Alþýðublaðið - 19.06.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.06.1941, Blaðsíða 2
fimmtudagur 19. júní 1941. ÆIÞÝÐUBLAÐID SrÖHFUM þessa alþingis er nú lokið/ Það er hið 56. löggjafarþing, en 71. samkoma frá því alþingi var endurreist. Frá stofnun alþingis eru liðin 1011 ár, en 679 frá því ísland játaðist undir yfirráð erlends konungs. Eitt ár er liðið síðan meðferð hins æðsta valds í málefnum ríkisins var aftur flutt inn í landið, og nú segir í fyrsta sinn kjörinn íslenzkur ríkisstjóri alþingi slitið. Aldrei hefir alþingi verið háð við slík skilyrði sem nú. Er- lendur her situr í landinu, en utan valdssviðs íslenzkra laga og býr við sjálftekinn rétt. Að vísu eru hersveitir þessar frá þjóð, sem jafnan hefir sýnt okk- ur íslendingum fullan vinskap og lítur svipuðum augum og við á gildi lýðræðis og rétt smárra þjóða til þess að ráða sér sjálfar. Stjórn setuliðsins hefir og lýst yfir því, að hún muni á engan hátt hafa afskipti af íslenzkum málefnum og vilji virða rétt vorn í hvívetna. Skal sá vilji ekki véfengdur. En heit- orð þetta er bundið því skilyrði, að eigi fari í bága við hennað- arlega nauðsyn. Og mat slíkrar nauðsynjar er á valdi herstjórn- arinnar, en ekki íslendinga. Yið eigum ekki annars úrkosta en að vænta þess, að réttsýni og drengskapur þeirra, er her- stjórnina hafa, sé slíkur, að * þeir misbeiti eigi þessu valdi, og þá ekki síður hinu, að hver Íslendingur gæti jafnan þeirrar skyldu, að gefa ekkert réttmætt tilefni til afskipta af íslenzkum málefnum. Stórveldastyrjöldin hefir nú geisað í nærfellt 2 ár. Æ fleiri þjóðir dragast inn í þenna hild- arleik, og verða að láta frelsi og sjálfsforræði -eftir dýrar fórnir. Átökin harðna stöðugt. Átakasvæðið færist nær og nær. í 13 mánuði hefir herlið annars aðila ófriðarins dvalið hér. Hinn aðilinn hefir lýst yf- ir því, að landið sé innan hern- aðarsvæðisins, lagt blátt bann við öllum siglingum að því og frá og hótað að tortíma hverj- um þeim, sem freistar að brjóta það bann. Tugir sjómanna hafa verið skotnir vopna- og varn- arlausir og án fyrirvara. Flug- vellir og afgreiðslustöðvar skipa er að okkur fornspurðum byggt hér í þarfir setuliðsins. Flugvélar hins ófriðaraðilans sjast öðru hverju sveima yfir landinu, svo honum er sýnilega kunnugt um þessar fram- kværndir. Tundurduflum hefir verið lagt nálægt ströndum landsins og. fiskimiðum þess þar með lokað. íslenzkir borg- .arar hafa verið teknir og flutt- ir úr landi, þar á meðal einn, sem á setu á þessu alþingi, og útgáfa íslenzks blaðs. verið stöðvuð, allt án þess að málin hafi verið' borin undir íslenzka dómstóla. Stjórnarvöld ríkis og bæja hafa gert ráðstafanir til þess að flytja börn og konur úr þeim bæjum, þar sem hættan við loftárásir er talin mest, og sveitir manna eru æfðar við björgunarstörf, til þess að lið- sinna særðu fólki og draga úr tjóni af völdum slíkra árása. Enginn veit, hvað hans bíður Þlngslitaræða Har« alds næsta dag. Allt er í óvissu, ör- yggi og afkoma. Aldrei hafa viðfangsefni al- þingis verið vandasamari en nú Aldrei hafa starfsskilyrði þess verið erfiðari en nú. En eins og hver einstaklingur verður að rækja dagleg störf og skyldur, þrátt fyrir óvissu og öryggis- leysi, á sama hátt verður al- þingi að rækja sín störf, gegna