Tíminn - 01.08.1963, Qupperneq 14
ÞRIÐJA RÍKID
WILLIAM L. SHIRER
Vegna místaba síðustu daga
verða blöð 151 og 152 endurprent-
uð.
Fjögurra vikna skelfingin:
12. febrúar til 11. marz 1938.
Hitler hafði veitt Schuschnigg
fjögurra daga frest — þar til
þriðjudaginn 15. febrúar — til
þess að senda honum „lokasvar-
ið“ um, að hann myndi ganga að
úrslitakostunum, og þar að auki
þrjá daga —fram til 18. febrúar
— til þess að uppfylla hina sér-
stöku skilmála samningsins. Schu-
'Stíhnigg kom til Vínar að morgni
12. febrúar og hélt strax á fund
Miklas forseta. Wilhel'm Miklas
var ötull miðlungsmaður, og Vín
arbúar sögðu um hann, að eina af-
reksverk hans í lífinu hefði verið
að verða faðir heds hóps bama.
En í honum var eitthvað af stað-
festu bóndans, og á þessu örlaga-
rfka augnabliki í lok fimmtíu og
tveggja ára starfsævi sem opinber
starfsmaður sýndi hann meira hug
rekki en nokkur annar Austurríkis
maður. Hann var fús að veita
Hitler vissar undanþágur eins og
það að gefa öllum austurrískum
nazistum upp sakir, en hann var
á móti því, að gera Seyss-Inquart
að yfirmanni lögreglu og hers.
Papen sendi skilvíslega skýrsl’u
um þetta til Berlínar að kvöldi 14.
febrúar. Hann sagði, að Stíhusch-
nigg vonaðist til að geta „yfirunn-
ið þennan mótþróa forsetans á
morgun“.
Klukkan 7,30 þetta sama kvöld
staðfesti Hitler skipanir, sem Kei
tel hershöfðingi hafði gefið um
að nú skyldi beita hemaðarlegum
þvingunum við Austurríki.
— Breiðið út falskar en trúleg-
ar fréttir, sem geta leitt til þess,
að menn haidi, að verið sé að
undirbúa hernaðaraðgerðir gegn
Austurríki.
Reyndin var l'íka sú, að Schusch
nigg var varla farinn frá Berchtes-
gaden, þegar foringinn byrjaði
með uppgerðar hernaðaraðgerðir
til þess eins að tryggja, að austur-
ríski kanslarinn gerði eins og hon-
um hafði verið sagt. Jodl skrifaði
þetta allt saiman í dagbók sína.
13. febrúar. Eftir hádegi bað
K.(eitel hershöfðingi C.(anaris)
aðmírál og sjálfan mig að koma til
íbúðar hans. Hann segir okkur, að
skipanir foringjans séu að beita
hernaðarþvingunum með uppgerð-
arhernaðaraðgerðum fram til 15.
febrúar. Uppástungur um þessar
aðgerðir voru gerðar, og foringj-
anum skýrt frá þeim símlei.ðis, svo
að hann gæti samþykkt þær.
14. febrúar: Áhrifin komu fljótt
og vel í ljós. Það er álit manna í
Austurríki, að Þýzkaland standi
nú í alvarlegum hernaðarundir-
búningi.
Jodl hershöfðingi var ekki að
ýkja. Miklas forseti lét undan
vegna ógnananna uim vopnaða i.nn-
153
rás og síðasta daginn, áður en
fresturinn rann út, 15. febrúar,
sagði Schuschnigg von Papen
sendiherra formlega frá því, að
Berchtesgaden-samningurinn yrði
framkvæmdur fyrir 18. febrúar.
Austurríska stjórnin tilkynnti 16.
febrúar, að nazistum hefði verið
veitt sa'karuppgjöf, þar á meðal
þeim, sem hlut áttu að máli í
morðinu á Dollfuss, og um leið var
opinberlega viðurkennd stjórnin,
þar sem Arthur Seyss-Inquart var
gerður að öryggismálaráðherra.
