Tíminn - 22.08.1963, Síða 7

Tíminn - 22.08.1963, Síða 7
Útgefendl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJrvæmdastjóri: Tómas Arnason ^ Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augi., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- iands. í iausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Morgunblaðið og Nato Mbl. hefur nú fundið skýringu á því, að Framsóknar- menn hafa lýst sig andvíga flota- og kafbátastöð í Hval- firði. Það er vegna þess, að þeir eru kommúnistar. Rök blaðsins eru einfaldlega þessi: Þeir, sem ekki vilja fall- ast á allt, sem hershöfðingjar Nato fara fram á, eru kommúnistar! Með þessum röksemdum stimplar Mbl. vissulega tals- vert marga fleiri kommúnista en Framsóknarmenn. Með þessu stimplar það flesta helztu ráðamenn þeirra ríkja, sem eru í Atlantshafsbandalaginu, kommúnista. Flestir ráðamenn þessara ríkja hafa á undanförnum 14 árum hafnað meira og minna herbúnaðarkröfum, sem Nato hef- ur borið fram. Samkvæmt þessarr kenningu Mbl. hafa þeir Hedtoft og H. C. Hansen verið rauðir kommúnistar jg ekki síður þeir Lange og Gerhardsen. Meira að segja Macmillan er þá kommúnisti og enginn til eldrauðari en de Gaulle. Fleira þarf ekki að svara þessum Kommúnistabrigzlum. í raun réttri má segja, að um þienns konar afstöðu tii Nato geti verið að ræða. Það er afstaða kommúnista, er vilja standa utan Nato og hjá'pa austurblökkinni eins og þeir geta. Það er afstaða Morgunblaðsins, að við eigum að afhenda Nato algerc sjálfdæmi í varnar- málum okkar og gera allt, sem hevshöfðingjarnir í Nato fara fram á. í þriðja lagi er, sú afstaða Framsóknarmanna að vera í Nato til að tryggja það að íslenzk sjónarmið séu virt og metin og íslendingar leggi íafnframt það af mörk- um, sem þeir sjálfir meta rétt og hyggilegt, en heldur ekki meira. Það er þessi afstaða, sem stjórnir Nato-landanna hafa yfirleitt fylgt. Þess vegna hafa þær fallizt á sumt, sem Nato hefur farið fram á, en hafnað öðru. Þessi afstaða hefur gefizt íslendingum vel, þegar henni hefur verið fylgt undir forustu Framsóknarmanna. Hún skapaði okkur aðstöðu til að kynna sjónarmið okkar bet- ur en ella í landhelgisdeilunni fyrri (1952—’56). Hún átti mikinn þátt í því, að Bretlánd fékk ekki liðveizlu Nato- rikja gegn útfærslu fiskveiðilandheiginnar haustið 1958, þótt hin ríkin væru henni einnig mótfallin. Dæmi þessi sýna, að okkur getur verið ótvíræðui hagur af þátttöku í Nato, ef rétt er á málum haldið Hitl er hins vegar jafn hættulegt að hætta að meta það siálfir, hvað rétt sé að iáta á móti og leggja það í hendur hershöfðingja, sem að s.iálfsögðu eru misvitrir eins og aðrir menn. Það hefur sagan svo oft sýnt, þótt Mbl. virðist trúa því, að hers- höfðingjar séu óskeikulir. Það er jafn óhyggilegt að hlýða Nato í blindni, eins og Mbl. vill, og að fjandskapast gsgn því í blindni, eins og er háttur kommúnista Hér er meðalvegurinn beztur. Pekinglinan Það er auðséð að sá armur kommúnista, sem ræður Þjóðviljanum um þessar mundir, er á Pekinglínunni. Síð- an Hvalfjarðarmálið kom til sögunnar, hefur Þjóðvilj- inn lagt