sínum skyldum. Það hefir orðið hlutskipti þessa alþingis að meta það og úrskurða, hvort unnt væri að láta fara fram almennar al- þingiskosningar í samræmi við tilgang stjórnarskrár og kosn- ingalaga við þau skilyrði, sem nú eru fyrir hendi. Alþingi gat ekki vísað þeim vanda frá sér án þess að bregðast skyldu sinni. í stjórnarskrá íslands eru engin ákvæði um það, að víkja megi frá hinum almennu fyrir- mælum um þetta efni, þótt svo sé ástatt, sem nú er. En það er ’ viðurkennd réttarregla, að nauðsyn sé lögum ríkari. Mat alþingis varð á þá leið, að eigi væri fært að treysta því, að kosningar gætu fram farið með eðlilegum hætti eða í samræmi við tilgang stjórnarskrárinnar og anda lýðræðisins, og úr- skurður þess sá, að því skyldi fresta almennum alþingiskosn- ingum fyrst um sinn og fram- lengja núverandi kjörtímabil, þar til ástæður breytast þann- ig, að fært þykir að láta kosn- ingar fara fram. Það er einlæg von okkar alþingismanna allra, að þess verði sem skemmst að bíða. Þegar alþingi tekur upp störf samkvæmt ályktun þessari, verður það að sjálfsögðu, ef gerðir þess verða véfengdar, að hlíta úrskurði dómstóla lands- ins um það, hvort hér hafi ver- ið lengra gengið en heimilt var og rétt og nauðsyn krafðist. Og þess verður að vænta, meðan almennar alþingiskosn- ingar hafa eigi fram farið, að alþingi gæti þess jafnan vand- lega, að breyta ekki grundvall- aratriðum löggjafar eða fram- kvæmdavalds í landinu, nema ótvíræða, knýjandi nauðsyn beri til. Skal þá vikið að öðrum þing- störfum.,. •Síðasta ár, og það, sem af er þessu, verður að teljast mjög hagstætt, að því er snertir fjár- hagsafkomu ríkisins og lands- manna yfirleitt. Þrátt fyrir siglingaörðugleika og margvís- legar hættur hefir tekizt að flytja út afurðir þjóðarinnar og að afla henni nægilegra nauð- synja til lífsþarfa og til fram- leiðslustarfseminnar. . Verður þeim, sem hafa lagt líf í hættu við þessi störf og náð slíkum árangri, seint fullþakkað. Verðlag á þýðingarmestu út- flutningsvöru okkar, fiskinum, hefir verið hátt, aflabrögð yf- irleitt góð eða sr''nj]e fjár- hagslegur árang r' slarfsemi ' landsmanna í heild því mjög •*■ góður, jafnvel þótt tillit sé tek- ið til hækkunar á verði að- fluttra vara. En hins er ekki að dyljast, að allt er í óvissu um framtíð- ina, og margt bendir til, að í þessum efnum sé breyting í vændum, cg erfiðir tímar fram undan, einnig á þessu sviði. Verðlag innanlands fer stöðugt hækkandi og mjög hefir á flest- um sviðum dregið úr þeim framkvæmdum, sem í eru var- anleg verðmæti. Ekki hefir reynzt kleift að fylla þau skörð, sem orðið hafa á skipastól okk- ar, þótt nægilégt laust fé sé fyrir hendi. Er það nú eitt höf- uð-viðfangsefnið, sem framund- an er, hversu bezt megi verja þessu lausa fé þjóðinni til fram- búðarnytja. Hinar auknu tekjur atvinnu- fyrirtækja og einstaklinga hafa gert alþingi fært að breyta skattalöggjöfinni mjög veru- lega í þá átt, að létta skatta á þeim, sem hafa lágiar tekjur eða miðlungstekjur, og tryggja þó ríkissjóði um leið rýmri fjárhag. Jafnframt hefir alþingi gert ráðstafanir til þess, með ákvæðum hinna nýju skatta- laga um Nýbyggingarsjóð, að allmikill hluti hinna hærri tekna verði lagður til hliðar til endurnýjunar og aukningar framleiðslutækjanna, og