Tíminn - 22.08.1963, Blaðsíða 5
RITSTJORI HALLUR SlMONARSON
Hsim-Keykjavík, 21. ágúst.
„Heimsliðið í knattspyrnu
sem leika á gegn Englandi
23. október n.k. á Wembley
leikvanginum í Lundúnum,
var vaiið á sunnudaginn í
svissnesku borginni Zurich
af tjcrum kunnum knatt-
spyrnuleiðtogum. Liðið er
skipað mjög þekktum leik-
mönnum, þar á meðal þrem
ur af heimsmeisturunum
frá Srazilíu. Liðið er annars
þannig skipað, talið frá
markverði að vinstra út-
herja:
Lev Vashin (Sovétríkjunum)
Djalnu Santos (Brazi'Líu) Karl
Heinz Sehnellinger (Vestur-
Þýzkalandi), Svatoplunk Plusk
al (Tékkóslóvakíu), Cæsar Mal-
dini (Í(alíu), Josef Masopust
gegnjnglgndiv.
Leikiirinn fer fram á Wembley-leikvanginum í Lund
unura 23. október. — Þrír „BrazzarÉ< í liðinu
(Tékkóslcvakíu), Garrincha
(Braziliu), Dennis Law (Skot-
landi), Alfredo de Stefano
(Spáni), Pele (Brazilíu) og
Francisco Gento (Spáni).
Af þessu sést að tvö efstu
liðin í beimsmeistarakeppninni
í Ohile, Brazilía og Tékkóslóvak
ía leggja til nær helming liðs-
ins, Brazilía þá frægu svert-
ingja Sar.tos, Pele og Garrincha
en Tékkóslóyakia báða fram-
verðina, sem er mikil við'ur-
kennmg fyrir Tékka. Þess má
geta, að Masopust var hiklaust
talinn bezti framvörðurinn í
síðustu heimsmeistarakeppni,
en hins vegar var ekki búizt
vig því. að félagi hans yrði
einnig valinn, heldur Skotinn
99M
Jim Baxter frá Rangers.
Þrír leikmenn liðsins hafa
verið i íremstu röð í nær 15 ár,
sovézki markvörðurinn Yashin,
sem iék hér i Reykjavík fyrir
nokkrum árum, og Real Madrid
leikmennirnir de Stefanó og
Gento. Er sennilegt að þeir
hafi komizt í liðið á fornri
frægg írekar en raunverulegri
getu i dag, t. d. hefur de Stef-
anó alls ekki verið fastur leik-
maður í liði Real Madrid und-
anfarna mánuði.
Dennis Law hinn kunni inn-
herji Manch. Utd. er valinn
sem hægri innherji og kom það
mjög ú óvart í Manchester, þar
sem Law átti óvenju síæman
leik á íaugardaginn gegn Ever-
ton í hinni árlegu keppni bikar-
og deiidarmeistara á Englandi.
Vestur Þjóðverjar eiga einn
fulltrúa í liðinu og einig ítalir
og má geta þess, að Maldini var
einasti miðvörðurinn af um tutt
ugu leikmönnum, sem upphaf-
lega voru valdir til að skipa
„heimsliðið“. Skotinn Ure kom
til greina, en féll á slakri
frammistöðu í landsleikjum
Skota i sumar.
Þessi leikur á Wembley er
háður í tilefni af hundrag ára
afmæli enska knattspyrnusam
bandsins og getur Knattspyrnu
samband Islands útvegað að-
göngumiða á þennan merka
leik.
Tokió, 19. ágúst (NTB).
BANDARÍSK sveit setti í
dag nýtt heimsinet í 4x200 ni.
skriðsundi í landskeppni Banda
rikjanna og Japans. Tími sveit-
arinnar var 8:03,7 mín. Banda-
ríkin sigruðu í keppninni með
63 ctigum gegn 22.
í bandarísku 'sveitinni voru
Don Schollander, Richard Mc
Donugh, Edward Townsend og
Roy Saari og bætti hún fyrra
heimsmetið um 6,1 sek., en það
átti japönsk sveit.
3 valdir
„Samkvæmt reglum Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins ber hverju
knattspyrnusambandi að thkynna
fyrir 1. sept. ár hvert hverjir verði
milliríkjadómarar fyrir næsta ár
á eftir.
Stjórn knattspyrnusambands ís-
lands hefir samþykkt að tilkynna
eftirtalda dómara, sem milliríkja-
dómara fyrir tímabilig 1. septem-
ber 1963 til 1. september 1964:
Haukur Óskarsson,
Hannes Þ. Sigurð'sson
Magnús V. Pétursson".
