Tíminn - 09.07.1963, Page 7
imtfmt
Ritstjórnar^rein úr „Th@ Times“:
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Frarakvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan-
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f, —
Verður Pakistan tvö ríki?
Kðofningurinn milli hinna aSskildu ríkishluta vex stöðugt.
Kaup iðnaðarmanna
MORGUNBLAÐIÐ hefur nú játað, að það sé vegna
áhrifa frá ríkisstjórninni, að atvinnurekendur hafa enn
ekki fallizt á að veita iðnaðarmönnum hliðstæða kaup-
hækkun á þessu ári og aðrar stéttir hafa fengið. í for-
ustugrein, sem Mbl. birtir á sunnudaginn, er því haldið
fram, að rangt sé að láta iðnaðarmenn fá þá 5% kaup-
hækkun, sem félög verkamanna og iðnverkafólks fengu
á síðastliðnum vetri, því að hún hafi aðeins verið ætluð
hinum lægstlaunuðu. Blaðið bætir því við, að „sumir hópar
iönaðarmanna séu meðal hinna tekjuhærri í þjóðfélag-
inu“.
Þessi skrif Mbl. staðfesta það, sem hafði hlerazt áður,
aö atvinnurekendur vilja aðeins veita iðnaðarmönnum
7%% kauphækkunina, en ekki 5% kauphækkunina, sem
áður varð á þessu ári. Þannig er ætlunin að skerða hlut
iðnaðarmanna miðað við aðra, frá því sem verið hefur.
Við rök Mbl. fyrir þessari afstöðu er margt að athuga.
í fyrsta lagi er það alrangt, að nokkuð hafi verið sam-
ið um, að 5% kauphækkunin næði aðeins til hinna tekju-
lægstu. Ríkisstjórnin hafði ekki heldur neina forgöngu
um þessa 5% kauphækkun, eins og Mbl. vill vera láta.
Það voru verkalýðsfélögin nyrðra og atvinnurekendur
þar, sem upphaflega sömdu um hana, án nokkurra af-
skipta ríkisstjórnarinnar. Önnur félög fylgdu svo á eft-
j.r. í þeim félögum, sem hafa fengið þessa hækkun, eins
og t. d. Dagsbrún, eru ýmsir sérlærðir verkamenn, sem
hafa hærra kaup en velflestir meðlipur iðnaðarfélaganna.
Kauphækkun þessi var því ekki neitt bundin við þá lægst-
launuðu, eins og sést líka á því, að Kjaradómur hefur nú
úrskurðað að allir opinberir starfsmenn skuli fá hana,
iafnt þeir, sem eru í hæstu og lægstu iaunaflokkum.
Það er og alrangt, að iðnaðarmenn séu yfirleitt tekju-
háir, ef miðað er við kauptaxta Það er þvert á móti
minni launamunur á iðnaðarmönnum og ófaglærðum
mönnum hérlendis en víðast annars staðar. Hitt er það,
að sumir iðnaðarmenn hafa sæmilegt kaup með því að
vinna mjög mikla aukavinnu.
Það byggist sannarlega ekki á neinu réttlæti, þegar
nkisstjórnin beitir sér fyrir því, að menntun og kunnátta
iðnaðarmanna verði minna tekin ti' greina við launa-
greiðslur en verið hefur. Slíkt mun hins vegar draga úr
nhuga fyrir því, að menn leiti sér tæknimenn'tunar, en
fátt er þó nauðsynlegra, ef lífskjörin eiga að batna.
Stétt gegn stétt
Erfitt er að hugsa sér meiri hræsni, en þegar Morg-
unblaðið heldur því fram, að það sé sprottið af umhyggju
fyrir láglaunafólki. að ríkisstjórnin spyrnir gegn 5% kaup
hækkuninni til iðnaðarmanna.
RíkLstjórnin hefur aldrei sýnt minnsta áhuga fyrir
högum láglaunafólks. Þegar samvinnufélögin og verka-
lýðsfélög sömdu um 10—12% kauphækkun til handa
þessu fólki sumarið 1961, kölluðu ráðherrarnir það
svikasamninga. Stjórnarblöðin eru líka með stöð-
ugar hótanir í garð samvinnufélaganna, vegna þess að
þau hafa haft forystu um að hækka kaup þessa fólks.
Umræddur falsáróður Mbl. sýnir vel, hvernig íhaldið
reynir að hanga við völd með því að fylkja stétt gegn stétt.
J þessu tilfelli reynir það að fylkja verkamönnum gegn iðn
aðarmönnum. Þeir einu, sem gætu grætt á slíkum deilum
væru stóratvinnurekendur, en til þess eru líka refir Mbl
'-.kornir. Á sama hátt hefur það röynt að fylkja launafólki
gegn bændum. Kóróna þessa falsáróðurs er sú, að íhald-
ið hefur fyrir kjörorð: Stétt með stétt!