Næsta dag flýtti nazistaráðherr-
ann sér til Berlínar til þess að
hitta að mál'i Hitler og fá skipanir
frá honum. j
Seyss-Inquart, fyrsti kvislingur-j
inn, var góðlegur, gáfaður ungur
Vínarlögfræðingur, sem allt frá
1918 hafði veri.ð haldinn óslökkv
andi löngun til þess að sjá Austur-;
ríki sameinast Þýzkalandi. Þetta
var vinsælt mál fyrstu ári.n eftir
styrjöldina. Meira að segja hafði
þingið í Vín sem var að enda við
að steypa Habsborgaraeinveldinu
og lýsa yfir lýðveldisstofnun í
Austurríki, reynt að koma á sam-
einingu við Þýzkal’and 12. nóvem-
ber 1918. daginn eftir vopnahléð,
með því að staðfesta, að „Þýzka
Austurríki væri hluti af þýzka lýð-
veldinu". Hinir sigursælu banda-
menn höfðu ekki leyft þetta, og
þegar Hitler kom til valda árið
1933, var enginn efi á því, að
meiri hluti Austurrikismanna. var^
á móti því, að landið sameinaðist
Nazista-Þýzkalandi. En eins og
Seyss-Inquart sagði vi.ð Nurnberg-
réttanhöldin, voru nazistarnir fast
fylgjandi þessari sameini.ngu, og
af þeirri ástæðu veitti hann þeim
stuðning sinn. Hann gekk ekki í
flokkinn og tók ekki þátt í ofstæk
isaðgerðum þeirra. Hann hafði
fremur með höndum það hlutverk
að vera virðuleg forhlið austur-
rísku nazistanna, og eftir samn-
inginn í júlí 1936, þegar hann var
gerður ríkisráðunautur, gerði
hann allt til að aðstoða Papen og
aðra þýzka embættismenn og
útsendara með því að grafa undan
ríkinu innan frá.
Þótt undarlegt megi virðast, þá
lítur út fyrir, að Schuschnigg og
Miklas hafi treyst honum nær því
til hins síðasta. Síðar viðurkenndi
Miklas, að hann hafði treyst hon-
um nær því eins og Schuschnigg,
að hann hafi orði.ð fyrir áhrifum
af þeirri staðreynd, að Seyss „fór
reglulega í krkju“. Helzta undir-
staða þess trausts, sem austurríski
kanslarinn bar til mannsins, virð-
ist hafa verið hin kaþólska trú
hans og sömuleiðis sú staðreynd,
að hann eins og Schuschnigg hafði
gegnt herþjónustu í týról’sku
Kaiserjager-hersveitinni í fyrri
heimstyrjöldinni., þar seun hann
særðist alvarlega. Því mður var
Schuschnigg algerlega ófær um að
dæma mann á öðrum grundvelli.
Ef til vill hélt hann, að hann gæti
stjórnað hinum nýja nazista-ráð-
herra sínum með því einu að múta
'honum. Hann segir sjálfur frá
þeim töfraáhrifum, sem 500 doll
arar höfðu haft á Seyss-Inquart
árið áður, þegar hann hótaði að
segja af sér embætti ríkisráðu-
nauts, en tók þá ákvörðun sína til
nánari yfirvegunar, eftir að hafa
tekið á móti þessari auðvirðilegu
upphæð. En Hitler hafði hærri
laun að rugla þennan metnaðar-
gjarna, unga lögfræðing með, eins
og Schuschnigg átti fljótlega eftir
að sannprófa.
Hinn 20. febrúar hélt Hitler
ræðu þá í Reichstag, sem svo lengi
hafði verið beðið eftir og frestað
hafði verið frá 30. janúar vegna
Blomberg-Fritsch-málsins og hans
eigin vélabragða gegn Austurríki.
Þótt hann talaði hlýlega um „skiln
ing“ Schuschniggs og um „hjarta-
hlýjan vilja“ hans á að koma á
betri sambúð milli Austurríkis og
Þýzkal'ands — kjaftæði, sem hafði
góð áhrif á Chamberlain fbrsætis-
ráðherra — þá kom foringinn með
aðvörun, sem menn skelltu ekki
skollaeyrunum við í Vín né í
Prag — þótt menn í London létu
hana sem vind um eyrun þjóta.
— Yfir tíu milljónir Þjóðverja
búa í tveimur ríkjum, sem liggja
að landamærum okkar . . . Það
getur enginn vafi ríkt um einn
hlut; stjórnmálalegur aðskilnaður
frá Ríkinu getur ekki leitt til þess,
að menn séu sviptir réttinum —
það er, hinum almenna sjál'fsá-
kvörðunarrétti. Það er óþolandi
fyrir heimsveldi að vita, að það
eru til kynbræður við hliðina á
því, sem stöðugt verða fyrir þján-
ingum vegna stuðnings eða sam-
einingarlöngunar þeirra við alla
þjóðina, örlög hennar og Welt-
anschauung hennar (skoðun henn
ar á lífinu). Það er hagsmunamál
þýzka ríkisins, að vernda þessar
þýzku þjóðir, sem ekki hafa að-
stöðu til þess að tryggja sér stjórn
málalegt og andlegt frelsi af eigin
ramml'eik meðfram landamærum
okkar.
Þetta var skýr og skorinorð, op-
inber yfirlýsing um, að héðan í
frá liti Hi.tler á framtíð hinna sjö
milljóna Austurríkismanna og
þriggja milljóna Sudeta-Þjóðverja
63
maðuri.nn var einnig viðstaddur.
