Tíminn - 10.07.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.07.1963, Blaðsíða 15
LÁTINN í KJALLARANUM BÓ-Reykjavík, 9. júlí. Snemma í gærmorgun fannst ung ur maður látinn í nýbyggingu Verzlunarskólans við Grundarstg. Talið er, að' hann hafi farið inn um glugga á fyrstu hæð og fallið um stigaop niður í kjallarann, þar HAFÍSINN Framhald af 1. síðu. væru stórir og smáir ísjakar á reki. Jón Eyiþórsson, veðurfræð ingur, sagði blaðinu í kvöld, að erfitt væri að segja til um nálægð íssins, þar sem ekkert könnunarfluig var far ið í dag, en ísröndin virtist hafa þokast nær landi, lægi svona 5—10 núlur norður af Horni. Ekki væri vitað hversu mikil ísbreiðan væri, þar sem þoka hefði hindrað mælingar á því í ískönnunar fluginu í gær. Jón kvaðst búast við, að ekki þyrfti nema hressilega austanátt, svo að ísinn hyrfi á auga- bragði. En nú væri hún svo hæg, að hún gerði ekki bet- ur en hindra það, að ísinn reki austur á síldarmiðinn. REHU MOANA Framhaid at 16. siðu. or. Mastrið var alls ekki eins sterkt og æskilegt var, að sögn Nydler, og nú var ekki um annað að gera, en sigla inn á næstu höfn og fá gert við vélina, því vélarlaus hafði fleytan ekkert í Grænlands- ísinn að gera.i Haft var samband við London, en þaðan bárust þæi íregnir að stormur væri í þann veginn að skella á. Það var orðið of seint að kom- ast til Raufarhafnar, og til þess að forða því að reka upp að Langa- nesi norðanverðu, sigldu þeir fjór- menningar á haf út. Stormurinn skall á, og þá rak fyrir norðvest- anvindi suður með landi. Ferðin suður að Seyðisfjarðarflóa tók ekki langan tíma, en eftir að inn á sjálfan fjörðinn kom, gekk hún ekki jafn greiðlega. Ekkert gat fengið vélina til þess að fara af stað aftur og siglingin tók sjö tíma. Inn á Seyðisfjörð komu þeir svo um hádegisbilið í dag, öllum til hinnar mestu undrunar. — Ég verð að fljúga heim strax í fyrraimálið, sagði Naydler, og hefði þurft að vera löngu farinn. Tony Jennett, sem kom aðallega með til að klifra í fjöllum Græn- lands, hefur ákveðið að vera hér eftir og reyna við ísjenzku fjöll- in í staðinn, og Mac London, sem flaug til London fyrir viku, er ekki kominn aftur, og kemur lík- ast til ekki úr þessu. Það eru því' ekki aðrir eftir en Afcsel Petersen og fyrirliðinn sjálfur dr. Davis. Þeir ætla að sigla á flekanum aftur til Englands, og búast við að verða Lomnir þangað í endaðan júlí eða fyrst í ágúst. — Dr. Davis ætlar að taka þátt í kappsiglingu yfir Atlantshafið á Rehu Moana næsta sumar, og Pet- crsen fer á Markó Polo, og svo er Mac Lendon að hugsa um að fara á eigin báti. Ef svo verður, fer ég líklegast flugleiðis til New York, og sigli svo með Petersen til Danmerkur á eftir, sagði Naydl er að lokum um leið og hann kvaddi. 