Alþýðublaðið - 17.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.06.1941, Blaðsíða 4
MH&JUBAGUE 17. JÚNl 1941. ÞRIÐJU DAGUR Næturlæknir er Björgvin Finns- eon, Laufásvegi 11, simi 2415. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,00 Ungmennatími (forseti U. M. F. í. talar o. fl.). Tón- leikar. 20,00 Fréttir. 20,25 Ræða. 20,45 Kórsöngur (Dómkirkjukór- inn). 21,00 Erindi: 17. júní 1911 (Val- týr Stefánsson ritstjóri), 21,20 Kórsöngur (Dómkirkjukór- inn). 21,35 Útvarpshljómsveitin leikur íslenzk alþýðulög. 21,55 Fréttir. 22,05 Danslög. 23,00 Dagskrárlok. Trúlofun. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Kristín Ásgeirsdóttir frá Grundarfirði og Þorsteinn Krist- insson, sjómaður frá Dalvík. Reykvíkingar unnu Akureyringa í skákkeppninni, sem fór fram milli þeirra í fyrradag. Unnu sunn- anmenn 14 % skák af 20, sem tefldar voru. Um kvöldið var norðlenzku skákmönnunum haldið aamsæti í félagsheimili verzlunar- manna. Ekið á hest. S.l. föstudag ók bifreið á hest á Suðurlandsvegi. Hélt bílstjórinn áfram án þess að skipta sér af slysinu. Maðurinn,, sem var með hestinn, gat ekki nað númeri bíls- ins, en þarna á veginum voru menn, sem kunna að geta gefið upplýsingar um slysið, og vill rannspknarlögreglan hafa tal af þessum mönnúm. Seðlaúthlutun fyrir sykri til sultugerðar hefst á morgun í Góðtemplarahúsinu og stendur yfir kl. 9—12 f. h. og 1—5 e. h. á morgun, fimmtudag og föstudag. Seðlarnir verða afhentir gegn framvísun stofna af núgild- andi matvælaseðlum. Dýrlingurinn skerst í leikinn heitir ameríksk leynilögreglu- mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er hún gerð sámkvæmt skáldsögu éftir Leslie Charteris. Aðalhlu.t- verkin leika: George Sanders og Wendy Barrie. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Solveig Jónsdóttir og Gísli Halldórsson. Bergstaða- stræti 25. Dansleik heldur st. Verðandi nr. 9 í kvöld kl. 10 í Góðtemplarahúsinu. íslenzkir litir, bréfkort er selt á götunum í dag, með umsögn skálda vórra. Spegilbret í Mifnð- sári á mni. EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær, kom vélbáturinn „Pilot“ með 14 skipbrotsmenn. Voru sex þeirra fluttir á sjúkra- hús og þar liggja þeir enn. Voru tveir þeirra sárir á höfði, en einn fótbrotinn. Þegar sárið á höfði annars þeirra var hreinsað, kom upp úr því speg- ilbrot, 2 cm. langt. Maðurinn var staddur á þilfari, þegar sprengingin varð, en engir speglar voru nálægt, nema neðan þilja. iaæaöööíöRöaaaía Kartðflnverðið. helzt enn óbreytt um hríð, ' I en hækkar áður en langt um líður. Grænmetisverzlun ríkisins. 2000 HVÍTKÁLSPLÖNTUR seljast ódýrt í Klömbrum í dag og á morgun. Upp- lýsingar í síma 1439. xxxx>oocoo<xx fltbrelftíft Alþý&ublaölð! RÍKISSTJÓRINN. (Frh. af 1. síðu.) 1881 og voru fareldrar hans Björn Jónsson, ritstjóri ísafold- ar og síðar ráðherra og kona hans Elísabet Sveinsdóttir. Sveinn Bicrnrson lauk stúd- entsprófi í Reykjavík árið 1900, las- síðan lög.