Þegar Bretar létu a£ stjórn
Indlands, skiptist Uandið í tvö
ríki, Indland og Piakistan.
Skiptiag þessi spratt af því, að
Hindúar og Múhameðstrúar-
menn gátu ekki unnið saman.
Múhameðstrúarmenin stofnuðu
því sérstiakt ríki, Pakistan. Sá
galli var hins vegar á þessari
ríkisstofnun, að Múhameðstrú-
armenn voru aðallega vestast
og austast í Indlandi og því
skiptist Pakistan strax í tvo að-
skilda Iandshluta, sem hefur
gemgið örðugleiga að vin.na sam
an, eins og rakið er í eftirfar-
andi grein:
PAKISTAN er í tveimur
hlutum og þeir eru hvor öðr-
um ólíkir að öllu nema trú.
Þeir eru aðskildir öðru landi,
Indlandi, þúsund mílna breiðu,
og sjóleiðin milli þeirra er
meira en tvöföld landleiðin.
Þess landfræðilega staðreynd
mótar stjórnmálin i Pakistan.
Pólitísk og efnahagsleg
vandamál, sem stafa af skipt-
ingu Pakistan, eru enn verri
viðfangs fyrir þá sök, að menn-
ing íbúa Austur- og Vestur
Pakistan er gerólík. Annar
þjóðarhlutinn talar urdu og
menning hans tilheyrir nálæg
um Austurlöndum. Hinn þjóð-
arhlutinn talar bengali og
menning hans er suðaustur-
asísk að uppruna. Efnahags-
þróunin eykur á þennan mun.
Þegar ríkið Pakistan varð til,
voru báðir hlutar þess nokk-
ufh veginn jafn skammt á veg
kömnir éfnahagslega. í Austur
Pakistan bjuggu 55% þjóðar-
innar í miklu minna landi. í
Vestur-Pakistan voru mun betri
vegir og allar samgöngur. Það
var því miklu betur undir það
búið en ríkishlutinn hinum
megin á Indlandsskaga, að njóta
kosta fjárfestingar. í þessu var
fólginn upprunj mismunarins.
MEGINHLUTI þess fjár-
magns, sem útfluttir eða land-
flótta Múhameðstrúarmenn
fluttu með sér frá Indlandi,
rann til Vestur-Pakistan. Þar
fundu innflytjendurnir hentug-
ar aðstæður og upp úr 1950
fóru þeir að leggja hinn mikla
verzlunarhagnað sinn í iðnað i
landinu. Þegar fyrsta fimm ára
áætlunin var gerð 1955, sáu
þeir, sem áætlunina gerðu,
fram á miklum mun skjótari
og meiri árangur af fjárfest-
ingu í vesturhluta ríkisins en
austurhlutanum. Þeir lögðu því
megináheralu á eflingu fjár-
festingar þar. Stjórnarvöldin
juku þannig með ákvörðun á
þann mismun landshlutanna,
sem upphaflega hafði orðið til
vegna afskiptaleysis. Með því
varð til táknrænt dæmi um
áhrif lögmálsins, sem Gunnar
Myrdal hefur nefnt áhlaðanda
frumorsakar.
Aukin fjárfesting í Vestur-
Pakistan dró dilk á eftir sér.
Um 80% af efnahagsaðstoð
erlendis frá voru notuð i vest-
urhluta landsins og eins fór
uin meginhluta þess gjaldeyris.
sem fékkst fyrir bastið, sem
flutt var út frá austurhluta
landsins. Bilið breikkaði milli
efnahagsþróunarinnar í lands-
hlutunum og það olli enn
áherzlu á aukna fjárfestingu í
vesturhlutanum.
Muhamed Ayub Khan,
forseti Pakistan
FLEST þróunarlönd eiga við
þetta vandamál að etja, en
skipting Pakistan magnar það
þar í landi. Engir möguleikar
eru á að austurhluti landsins
njóti að marki góðs af fjárfest-
ingunni í vesturhlutanum
Vegna fjarlægðar, annars
tungumáls og menningar flyzt
vinnuafl ekki'frá austurhlutan-
um til þess að taka þátt í iðn-
væðingu vesturhlutans og soga
þannig til austurhlutans nokk-
uð af ábatanum.
Af þessu öllu lei'ðir, að
Austur-Pakistan dregst lengra
og lengra - aftur úr vesturhlut-
anum, bæði að þróun og lífs-
kjörum. Árið 1960 voru tekjur
á íbúa um 23 sterlingspund í
vesturhlutanum, en ekki nerna
16 sterlingspund í austurhlut-
anum. Bilið hefur breikkað
síðan.
STJÖRN landsins er ljós
þessi hneigð og hættan, sem
af henni getur stafað, og er
farin að reyna að vinna gegn
henni. En munurinh er þegar
orðinn of mikill. Knýjandi
nauðsyn er að halda við hrað-
anum í þróuninni í vesturhluta
landsins og hin gífurlega fúlga
sem varið er til skurðakerfis
Indus-fljótsins, eykur enn á
hann.