11.5 PUNDA LAX Framhal 1 al 16. síðu aðist mikið vatnsmagn i ánni af hvoru tveggja, svo að laxarnir ger.gu í flokum upp ána. Veiði- veður var ekki gott, blanfcalogn, sólskin og hiti, en samt veidd- ust 11 laxar. Mest veiddist á flugu. sem hann lá. Vitað er, að maður- inn var á dansleik á laugardags- kvöldið og líkur benda til, að at- burðurinn hafi gerzt þá um nótt- ina. Nafnið hefur ekki verið lát- ið uppi, en nánustu ættingjar mannsins eru víðsfjarri. FERÐAMÁL Framhald af 16. síðu. hvað, sem betur mætti fara, svo sem ófullnægjandi leiðarmerki akvega, ófullnægjandi þjónustu á merkisstöðum, þar sem ekki er hægt að kaupa póstkort eða filmu í myndavél og skort á framstillt- um leiðbeiningum yfirleitt. Þeir virtust gera sig ánægða með þjón ustu, fæði og verðlag á hótelum, en báðir vöruðu við ofskipulagn- ingu í ferðamálum almennt og töldu fyrir mestu að veita ein- falda þjónustu og l'eggja áherzlu á þau sérkenni, sem fsland hefur umfram öll önnur nálæg lön'd. KIND SKORIN UPP Framhald af 1. síðu. Nánari tildrög voru þau, að allt fé hafði verið rekið í rétt til rúningar. Vddi þá svo illa til, að ær ein steig ofan í sauðaklippur og stung ust þær í kvið skepnunnar og upp í gegn, svo gamirnar lágu úti. Læknir var þegar kvaddur til, Kristján Baldvinsson, og brá hann við skjótt og skar skepnuna upp og kom fyrir görnunum. Var síðan saum- að fyrir og ærin látin í hólf, en þar hefur hún verið síð- an og vegnar vel. Ærm er í eigu Jóhanns Jónssonar, bónda í Hlíð. PÓLSKI PÉTUR Framhald af bls. 3. hafi verið á spítalann í þetta sinn. Rachmann hafi óttazt, að allt væri að fara í kaldakol hjá sér og því óskað að hverfa. Bílstjóri Rachmans og Mandy halda því hins vegar ákveðið fram, að Raehman sé látinn og orðróm- ur um dvöl hans í hinum og þess- um löndum á þessu ári, sé upp- spuni einn. ÓEIRÐIR Framhald af bls. 3. konungshjónin ifóru. Nokkrir uingkommúnistar dreifðu plögg um, þar setn heimsókninni var mótmælt og einnig voru hrópuð ókvæðisorð að konungshjónun um, sem ekki virtust láta ólætin á sigf á. í allt munu hafa verið kallaðir út um 7000 lögreglu- menn ttt að vernda vkonungs- hjónin. Um kvöldið kom til harðra átaka milll lögreglu og hundr- aða manna, sem gerðu tilraun til að brjótast inn fyrir hlið Buckingham-hallar. Tókst mannfjöldanum að rjúfa varnar múr lögreglumannanna, sem tókst þó með herkjum að loka hfrium miklu járnhliðum. Fjöldi brunabfla var kallað- ur á vettvang tfl að' sprauta á manngrúan. Margir óróaseggj anna fengu harkalega meSferð er þeim var troð'iS bin í lög- reglubfla, sem síðan óku þeim á lögreglustöðina. Leikhús æskunnar frumsýnir á Akureyri ODDUR BJÖRNSSON Sundkennsla í Hrísey ÞV-Hrísey, 9. júlí. SUNDLAUG verður brátt opn- uð hér í H'úsey, en hún hefur ver ið í srníðum undanfarin ár. Sund- kennari er kominn frá Reykjatfík, Kristín Heigadóttir, og mun hún væntanlega hefja sundkennslu á morgun í hinni nýju sundlaug. —■ Fyrst og fremst verður öllum börn um á skólaskyldualdrj kennt sund, en auk þess getur hver sem er ,'engið þarna tilsögn í sundi. BÓ-Reykjavík, 9. júlí. Leikhús æskunnar frumsýnir leikritið Einkennilegur maður, eft- ir Odd Björnsson á Akureyri, á laugardagskvöldið . Leikritið var flutt í útvarp í vetur, en það mun vera nálega einsdæmi, að íslenzkt leikrit sé frumflutt á sviði utan Reykjavík- ur. Hlutverk eru