Tíminn - 27.06.1963, Side 8
Árið 1963, þriðjudaginn 25. júní,
var í Hæstarétti í málinu nr.
66/1963: Gísli G. ísleifsson f.h.
Burwood Fishing Co. Ltd., eiganda
togarans Milwood, A 472 gegn vald
stjórninni uppkveðinn svohljóð-
sndi DÓMUR:
Kærandi skaut úrskurði saka-
dóms Reykjavíkur 20. maí þ.á. sam
dægurs til Hæstaréttar. Hæstarétti
bárust því næst eftirrit dómsrann-
sóknar og skriflegar athugasemd-
ir frá saksóknara rikisins og mál-
flutningsmanni kæranda, dags. 22.
og 27. maí þ.á. Við könnun á sak-
argögnum þessum kom í ljós, að
tiltekin dómskjöl vantað'i í endur-
rit frá sakadómi og málið var
þess eðlis, að rétt var, að það yrði
flutt munnlega fyrir Hæstarétti
samkvæmt 2. mgr. 31. gr. laga nr.
57/1962. Hæstiréttur ákvað því
30. maf þ.á., að málsskjöl þessi
skyldu lögð fyrir dóminn og að mál
ið yrði, eftir nauðsynlegan undir-
búning, flutt munnlega. Jafnframt
var af hálfu Hæstaréttar bent á,
að í samræmi við dómvenju í mál-
um af þessu tagi þyrfti að afla
útsetningar og álits skólastjóra
Stýrimannaskólans um staðará-
kvarðanir stjórnarmanna varð-
skipsins Óðins og Þórs í máli
þessu.
Við munnlegan málflutning, sem
fram fór í Hæstarétti 19. þ.m.,
voru málsgögn þessi og nokkur
fleiri lögð fyrir dóminn.
Af hálfu kæranda er þess kraf-
izt, að hald það, sem lagt hefur
verið á togarann Milwood, verði
fellt nið'ur gegn bankatryggingu
að mati héraðsdóms fyrir öllum
greiðslum, sem John Smith skip-
stjóra kunni að verða dæmt að
greiða. Þá krefst kærandi og kæru
málskostnaðar úr ríkissjóð'i.
Saksóknari ríkisins krefst þess,
að hinn kærði úrskurður verði
staðfestur og kæranda dæmt að
greiða kærumálskostnað í ríkis-
sjóð.
I.
Aðdraganda máls þessa er ekki
lýst nema að litlu leyti í hinum
kærða úrskurði. Verður því ekki
komizt hjá að rekja málsatvik í
meginatriðum, og þykir í því skyni
rétt að taka upp orðrétta skýrslu
skipherrans á varðskipinu Óðni,
dags. 1. maí þ. á., en skýrslu
þessa hefur skipherrann og þeir
af skipshöfn hans, sem hlut áttu
að máli staðfest með eiði. Skýrsl-
an er svohijóðandi:
„Laugardaginn 27. apríl 1963
gerði varðskipið tilraun til að taka
fastan togarann Milwood, A 472,
frá Aberdcen, sem var að taka
inn vörpu sína innan fiskveiðitak-
markanna út af Skaftárós. Skip-
stjóri John Smith.
Nánari atvik voru sem hér seg-
ir:
Laugardaginn 27. apríl 1963 var
varðskipið á vesturleið í Meðal-
landsbug. í ratsjá varðskipsins sá-
ust allmikið af skipum um og inn-
an við 0 sjómílna takmörkin út
/ af Meðaliandssandi. Ekki voru tök
á því að greina hvers konar skip
var hér um að ræða vegna slæms
skyggnis
Kl. 0515 var gerð eftirfarandi
staðarákvörðun við hlið togarans
AVONRIVER, A 660: Skarðs-
fjöruviti roiðaðist í réttv. 277',
fjarlægð 7,3 sjóm., er gefur stað
togarans um 6 sjómílna fiskveiði-
takmörkin, jafnframt sást þá ann-
ar togari með berum augum norð-
vestur frá staðnum og stefnan sett
þangað.
Kl. 0520 var komið að togaran-
um MILWOOD, A 472, sem lét
reka og var að innbyrða stjórn-
borðsvörpu. Var eftirfarandi stað-
arákvörðun gerð við hlið togar-
ans. Skarðsfjöruviti miðaðist í
réttv. 271°, fjarlægð 6,5 sjóm., dýpi
145 metrar. Gefur þetta stað tog-
arans um 1,25 sjóm. innan 6 sjó-
mílna fiskveiðitakmarkanna. Var
strax kallað til togarans með hátal
ara varðskipsins að hreyfa sig ekki,
því bátur myndi verða sendur yfir
til hans. Maður veifaði í brúar-
glugga togarans og þótti sýnt, að
kallið hefði skilizt.