verði þannig undirstaða vaxandi at- vinnu og afraksturs, en eigi eyðslueyrir. Á sama hátt hafa hinar auknu tekjur ríkissjóðs gert Alþingi fært að sinna í ríkara mæli en áður margháttuðum verkefnum, er miða að því að bæta afkomuskilyrði almenn- ings og auka atvinnu í landinu til frambúðar. Má í því sambandi nefna löggjöf um landnám ríkisins og jarðakaup vegna kauptúna og sjávarþorpa ásamt stofnun lánadeildar smábýla, aukningu á starfsfé Fiskveiðasjóðs ís- lands og veðdeildar Lands- bankans. Enn fremur breytingu á lögum um verkamannabú- staði, um Byggingar- og land- námssjóð og stóraukin framlög til allra þessara framkvæmda, svo og til nýbýla og endur- bygginga sveitabæja. Framlög ríkisins til alþýðu- skóla, svo sem gagnfræðaskóla, héraðsskóla, ungmennaskóla, húsmæðraskóla og annarra, sem ekki eru eign ríkisins, hafa og verið aukin til stórra muna. Þá hefir alþingi og afgreitt ný lög um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum og breytt nokkuð eldri lögum um sams konar fræðslu í sveitum og loks heim- ilað ríkisstjórninni að leggja fram þegar á næsta ári hálfa milljón króna til byggingar sjó- mannaskóla. Er þess að vænta að ríkisstjórnin sjái sér fært að nota þessa heimild, og að þessi stétt fái nú skóla, sem er henni samboðinn. Þá hefir og verið breytt lögum um Háskóla ís- lands og ákveðið að láta fram fara endurskoðun á skólamál- um landsins í heild. Sýnir þetta að alþingi er ljós nauðsyn þess að hlúa sem bezt að uppeldis- og fræðslustarf- semi í landinu, engu síður en að bæta atvinnuskilyrðin og au.ka framleiðsluna. Vegna sívaxandi dýrtíðar og aukinnar áhættu við siglingar og sjóferðir allar hefir alþingi talið nauðsynlegt að gera víð- tækar breytingar bæði á al- þýðutryggingalögunum og lög- um um stríðsslysatryggingu sjómanna og auka verulega framlag til þeirra mála. Ákveð- in hefir verið undirbúnings- rannsókn almennra persónu- trygginga gegn slysum af völd- um ófriðariris og ný löggjöf af- greidd um ófriðartryggingar fasteigna og lausafjár. Þá hefir alþingi einnig ákveðið með lög- um, að' greidd skuli full verð- lagsuppbót á laun opinberra starfsmanna og á lífeyri og eft- irlaun fyrir opinbera þjón- ustu. Enn fremur hefir alþingi falið ríkisstjórninni að hefja undirbúning að almennri lög- gjöf um orlof verkafólks og láta fram fara athugun á því, hverj- ar ráðstafanir þurfi að gera til þess, að slík leyfi komi hlutað- eigendum að sem beztum not- um. Er hér um merkilegt ný- mæli að ræða. Að sjálfsögðu hefir eigi verið unnt að auka svo framlög ríkis- sjóðs til margháttaðra fram- kvæmda, sem gert hefir verið, án þess að hækka fjárlögin. Al- þingi hefir eigi talið fært að lækka framlög til almennra verklegra framkvæmda, heldur hljóta þau að aukast vegna hækkandi verðlags. Hið sama er að segja um lögboðin. gjöld og kostnað allan við starfsemi ríkisins. Þarf því engan að undra, þótt fjárlög þau, sem al- þingi afgreiddi að þessu sinni, séu hærri en verið hefir. Eitt síðasta verk alþingis var að veita ríkisstjórninni heim- ildir til þess að gera marghátt- aðar ráðstafanir í því skyni að stöðva eða draga úr hækkun verðlags í landinu, og að inn- heimta sérstök gjöld til þess að standast kostnað af þeim. Er hér um óvenju víðtækar heim- ildir að ræða, enda miltil