níu, flytjendur ungt fóllk, flest við leiikli’starnám eða nýútskrifað úr leikskólum. Einn gamalkunnur leikari, Valdi- mar Lárusson, hefur slegizt í hóp inn. Leikstjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson. Flokkurinn mun sýna á ýmsum stöðum á Norður- og Austurlandi; frá Akureyri verður haldið til Húsavíkur, þaðan í Skúlagarð í Kelduhverfi og lengra austur á bóg inn. í hausts er gert ráð fyrir sýn- íngu í Reykjavík. Æfingar fara fram í Hagaskólanum. Sandgerðismálið til saksóknara BÓ-Reykjavík, 9. júlí. RANNSÓKN „Sandgerðismáls- ins“ er losið hjá sakadómi og yerður það lagt fyrir saksóknara til ákvörðunar. Málið er sem kunn ugt er risið með kæru út af breyt- ngu á skipshafnarskrá mb. Sigur- páls sem er eign Guðmundar á Rafnkelsstöðum. Aðalgjaldkerinn við sýslumannsembættið í Gull- tringu og Kjós viðurkenndi að hafa bætt orðunum „í nóvember 1962“ við „samkvæínt samningi" í dálkinn tyrir ráðningarkjör eft- ii að skipverjar höfðu undirritað skrána. ÞJÚRSÁRDALSFERD Framsóknarfélögin í Reykja- vík fara í Þjórsárdal næstkom- andi sunnudag, 14. júlí, undir leiðsögn dr. Kristjáns Eldjárn þjóðminjavarðar. Fargjaldið verður aðeins 250 krónur með tveimur máltíðum og 200 krón- ur fyrir börn yngri en 12 ára. RANNSÓKNARHVERFIÐ Framhald af 1. síðu. ega verið ákveðið, hvoru tilboðinu verður tekið, en framkvæmdir eiga eð hefjast um mánaðarmótn. Til byggingarinnar verður varið fé írá Áburðareinkasölu ríkisins, sem samkvæmt samþykkt alþingis á íyrst og fremst að verja til að byggja yfir jarðvegsrannsóknir búnaðardeildarinnar. Ennfremur var fengið lán úr atvinnuleysis- tryggingasjóði, og nemur allt bygg ingarféð um 9 milljónum króna. Þegar byggingin er risin, sem væntanlega verður eftir IV2—2 ár, ílytzt þangað öll starfsemi búnað- ardeildarinnar, sem fer þá úr 450 fermetra húsnæði hjá Atvinnu- deildinni í u. þ. b. 2000 ferm. hús- næði. Verður þar unnið að öllum þeim rannsóknum, sem búnaðar- deildin hefur með að gera, eins og til dæmis jarðvegsrannsóknum, jurtakynbótum, kornrannsóknum, beitilanda-, búfjár-, fóður-, og erfða rannsóknum. Fullgerð verður bygg ingin þrjár álmur með milligöng- um og sex gróðurhús en í fyrsta áfanga verða byggðar tvær álm- ur og gróðurhús. Jakob Gíslason, raforkumálastj., sagði blaðinu, að verið væri að gera teikningu af byggingu Raf- orkumálastjórnar, þar sem gerðar yrðu ýmsar varnafræðilegar til- raunir, Sú bygging væri þó aðeins hluti af þeirri, sem síðar mundi rísa. Vonir stæðu til að byggingin yrði hafin innan fárra vikna og gerð fokheld fyrir veturinn. Miða er hægt að panta í símum 155 64 og 160 66 frá kl. 1—6 síðdegis daglega. Öllum er heimíl þátttaka í ferðinni. Málarar sömdu BÓ-Reykjavík, 9. júlí. VERKFALLI Málarafél. Reykja- víkur var afstýrt með samkomu- íagi, sem náðist á laugardagskvöld ið. Verkfræðingar og skipasmiðir sátu á árangurslausum samninga- fundum fyrir helgi. Verkafólk á Akranesi hefur boðað vinnustöðv- un um næustu helgi en samninga- fundir þar hafa ekki borið árang- MÁLVERK AF ÖNNU BORG Framharc ai 