Alþýðublaðið - 28.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.06.1941, Blaðsíða 4
LAU^ARDACHJR Næturlæknir er Theódór Skúla- son, Vesturvallagötu 6, sími 2621. ' Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16. Miðdegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Fréttir. 20:30 Einsöngur (Her- mann Stefánsson frá Akureyri). 20.50 Upplestur: „Og sólin rennur upp“, eftir Hemingway. (Karl ís- feld blaðamaður). 21.15 Hljóm- plötur. a) Gamlir dansar. b) Vín- arvalsar. 21.50 Fréttir. 22.00 Dans l‘g. 24.00 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR. Helgidagslæknir er Jóhannes Björnsson, Reynimel 46, sími 5989. . Næturlæknir er Úlfar Þórðar- son, Sólvallagötu 18, sími 4411. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 11.00 Messa í dómkirkjunni (sr. Bj. J.). 12.10—13.00 Hádegisút- varp. 15.30—16.30 Miðdegistón- leikar (plötur): Ýms tónverk. 19.00 Barnatími (Gunnar M. Magnúss. rithöf.). 20.00 Fréttir. 20.20 Endurminningar um Guð- mund skólaskáld (Hákon Finns- son bóndi á Borgum). 20.35 Úr ljóðum Guðmundar Guðmundsson- i ar: a) Upplestur (ungfrú Stein- gerður Guðmundsdóttir). b) Söngvar (hljómplötur). 21.10 Upplestur: „Spyrjum að leikslok- um,“ smásaga (Þóroddur Guð- S.t. Einingin fer skemmtiför að Jaðri á morgun, sunnudag, ef gott verður veður. Verið öll mætt á Lækjar- torgi kl. 1 stundvíslega. Ódýrt far með strætisvögn- «m og einkabílum. Veitingar fást að Jaðri. mundsson frá Sandi). 21.35 Hljóm- plötur: Spönsk rapsódía eftir Liszt. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23:00 Dagskrárlok. MESSUR. Messað í dómkirkjunni á morg- un kl. 11, síra Bj. J. Messur í kaþólsku kirkjunni í Landakoti á morgun: Lágmessa kl. 6.30 árd. Hámessa kl. 10 árd. Eng- in síðdegisguðsþjónusta. Messa í Laugarnesskóla á morg- un kl. 2 e. 'h. Séra Garðar Svav- arsson. Söngfélagið „Harpa“ Lagt verður af stað í ferðina að Gullfossi og Geysi kl. 8 í fyrra- málið frá Alþýðuhúsinu við Hvérf- isgötu. Þeir, sem eiga ósótta far- miða, sæki þá kl. 6—7 í kvöld í skrifstofu V.K.F. Framsókn, ann- ars verða þeir seldir öðrum. Minnisstæð nótt heitir ný mynd. sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Barbara Stenwyek og Fred Mac Murray. S. H. Gömlu dansarnir verða í kvöld kl. 10 í Alþýðu- húsinu. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband í Hafnarfirði ungfrú Salbjörg Magnúsdóttir og Kristján Andrésson lögregluþjónn. Heimili ungu hjónanna verður á Vörðustíg 7. Skattskráin í Reykjavík liggur frammi til sýnis til 7. júlí. Kærufrestur til skattstjóra er til 7. júlí. Sextíi manns tekair Ar nmterð s.l. sól- arhring. GEYSILEGUR drykkju- skapur hefir verið í bæn- um s.l. sólarhring. Sextíu manns hafa verið teknir úr umferð sakir drykkjuskapar á almannafæri. Er það áreiðanlega mét í þeirri grein. I. R.-K. A. 3:1. Síðastl lelkar Aksreyring aoRavið Wogámorgon FTIR leikinn milli K.A. og Vals bjuggust flestir við góðum leik milli K.A. og K.R. og fáir munu hafa orðið fyrir vonbrigðum. Leikurinn var f jörugur, spennandi og vel leikinn af báðum aðilum. Fyrri hálfleikur endaði með 3:0 fyrir K.R., seinni með 1:0 fyrir K.A. DálítilO SA-stioírmuir var á, þeg- ar leiku'rinn hófst, og léku KR- ingar undan viindi fyrri hálfleik. Setti Jón fyrsta markiið, er átta mín. vo;ru liðnar, én Schnam annað