(Fréttatilkynning frá KSÍ).
íþróttablaSið
Alf-Reykjavík, 21. ágúst
Nýlega Kom út 6. tölublað íþrótta
blaðsins, ágústblað. í blaðinu að
þessu sinni eru margar fróðlegar
greinar 3f erlendum og innlendum
vettvangi. — Sigurgeir Guðmanns
son, skrifar skemmtilega grein um
hina fjölmennu utanför knatt-
spyrnumanna KR nú nýverið og
Ægir Ferdinandsson um utanför
Vals. Örn Eiðsson skrifar um lands
keppnina frjálsum íþróttum við
V-Noreg, grein er um meistara-
mót Noi ðurianda í frjálsum íþrótt-
um. — í þættinum um íslenzkt
íþrótt.afóik, er rætt við hinn ný
bakaða íslandsmeistara i golfi,
Magnús Guðmundsson frá Akur-
Framhald a 13 síðu
Unglingakeppni FRÍ
Unglingakeppni FRÍ í frjálsum
íþróttum, sú fyrsta í röðinni, fer
fram á Laugardalsvellinum dagana
24. og 25. ágúst næstkomandi.
Keppni, sem þessi hefur verið
hág á hinum Norðurlöndunum. í
mörg ár og gefið gþða raun og svo
ætti emnig geta orðið hér. Keppt
verður í þrem flokkum karla og
einum kvennaflokki, þ.e. sveina,
drengja- og unglingaflokki karla
og í stúlknaflokki geta þær verið
með, sem verða 18 ára á árinu.
Keppni þessari er þannig hagað,
að árangnr unglinganna er sendur
•J1 stjórnar FRÍ og síðan er unnið
úr skýrslunum og fjórir beztu í
hverri grein taka síðan þátt í loka-
keppninni .Stjórn FRÍ greiðir
ierðakostnag bezta manns að fullu,
% hluta ferðakostnaðar 2. manns,
% hluta ferðakostnaðar 3. manns
og Vi hluta ferðakostnaðar 4.
manns. Þátttakendur fá ferðakostn
aðin endui’greiddan strax að lok-
inni keppni, en þeir eða félög
þeirra þurfa að leggja hann út í
upphafi.
FRÍ mun aðstoða þá, sem þess
óska, utan af landi, við útvegun
húsnæðis, og eru forráðamenn
utan af landi beðnir ag hafa sam-
óand við Örn Eiðsson, formann
Laganefndai FRÍ í síma 10277 kl.
5—6 næstu daga. Éinnig mun
hann veiia upplýsingar um annað
viðvíkjandi keppni þessari.
Að keppni lokinni mun stjórn
FÍtí efna til kaffisamsætis og þar
verða afbent verðlaun, m.a. mun
stigahæsta stúlka og stigahæsti
piltur fá sérstök verðlaun, þannig
að fyrsti maður í hverri grein hlýt-
ur 5 stig, annar 3 stig, þriðji 2 og
íjórð'i 1 stig.
Eínar Gíslason og Halldór Guðbjörns
son — úr KR, verða meðal hinna
mörgu, sem keppa á unglingadaginn.
— Úrval unglinga af öllu landinu keppir í frjálsum
íþróttum á Laugardalsvellinum um næstu helgi.
. Hér er skrá yfir þá, sem unnið
'iiafa sér rétt til ag taka þátt í
keppni þessari í ár:
STÚLKUR:
100 m hlaup:
1) Haildóra Helgadóttir KR, 2)
Helga ívarsdóttir HSÞ, 3) Sigríð-
ur Sigurðardóttir ÍR 4) Lilja Sig-
urðardóttir HSÞ.
200 m hlaup:
Sigríður Sigurðardóttir ÍR, 2)
Linda Ríkharðsdóttir ÍR 3) Þórdís
Jónsdóttir HSÞ, 4) Þorbjörg Að-
aisteinsdóttir HSÞ.
80 m grindahlaup:
1) Sigriður Sigurðardóttir ÍR 2)
Kristín Kjartansdóttir ÍR 3) Linda
Ríkharðsdóttir ÍR 4) Jytta Moe-
strup ÍR.
Hástökk:
1) Heiga ívarsdóttir HSK 2)
Sigrún Jóhannsdóttir ÍA, 3) Guð-
rún Óskarsdóttir HSK, 4) Sigríð-
ur Sigurðardóttir ÍR.
