Tíminn - 16.06.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.06.1963, Blaðsíða 14
ÞRIDJA RIKID írœði, þýzka stærðfræðú Árið 1937 kom reyndar út tímarit sem kallaðist Deutsohe Mathematik, og í fyrsta leiðara iþess var Iþví ein- arðlega lýst yfir, að hver sú skoð un um að hægt væri að segja stærðfræði úkynþáttalega „fæli í sér sóttbveilkjumiar að eyðilegg- ingu þýzkra vísinda". Skynrvillur þessara nazista-vís- indamanoa gengu svo l'angt, að jafnvel ieikmenrt gátu ekki trúað þeim. „Þýzk eðlisfræði?“ spurði prófessor Phillipp Lenard við Heid'elberg-háskólann, sem . var einn af lærðari og heimsþekktari vísindamönnum Þriðja ríkisins. „En“, verður svarað, „vísindi eru og verða alþjóðleg. Það er rangt. í rauninni eru vísindi eins og j sérhver önnur framleiðsla manns- ins, byggð á kynþáttum og fara því eftir ættum“. Professor Rud- olphe Tomaschek, forstöðumaður EðUsfræðistofnunarinnar í Dresd- en, gekk enn lengra. „Nútíma eðlisfræði", skrifaði hann, „er verkfæri Gyðinganma til' eryðilegg ingar norrænna vísinda . . . Sönn eðlisfræði er sköpunarverk hins þýzka anda . . . St’aðreyndin er sú, að öll evrópsk vísindi eru ávöxtur aríanskra, eða enn þá betra, þýzkra hugsana". Prófessor Johannes Stark, yfirmaður þýzku þjóðarstofnunarinnar fyrir eðlis- fræðileg visindi, var á sömu skoð un. Hægt væri að komast að því, sagði hann, að „brautryðjendur á sviði eðUsfræðinnar, og hinir miklu uppfinningamenn frá Gali- leo til Newtons, til eðlisfræði- brautryðjenda vorra tíma, væru nær einvörðungu Áríanar, lang- flestir af hinum norræna kyn- þætti. Þá var það einnig prófessor Wilhelm Miill'er við tækniháskól- ann í Aachen, sem í bókinni Gyð ingarnir og vísindin, sá fyrir sér Gyðingasamsæri, sem stefndi að því að spiha vísindum og þá um leið eyðileggja menninguna. í hans augum var Einstein með af- stæðiskenningu sína hreinn erki- þorpari.. Einsteinskenningunni, sem svo mikið af nútíma eðlis- fræði byggist á, var að áliti þessa einkennilega nazistaprófessors „frá upphafi til enda beint að því takmarki að breyta lifandi heimi, — það er að segja ekki þeirra, sem voru Gyðingar — hins lifandi kjarna bornum af móður jörð og hlönduðum bióði, og fá hann með göldrum út í óhlutdrægni l'jós- brotsins þar sem öll einstaklings einkenni manna og þjóða, og öll innri takmörk kynþáttanna glatast í óraunveruleikanum, og þar sem aðeins ónógur margbreytileiki fiatarmálslegra stærða verður eft ir, sem framkallar alla atburði af þvingun hinnar guðl'ausu undir- gefni sinnar við lögin". Prófessor Miiller hólt því fram, að með við urkanningu þeirri sam Einstein hlaut um allan heim í samhandi við birtingu hans á afstæðiskenn- ingunni væri í rauninni aðeins ver ið að fagna „komu heimsyfirráða Gyðinga, sem myndu færa mann- dóm Þjóðverja niður á stig lif- lausra þræla óafturkallanlega og að eilífu". Prófessor Ludwig Bieberback við háskólann í Berlín áleit Ein- stein vera „ógeðfelldan vindhelg“, og jaínvel prófessor Lenard sagði, að „Gyðinginn skorti auðsjáanlga skilning á sannleikanum . . . og væri hann að þessu leyti ólíkur hinum aríanska vísindamanni, gæddum nákvæmni og alvarlegri löngun til þess að finna sannleik ann . . . Þar af leiðandi er eðlis- fræði Gyðinga ekki annað en svip ur hjá sjón og úrkynjun af grund vallaratriðum þýzkrar eðl'isfræði“. Og þrátt fyrir allt' þetta höfðu tíu þýzkir Gyðingar hlotið Nobels verðlaun fyrir framlög þeirra til vísindanna frá 1905 til 1931. Á dögum Annars ríkisins höfðu háskólaprófessoramir eins og mót mælendaklerkarnir stutt hina í- haldsömu stjórn og útþenslu- stefnu hennar, í blindni, og fyrir lestrasal'irnir voru gróðrarstíur of stækisfullrar