Það var aðstoðarmaður Don Julio,
alvörugefinn, kurteis lögreglu-
iþjónn, sem hét Jorge Caldus.
Hann var í svörtum fötum með
svart háls’bindi, sat teinréttur á
stólnum og starði beint á vegginn
fyrir framan sig.
Það var þröngt og heitt inni á
skrifstofunni og kaffiilmur og tó-
baksreykur lá í loftinu. Þögnin
var orðin þvingandi. Tikkið í forn-
fálegri klukku, sem hékk á veggn-
um við hliðina á Franco, virtist
hækka í djúpri þögninni. Ljósið
glampaði á messínghnöppunum á
einkennisjakka Don Julios og kast-
aðist af'tur í augu Beechers. Hann
reyndi að færa sig til á stólnum til
að forðast glampandi hnappana,
en það stoðaði ekki. Ljósið virtist
elta augu hans og honum l'eið illa
og fannst hann vera skítugur og
þreyttur. Hann hafði verið viðbú-
inn öllu, nema þessari knýjandi
þögn.
Don Julio ræskti sig og reis upp.
Ilann þrammaði stundarkorn fram
og aftur um gólfið með hendur
fyrir aftan bak og djúpar hrukkur
á breiðu enninu. Að lokum settist
hann á borðbríkina og horfði nið-
ur á Beecher. „Nú, þetta er sem
sagt þín saga“, sagði hann. „Þú
hefur ekki gleymt neinu, eða skot-
ið neinu undan?“
„Nei“, sagði Beecher, „þetta er
allt, sem ég hef að segja.“
„Fyrst svo er, verð ég að segja,
að það er ýmislegt, sem mér geng-
ur illa að botna í. Sannleikurinn
er að vísu oft lítt skil.janlegur, en
ef ég á að taka þetta sem sann-
leika . . . “ Hann hikaði og leitaði
augsýnilega að rétta orðinu. „Nú,
við getum orðað það þannig, að
ég þurfi að fá dálítið gleggri upp-
lýsingar um vissa hluti, ef ég á
að trúa þessari ótrúlegu frásögn.
Við skulum fara aftur ná'kvæm-
lega yfir sögu þína og vita hvort
við getum ekki fengið botn í vissa
hluti hennar, sem mér finnast nú
ósennilegir eða óeðlilegir“. Don
Julio hikaði aftur og brosti síðan
kurteisl'egu en kaldhæðnu brosi
við Beecher. „Fyrr í kvöld hri.ngdi
ég til Madrid og sagði, að í kvöld
mundi ég hafa í gæzluvarðhaldi
hjá mér farþega úr flugvélinni,
sem saknað var. Svo að þess vegna
eru nú embættismenn frá rann-
sóknarlögreglunni og ríkislögregl-
unni á leið til Mirimar á þessu
andartaki.“ Don Julio horfði þýð-,
ingarmiklu augnaráði á gömlu'
klukkuna á veggnum. „Eftir um
það bil klukkustund mun ég segja
þeim mitt álit og síðan mun málið
að mestu vera í þeirra höndum.
Svo að þú hlýtur að skilja að það
verður bezt fyrir alla aðila, að
ekki sé unnt að gera þig tvísaga
eða jafnvel sanna á þig ósann-
indi.“
„Að sjálfsögðu", sagði Beecher,
og stakk upp í sig sígarettu. „En
hvað er það, sem þú átt erfitt með
að skilja?"
Don Julio tók kveikjara upp úr
vasa sínum og kveikti í sigarett-
unni fyrir Beecher. „Við skulum
byrja ósköp leiðinlega og form-
lega á upphafinu. Don Willie sál-
ugi bauð þér vinnu í Rabat. Þar
getum við byrjað. Þið voruð ekki
góðir vinir. Eg minnist þess, að þú
hefur áður minnzt á við mig, að
ykkur hafi stundum borið ýmis-
legt á milli. Kom þér ekki þetta
tilboð spánskt fyrir sjónir, þegar
á það er litið?“
„Ekki svo mjög. Hann þurfti á
Bandaríkjamanni að halda, sem
talaði spönsku. Ég hafði hvoru-
tveggja til að bera.‘
„Já, auðvitað. Þú varst sem sagt
'hvorki forvitinn né tortrygginn?“
„Nei“.
„Gott. Næst gerist það, að þér
lendir tvisvar saman við Frakk-
ann Maurice Camion. Þú hefur
þegar skýrt mér frá, hvers vegna
honum var í nöp við þig, en þegar
hann réðist á þig, hafðirðu ekki
hugmynd um hvers vegna. Er
þetta ekki rétt?“
„Jú“.