Kl. 0523 var duflið sett út við
hlið togarans og um sama leyti
sást mikið af fiski í kringum tog-
arann og vörpupokinn lá fráskor-
inn í sjó.
Kl. 0526 setti togarinn á ferð
og sigldi á duflið. Síðar kom í ljós,
að tilraun togai'ans til að sigla nið-
ur duflið' hafði mistekizt.
Kl. 0527 var skotið lausu skoti
að togaranum og eftirför hafin.
Kl. 0528 var flautað stöðvunar-
merkið K með flautu varðskipsins.
Kl. 0529 var stöðvunarmerkið' K
sett upp. Jafnframt var byrjað að
kalla á togarann í talstöð varðskips
ins, en hann svaraði ekki og hélt
flótta sínum áfram.
Var nú siglt samhliða togaran-
um, en togarinn var á bakborða.
Skömmu síðar beygði togarinn lít-
ils háttar 1 bakborða, síðan hart
í stjórnborða og virtist, að með
sömu ferð og skipin héldu, myndi
togarinn lenda á bakborðshlið varð
skipsins. Voru vélar varðskipsins
stöðvaðar og síðan settar á fulla
ferfS aftur a til að reyna að forð-
ast árekstur. Ekki varð vart við,
að togarinn gæfi nein lögskipuð
merki, áður en hann beygði.
Kl. 0535 var skotið lausu skoti
að brú togarans, og á sömu stundu
skeður áreksturinn við hann, þann
ig að þegai brú togarans er kom-
in á móts við stefni varðskipsins,
beygir togarinn í bakborða. Lenti
borðstokkur og bátaþilfarshorn tog
arans rétt aftan við aftari stjórn-
borðsgálga á stefni varðskipsins.
Voru þá vélar varðskipsins stöðv-
aðar og skemmdir athugaðar. Kom
í Ijós, að i.vö göt höfðu komið á
stefni varðskipsins. Hið efra gat
var um meter fyrir ofan aðalþil-
far skipsins í geymslurúmi, hið
neðra var í stafnhylki skipsins,
rúman meter ofan við sjólínu. Þeg
ar skipið hjó, rann sjór inn í stafn
hylkið, eftir að sett var á ferð, en
vindur og sjór voru á móti. Dælur
skipsins voiu hafðar á því hylki
til að létta þrýsting á því. Efra gat
ið var þétt til bráðabirgða og vatns
heldri hurð lokað.
Kl. 0541 var eftirförinni haldið
áfram.
Kl. 0604 var skotið lausu skoti,
en árangurslaust. Allan tímann
var alltaf öðru hvoru kallað í tal-
stöð varðskipsins, ýmist á 2182
kc. og 2226 kc. og reynt að hafa
samband við togarann, en hann
svaraði aldrei.
Kl. 0625 var sent skeyti til Land-
helgisgæzlunnar í Reykjavík og
spurt, hvort ekki mætti skjóta
töstu skoti á togarann.
Kl. 0708 kom svar um að skjóta
ekki á togarann að svo stöddu.
Kl. 0807 kom skeyti frá Land-
helgisgæzlunni um að setja upp
alþjóðamerkjaflöggin OL, sem
táknar „stöðvið eða ég skýt á
yður“. Að'alstefnur skipanna
tveggja voru frá 115° til 130° r/v.
Var síðan haldið áfram víð hlið
togarans. Barst þá einnig upplýs-
íng frá Landhelgisgæzlunni, að
brezka herskipið PALLISER færi
frá Reykjavík kl. 1100 og væri
æskilegt, að það fengi tækifæri til
að reyna, h' að það gæti, t. d. með
radíósambandi við togarann. Enn
iremur var Geir Zoega, umboðs-
maður brezku togaranna í Reykja-
vík, að reyna að ná sambandi við
útgerðarmann MILWOODS.
Kl. 1250 var PALLISER í skeyti
gefinn staður og stefna varðskips-
ins og togarans svo og, að ógern-
ingur væri að fá hann til að svara
neinu kalli. Var um leið spurt,
hvort herskipið gæti stöðvað hann,
áður en varðskipið yrði að grípa
til annarra ráða.
Kl. 1335 barst svar við þessu
skeyti frá PALLISER, þar seni
sagt var, að honum hefði enn þá
ekki tekizt að fá MILWOOD til
að svara kalli sínu og bað um, að
beðið yrði með harðhentari að-
ferðir til að stöðva skipið, þar sem
hann efaðist ekki um, að hægt yrði
að leysa þetta mál, er hann kæmi
á staðinn, og hann hefði eins og
við áhuga á því, að alþjóðalög
væru í heiðri höfð.
