Tíminn - 09.07.1963, Page 14
þykkt að Þýzkaland smíðaði, nema
um lestafjölda kafbátanna. — Ver
salasamningurinn bannaði sérstak
lega, að kafbátar yrðu smíðaðir
í Þýzkalandi — en lestafjöldi bát-
anna myndi verða 60% af lesta-
fjölda kafbátaflota Breta, og mætti
verða 100%, ef sérstakar ástæður
lægju til. í rauninni hafði brezk-
þýzka samkomulagið veitt Þjóð-
verjum heimild til þess að smíða
fimm herskip, sem voru að l'esta-
fjölda og útbúnaði stærri en nokk
urt það skip, sem Bretland hafði
á floti, enda þótt tölunum væri
breytt til þess að villa um fyrir
London — tuttugu og eit't beiti-
skip og sextíu og fjórir tundur-
spillar. Ekki hafði verið lokið við
smíði allra þessara skipa, þegar
styrjöldin brauzt út, en nægilega
margra þó, og þar að auki kaf-
báta til þess að valda Bretlandi
hörmul'egu tjóni fyrstu ár síðari
heimsstyr jaldarinnar.
Mussolini tók vel eftir „Albion-
svikunum". Tveir gátu tekið þátt
í leiknum um að friða Hitler. Þar
að auki hafði hin blygðunarlausa
lítilsvirðing Breta á Versalasátt-
málanum hvatti hann til þess að
trúa því, að London myndi ekki
taka allt of alvarlega brot á sam-
komulagi Þjóðabandal'agsins.
Þvert ofan í samkomulagið réðust
því herir hans inn í hið gamla
fjallakonungsríki Abyssiníu 3.
október" 1935. Þjóðabandalagið,
með Breta í broddi fylkingar og
hálft um hálft stutt af Frökkum,
sem sáu, að Þjóðverjar myndu
verða hættulegri óvinur, þegar
fram í sækti, samþykkti refsiað-
gerðir, én þetta voru aðeins að
nokkru leyti refsiaðgerðir, sem
ekki var framfylgt af miklum
dugnaði. Þær hindruðu Mussolini
ekki í því að leggja undir sig
Abyssiníu, en þær eyðilögðu á
hinn bóginn vinskapinn mill'i
Fasista-ítalíu annars vegar og
Breta og Frakka hins vegar og
bundu enda á Stresa-sameining-
una gegn Nazista-Þýzkalandi.
Hver var það annar en Adolf
Hitler, sem græddi mest á þess-
um atburðum? Hinn 4. október,
daginn eftir að innrás ítala hófst,
var ég í Wilhelmstrasse og ræddi
þar við allmarga flokkámenn og
opinbera embættismenn. Það, sem
ég skrifaði í dagbók mína um
kvöldið, sýnir ljóslega, hversu
fljótt og vel Þjóðverjarnir höfðu
gert sér grein fyrir ástandinu:
Þeir í Wilhel'mstrasse eru
ánægðir. Annaðhvort mun Musso-
lini skrika fótur og hann verða
svo flæktur í málunum í Afríku,
að styrkur hans í Evrópu minnk-
ar mikið, og þá getur Hitler tek-
ið Austurríki sem hingað til hef-
ur verið varið af Mussolini, eða
hann mun sigra um leið og hann
býður Frökkum og Bretum byrg-
inn, og þá er hann tiibúinn tii
þess að bindast samtökum við
Hitler áég’n 'híiiúm vési'rænu lýO-
ræðisríkjum. Hvernig sem þetta
snýst, þá mun Hitler sigra.
Þetta átti brátt eftir að sannast.
Rínariönd tekin.
í Reichstag „friðar;‘-ræðunni 21.
maí 1935, sem haft hafði svo mik-
il áhrif á heiminn, og þó fyrst og
fremst á Stóra-Bretland, nefndi
Hitler, að „lögfræðilega séð hefði
öryggisleysisþáttur“ komið inn í
Lokarno-sáttmálann, sem afleið-
ing af gagnkvæma aðstoðarsátt
málanum, sem undirritaður hafði
verið af Rússlandi og Frakklandi
2. marz í París og 14. marz í
Moskvu, en samt hafði ekki verið
staðfestur af franska þinginu í
lok ársins. Þýzka utanríkisráðu-
n-eytið vakti athygli frönsku
stjórnarinnar á þessum ,,þætti“
í formlegri orðsendingu til stjórn
arinnar.