Vanþróunin í austurhlutan-
um veldur aftur því, að tak-
mörk eru fyrir, hverju hann
getur tekið á móti af fjárfest-
ingu. Langvarandi staðvindar
stytta til muna þann tíma árs-
ins, sem hentugur er til verk-
legra framkvæmda. Ríkisstjórn
in hefur aukið til muna skerf
austurhluta landsins til fjár-
festingar samkvæmt annarri
fimm ára áætluninni, en þang-
að rennur þó enn minna en
helmingur, jafnvel þó að frá
h'eildinni séu dregnar þær 250
milljónir sterlingspunda, sem
varið er í skurðakerfi Indus
1965 verður bilið milli lands-
hlutanna orðið enn meira áber
andi en það er nú og mun
aukast með auknum hraða
Ekki yrði unnt að bæta úr
þessu með öðru móti en því, að
fresta aðgerðum í vesturhluta
landsins og beina allri orku að
austurhlutanum. En auðvelt
er að hugsa sér, hvaða við-
brögðum slík uppástunga ylli
i vesturhluta landsins.
MISMUNURINN er þegar
jrðinn að slagorði í Austur-
Pakistan og fjarlæging hans
að hugsjón. Tölulegar upplýs-
ingar um efnahagsþróunina
eru undirstaðan, en ýmis veiga
mikil atriði hafa orðið til þess
að munurinn veldur meiri
gremju en ella myndi. Vegna
minni menntunar einstaklinga
í austurhlutanum eru flestar
hinar hærri stjórnarstöður þar
skipaðar mönnum frá Vestur-
Pakistan. Augu þeirra íbúa
austurhlutans, sem hug hafa á
þessum störfum, kunna í upp-
hafi að hafa verið opin fyrir
nauðsyninni, sem olli þessu, en
í seinni tíð er á þetta litið sem
forréttindi Vestur-Pakistana.
Stjórnmálamaður frá Austur
Pakistan sagði fyrir skömmu:
„Það er búið að gera okkur að
nýlendu og við getum ekki þol-
að það öllu lengur“ Hann
benti á, hvernig útflutningsat-
vinnuvegir Austur-Pakistan
hefðu verið „mjólkaðir", eins
og hann orðaði það, tú ágóða
fyrir Vestur-Pakistan. Hann
hélt því fram, að efling austur-
hluta landsins hefði verið skor-
in við nögl af þeirri tylli-
ástæðu, að hæfni skorti til að
veita henni viðtöku. Hin raun-
verulega ástæða væri ósk um
að halda aftur af austurhluta
landsins, meðan vesturhlutinn
öðlaðist aukið forskot. En bitr
astur varð hann í orðum, þegar
hann kom að því, hve hann
taldi Vestur-Pakistana líta nið
ur á Austur-Pakistana, tungu
þeirra og menningu. ,
Þessi stjórnmálamaður lét
opinskátt í ljós afstöðu, sem
vart verður í auknum mæli
meðal stjórnmálamanna og
menntaðra manna í Austur-
Pakistan. Sá, sem fyrir spyrst,
rekst hvað efúr annað á
ákveðna röksemdaleiðslu:
„Hverjar voru frumkröfur
Sambands Múhameðstrúar-
manna í Indlandi, þegar að því
kom, að ríkið yrði sjálfstætt?
Jafnræði til stöðuvals. atvinnu
og stjórnmálaáhrifa. Það var
blindni og eigingirni Hindúa,
sem þýddi þetta sem kröfu um
aðskilnað. Nú gera Vestur-
Pakistanir sig seka um sömu
skyssurnar gagnvart okkur“.
ÁSTANDIÐ er uggvænlegt
og það liggur ekki í láginni
Verði ekkert gert til þess að
draga úr mismuninum og
þeirri andúð, sem hann veldur.
hlýtur að því að líða, að Austur
Pakistanar taki að berjast fyr
ir aðskilnaði. Erfitt er að segja.
hve langt undan það kann að
vera, þar sem aðrir hafa ekk)
enn rennt huganum að þessu
en stjórnmálamenn, embættis
menn og ef til vill stúdentar
Saga skiptingar landsins sýn
ir ljóslega, hve auðvelt er að
tileinka fjöldanum kröfur, sem
miðstéttirnar standa á bak við
ef skelegglega er að unnið póli
tískt. Sumir stjórnmálamenn
irnir eru reiðubúnir að hefja
baráttu undir einkunnarorðun
um: „Austur-Pakistan fyrir
Austur-Bengali“. undir eins og
þeir telja rétta stund upp
runna.
Þetta gæti orðið eftir einn
eða tvo áratugi, en það kann
að verða miklu fyrr í austur
Framhaid á 6 síðu
T f M I N N. briðiudaeurinn 9. iúlí 1963. —
z