-við Kaup- mannahafnarháskóla og út- skrifaðist þaðan árið 1907. Frá þeim tíma og til ársins 1920 var hann málaflutnings- maður við yfirdóminn og síðar hæstarétt í Reykjavík, en var auk þess mjög fljótt hláðinn ýmsum opinberum störfum. —• Þingmaður fyrir Reykjavík var hann árið 1914—1915 og aftur árið 1920. Árið 1915 var hann kosinn í velferðarnefnd, sem stofnuð var vegna heimsstyrj- aldarinnar. í ársbyrjun 1916 var hann skipaður forstjóri Brunabótafélags íslands og gegndi hann því starfi í fjög- ur ár. Sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn var hann skipaður á miðju sumri 1920 og hefir verið það alla tíð síðan áð tveimur árum undanteknum, 1924—1926, þegar sendiherra- embættið var um stundarsakir lagt niður. Sveinn Björnsson kom hing- að heim eftir hertöku Dan- merkur í fyrravor og hefir síð- an starfað hér í sambandi við utanríkismálaráðuneytið að því að skipuleggja sjálfstæða, ís- lenzka utanríkismálaþjónustu. Sveinn Björnsson er kvænt- ur Georgíu Hinriksdóttur Han- sen, lyfsala í Hobro í Dan- mörku og á með henni fimm börn, öll upp komin: Björn, kaupmann í Danmörku, Önnu Kathrine Aagot, gifta Sverri Paturson frá Færeyjum, dýra- lækni í Danmörku, Hans Hin- rik Emil, lögfræðing í Reykja- vík, Svein, tannlæknisnema í Dýrlmgurinn skerst i ieikinn. (The Saint Takes Over.) Ameríksk leynilögreglu- mynd, gerð samkvæmt skáldsögu eftir Leslie Charteris. Aðalhlutverkin leika: ~ Gfeorge Sanders og Wendy Barrie. I" Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. NÝJA RW SSB Spennandi og viðburðarík ameríksk kvikmynd frá Universal Pictures. Aðalhlutverkin leika: Claire Trevor og George Raft. Aukamynd: Ensk íþrótta- kvikmynd. Börn yngri en 1S ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 3 rðskar stúlknr óskast á Hotel Borg nú þegar Húsfreýlan. Danmörku, og Elisabet, sem út- skrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Stérfelldar loít- árásir Breta á RíHarhéruðia. Mihlir eldar geysa viða á iðiiaðarsvæðimim. REZKAR spFengjuflugvél- ar fóru í nótt í stóruxn hópum til árása á iðnaðarhér- uð Vestur-Þýzkalands. Voru á rásir gerðar á Köln, Dxisseldorf og fleiri borgir, og kornu upp miklir eldar. Nánari fregnir eru væntanlegar í dag. Þetta er sjötta nóttin í röð, sem brezki flugherinn gerir stórfelldaf árásir á Rínarhér- uðin, enda eflist hann nú með hverjum degi, bæði við það að fá nýjar enskar og ameríkskar flugvélar og síaukinn fjölda flugmanna frá Kanada.. Allmiklir bardagar voru háð- ir í gær yfir Doversundi og tók fjöldi orustuflugvéla þýzkra og enskra þátt í þeim. Útvarpið í London segir, að 11 þýzkar flugvélar hafi verið skotnar niður og 6 brezkar, en tveir brezku flugmannanna sluppu ómeiddir. Árásir' Þjóðverjá á Bretland Lnótt voru óverulegar, og þrjár flugvélar þeirra skotnar niður. 136 THEODORE DREISER JENNIE GERHARDT skyldan var svo íhaldssöm og vanaföst, að henni fannst ekkert vera athugavert við þetta. Á fimmtudaginn kom frú Lester. Hún var mjög harmþrungin, því að hún hafði borið falslausar til- finningar í brjósti til Lesters ekki síður en Jennie. Um nóttina, þegar allt var orðið hljótt, fór hún út úr herbergi sínu og gekk þangað sem kistan var. Hún laut yfir líkið og skoðaði svipinn, sem henni þótti sVo vænt um. Tárin drupu af hvörmum henn- ar, því að hún hafði verið hamingjusöm í samtaúð- inni við hann. Hún strauk kaidar kirínar hans og hendur. Enginn hafði skýrt henni frá því, að hann hafði sent eftir Jennie. Fjölskyldan vissi ekkert um það. En í húsinu í South Park Avenue var kona, sem varð að bera harm sinn í hljóði, og enginn tók þátt í kjörum hennar. í öll þessi ár haíði hún alið í brjósti leynda von um það, að einhvern tíma lægju leioir þeirra saman aftur. Hann hafði komið aftur — því bar ekki að neita -— hann hafði komið aftur, þegar hann var að deyja. Og nú var hann farinn. En hvert hafði hann farið Hafði hann farið sömu leið og móðir hennar, Gerhardt og Vesta? Hún hafði enga