Franski ambassadorinn, Fran-
cois-Poncet, ræddi við Hitler 21.
nóvember, og þá hóf foringinn
„langa ofstækisræðu“ gegn fransk-
sovézka sáttmálanum. Fran-
cois-Poncet tilkynnti París, að ’
hann væri þess fullviss, að Hitler
ætl'aði sér að nota sáttmálann
sem átyllu til þess iað taka her
lausa svæðið í Rínarlöndum. |
Eina ástæðan fyrir því, að Hitler
hikar", bætti hann við, „er sú,
að hann bíður eftir réttu augna-
bliki til þess að láta til skarar
skríða".
Francois-Poncet, " ef til vill ein-
av*r beztupplýstj ambassadormn
í Berlín, vissi hvað hann var að
segja, enda þótt hann án efa hafi
ekki vitað, að þegar um vorið,
2. maí, nítján dögum áður en
Hitler hafði komið með loforðin
í Reichstag um að hann myndi
hal'da Lckarno sAttmálann og
landsvæðagreinar Versala-sáltmál
ans, haf'ði von Blomberg hershöfð
ingi gefið út fyrstu skipanir sín-
ar til hinna þriggja greina hers
ins um að undirbúa áællanir um
töku herlausu svæðanna í Rínar-
löndum. Dulnefnið „Schulung“
var notað um þessar aðgerðir, og
þær átti að „framkvæma að óvör-
um með leifturhraða“ og undir-
búningurinn átti að fara f arn
með svo mikilli leynd, að „ein-
ungis sem allra fæsti.r liðsforingj
ar fengju um það að vita“. Blom-
berg meira að segja skrifaði skip-
anir með eigin hendi. allt fyrir
leyndina.
Á tíunda fundi tramkvæmda-
nefndar Varnarmálaneíndar rikis-
ins, 16. júní, áttu sér stað írek-
ari umiæöur um töku Rínarlanda,
og við það tækifæri gaf Alfred
nokkur Jodl ofursti, sem nýlega
hafði verið gerður að yfirmanni
heimavarnarráðuneytisins, skýrslu
um áætlunina og lagði ríka áherzlu
á mikilvægi þess, að öllu væri
haldið leyndu. Ekkert átti að
skrifa niður, sem ekki var bráð-
nauðsynl'egt, sagði hann, og hann
bætti við, að „undantekningar-
laust yrði að geyma allt slíkt í
peningaskápum"
Allan veturinn 1935—36 beið
Hitler tækifæris. Hann komst
ekki hjá því að sjá, að Frakkar
og Bretar voru önnum kafnir við
að stöðva árás ítalíu á Abyssiníu,
en Mussolini virtist ætla að tak-
sem hann hafði byrjað á.
fsrátt fyrir hinar-mjög svo aug-
lýstu refsiaðgerðir, sem Þjóða-
133
bandalag.O hafði samþykkt gegn
Ítalíu, var nú svo komið, að það
hafði sannað magnleysi sitt til
þess að stöðva hinn ákveðna
árásaraðda í París virtist franska
þingið ekkert vera að flýta sér
að staðfesta sáttrrálann við Sovét
'ikin, og andstaðs hægri manna
við sáttmálann jókst stöðugt. Aug
Ijóslega hélt H tfer, að miklar lík
ur væru á því. að önnur hvor
deld franska þingsins mýndi
'rnfna þandalag nt við Moskvu, og
þá yrði hann að 'e ta sér að ann-
arri afsökun til þss; að geta fram
kvæmt „Schulung" Sn -sáttmál-
inn var lagður fy i fulltrúadeild-
ina 11 fabrúar. og hann sam-
þykktur þar 27 febrúar með 353
atkvæðum gegn 174 Tveimur dög
um síðar. 1 marz. tó'k Hitler
ákvörðun sína he shöfðingjunum
t.i.1 nokkur'ar uiidrunar, en flestir
þeiira voru þess fullvissir, að
Frakkar myndu gersigra hinn
litla þýzka herafla, sem safnað
hafði verið saman til þess að fara
inn í Rínarlöndin. Samt sem áður
gaf von Blomberg út formlegar
sklpanir 2. marz 1936 til þess að
hlýðnast skipunum foringjans, um
að taka skyldi Rínarlönd. Hann
sagði yfirmönnum hersins, að hér
æt.ti að vera um að ræða „aðför'
að óvörum". Blomberg bjóst við,
að þetta yrðu „friðsamlegar að-
gerðir“. Ef svo reyndist ekki —
þ. e. a. s.; ef Frakkar berðust —
áskyldi yfirmaður hersins sér
„rétt til þess að ákveða til hverra
gagnaðgerða skyldi grípa“. Og
Blomberg hafði þegar hugsað sér,
hverjar þessar aðgerðir áttu að
verða, eins og ég komst að sex
dögum síðar, og einnig átti eftir
að verða staðfest í framburði hers
höfðingjanna við Niirnbergréttar-
höldin: Það átti að hörfa í flýti
aftur yfir Rín!