mikið kapp á að ráðast gegn Framsóknarmönn um og jafnvel Þjóðvarnarmönnum og borið þeim alls konar svik á brvn Þannig hefur nann hjálpað stiórnar blöðunum til að draga athygli frá því verki. sem ríkis stjórnin er að búa sig undir að ^’remia Tíminn sér ekki ástæðu’ til að evðs orðum á Pekuv menn Þjóðviljans. Þeir dæma sig og einangra sjálfir. Sveitalæknir verður forseti Tekst lllia að bæta stjórnarhættina í Argentínu? \ HINN 12. október í haust, kemur nýr forseti til' valda í Argentinu. Með val'datöku hans mun ljúka því einræði hersins, sem ríkt hefur í Arg- entínu um skeið. Síðan herinn steypti Peron einræðisherra úr stóli 1955 eftir 10 ára valdafer- il, hefur verið mjög óstöðugt stjórnarfar í Argentínu. Fyrst fór herinn með völd í nokkur ár, en stjóm hans var svo litið vinsæl, að hann neyddist til þess að iáta fara fram frjálsar kosningar. Róttækur umbóta- maður. Frondisi, náði þá kosn- ingu, m. a. með því að tryggja sér stuðning Peronista, en Per- on hefur jafnan átt mikið fylgi meðal verkamanna. Stjórn Frondisi reyndist hins vegar hægrisinnuð, enda stóð herinn í vegi allra meiri háttar umbóta. Loks steypti hann Frondisi úr stóli á síðastl. ári og hafa hers- höfðingjarnir farið með völd síðan. Meðal þeirra hefur ríkt ágreiningur um, hvort endur- reisa skyldi herstjórn að nýju eða efna til nýrra kosninga. Þeir, sem vildu hið síðar- nefnda, báru sigur úr býtum og fóru fram forsetakosningar 7. júlí síðastl. Þessar kosningar eru taldar hinar frjálslegustu, er farið hafa fram í Argentínu síðan 1937, en þó var Peronist- um bannað að bjóða fram. For- ustumenn þeirra skoruðu því á landdmetin sína að skila auðu. Flokka skorti þó ekki, því að 1-7 -flofekar- tóku þátt í kosning- unum. f þessum kosningum voru aðeins kjörnir kjörmenn. sem síðar velja forsetann. ÚRSLIT kosninganna komu talsvert á óvart. Peronistar fengu innan við 20% atkvæða. en þá er miðað við auða seðla. Það var minna fylgi en búizt hafði verið við. Hitt kom þó meira á óvart. að forsetaefni róttæka þjóðflokksins hafði fengið flest atkvæði eða 27% § Næstur kom flokksbróðir Fron disi, en þar næst frambjóðandi hægri manna. Geta má þess, að flokkur Frondisi klofnaði á sin- um tíma úr róttæka bjóðflokkn um, og stafar ágreiningur þeirra meira af persónulegum ágreiningi en málefnalegum Báðir eru lýðræðissinnaðir um- bótaflokkar, ef ráða skal ■ af stefnuskrá þeirra. Kjörmannafundurinn, sem endanlega valdi forsetann, var haldinn 31. júli s.l. Þar hlaut forsetaefni róttæka þjóðflokkS- ins stuðning ýmissa smáflo'kka og náði þvf lögmætri kosningu. Hann mun svo taka við forseta- embætti 12 október, en herinn hefur því lýst sig fúsan tU að afhenda honm völdin. HINN verðandi forseti Argén tínu heitir fullu nafni Arturo Umberto Illia. Hann er 63 ára gamall og voru foreldrar hans innflytjendur frá Ítalíu. Hann lærði til læknis og starfaði sem læknir um alllangt skeið á vegum járnbrautanna í Cór doba-fylkinu. Lengstum var hann búsettur í sveitaþorpi þar sem hann vann sér mikl ar vinsæklir og voru honum þvi ARTURO UMBERTO ILLIA falin ýmis trúnaðarstörf. Það