nokkru síðar. Schraim setti og þrjiðja mark KRinga seint i hálfleiknum. Seinni hálfleikuir var jafnari framan af, en seinustu minúturn- ar gerðu Akumeyringair hanða og langa hríð að marki KR og settu í henni mark sitt. I leik KA kom fátt nýtt frarn. Liðið var svipað o<g á móti Val en náði ekki sama krafti og eld- móði og í jiei'm leik (fyrri hálf- leik) fyrr en í seinni hálf eik leiks- ins í gær. N'okkrir Akureyriuig- ar hafa helzt úr lestinni vegna smámei'ðsla og varamenn komið í þeirra stað. KRliðið sýndi betri teik en það hef'ir gert áðuir í sumar. Sam- leikuir var sérliega góður hjá _ sókninni, og áttu þeir öli B. Jónsspn og Þóraxinin Þor- kelssou þar beztan hlut að rnáli. Vöminni hætti enn við að spyrna út í bláinn, óhugsaðar langar spyrnur. Beztir voim í liði KR Schram, óli B. 'Og Birgir, sem nýtur sín afbralgðsvel sem mið- framherji. Af Akureyringunum lék Ottó, vinstri bakvörður, lang- bezt, ‘Oig mun hann vera eini bak- vörður, sem ekki hefir orðið að láta í minni pokann fyrir Har. SGAMLA B!Ö Mlnaisstæð nótt. (Rember the Night). Aðalhlutverkin leika: BARBARA STANWYCK og FRED MAC MUKRAY. Aukamynd: ÁRÁSIN Á LÓFÓTEN. Sýnd kl. 5, 7 og 9. S MÝJA BÍÓ Hi ÍetM lífsins Aðalhlutverk: DEANNA DURBIN, Kay Francis, Walter Pidgeon, Lewis Howard, Eugene Pallette. Sýnd klukkan 7 og 9. Næst síðasta sinn. ■■■IIIIWII Dansleikur f kvBM f Iðaé. Hljómsveit Iðné. Aðgöngumiðar á kr. 3.00 verða seldir í Iðnó í dag frá kl. 6—9. Eftir þann tíma hækkar verð þeirra í kr. 5.00. SÍÐASTI DANSLEIKUR VORSINS. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Gíslasyni í spretthlaupiinu á eftir knettkium. Síðasti lei'kur Akureyringanna verður á morgiuin við Víkilng. Annað kvöld verbur þeim svo haldið kveðjuisamsæti’ i Odd- fellow. Auglýsið í Alþýðublaðinu. Laus embætti. Héraðslæknisembættið í Hest- eyrarhéraði er laust til umsóknar. Enn fremur héraðslæknisembætt- ið í Borgarneshéraði. Einar Arnórsson ' hæstaréttardómari hefir verið kjörinn forseti hæstaréttar frá 1. september þ. á. til 31. ágúst 1942. 6 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ hlýtt, og þegar Hell teygði upp höfuðið, settust mý- flugur að honum. Svo synti hann áfram skriðsund og honum leið einkenniléga vel. í>að var eins og hann synti í ofurlítilli vímu. En þegar hann hafði synt þannig í tíu mínútur, var hann aftur orðinn þreyttur. Honum fannst sér ekkert miða. Það var ekki eins og það væri vatn, sem hann synti í, heldur slím eða leðja, sem var í senn sjóðheit og jökulköld. Hann teygði upp ann- an handlegginn og horfði undrandi á hann. Hann var einkennilega stirður og ókennilegur, og samt var hann heitur af áreynslu. Á brúna, smurða húðina settist vatnið í dropatali og líktist svitadropum. Hell var nú ekki farið að lítast á blikuna. Aftur risu fjallháar öldur og óveðursblika var í lofti. Hann sá enga strönd lengur. Þrumuveður, haglél og storm- hrinur, allt í einni hringiðu og vatnið sauð og vall umhverfis hann. Vatnssopi skvettist upp í hann og honum svelgdist á. Stundarkorn hóstaði hann. Bylgja lyfti honum á faldi sínum og hann lokaði augunum. Þegar hann opnaði þau aftur, var orðið dimmt á ör- fáum sekúndum. Hann vissi ekki lengur hvar hann var, eða hvaðan vindurinn var. Hann hafði ekki hugmynd um í hvaða átt hann ætti að halda. Lengi lá hann á bakinu og