En Frakkar, sem þegar voru
ÓTTANS
W. P. Mc Givern
BranBHHBBBniiHI
43
inn sér við í söðlinum og rétti
handlegginn í suður. Síðan sló
hann sér á brjóst og kinkaði kolli
í átt til félaga síns, — það var
auðvelt að skilja, hvað hann átti
við. Þeir voru á leið suður átt-
ina burt frá Goulamine.
„Þeir vilja ekki hjálpa okkur",
sagði Ilse örvæntingarfull. „Þeir
halda áfrarn".
„Eg fæ ekki séð, hvernig við
getum stanzað þá“.
„Getum við ekki látið þá taka
bréf með sér“.
„Það er álíka gagn í því og að
henda flöskuskeyti í sjóinn“.
Hann yppti öxlum þreytulega. „Eg
held, að þetta séu Berbar. Til-
heyra áreiðanlega einhverjum
hirðingjaflokki. Ef til vill eru
þeir á leið til Kano, kannske til
Atlasfjallanna. Eða á leið til Al-
sír. Það geta liðið ár, þangað til
þeir koma til einhvers bæjar. Og
eftir tíu mínútur hafa þeir vafa-
laust gleymt okkur“.
„Já, en ég er með peninga",
sagði Ilse. „Tíu þúsund pesefca og
þúsund ameríska dollara í ferða-
ávísunum. Þeir hljóta þó að vita,
hvað peningár eru?“
„Ja, það skaðar ekki að reyna
það“.
Ilse hljóp til baka til flugvélar-
innar, en andartaki síðar stóð hún
aftur í dyrunum og hrópaði til
Beechers: „Eg finn ekki töskuna
mína'. Hefurðu séð hana?“
Arabarnir sátu hreyfingarlausir
á reiðskjótum sínum. Þeir virtust
skilja, að þeir ættu að bíða og
skiptu ekki um svip, þrátt fyrir
að dýrin væru orðin eirðarlaus og
vögguðu hausunum til að hrista
af sér flugnasveiminn Beecher
sneri sér við og hljóp til flugvél-
arinnar. Ilse var gráti næst. Hún
hafði skygenzí- undir sviðin sætin,
leitað í t'arangursgeymslunni og
stjórnklefanum. Beecher hristi
teppin, sneri póstpokunum og leit
aði í farangursnetinu yfir sætun-
um. Þá mundi Ilse, að hún hafði
tekið töskuna með sér niður að
tjörninni. „Hún er þar, hún hlýt-
ur að vera þar“, sagði hún.
Þau klifruðu niður stigann úr
vélinni og Ilse hljóp niður að
tjörninni. Beecher gekk aftur fyr-
ir stélið. Hann gekk hægt og
studdi sig með annarri hendi við
flugvélarskrokkinn. Það var orð-
ið svalara og léttir skuggar l'iðu
yfir sandauðnina. En sjálfum hon
um var heítt og ómótt. Hann vissi,
að hann var veikburða af matar-
skorti og vonleysið og örvænting-
in voru að draga úr honum síðasta
máttinn. Hjarfca hans barðist í
brjósti hans og svitinn streymdi
niður andlit hans og niður í augu,
svo að eyðimörkin hjúpaðist þoku
fyrir sjónum hans.
Hann hristi höfuðið snögglega
og strauk svifcann úr augunum.
Arabarnir voru á burtu.
Hann stanzaði og greip andann
a lofti. Þeir voru á leið burt og
runnu smám saman við brúnan
sandinn. Hann hrópaði og kallaði
á eftir þeim, en þeir námu ekki
staðar, sneru sér ekki við — héldu
aðeins áfram för sinnj vaggandi
á háfættum úlföldunum. Fljótlega
hurfu þeir mn í skuggana.
Laura stóð við pálmatrén og
horfði á eftir þeim. Nælonblússan,
sem hún hafði girt niður í hvít-
ar stuttbuxumar bungaði út und-
an þrýstnum brjóstum hennar. Það
gljáð'i á nakta, granna fótleggi
bennar og brúnan hálsinn í hálf-
birtunni. Og vott hárið glitraði um
!eið og hún sner; sér að Beecher.
Hún stóð bama í furðulegu ósam-
'æmj við uppblásna eyðimörkina,
sandauðnina og flugurnar. Hún
hlaut að haia birzt Aröbunum eins
og opinoerun, — eins og er Venus
steig upp úr vatninu, eins og lof-
orð þau, er Múhammeð gaf rétttrú-
uðum um sjöunda himin.
„Ég reyndi að stanza þá“, sagði
nún.
„Fyrst þú gazt það ekki hlýtur
það að hafa verið vonlaust" sagði
bann þreytulega.
„Ég gerði mitt bezta“.