þjóðerniskenndar og andsemetisma. Weimar-lýðveldið hafði krafizt fullkomins akadem- ikks frelsis, og ein af afleiðingum þess var sú, að stór hluti háskóla kennara, ófrjálslyndra, ólýðræðis legra og and-semetískra, eins og þeir voru, hafði hjálpað til við að grafa undan l'ýðræðisstjórninni. Flestir prófessoranna voru ofstæk isfullir þjóðernissinnar, sem vildu fá aftur hið íhaldssama einveidis- Þýzkaland, og enda þótt mörgum þeirra fyndist fyrir 1933 nazistarn- ir vera of hávaðasamir og ofbeldis fullir til þess að þeir gengju í lið með þeim, þá hjálpuðu predik- anir þeirra til þess að undirbúa jarðveginn fyrir yfirráð nazista. f kringum 1932 virtust allflestir stúdentar vera orðnir ákafir fyl'gis menn Hitlers. Það vakti undrun ófárra, hversu margir kennarar háskólanna lutu í lægra haldi fyrir áhrifum nazis- mans á æðri menntun eftir 1933. En-da þótt staðfest hafi verið, að 2800 prófessorar og kennarar voru látnir hætta störfum við háskól- ana fyrstu fimm ár stjórnarinnar — um það bil einn fjórði af heild- artölunni — var t'ala þeirra, sem misstu stöður sínar fyrir þá sök, að þeir huðu Þjóðernissósíalisman um hyrginn „fram úr hófi lág“ eins og prófessor Wilhelm Röpke sagði, sem sjálfur yar látinn hætta störfum við háskól'ann í Marburg árið 1933. En þótt talan væri lág, voru meðal þessara manna margir menn úr hinum þýzka akademíska heimi: Karl Jasper, E.I. Gumhel, Theodor Litt, Karl Barth, Julius Ebinghaus og heil tylft annarra. Flestir þeirra fluttust úr landi, fyrst til Sviss, Hollands og Eng- lands og síðar til Bandaríkjanna. Ein-n þeirra, prófessor Theodor Lessing, scm hafði fl'úið til Tékkó slóvakíu, var eltur uppi af nazist um og myrtur í Marienbad 31. ágúst 1933. Mikill meirihluti prófessoranna hélt þó stöðum sínum, og þegar haustið 1933 sóru 960 þeirra opin- berlega eið, þar sem þeir hétu að styðja Hitler og Þjóðernissósíal- 115 istastjórnina, og fyrirliðar þeirra um þetta voru vitsmunamenn eins og prófessor Sauerbruch, skurð- læknirinn „existensialista“ heim- spekingurinn Heidegger, og lista- sagnfræðingurinn Pinder. „Þetta var smánarblettur á virð ingarverðri sögu þýzkrar menning ar“, sagði prófessor Röpke síðar. Og þegar prófessor Julius Ebbing faaus leit til baka yfir blóðvöllinn 1945 sagði hann: „Þýzku háskól- arnir létu hjá líða, á meðan þeim hauðst enn tækifæri, að beita sér opinberlega gegn eyðileggingu menntunarinnar og lýðræðisins. Þeir brugðust skyldu sinni í því að halda kyndli frelsis og réttar log andi í náttmyrkri harðstjórnarinn- ar“. Mistökin voru dýru verði keypt. Þegar áhrifa nazista hafði gætt í sex ár, hafði tala háskólastúdenta lækkað um meira en helming — úr 127,920 í 58,325. Lækkunin hafði orðið enn meiri í tæicniskól' unum en þaðan fékk Þýzkaland vísindamenn sína og verkfræðinga — tala þeirra, sem innrituðust í tækniskólana var komin niður í 9.554 úr 20.474. Akademiskar kröf ur minnkuðu einnig með svimandi hraða. Árið 1937 vantaði ekM ein- ' ungis unga menn á sviði vísnda og verkfræði, heldur var hæfni I þeirra svo mjög ábótavant. Löngu ! áður en stríðið brauzt út, var efna iðnaðurinn, sem var önnum kafinn . við að byggja upp endurhervæð- ingu nazista, farihn að kvarta yfir ) þvl í málgagni sínu, Die Ohemisc ! che Industrie, að Þýzkaland væri að glata forystunni í efnafræði. Ekki einungis efnahagur þjóðar- innar, heldur einnig varnir henn ar voru í hættu, sagð tímaritið, og það kenndi hinum lélegu tækni- skólum um það, hversu lítið væri nú um unga vísindamenn, og hversu lélegir þeir væru. 25 Þjóðverjar voru skepnur! Það vissu líka allir. Foringjar. oklcar voru leiddir fyrir dómstólana og hengdir! Hermenn