Tíminn - 16.06.1963, Blaðsíða 9
ema, sem setzt hafa að á
þessum slóðum, ýmsar þjóð-
ir okkur Islendingum fjar-
skyldar taka oft þátt í ís-
lenzkum skemmtisamkomum,
t. d. Úkraínumenn, sem þarna
eru fjölmennir, þeir blanda
mikið geði við okkur, skilja
margir íslenzku og sumir geta
brugðið fyrir sig íslenzku,
þegar þeir koma á Islendinga
daginn á Gimli.
— Er kona þín f?edd vestra?
— Já hún kemur nú hing
að í fyrsta sinn. Hún heitir
Karólína og er dóttir Ólafs
Þorgeirssonar, sem rak lengi
prentsmiðju í Winnipeg og
er kunnastur hér fyrir út-
gáfu Almanaksins, sem bar
nafn hans og kom út um
hálfrar aldar skeið, naut
feikna vinsælda vegna fjöl-
breytts fróðleiks, sem það
flutti. Synir hans tveir héldu
prentsmiðjunni áfram eftir
að faðir þeirra lézt og fengu
Richard Beck prófessor til að
taka að sér ritstjórn alman-
aksins, en það var svo lagt
niður fyrir nokkrum árum.
— Búa íslendingar enn í
sama hverfi í Winnipeg og
þeir gerðu áður fyrr?
— Nei, það hefur mikið
breytzt. Lengi bjuggu þeir
margir við sömu götu, Sarg-
ent Avenue, þar var miðstöð
þeirra, kirkjurnar, samkomu
húsin og blöðin á sömu slóð-
um. Nú hefur þeim fækkað,
sem búa við þessa götu, sumir
fluttust í hliðargötur, en
þeim fækkar og búa nú dreift
um borgina. Nú verður að
semja sig að breyttum aðstæð
um, messur eru fluttar til
skiptis á íslenzku og ensku.
Blöðunum íslenzku var steypt
saman í eitt, Lögberg-
Heimskringlu, og svo er gefið
út tímarit á ensku fyrir þá,
sem ekki skilja lengur ís-
lenzku, Icelandic Ganadian,
og gefið út af samnefndum
klúbbi, sem Ragnar sonur
minn er nú formaður fyrir,
en Valdimar Líndal dómari
hafði lengi forustu fyrir, og
hann er nú fararstjóri okkar
í þessari ferð.
RAGNAR og KARÓLÍNA 6WANSON. (Ljósm.: TÍMINN-GE).
Jóhanni Þorvaldi Beck er
ekki mikið nýnæmi í því að
spjalla við blaðamenn, hefur
umgengizt þá áratugum sam-
an, því að hann hefur fengizt
við það öll sín ár vestan hafs
að sjá um prentun blaða og
bóka, fyrst sem prentari, síð
an sem prentsmiðjustjóri
Columbia Press, þar sem Lög
berg hefur lengst af verið
prentað og útgefið, en þar lét
Jóhann af stjórn fyrir sjö
árum, þegar prentsmiðjan var
seld, en Lögberg-Heims-
kringla er samt enn prentað
þar, og Jóhann hefur umsjón
með þeirri prentun enn.
Jóhann og kona hans Arn-
björg Svanhvít komu að vest
an á dögunum í fjörutíu Vest
ur-lslendinga hópi, og hafði
hann þá ekki heimsótt ís-
land síðan hann sigldi í vest-
urveg 19 ára gamall fyrir 44
árum, en Arnbjörg stígur nú
fæti á Islandi í fyrsta sinn,
þótt íslenzku hafi hún talað
frá blautu barnsbeini. Hún
hefur alið allan sinn aldur
í Manitoba, fyrst úti í sveit-
inni við vatnið, en eftir að
hún giftist Jóhanni, hafa þau
búið í Winnipeg. Þau eiga
fjögur böm, tvo syni sem eru
rafmagnsverkfræðingur, einn
lyfjafræðingur og dóttir
þeirra lærð hjúkrunarkona.
