Tíminn - 10.07.1963, Blaðsíða 1
ANDAMAMMA MEÐ 37 UNGA í EFTIRDRAGI
SITTHVAÐ má af mannfólkinu læra. Andirnar á Tjöminni virð- ast hafa sett á stofn barnaheimili hjá sér, og þarna er nú fóstran með heila 37 unga í eftirdragi. — Alla vega eigum við bágt með að trúa, að hún hafi eignazt þá alla sjálf í sumar. En hvað eru þá hiin- ar andimar að gera? Kannski eru þær bara ag sleikja sólskinið, sem svo ríkulega hefur hellt sér yfir Reykjavík síðustu daga, á meðan þessi ágæta önd gætir barnanna þeirra. (Ljósm.: ísak Jónsson). f|||i.:
Nl;®x£
fjy.
■
!?< ■>;
in Korpa
Kind
skorin
upp!
BS-Ólafsfirði, 9. júlí.
Á sunnudaginn var gerð-
ur uppskurður á sauðkind,
sem orðið hafði fyrir slysi
í réttum á ÓlafsfirSi. Það
var Krtetján Baldvinsson,
læknir, sem uppskurðinn
gerði, og famast kindinni
veL
Framh. á bls. 15.
RANNSOKNAHVERFIÐ
FER BRÁDUM AD RÍSA
KH-Reykjavík, 9. júlí.
INNAN áratugs má búast við, I
að risið verði á Keldnaholtinu
myndarlegt rannsóknarhverfi á 48
ha. svæði, sem Reykjavíkurborg
úthlutaði Rannsóknarráði ríkisins I
og Raforkumálastjórn fyrir nokkr
uin árum. Byggingarframkvæmdir
munu hefjast nú um mánaðamót-
in á rannsóknarstofnun landbún-
aðarins, sem verður fyrsta bygging
ín sem þarna rís, en ennfremur
Rannsóknarstöðvarnar norðaustan í Keldnaholti. Á likanlnu sést Vesturlandsvegur lengst tll vlnstri.
sést einnig neðarlega á líkaninu. Bærinn Korpúlfsstaðir er talsvert neðar vlð ána.
ætlar Rafoikumálastjórn að hefja
byggingu á vatnsvirkjunarrann-
sóknarstofnun nú í sumar.
Blaðið átti tal við Steingrím
Hermannsson, framkvæmdastjóra
Rannsóknarráðs nkisins, og fékk
þessar uppiýsingar hjá honum.
Undanfarin 1—2 ár hefur verið
unnið að skipulagningu rannsókn-
arhverfisins í Keldnaholti, og er
gert ráð fyrir, að í framtíðinni
flytjist flestar rannsóknir í þágu
aivinnuveganna, svo að þarna risi
íullkomið rannsóknarhverfi.
Eins og sjá má á myndinni af
likaninu, þa verða allmargar rann-
sóknastofnanir a þessu 48 ha.
svæði, sem er norðaustan I Keldna
holti, suðvestan árinnar Korpu.
Auk þeirra. sem nefndar hafa ver
)ð, verða þarna byggingarefna-
’rannsóknir á vegum iðnaðardeild-
ar í sérstakri byggingu, og verð-
ur sú bygging væntanlega hafin
fftir 2—3 ár, en auk þess verða
iðnaðarrannsóknir í annarri sér-
ftakri byggingu. Þá verða raforku
tilraunir í sérstakri byggingu, sem
óvíst er hvenær verð'ur byrjað á.
Ein byggingin verður fyrir ýmsar
sameiginlegar rannsóknir Rann-
sóknarráðs ríkisins, og loks er óá-
kveðið, hvernig byggingum yfir
MESTI SILDARAFLINN
OG MESTALLT I SALT
FB-Reykjavík, 9. júlí. I hring, pajj sem af er þessu sumri.
í NÓTT bárust á land 35.250 Aflinn skiptist niður á 56 skip, og
mál og tunnur, og mun það vera mestur hluti ha.ns fékkst út af
mesta aflamagniið á einum sólar-1 Sléttu.
STÆRSTI LAX I LAXA
ÞJ-Húsavík, 9. júlí. — í dag veidd
ist 32 punda lax í Laxá í Aðal-
dal. Það var Sigurður Benedikts-
son forstjóri Osta og smjörsöl-
unnar, sem veiddi þennan stórlax.
— Sigurður var að veiða þar sem
heita Dýjaveitur við Laxá í landi
Árness i Aðaldal, þegar hann
fékk þennan 32 punda lax á hjá
sér. Er þetta stærsti lax, sem
veiðzt hefur í allmörg ár í Laxá
í Þingeyjarsýslu. Fyrir mörgum
árum veidist 36 punda lax í sömu
á, en þó ekki á sama stað.
í dag er saltað á allflestum sölt-
unarstöðvum fyrir norðan land, en
a Austfjörðum er ekkert um að
vera, því þar veiddist ekkert s. 1.
nótt. Saltað verður í 7000 tunnur
a Raufarhötn í dag og nótt og vant
ai þar tilfinnanlega fólk. Sáralítil
^eiði hefur verið í dag, veður er
sæmilegt, en þó dálítið kalt, að
sögn síldarleitarinnar á Raufar-
höfn.
Skip voru að koma inn til Siglu-
fjarðar í allan dag, og voru þau
með' afbragðs síld, sem veiðzt hafði
um 30 sjómílur NV af Sléttu. —
Saltað var á öllum söltunarstöðv-
um, og búizi við að þetta yrði bezti
söltunardagur sumarsins eftir nótt
ína í nótt. í gær var saltað í 3663
tunnur á Siglufirði.
Saltað var á öllum stöðvum á
Ólafsfirði i dag. Þangað komu 4
■>kip, Sigurpáll með 2000 tunnur,
Steinunn með 6—700, Guðrún Þor-
kelsdóttir 460 og Seley með 600
t.unnur. Sildin veiddist á Sléttu-
grunni.
Sjö skip hafa komið með síld til
Framhald á 15. siðu.
aðrar rannsóknir verður hagað.
Bygging rannsóknarstofnunar
iandbúnaðarins var boðin út fyrir
u. þ. b. mánuði, og bárust tvö til-
boð, frá Brú h.f. og Almenna bygg
úigafélaginu. Ekki hefur endan-
Framhald á 15. síðu.
Hafísinn
færðist
nær landi
í gærdag
KH-Reykjavík, 9. júlí.
ísbreiðan út af Vestfjörð-
um virðlst hafa þokast nær
landi s.l. sólarhring, og eru
smájakar á reki miUi lands
og aðalísbeltlstns. Úti fyrir
Vestfjörðum og Norður-
landi er hæg austanátt, sem
hindrar, að ísinn reki austur
á sfldarmiðin.
Seint í dag barst fregn
frá vitaskipinu Árvaki um,
að sést hefðu tveir ísjakar
á siglingaleið 2 sjómílur í
réttvísandi norður frá Hæla
vkurbjargi, og sjást þeir
ekki í radar. Veðurathugun-
in á Horni tilkynnti mikið
íshrafl grunnt á siglingaleið
út af Hormbjargi. Herðubreið
tilkynnti kl. 18, að samfelld
ísrönd væri frá 66 gr. og 28
mín. norður og 22 gr. 10
mín. vestur (h.u.b. norður
af Geirólfsgnúp), og lægi
hún til norðvesturs svo langt
sem séð væri. Á siglingaleið
inni frá Óðinsboða að Horni
Framhald á 15. siðu.