okkar voru færðir í fangabúðir eins og skepn ur. Ðn enginn Þjóðverji þorði að mótmæla. Við hneigjum höfuðin og tökum við höggunum. En það ber líka engan árangur. Við verð um að sýna og sannfæra heimian um, að það er rangt, að við séum skepnur. Þess vegna kom ég til Spánar, fátækur og lítilmótlegur og fór að vinna. Aðeins smáræði haíði ég með mér frá Frakkiandi". Don Willie gretti sig tii að leggja frekari áherzlu á, hvílíkt smáræði það var. „Það er ekki að eyða orð um að því. Eg seldi það litla, sem ég hafði með mér og byrjaði að verzla. Eg lét reisa hús og leggja vegi. Eg va-rrn við byggingarnar með mönnunum, með múrurunum, pípulagningarmönnunum, trésmið- unum og sýndi þeim, hvernig við höfðum farið að í Þýzkaiandi, kenndi þeim að hafa áhuga á verk ínu og vandi þá af spönsku letinni. En . . .“ „Þú verður' að fara að komast að kjarnanum", sagði Lynch kæru leysislega. „Já, já, en ég verð fyrst að skýra málið betur! „Don Willie boraði fingrinum ofan í öxlina á Beecher ,Eg vann eins og þræll — vegn-a þýzku þjóðarinar. Til þess að sýna heiminum, að við vær um góðir og dugandi menn. Til þess að andúðin gegn okkur hyrfi. .,Don Willie saug upp í nefið. „Eg gerði það ekki mín vegna, Beecher. Ekki mín vegna, heldur vegna föðurlandsíns. Og lítið á: Mér hefur gengið vel. Nú á ég skrifstofur í fjölda borga og bæja. Fyrirtæki mitt reisir leikhús, járn brautarstöðvar, við erum verktak ar á amerísku flugvöllunum í Cadiz jg Sevilla. Spánska og bandaríska •- ’yðóuii ‘iíiy* "liíiJiBCi “JBgðiinnÍ ríkisstjórnin treystu mér. Hátt- settir menn þekkja mig, koma að heimsækja mig hingað til Mirim- ar og á faeimili mitt í Madrid.Þetta tr stórsigur fyrir Þýzkaland, allir Þjóðverjar geta fyllzt stolti af að sjá, hve hátt veslings, sigraði mað urinn hefur náð, maðurinn, sem áður var álitinn óalandi og óferj- andi skepna.“ Don Willie breiddi út faðminn. „Og nú geta landar mínir litig upp á ný og horft með stolti framan í heiminn.“ „Eg get vel skilið, að þér vilj- ið fá mig til að aðstoða yður við að ræna flugvél," sagði Beecher. „En hvernig má það koma „föður- íandinu" til góða?“ „Allt er í hættu“, sagði Don Willie og hann ruddi út úr sér orðunum meg undraverðum hraða. Beecher sá hvernig svitinn spratt út á honum og ótti og örvænting spegluðust í grísaraugum hans. „Eg er í hættu staddur. Fyrir löngu, fyrir mörgum árum . . .“ Hann hristi höfuðið og örvænt- mgarstuna leið frá vörum hans. „Ach! Hvernig á ég að koma yður í skilning um, hvemig í öllu ligg- ur! Fjrrir nokkrum árum hafði fyrirtæki mitt verk með höndum í Spönsku Marokkó, nálægt Tetu- án. Vegir, brýr og áveitur. Við höfðum gert samning við spönsku ríkisstjórnina, en féð kom frá Marokkó. Skiljið þér? Spánn stjórn aði Marokkó. Spánn réð öllu, sem gert var og Marókanar greiddu skattana Þar var yfirdrifig að gera, allt of mikið. Tilboðin voru mjög lág, alveg í botni. „Don Willie beygði sig niður til að sýna hve lág tilboðin höfðu verið. Hann lagði höndina flata á gólfið og varð Dlóðrauður í framan af á- reynslunni „Svona langt niður fóru þau! En reikningarnir voru þeim mun hærri — beir hækkuðu I upp úr öllu valdi!“ hrópaði hann 4 og benti feitum fingri til lofts. „Og hvað átti ég að gera. Eg var milli tveggja elda. Mér reyndist ókleift ag koma öllu í verk, sem samningurinn heimtaði." „Og sem þér fenguð greitt fyr- ir?