Þegar HMS PALLISER fór að
nálgast, hevrðist, að hann kallaði
oft í togarann MILWOOD, án þess
að hann svuraði,.en loksins þegar
hann svaraði, heyrðist, að skip-
herra HMS PALLISER lagði mjög
að skipstjóranum að snúa við á
móti sér eða stöðva, én skipstjóri
MILWOOD neitaði algerlega öll-
um slíkum tilmælum.
Kl. 1725 var sent skeyti til Land
helgisgæzlúnnar í Reykjavík, svo
hljóðandi: „Sé ekki ástæðu til að
halda þessari eftirför áfram, ef
e-kki á að gera eitthvað meira.
Svar óskast."
Kl. 1818 barst skeyti frá Land-
helgisgæzlunni, sem var sent til
brezka herskipsins HMS PALLI-
SER. Var það svohljóðandi: „As
we intend co stop the trawler and
have him obey our orders to go
to an Icelandic port, please tell
him this is important as this
pursuite can no go on much long-
er“.
Kl. 1908 sneri togarínn Milwood
í átt til HMS Palliser. Sneri þá
varðskipið einnig við og fylgdist
með togaranum í átt til HMS
PALLISER í stefnu 277° réttvís-
andi. Voru skipin þá stödd réttvís
andi 157°, fjarlægð 128 sjóm. frá
Vestra-Horni.
Kl. 1960 birtist togarinn JUNI-
PER, A 540, og virtist hann hafa
elt skipin. Snerí hann við og hélt
sér á mili' togarans MILWOOD
og varð'skipsins. Kl. 2210 var Land
helgisgæzlunni skýrt frá þessu
og samkvæmt beiðni hennar var
PALLISER þá sent eftirfarandi
skeyti:
„A British trawler is steaming
here close alongside MILWOOD
stop Please ask him to leave as
MILWOOD is under arrest and this
trawler has evidently nothing to
do here“. Ekki varð vart við, að
Palliser sendi þetta til togarans.
Kl. 2340 hittu skipin HMS
PALLISER sem sneri við og hélt
i vesturátt eftir skipunum.
Veður, þegar komið var að tog-
aranum um morguninn: Austan 7,
sjór austan 4 og súld. Veð'ur í
eftirförinm var frá austan 5 til
suðvestan 4—6, sjór frá ASA 4 til
SV 3—4, skúrir.
Sunnudaginn 28. apríl kl. 0148
voru skipin stöðvuð vegna vélar-
bilunar todarans JUNIPER. Var
þá ákveðið a® bíða átekta til kl.
0600 vegna veðurs til að skip-
herra PALLISER gæti farið milli
togarans og varðskipsins.
Kl. 0600 fór skipherra PALLI-
SER og sigiingafræðingur herskips
ms um borð í MILWOOD til við-
•æðna við skipstjóra togarans. —
Nokkru seinna fóru varðskips-
menn á gúmmíbát i áttina til tog-
arans og hugðust sækja skipherra
PALLISER en er gúmmíbáturinn
var kominn nokkuð á leið, setti tog
arinn á ferð og sneru varðskips-
menn þá til baka. Kom þá boð frá
PALLISER um, að skipstjóri tog-
arans hefði haldið, að' varðskips-
menn hefðu ætlað að ráðast til
uppgöngu i togarann, en óskaði
jafnframt þess, að gúmmíbátur
varðskipsins yrði látinn sækja skip
herra PALLISER, þó með því skil-
yrði að aðeins 2 menn yrðu í bátn-
um. Kl. 0750 var skipherrann sótt
ur til viðræðna við skipherra varð
fkipsins. Hinum var gert Ijóst, að
hér eftir yrði notað vald til að færa
togarann til íslenzkrar hafnar. —
Hunt skipherra lýsti því yfir, að
ógerningur myndi að' fá skipstjóra
togarans til að fara í íslenzka höfn,
þrátt fyrir það þó hann fengi fyr-
írmæli frá eigendum togarans til
að gera það Hann hefði gert skip-
stjóra togarans það ljóst, að til
alvarlegra átaka gæti komið og
hann stofnað lífi skipshafnar sinn
ar í hættu með þessu framferði.