Langstökk:
1) Sigríður Sigurðardóttir, ÍR,
2) Helga ívarsdóttir HSK, María
Hauksdóttir ÍR, 4) Þórdís Jónsdótt
ir HSÞ.
Kringlukast:
1) Hlin Torfadóttir ÍR 2) Sig-
rún Einarsdóttir KR, 3) Dröfn Guð
mundsdóttir Breiðablik, 4) Ása
Jacobsen HSK
Spjótkast:
1) Elísabet Brand ÍR, 2) Sig-
ríður Sigurðardóttir, ÍR 3) Hlín
Torfadóttii, ÍR, 4) Ingibjörg Ara-
dóttir USAH
SVEINAR:
100 m hlaup:
1) Uaukur Ingibergsson HSÞ 2)
Sigurjón Sigurðsson ÍA, 3) Þórð-
ur Þórðarson KR, 4) Sigurð'ur
Rjörleifsson HSH.
]00 m hlaup:
l) Þorsleinn Þorsteinsson KÉ,
2) Haukur Ingibergsson, HSÞ, 3)
Geir V. Kristjánsson ÍR 4) Jón
Þorgeirsson ÍR.
Hástökk:
1) Erlendur Valdimarsson ÍR, 2)
Sigurður Hjörleifsson HSH, 3)
Haukur Ingibergsson HSÞ, Ás-
björn Karlsson ÍR.
Langstökk:
1) Haukur Ingibergsson HSÞ 2)
Sigurður Hjörleifsson HSH, 3) Jón
Þorgeirsson ÍR) 4) Einar Þor-
grímsson ÍR.
Kúluvarp:
l)Erlendur Valdimarsson ÍR, 2)
Sigurður Hjörleifsson HSH 3) Arn
ar Guðmundsson KR 4) Sigurður
Jónsson HVÍ.
Krmglukast:
1) Eríendur Valdimarsson ÍR,
2) Kristján Óskarsson ÍR 3) Arn-
ar Guðmundsson KR, 4) Halldór
Kristjánsson HVÍ.
fí: ií-i-i-i-i-x-iíl’ mm :•??:•:•
:•?:. ??????????. ??????: •????: •??
•»: . . :•:• :•:• :•:•:•:•:•:•:•* ,v :*í .•:•:•:•:
w :vv:: :> •>: ::::: ::::::::::::: & :::: ::::%
v.:v«> :>: > »: »»» >: ::>::::
.v>»:*;:v*:>::.v:v»v»:.>:»:::.:.::::::::
¥:•>»»»“ '»:»::»:* ' *:::::
*‘*'*‘*! *“*■* *■*'*'* VA** *.►:•:" ":•:•; :•:•:
»:•»:•:
II
Framhald á 13. sföu. S^SSSSS^SiliéilSilSililiSÍS^IÍ^ÍIÍSSSS!
23. sambandsþing Ung-
mennafélags islands
Haldnir hafa verið kynningar-
fundir og stutt námskcið í starfs.
íþróttuim — istarfsfræðslu — í
fimm héraðssamböndum undari.
farnar vikur á vegum Ungmenna-
fólags íslands. Stefán Ólafur Jóns-
son og Vilborg Björnsdótir hafa
leiðbeint.
Framkvæmdastjóri UMFÍ hélt
nýlega fundi með forustumönnum
í Héraðssambandi Suður-Þingey-
inga og Ungmennasambandi Eyja-
fjarðar.
Einkum var rætt um næsta
landsmót, sem haldið verður að
Laugarvatnj 1965. Seinna í sumar
mun framkvæmdastjóri heimsækja
Ungmenna- og íþróttasambarid
Austurlands og fleiri sambönd, ef
tími vinnst til.
23. sambandsþing (Jngmenna-
félags íslands verður haldið í
Reykjavík að Hótel Sögu dagana
7. og 8. september n.k., og hefst
það kl. 2 e.h. á laugardag.
Aðalmál þingsins verður:
Hlutverk æskulýðsfélaga.
Önnur meginmál:
Lagabreytingar,
íþróttir,
Starfsíþróttir,
Framkvæmdir í Þrastaskógi,
Næsta landsmót UMFÍ.
Rétt til þingsetu með fullum
réttindum hafa 65—70 fulltrúar
frá héraðssamböndunum og félög-
um utan héraðssambanda. auk
héraðssambandsstjómar.
Héraðssambandið Skarphéðinn,
hefur tekið að sér framkvæmd
næsta landsmóts í samráði við
stjórn Ungmennafélags íslands.
(Frá Ungmennafélagi íslands).
T í M I N N , fimmtudaginn 22. ágúst 1963 —