“ spurði Beecher. Don Willie hló hátt og þurrkaði sér um ennið með vasaklút. „Hánn hætti hlátrinum snögglega og varð sorgmæddur og alvarlegur að sjá. „Þetta var verzlun, ekkeit annað. Marokkóhúar eru villimenn. Þeir þurfa ekki vegi, brýr eða áveitur. Þeir bera sitt vatn í geitarskinns- sekkjum og ríða upp fjallahlíðarn- ar á ösnum. Það væri fíflaskapur að breyta þeim. Hér á Spáni var mikilvægari verk að vinna. Sjúkra hús, skrifstofubyggingar, íbúða- byggingar — átti ég að kasta því öllu frá mér fyrir fáeina vatns- dropa handa villimönnum. Fyrir hrýr handa þeim, sem þeir ekki vildu nota? Vegi, sem þeir þurftu ekki á að halda, Eg reyndi að gera það, sem var öllum aðilum fyrir beztu. Eg fór — eh — stytti mér leið. Þannig var það. Stytti mér leið. Það varð engum til tjóns. En nú, Beecher, nú er ekki lengur til neitt, sem heitir Spánska Mar okkó. Marokkanar stjórna nú i eigin landi Og í Rabat situr nú ríkisstjórn þeirra og gluggar í gamla samninga við Spán. Þeir vilja sjá tilboðin, reikningana, fylgisskjöl og kríttanir og allt, sem því fylgir Þeir munu uppgötva, hvernig ég fór að. Og þeir munu spyrja — hvar er þessi brú, hva, er þessi vegur? Don Willie snýtti sér. „Eg er enginn kraftaverka- smiður. Eg get ekki fengið brýr og vegi til að birtast skyndilega víðs- vegar. um eyðimörkina. Allt sem mér hefur tekizt að hyggja upp verður niðurrifi að. bráð. En mér er sama um sjálfan mig. Hið góða orð, sem þýzka þjóðin hefur áunn- rð sér, er í veði.“ Þessi furðulega rökfærsla jók lrekar en linaði höfuðþrautir Beecher. ,,Og þessar upplýsingar fara með vélinni í kvöld til Rab- at?“ „Já, já. Eg hef fundið — vitað í fleiri mánuði, að að þessari rann- sókn mundi koma. Eg á vin i Madrid, marga vini. Skjöl, tugir af skjalakössum munu koma með heiflugvél til Mirjmar í kvöld og síðan verða þeir fluttir um horð i farþegaflugvélina til Rabat. í fyrst unni var ákveðið, að herflugvélin flygi rakleitt til Rabat. En vinur minn, sem á sæti í ríkisstjórninni, kom því þannig fyrir, að öll skjöl- in verða fyrst flutt hingað til Mirimar og sfðan flutt yfir í hina vélina. Það er úti um marga vini mína, ef upp um mig kemst. Og Þjóðverjar hvar sem er í heim- inum / .“ „Þetta er mjög fallega hugsað“, sagði Lyncli og bældi niður geispa. „En það, sem þarf að gera, Beech- er, er þetta: Við verðum að lenda vélinni einhvers staðar, þar sem ekki verður hægt ag finna hana aftur og eyðileggja sönnunargögn- n gegn Don Willie.1' — Hann þagn oði og brosti. „Ja, við getum svo eem viðurkennt, að það er ekki aðeins hig góða orð föðurlands- ins, sem er í hættu. Þetta mundi Jíka þýða minnkandi skattatekjur íyrir það ágæta land.“ „Eg er viss um, að hann hjálpar okkur,“ sagði Don Willie og sneri sér biðjandi að Beecher. ,Þér verðjg ag stjórna fyrir mig flugvélinni, Beecher.“ „Faróu til helvítis!“ þrumaði Beecher með áherzlu á hverju orði. „Þig hafið drepið mann i kvöld. Sjálfsagt til að vernda heið ur Þýzkalands. Og minnstu mun- aði, að ég færi sömu leið.“ Beech- bi rétti úr sér með erfiðismunum. „Eg ætla ekki ag ata mig út á ykkar skítverkum. Og æru og heig ur Þýzkalands getið þið talað um við einræð'isherrann í Madrid. Honum veitir ekki af að heyra góða brandara, eins og á stend- ur. Don Wiliie þreif svipuna af skrifborðinu og sveiflaði henni framan við ásjónu Beecher. „Þú skalt fá að hlýða mér,“ hrópaðl iiann æðisgenginn. Með sterkleg- um arminuro sveiflaði hann svip- unni aftur á loft, svo að hvern í. Beecher bar fyrir sig báðar hend- ur til að verjast högginu. Hann fann til brennandi sársauka í úin- íiðnum, um leið og höggið reið af og hneig niður af stólnum, of mátt farinn til að rísa upp til vamar; eins og sært dýr skreið hann á höndum og fótum yfir stofugólf- .ð, en Don Willie fylgdi honum „Eg skal fá þig til að láta að vilja mínum“, öskraði hann. „Eg get agað þig, eins og hundana mína.“ / 14 TIMINN, sunnudaginn 16 júnf 1963 — /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.