reyndi að átta sig. Hann vissi, að hann var á reki, en það var ekki eins og að reka á fljóti eða hafi, þar sem straumurinn ræður stefnunni. Það var eins og bylgjurnar hefðu fælst við storminn og æddu hringinn í kring um hverja aðra. Hell kastaðist fram og aftur eins og hnöttur. Stundarkorn hugsaði hann um Matz litla, hvort hann hefði komist aftur til saraa lands, og hvort hann hefði getað bjargað markúrinu, sem hann náði aftur frá veðlánastofunni með mestu herkjubrögðum. Svo leið langur tími, og hann hugsaði ekki um neitt, því að honum veittist nógu erfitt að ná andanum. Og allt í einu skildist honum, að hann væri í lífshættu. — Fjandinn hafi það allt saman, sagði hann við sjálfan sig og reyndi að halla sér á hliðina. Hjarta hans barðist ákaft og,sendi enn þá blóðstraum og kraft út í þreytta limi hans. Þannig lá hann lengi. Og loks var honum orðið það ljóst, að um líf eða dauða var að tefla. Hann brauzt um af öllum mætti, enda þótt það væri það heimskulegasta, sem hann gat gert eins og á stóð. Og hann æpti af öllum kröftum, þótt það væri með öllu tilgangslaust. Hann varð að fá skapi sínu einhverja útrás. Og að lokum, þegar kolsvört nóttin grúfði yfir, gafst hann upp. Ef til vill fór hann alltaf í hring á þessa skollans Meyjavatni? Hann lagðist á bakið og lokaði augunum. Honum fannst hann vera að sofna á ógurlegri ferð frá einum bylgjutoppinum á annan. Sennilega var hann að missa meðvitundina. Skyndilega sá hann stóra stjörnu koma í ljós, svo skoluðust öldumar aftur yfir andlit hans og byrgðu honum sýn. Hann herti sig eins og honum var unnt og loks komst hann | til meðvitundar. Að vísu var hann ógurlega þreyttur | og einhver tómleikatilfinning í hjartanu. En hann ? synti þó áfram skriðsund í sömu átt og bylgjurnar bárust. Drottinn mátti vita hvert! Bylgjurnar urðu alltaf stærri og stærri, og það virtist vera annað hljóð í vindinum nú en áður. Já, og þarna beint fram- undan var áreiðanlega stjama, sem hann þóttist hafa séð rétt áðan. Það var skýjarof og stök stjarna gægð- ist fram úr rofinu. Það glytti í tæran, friðsælan himin. Og svo skeði hið ótrúlega. Ljósbjarma brá yfir vatnið og beint í andlitið á Hell, sem synti hægt á- fram meðvitundarlaus. Hann rétti sig upp og reyndi að kalla, en gat ekki opnað munninn, hann hafði fengið krampa í kjálkana. Hann var að verða mátt- vana í handleggjunum, en fæturnir héldu áfram að hreyfast. Hann sá Ijósker vaggast yfir öldutoppunum, og stór ár með breiðu blaði var rétt við handlegginn á honum. Svo sá hann borðstokk á báti og hann heyrði kvenrödd kalla: — Komdu upp í bátinn. Allt í einu varð bjart í kringum hann og hann sá hvíta öldufaldana freyða um stefnið á bátnum. Svo var hönd rét't í áttina til hans og hann sá augu undir blautu höfuðfati. Einkennileg þrjózka greip hann. — Hann dró djúpt andann, það var töluverður þróttur í honum enn þá. Ef hann færi nú upp í bátinn, þá gæfist hann upp. Hann hafði oft tekið þátt í sund- keppni og vildi ekki gefast upp. — Hvað er langt í land? spurði hann, og röddin var eins og í drukkn- um manni, en það, sem hann sagði, skildist þó. —- Þrjátíu metrar, svaraði röddin. — Þá vegalengd kemst ég, sagði Hell og sleppti höndinni, sem hon- um hafði verið rétt. Hann hossaðist á bylgjutoppun-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.