta hvergi nafns hans getið. En þeir, sem þekkja sögu nazismans munu kannast við þetta nafn. Hann er fæddur 23. maí 1898, er kaþólskrar tníar og hefir gengi'ð í gagnfræðaskóla í Essen. Terboven var upphaflega banka ritari, en missti atvinnuna sök- um gengisfallsiins og reyndi að fá atvinnu hjá Kruppverksmilðj- unUm, en það mistókst. Þegar hann var þanniig ger- samlega atvinnulaus datt honuin í hug að ganga í hinn nýstiofnaða nazistafélagsskap í þeirri vön, að hann fengi eitthvað verkefni þar. Terboven var strax á þeim ár- um mikill æsingamaður. Fiiokks- félagar hans segja, að hann hafi á þessum tíma verið í hópi verstu þorparanna trndir forystu Schla- geters. Einn þeirra manna sem þekkja Terboven vel, Otto Strasser seg- ir um Terboven: „Þegar Terboven missti atvinn- una • í bankanum, stungu hinir fyrir hina starfandi sjómenn. Samkvæmt kenningu Moig- unblaðsins á Sjómannadagur- inn að vera fyrir menn eins'og Gísla Jónsson, Davíð Ólafsson- og Ólaf Thors, ekki fyrir starf- andi sjómenn. Þetta á víst að vera vísbending til Sjómanna- dagsráðsins um að það sjái svo um, að karlar eins og Garðar Jónsson mæti ekki framar í ræðustól á Sjómannadaginn, maður, sem kemur úr vihnu á sjónum með raunhæfar skoð- anir, ekki kjólklæddur og talar sjómannamál! En var Garðar Jónsson með pólitískan áróður? Nei. Hann talaði aðeins um hagsmuni ájómanna og viðhorf þeirra. Hann talaði beint út úr pokanum, án smjaðurs eða skriðdýrsháttar. Því miður getur Alþýðu- blaðið ekki birt ræðu Garðars I heild, þar sem hann er farinn úr bænum, en einhvern næstu daga mun það birta ræðu Guð- mundar Hagalíns, sem Mgbl. segir í morgun, að hefði verið osmekkleg á köflum. En Mgbl. finnst engin ástæða til að minnast á nazistaáróður Davíðs Ólafssonar. — Það er sérstaklega eftirtektarverL nazistisku félagar hans Upp á því, að hann, sein væri svona laglegur maður, næði sér í ríka ekkju, sem gæö látið hann hafa peninga handa flokknum. Ter- boven heppnaðist að ná sér í slík! an kvenmann, sem sá ekki í skiíd iniginm handa honum og félögum hans.“ Árið 1924 hitti Terhoven Hitl- fer í fyrsta sinn, og hainn talaði' hreinskilningslega vrð Hitler um hina ríku vinkionu sína- Nazist- ana vanhagaði um peninga á þeim árum, og Terboven, varð ieiðtogi nazist’adeildarinnar í Ess- esn. Þannig hóf hann valdabraut sina. Terboven ávann sér hylli Hitl- ers, þegar hann gat náð sam- bandi við, einn af stærstu fram- leiðsluhöldiunum í Essen, Emi'l Kirdof, stálkonung, sem ásamt Krnpp og Thyssen starfaði að því að kioma á stjórn, sem væri að skapi þýzku vopnaframleið- endunUm. Krupp, Thyssen og Kirdof kröfðust þess, að Hitler strikaði allan sósíaiisma út af stefnuskrá sínnii, og um þetta leyti var það, sem Otto Strasser yfirgaf flokk- inn. Otto Strasser segir ennfremur: „Kirdof gamli gaf Terhowen fferðapeninga svo að hann gætí farið tíl Munchen og komið þar Frh. á 4. síðu. Terboveii blnEX illræmdi landsQ. Hitlers i Moregi ----*—.--

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.