„Og þú baðst hann ekki um
skýringu?“
Beecher hikaði. Að sönnu var
þetta aðeins smávægilegt atriði,
en þar sem Don Julio virtist leggja
áherzlu á það, hikaði hann og
velti spurningunni fyrir sér. „Nei,
það gerði ég ekki“. sagði hann
loks.
„Það er allfurðulegt Maður,
sem þú hefur aldrei kynnzt neitt,
ræðst á þig með skömmum og
barsmíðum. Hann hefur augsýni-
lega haft horn í síðu þér.“
Don Julio yppti öxlum. „í þínum
sporum hefði ég krafið manninn
um skýringu á hátterni sínu. Hafð-
irðu raunverulega engan áhuga á
að vita hvers vegna hann gerði
þetta?“
„Hann var drukkinn í bæði
skiptin. Honum féll ekki við
Bandaríkjamenn. Ég bjóst við . .“
Beecher hikaði aftur og velti fyrir
sér, hvers vegna Don Julio legði
svo mikla áherzlu á þetta atriði.
„Tja, eiginlega gerði ég aðeins ráð
fyrir því, að ég færi í taugarnar
á honum.“
Don Julio brosti vmgjarnlega.
„Svo miki.ð, að hann gat ekki lifað
l'engur."
„Það sagði ég ekki“, sagði Bee-
cher. Honum gramdist léttúðin í
máli Don Julio. „Kannske hefði
ég átt að vera forvitnari. EN ég
var það ekki og það tjóar ekki að
fást um það.“
„Tjóar ekki að fást um það.“
Bros Don Julio var háði blandið.
„Það var satt að segja ánægjulegt
að heyra. En nú skulum við snúa
ok'kur að ungu stúlkunni frá Kan-
ada, Lauru Meadows, sem varpáði
' sér í faðm þinn, ef mér leyfist að
I taka svo til orða. Það var hennar
^ vegna, sem þú tókst lokaákvörðun
j um að fara til Rabat. Fannst þér
ekkert einkennilegt við þessa ást
hennar á þér við fyrstu sýn?“ Don
Julio lyfti brúnum. „Komst engin
efasemd að í aldingarði ástarinn-
ar?“
„Ég hef sagt þér allan sannleik-
ann“, sagði Beecher og drap
gremjulega í sígarettunni. „Ég
veit að það hljómar bæði heimsku-
lega og hégómlega, en þannig var
það. Heyrðu annars. Hefurðu frétt
nokkuð af henni?“
„Lauru Meadows? Ljóshærðu,
ungu stúlkunni, sem hvarf á dular-
fullan hátt með eyðimerkurbúun-
um?“
Don Julio var kurteis og alvar-
legur í rómi, en Beccher roðnaði
yfir haldhæðnu orðavali hans.
„Fjandinn eigi það, ef þú held-
ur að ég ljúgi, þá segðu það hrein-
skilnislega?"
Don Julio sagði rólega: „Við
höfum ekki fengið skýrslur um
hana frá Interpol, .né heldur frá
lögreglunni í Marokkó eða AIsír.“
„Þýðir það, að ég fari með ó-
sannindi?“
Don Julio yppti öxlum. „Nei,
auðvitað ekki. En það er ekki
heldur nein opinber sönnun fyrir
því að þú farir með rétt mál. Við
skulum halda áfram. Okkur miðar
í áttina. Þetta er þegar orðið
nokkru Ijósara fyrir mér.“
Beecher andvarpaði. Laura var
ekki komin til Goulmaine. Hvorki
til Goulmaine né nokkurrar ann-
arrar borgar. Hún var enn ein-
hvers staðar í ömurlegri eyðimörk
inni að greiða þessum tveimur
eyðimerkurflökkurum fargjal'd-
ið. Síðan mundi hún sennilega
vera seld í kvennabúr einhvers
frumstæðs ættarhöfðingja. En
hann átti bágt með að hugsa sér,
að hún gæti ekki sloppið — ein-
hvern veginn hlaut hún að sleppa.
Laura, sem hafði vafið öllum karL
mönnum uan fingur sér . . . .
„Mike! Ég var að spyrja þig
spurningar?“
„Fyrirgefðu!“
„Hvers vegna féllstu á að
stjórna flugvélinni? Hvers vegna
neitaðirðu ekki?“
„Af því að mér var ógnað með
skammbyssu.“
„Var það eina ástæðan?"
„Nei, ég vildi líka fá að hefna
misgerða þeirra á mér. Eg hélt að
ég mundi þá fá tækifæri til þess
ef ég færi með þeim“.
„Tja, þér hefur ekki gengið sem
TÍMINN. fimmtudagurinn 1. ágúst 1963..
14