nauð- syn að koma í veg fyrir sívax- andi dýrtíð og þær afleiðingar, er henni hljóta að verða sam- fara. Það er von alþingis, að ríkisstjórninni lánist að halda svo á þessum málum, að til- gangi laganna verði náð. Nokkrir kunna að líta svo á, að alþingi hafi sýnt of mikinn stórhug og jafnvel ofrausn í meðferð fjármálanna, og að meiri varúðar hafi verið þörf, einkum þegar tillit er tekið til þeirrar óvissu, sem framundan er. En grundvöllur stórra fram- kvæmda, hvort heldur er í verk legum eða andlegum efnum, er trúin á landið og þjóðina, ,‘sem byggir það. Trúin á vilja og mátt þjóðarinnar til þess að bæta lífskjör sín og menftingju- Trúin á það, að þjóðin sé þess megnug að afla mikils úr skaUti moldar og á miðum úti, og kunni að nota rétt ferig- inn afla. Og verður því fé, sem nú hefir borizt í hendur þjóð- arinnar umfram daglegar þarf- ir, annan veg betur varið en til þess að treysta grundvöll- inn undir framtíðarstarfsemi þjóðarinnar? Á alþingi hinn 10. apríl 1940 var ákveðið að ísland tæki að svo stöddu í sínar hendur með- ferð allra sinna mála, enda gat Danmörk þá eigi farið með þau mál, sem hún tók að sér að fara með í umboði Islands með sambandssamningi , íslands og og Danmerkur frá 1918. Enn er þetta ástand, að liðn- um 14 mánuðum, óbreytt. ís- land og Danmörk eru á valdl andstæðra styrjaldaraðila. Enn er með öllu óframkvæmanlegt hið stjórnarfarslega samband milli landanna, samkv. sam- bandsljagaísáttmálanum. Alþingi hefir því ályktað, að lýsa yfir því: að það telur ísland hafa öðl- ast rétt til fullra sambandsslita við Danmörku, og ennfremur því, að af íslands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á sam- bandslagasáttmálanum, þótt ekki þyki að svo stöddu tíma- bært, vðgna ríkjandi ástands, að ganga frá formlegum sam- bandsslitum og endanlegri stjórnarskipun ríkisins, enda verði því ekki frestað lengur en til styrjaldarloka. Hinar sömu ástæður er komu í veg fyrir það, að Danmörk gæti farið með málefni íslands áamkvæmt sáttmálanum, voru þess á sama hátt valdándi, að konungi vorum var ókleift að fara með þau mál, er honum bar að fara með samkvæmt stjórnarskrá ríkisins. Samkvæmt ályktun alþingis sama dag hefir því ráðuneyti íslands síðan farið með vald konungs hér á landi. Alþingi hefir nú ályktað að kjósa sérstakan ríkisstjóra, er fari méð æðsta vald í málefn- um íslands þar til gengið verð- ur frá endanlegri stjórnarskip- un ríkisins. Alþingi hefir einn- ig sett lög um störf og skyldur ríkisstjóra og í dag kosið herra Svein Björnsson til þess að gegna þessu starfi til jafn- lengdar næsta ár. Tók hann við embætti hér á alþingi í dag. Loks hefir alþingi ályktað að lýsa yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á íslandi jafnskjótt og sambandinu við Danmörku verður formlega slitið. Þessar ályktanir alþingis þurfa engra skýringa við. Þær tala sínu máli. En á þessum merkilegu tíma- mótum er þess gott að minnast, að sámbúð íslenzliu þjóðarinn- ar og dönsku þjóðarinnar hef- ir jafnan verið góð ojj stöðugt batnandi, síðan sáttmáli þjóð- anna var gerður fyrir 23 árum. Samtímis því, sem hin stjórn- arfarslegu bönd milli þjóðanna urðu lausari og færri, jókst vinátta og samvinna á mörgum Frfa. á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.