„Ég efast ekki um það“, sagði
iiann og horfði á bungandi brjóst
liennar undir gagnsærrj nælon-
blússunni
Hún kímdi. „Ósköp ertu vitlaus",
sagði hún. „Af hverju hegðarðu
þér alltaf eins og krakki? Ef þú
gætir hagað þér eins og fullorð-
inn maður gætum við háft það
ágætt saman“.
„Þú virðist meta líkama þinn
háu verði“
„ Hvers vegna ekki? Ég hef allt-
af fengið bað verð, sem ég hefi
sott upp“.
„Það eru líkiega margir sem
syða peningum sínum í óþarfa".
Hún sneri á braut og gekk yfir
að flugvélinni Þar stanzaði hún
ug leit um öxl. Augu hennar skutu
gneistum. ,Þú reynir að skaprauna
mér. En til þess þarf meira en
bjánalegt kjaftæð'i. En til þess
vantar þig karlmennsku“ Hann
skildi, hvað vakti fyrir henni, —
hún var að reyna að finna snöggan
hlett á honum. hugsaði hann. —
„Ég býst við þú hefð'ir sízt á
móti því, að ég reyndi eitthvað
annað við þig en orð“, sagði hann.
Hún yppti öxlum og hvarf á bak
við vélina.
Beecher kveikti sér í sígarettu
og fleygði eldspýtunni i sandinn.
Ilse gekk til hans frá tjörninni.
Henni hafði ekki tekizt að finna
töskuna, enda mjög farið að
bregða birtu. Þau sfcóðu hlið við
hlið og störðu út á eyðimörkina.
Engin hreyfing var sjáanleg, ekk
ert hljóð rauf kyrrðina og áður en
varði var myrkrið skollið yfir.
Þetta kvöld snæddu þau síðustu
brauðsneiðina. Brauðið var þurrt
og grunsamlega sætur keimur af
kjötinu ofan á, en þau skoluðu því
niður með köldu vatninu. Jafnvel
Lynch tókst að koma sínum hluta
niður. Síðan lá hann þögull og
kyrr og brjóst hans bifaðist varla,
er hann dró veiklulega andann.
Þegar leið á nóttu, varpaði mán-
inn silfurgliti yfir sótsvart vélar-
gólfið og sviðin sætin. Ilse hafði
lagzt til hvílu undir teppi, en Laura
sat á hækjum sér við hlið Lynch.
Hún hafði kvartað undan kulda og
var kGimin í síðbuxur og ullar-
peysu.
Beecher átti þrjár sígarettur
eftir. Hann stakk einni upp í sig
og hallaði sér upp a'ð vélardyrun-
um. Hugsanir hans voru skýrar og
rökfastar, þar sem hann nú sat
og braut heilann um'sjálfan sig og
þá aðstöðu, sem hann var kominn
í. Nú, — þegar hann átti að deyja,
fannst honum mikilvæga að geta
áttað sig á hlutunum í réttu ljósi.
Hver hafði svikið hann? Hann
hélt hann vissi svarið, en það varð
honum hvorki til huggunar né hug
arhægðar. Hann minntist þess
tíma, sem hann hafði eytt á Spáni,
óttans við að gera mistök, óttans
við að reyna á ný, en fyrst og
fremst minntist hann yfirþyrm-
andi sjálfsvorkunnseimi og nú vissi
hann að þetta var allt ekki annað
en eðlileg afleiðing þeirra hundr-
aða dægra, er hann hafði skipt
milli innantómrar gleði og glaums
og hamrandi timburmanna. Don
Julio, heimspekingurinn i lögreglu
klæðunum, hafði talað um utanað-
komandi svlk, sem komu innan að,
óttinn við að bera ábyrgð, óttinn
við að vera sjálfum sér líkur.
Don Willie, Laura eða Lynch
höfðu ekki svikið hann. Það var
honurn Ijóst nú. Það var alltof há-
tíðlegt að tala um svik. Þau höfðu
ósköp einfaldlega gert hann að
fífli. Hann hafði svikið sig sjálfur,
löngu áður en hann kynntist þeim.
Ef svo ólíklega skyldi vilja til, að
hann ætti lengra líf fyrir höndura,
mundi framtíðarbrautin verða hor.
um erfið. Án þess að hafa hækjur
óttans og sjálfsmeðaumknnar að
styðja sig yið, myndi hann neyð-
así til að læra að ganga á ný.
Laura hreyfði sig og reis upp
á hnén Hún ýtti við Lynch og
hann stundi veikt
„Hvað ertu að gera?“ spurði
Beecher.
,,Ég er á leið út“.
„Hvers vegna?“
„Þarf ég að rétta upp höndina
eins og skólakrakki og biðja um
T f M I N N, þriðjudagurinn 9. iúlí 1963. —
14