Fyrst hélt Jóhann vestur
um haf í fylgd með móður-
* bróður sínum, Sigurði Vigfús-
syni kennara, er áður hafði
verið vestra, en fluttist al-
farin þetta ár, 1919. Tveim
árum seinna kom Richard
bróðir Jóhanns vestur með
móður þeirra, Þórunni Vig-
fússínu, og dvaldist hún löng
um hjá Jóhanni i Winnipeg,
en dr. Richard prófessor hef
ur ætíð bíiið i Bandaríkjun-
um, þótt marga ferðina hafi
hann skroppið norður „yfir
línuna". Þeir bræður hafa báð
ir tekið drjúgan þátt í þjóð-
ræknisstarfinu og bindindis-
hreyfingunni, en Jóhann er
söngvinn og hefur verið bæði
í karlakór Islendinga í Winni
peg og söngflokki lúthersku
kirkjunnar.
— Fórstu strax að gefa þig
við prentverki og þú komst
vestur spurði ég Jóhann, er
ég hitti þau hjónin fyrir helg
ina þar sem þau dveljast á
heimili Gísla Guðmundssonar
prentara, sem var vestra í
þrjú ár starfandi prentari
Lögbergs, en kona hans var
bókavörður íslenzka bóka-
safnsins.
— Það leið ekki á löngu
þangað til ég byrjaði að læra
prentiðnina í prentsmiðju
Lögbergs, og síðan hef ég
verið í tengslum við það blað,
stjómaði prentsmiðjunni á
árunum 1942—56, en þá urðu
eigendaskipti að henni, en ég
hef ekki enn skilið við blaðið,
sem er prentað áfram á sama
stað.
— Hverskonar íslenzkar
bækur hafa verið prentaðar
og útgefnar í Winnipeg?
— Þegar bókaútgáfa stóð
þar sem hæst, frá því fyrir
aldamót og fyrstu 3—4 áratug
ina á þessari öld, voru alls
konar bækur prentaðar
vestra, kvæðabækur, sögur og
fræðibækur, máske hafa bæk
ur trúarlegs efnis verið sam-
tals flestar, og margir gáfu
út kvæðabækur. En nú má
þessi bókaútgáfa á íslenzku
heita liðin undir lok vestra
eða svo til. Markaðurinn verð
ur sífellt þrengri með hverju
ári, þegar þeir týna tölunni,
sem geta lesið íslenzku. Á
hinn bóginn kemur fyrir, að
við prentum bækur á ensku
um íslenzk efni. Hinn ágæti
klúbbur Icelandic Canadian
Club, sem stofnaður var 1938,
gefur út fróðlegt samnefnt
tímarit og lét fyrir nokkrum
árum prenta bók á ensku með
ritgerðum og ræðum um ís-
lenzk málefni, hún heitir
„Iceland’s Thousand Years“,
frú Hólmfríður Danielsson
bjó hana til prentunar, og
þessi bók hefur náð talsverðri
útbrelðslu og orðið býsna vtn-
sæl og gert mikið gagn í því
ajj fræða annarra þjóða fólk
um Island.
— Láta ungir Vestur-ís-
lendingar mikið til sín taka í
rltstörfum, gera þeir t. d. eitt
hvað af þvi að yrkja svo
heitið geti?
— Mér finnst ýmislegt
benda til þess að skáldgáfan
sé farin að fá útrás hjá vest
ur-íslenzkum afkomendum,
þeir eru sumir farnir að birta
kvæði eftir sig á ensku, þau
koma við og við í Lögbergi og
Icelandic Canadian og fleiri
blöðum, svo ég gæti trúað því,
að það sé að verða einhver
vakning á þessu sviði, er sum
ir voru farnir að óttast, að
unga fólki okkar vestra væri
að týna þeim hæfileika að
setja saman vísur og kvæði.
En ég gæti bezt trúað, að víða
lifi enn í þeim gömlu glæðum.
— Ætlið þið að ferðast mik
ið um landið á meðan þið er
uð hér?
, — Vil förum austur á flrði
í næstu viku til að heimsækja
æskustöðvar mínar við Reyð
arf jörð og heilsa upp á frænd
ur og vini. Síðan tökum við
okkur far með Esjunni norð-
ur um land og hingað suður,
og þá vona ég, að veðrið verði
gott, því að það verður nýtt
fyrir okkur bæi, hjónin, að
sigla meðfram ströndinni
fyrir norðan og vestan.
JÓHANN og ARNBJÖRG SVANHVÍT BECK. (Ljósm.: TÍMINNÆE).
Greinar:
Gunnar Bergmann
Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson
TÍMINN, sunnudaginn 16. júní 1963
9