von um að sjá líkið, því að hún hafði séð í blöðun- um, að það ætti að grafa hann í Cincinnati. Síðasta athöfnin átti að fara fram í rómversk-kaþólsku kirkj- unni í South Side, St. Michael’s. Jennie tók þetta mjög nærri sér. Hún hefði vilj- að, að hann hefði verið j.arðaður í Chicago, svo að hún hefði getað gengið að gröfinni stöku sinnum, en þannig átti það ekki að fara. Hún hafði aldrei getað ráðið við örlög sín. Það voru alltaf aðrir, sem réðu. Henni fannst hann hafa verið tekinn frá henni að fullu og öllu, þegar líkið var flutt til Cincinnati, eins og fjarlægðin gerði nokkurn mismun. Hún ákváð loks að hafa þykka slæðu fyrir andlitinu og vera viðstödd athöfnina í kirkjunni. Blöðin höfðu tilkynnt, að athöfnin ætti að fara fram klukkan tvö síðdegis. Klukkan fjögur átti að flytja líkið á braut- arstöðina og flytja það með lestinni. Meðlimir fjöl- skyldunnar ætluðu að fylgja líkinu til Cincinnati. Hún ætlaði að fylgja til járnbrautarstöðvarinnar. Rétt um það leyti, sem von var á líkfylgdinni til kirkjunnar, sást við einar hliðardyrnar kona með þykka, svarta slæðu fyrir andlitinu. Hún fékk sér sæti í afsíðis horni. í fyrstu virtist hún vera dálítið taugaóstyrk, því að þegar hún sá, að kirkjan var tóm og dimm, varð hún hrædd um, að hún hefði farið kirkjuvillt. En þegar hún hafði beðið full eft- irvæntingar í fáeinar mínútur, var byrjað að hringja hátíðlega klukku upp: í turninum. Skömmu seinna kom meðhjálpari í svörtum fötum og fór a£ kveikja á kertunum. Uppi á söngloftinu heyrðist fótatak og lágt þrusk, sem gaf til kynna, að athöfninni ætti að fylgja söngur. Nokkrir forvitnir náungar höfðu komið sér fyrír á bekkjum úti í horni, fáeinir slæp- ingjar og örfáir kunningjar, sem ekki hafði bein- línis verið boðið. Jennie horfði updrandi á þetta. Aldrei á ævi sinni hafði hún komið inn í kaþólska kirkju. Rökkrið, hinar skrautlegu rúður, hvítt altarið og kertaljósin höfðu áhrif á hana. Þetta hús var táknmynd lífsins með leyndardómum sínum og öryggisleysi. Meðan klukkan hringdi kom hópur kórdrengja innan úr skrúðhúsinu. Sá minnsti var ellefu ára snáði með engilsásjónu. Hann gekk á undan og hélt silfurkrossi hátt á lofti. Kórdrengirnir, sem komu á eftir honum, gengu tveir og tveir saman og héldu á löngum kertum, sem logaði á. Presturinn, sem var í svartri hempu, gekk inn á eftir kórdrengjunum og fylgdu honum tveir meðhjálparar sinn til hvorrar handar. Skrúðgangan fór fram í forsal kirkjunnar og sást ekki aftur fyrr en kórinn byrjaði að syngja latnesku bænina um miskunnsemi og frið. Þegar söngurinn hófst, kom hin hátíðlega skrúð- ganga aftur í ljós, silfurkrossinn, ljósin, prestur- inn, sem las hátt meðan hann gekk inn, og lík Lesters í stórri, svartri kistu með silfurhandföngum og báru hana sex menn, sem gengu hægum, hátíð- legum skrefum. Það fór hrollur um Jennie. Það var eins og rafstraumur hefði farið um hana. Hún þekkti engan af þessum mönnum. Hún þekkti ekki Ró- bert. Hún hafði aldrei séð Midgely. í líkfylgdinni þekkti hún aðeins þrjár manneskjur, sem Lester háfði sýnt henni íyrir löngu. Hún sá frú Kane, því að hún gekk rétt á eftir kistunni og studdi s:g við arm ókunnugs manns. Á bak við hana gekk Wat- íj son, hár og virðulegur. Hánn leit snöggvast til 1 beggja handa, eins og hann byggist við að sjá hana, | en þegar hann kom ekki auga á hana, horfði hann beint fram. Jennie horfði á hann með athygli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.