16. síðu. verki, sem Hermann Vedel mál aði á sínum tíma, og hefur mál arinn Daniel Hvidt gert eftir- myndina Ætlunin er að mál- verkinu verði komið fyrir í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. Síldin Framhald af 1. síðu. söltunar til Dalvíkur í dag. Það eru Björgvin með 700 tunnur, — Mánatindur 700, Bjarmi 250, Bald ur 1100, Eldborg 400, Árni Geir 600 og Sigurfari BA 300., Saltað hefur verið upp úr öllum þessum skipum á þremur söltunarstöðvum, og stóð söltun enn yfir úr Baldri, Eldborgu og Árna Geir, þegar síð- ast fréttist. Von var á Hannesi Hafstein inn í nótt níeð 500 tunn- ur. ; Það var mikið um að vera í Hrísey í dag, og söltun í fullum gangi. Sæfari hafði komið inn með um 1000 tunnur og von var á Sig- urfara með milli 400—500 tunn- ur, en hann hafði fyrst landað dá- litlum slatta á Dalvík. Saltað hafði verið í 1652 tunnur í Hrísey 7. þ. m. Þar vinna 50 saltararar. Síldin veiðist nú um 11 tíma siglingu frá Hrísey. Komið er á aðra viku síðan síld barst til Krossaness, en þá hafði verksmiðjan tekið á móti 11.500 málum. Söltun er ekki hafin þar ennþá, og ekki var vitað um nokk- ur skip, sem væru þangað vænt- anleg í dag. Fyrsta söltunarsíld sumarsins brast til Hjalteyrar í dag. Það var Ólafur Magnússon EA, sem kom þangað með 600 tunnur. í kvöld var ekki vitað um önnur skip, sem væru á leið þangað inn. Bræðsl- an hefur tekið á móti 33.5000 mál- um. Undanfarið hefur verið unnið að því að salta og bræða ufsa. í bræðslu hafa farið 50 lestir og salt að hefur verið í 2000 tunnur. Verksmiðjan á Húsavík hefur enn ekki tekið til starfa. Þar hefur verið dálítil söltun undanfarið, og í dag hefur verið saltað á tveimur söltunarstöðvum. Væntanlega verður saltað í einar 7000 tunnur á Raufarhöfn í dag, en í gær var saltað í tæpar 6000 tunnur. Heildarsöltunin í kvöld ætti að verða orðin 30.000 tunnur. Nokkuð mörg skip hafa komið inn í dag, en söltunarstöðvarnar gátu ckki tekið á móti allri þeirri síld sem þeim bauðst, svo mörg skip- anna sigldu álefðs tl Eyjarfjarðar- hafna. Stanzlaus söltun hefur ver- iff undanfarna tvo sólarhringa. — Mikil fólksekla er á Raufarhöfn. Síldarlaust er á Seyðisfirði, en milli 90 og 100 norsk skip liggja þar inni auk allmargra íslenzkra skipa. Bræla var á miðunum fyrir auaustan s. 1. nótt og aðeins vitað um einn bát, Kambaröstina, sem 'ékk 100 tunnur á Reyðarfjarðar- dýpi. Eiginmaður minn MYRON JESSE APPLEMAN andaðist í Landakotsspítalanum 9. þ.m. Stefanía Eiríksdóttir Appleman. Konan mfn GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Hraungerði i Garðahreppi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 11. júlf kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. — Fyrir hönd vandamanna. Jóhannes Teitsson, ■ Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát og útför manns ins mins HARALDAR THORARENSEN, frá Móeiðarhvolí. Þakka einnig læknishjálp og hjúkrun á sjúkrahúsi Selfoss. Aldís Thorarensen, T í M I N N, miðvikudagurinn 10. júlí 1963. — 15 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.