varð til þess að hann hóf af- skipti af stjórnmálum, og var hann m.a. kjörinn á fylkisþing- ið í Córdoba. Árið 1940 var hann kjörinn varalandstjóri í Córdoba, en rétt á eftir hófst Peron til valda og ógilti m.a. kjör Illia. Fljótt eftir fall Per- ons hóf Illia pólitísk afskipti að nýju og var fyrir nokkrum misserum kosinn landstjóri í Cordóba. Frondisi ógilti hins vegar þessa kosningu eins og og aðrar, er fóru fram um líkt leyti. Hann gerði það að kröfu hersins, en Peronistar höfðu unnið mikið á í þessum kosn- ingum en herinn er mjög and- vígur því, að Peronistar komizt aftur til valda. Ástæðan til þess, að róttæki þjóðflokkurinn valdi Illia sem forsetaefni sit-t, var ekki sízt sú, að hann átti enga harða mótstöðmenn innan flokksins Flokksmennirnir gátu því sam- einazt ber um hann en aðra for ustumenn flokksins, er meira hafði borið á. Hann var fremur lítið þekktur, er kosningabarátt an hófst, en vann sér mikið álit í henni fyrir virðulegan og mál efnalegan málflutning. Hinir óháðari kjósendur töldu hann því vera rétla mannirin til að sameina hin stríðandi þjóðfé- lagsöfl, en sundrung þeirra hef ur orsakað mikla óáran í stjórn málum og félagsmálum Argen- tínu, seinustu áratugina. í KOSNINGARÆÐUM sín- tim lagði Illia mikla áherzlu á, að hann myndi láta alla póli- tíska fanga lausa, ef hann yrði kjörinn forseti, og láta hina lýð ræðislegu stjórnarskrá Argen- tínu ná fullu gildi að nýju Kjör hans hefur þegar orðið til þess, að flestir pólitískir fangar í Argentínu hafa nú verið látn- ir lausir, m.a. Frondisi fyrrv. forseti. í utanríkismálunum lagði Illia áherzlu á að tekin yrði upp óháðari stefna en áð- ur, þótt kappkostuð yrði góð sambúð við Bandarkin og önn- ur ríki í Vestunheimi. Þá hét hann því að endurskoðaðir yrðu aUir samningar um rétt- indi erlendra auðfélaga í Arg- entínu, m.a. samningar um rétt er'iendra olíufélaga til olíuleit- ar og olíuvinnslu. Talið er, að þetta loforð hafi ekki sízt aflað Illia fylgis. Þá lofaði hann ýms unj félagslegum umbótum og íhlutun ríkisins, án þess þó að hefta óeðlilega hið frjálsa framtak. Illia lýsti sig eindreg- inn andstæðing kommúnista Það virðist vera álit kunn- ugra blaðamanna, að Argen- tínumenn geri sér góðar vonir um stjórn Illia. Hann vilji á- reiðanlega vel, og það muni hjálpa honum, að þjóðin sé orðin þreytt á glundroða und- anfarinna ára. Hins vegar sé við mikla erfiðleika að etja og því muni / jöfnum höndum reyna bæði á festu hans og saningalægni Meðal Banda- ríkjamanna virðist sigri hans fagnað, þótt stjórn hans sé llk- leg til að þrengja að erlendum auðfélögum og fylgja óháðari utanríkisstefnu en fyrrv. stjórn ir hafa gert. Bandaríkjamenn virðast í vaxandi mæli gera sér ljóst, að sá tími er liðinn, að þeir geti deilt og drottnað í Suður-Ameríku. Þvert á móti sé þeim nauðsynlegt að mæta með skilningi vaxandi sjálfshreyf- ingu almennings þar. Það er þó eftir að sjá, hvort þessi skiln- ingur nær einnig til forráða- anna bandarísku auðhringanna. Þ.Þ. TÍMINN, fimmtudaglnn 22. ágúst 1963

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.