Togaraskipstjórinn hafði þá óskað
eftir því, að skipshöfnin yrði flutt
yfir í PALLISER og hann yrði
einn eftir i togaranum og sigldi
honum til Skotlands. Hunt skip-
herra kvaðst hafa ákveð'ið að verða
' íð þessari beiðni hans. Honum
"ar þá benr á. að mjög mikil hætta
væri að skilja svona mann eftir
einan í skipinu, það værí ekki að
vita, hverju hann gæti tekið upp
á, eins og iiugarástandi hans væri
háttað. Eftir nokkrar umræður
varð það loks að samkomulagi, að
Hunt skipherra léti skipið í okk-
ar hendur með eftirfarandi að-
ferð:
Hunt skipherra ætlaði að vera
með tvo vélstjóra frá PALLISER
um borð í iogaranum, flytja skips-
höfnina alla nema skipstjórann yf
ir í PALLISER og um leið og
skipshöfnin væri komin yfir kæmu
varðskipsmenn og yfirtækju skip
ið. Ætlaði Hunt skipherra ásamt
vélstjórum sínum ág varna skip-
stjóra togarans að setja vélina í
gang, á meðan varðskipsmenn
kæmust um borð. Hunt skipherra
var einnig búinn að segja, að færi
svo, að fleiri af skipshöfninni vildu
vera eftir um borð, myndi hann
sjálfur taka skipið fast. Hann full
yrti, að þetta gæti ekki mistekizt.
Þessi áætlun fór nú fram, eins
og ráð var fyrir gert, að öðru leyti
en því, að þegar varðskipsmenn
komu um borð í togarann, var
skipstjóri hans nýfarinn um borð í
togarann JUNIPER með aðstoð
Hunt skipherra og á bát frá PALLI
SER, en JUNIPER hélt strax á-
leiðis til Skotlands. Þegar Hunt
skipherra kom um borð í varð-
skipið eftir þetta, var þessum að-
gerðum hans harðlega mótmælt,
tinnig var honum fengin eftir-
farandi skrifleg orðsending: „I
demand that you hand over to
us the skipper of the MILWOOD
at once or take him with you to
an Icelandic port“.
Hunt skipherra talaði' nú við
brezka ambassadorinn í Reykjavík
og skýrði honum frá málavöxtum.
Hann bað ambassadorinn um að
hafa samband við útgerðarmenn
togarans JUNIPER og biðja þá um
að snúa togaranum við til Reykja-
víkur. Lofaði ambassadorinn þessu.
Kl. 1838 var haldið á fullri ferð
á eftir JUNIPER, einnig hélt
PALLISER á eftir JUNIPER.
Um kl. 1900 héldu varðskips-
menn, 3 hásetar, 1. vélstjóri undir
stjóm Leons Carlssonar 2. stýri-
manns, með togaranum MILWOOD
til Reykjavikur samkvæmt fyrir-
mælum skipherra v.s. Óðins. Einn
ig voru í togaranum 3 yfirmenn
og 5 undirmenn frá PALLISER
svo og 2 hásetar togarans, er vildu
ekki yfirgefa togarann.
Kl. 2055 hafði PALLISER tek-
ízt að fá togarann JUNIPER til að
snúa við og héldu öll skipin í
norðvestur átt.
Kl. 2309 stöðvaði PALLISER og
sendi bát yfir að JUNIPER. Síðan
tilkynnti PALLISER, að skipstjór-
inn á MILWOOD hefði verið' flutt-
ur um borð í herskipið.
Kl. 2322 var ferðinni haldið á-
fram.
Veður á sunnudag var kul til
SV 4—8, sjór SV 3—4, skýjað.
Mánudaginn 29. apríl kl. 0015
var Landhelgisgæzlunni í Reykja-
vík tilkynnt um flutning skipstjór
ans á MILWOOD úr JUNIPER.
Kl. 0137 tilkynnti PALLISER að
hann ætlaði til MILWOOD til að
taka menn sina.
Kl. 1200 kom PALLISER að tog-
aranum MiLWOOD í réttvísandi
285° frá Geirfuglaskeri, fjarlægð
!8 sjómílur Setti hann út gúmmí-
o.iörgunarbát, sem herskipsmenn
voru sóttir í, en þrír vélstjórar tog
arans fluttir um borð í MILWOOD.
Kl. 1237 kom ÓÐINN að togaran
fm og sendi tvo menn til viðbót-
ar í hann
Kl. 1310 hélt MILWOOD áfram
’J' Reykjavíkur, en PALLISER
Framhald á 13. sfSu.
HIN FRÆGA FLEYTA — TOGARINN MILWOOD
8
T f M I N N, fimintudagurinn 27. júní 1963. —
i i
.. 4 V
I i 3 ; » "
'• I,
V V. V*/ V.V '•« ■»• VV /.•/. v
ri ' 'i i •
y ••*. y V.-;'••.-'• r
,f. > j :v
I