Tíminn - 22.08.1963, Page 9

Tíminn - 22.08.1963, Page 9
LögreglubíH { Chlcago á fullri ferö. Hðl lögregl'unnar döklcur á hðr- nnd. Officer White sagði: „Svartur lögreglumaður er eins vel virt- ur og hans hvíti starfsbróðir”. Næst fórum við yfir í glæpa- rannsóknadeildina og einn af yf- hmönnunum þar tók á móti mér og sýndi mér þeirra verik, eins og ég sagði frá hér í byrjun. Á veggjum voru kort af borginni; sum sýndu hvar flestir bflaþjófn aðirnir voru framdir, önnur sýndu innbrot; þjófnaði; nauðg- anir; morð 02 svona mœtti lengi telja. Eftir að hann hafði útskýrt fyrir mér, hvernig lögreglan fer að finna út formúlu þá, er gl'æpa- eða afbrotamaðurinn notar við sína vinnu, sýndi hann mér kort- ið, er sýndi stolna bfla. Á sumum stöðum var varla hægt að sjá í það fyrir mislitum pinnum; hver pinnaliíur táknar sérhverja bfla tegund. — Við notum sömu aðferð við bflaþjófa og aðra afbrotamenn; fyrst reynum við að finna út, ef hér sé sá sami eða þeir sömu, ef þeir vinna í hóp, sem hefur stolið bílum í einhverju vissu hverfi. / Hann sýndi mér á nokkrum stöðum á kortinu, hvar lögregl- an hafði séð, að sami maðurinn var að verki og beið aðeins eft- ir að hann reyndi einu sinni enn. Á hverjum mánuði er um 3000 bíl'um stolið í Chicago, af þeim finnast 93% innan sama mánað- ar; eitt prósent finnst al'drei aft- ur; þeir eru annaðhvort bútað- ir niður í varahluti eða smyglað til Suður-Ameríku, þar sem hægt er að fá gott verð fyrir þá. Af öllum bílum er auðveldast að stela Chevrolet, enda er 48% af öllum stolnum bílum af þeirri tegund; næst kemur Ford með 18%. — í gærkvöldi lögðum við gildru fyrir bílaþjóf; við fengum lánaðan trukk frá ávaxtasölu og settum í hann tvo leynilögreglu- menn með senditæki og þeir unnu við að aka út ávöxtum, eins og aðrir starfsmenn fyrir- tæddsins. Síðan " settum við nokkra lögreglubila í nánd við þá ,en ekki samt svo, að á þeim bæri. Þessi bflaþjófur, sem hér er um að ræða, hafði stolið all- mörgum trukkum og rænt öllu úr þeim. Við gerðum varla ráð fyrir að ná honum á fyrsta kvöldi, en ávaxtabfllinn með okk ar mönnum í var ekki búinn að vera lengi úti, er maður stanz- aði hann og ætlaði að reka okk- ar menn út með byssu, en vissi ekki sitt rjúkandi ráð fyrr en hann var kominn í handjárn og situr nú á bak við lás og slá. Næst skoðaði ég byssusafn lög reglunnar og þar má sjá byssur af öllum stærðum, aldri og gerð um. Þarna sá ég nokkur fræg morðvopn, eins og t. d. vélbyssur frá A1 Capon tímabilinu. Officer' White sagði mér, að stundum tæki Chicagolögreglan um ÍOO byssur á dag af fólki, sem hand- tekið liefði verið fyrir einhvers konar afbrot. Flestar af þessum byssum eru eyðilagðar með því að bræða þær upp, — Við í lögreglunni verðum að ganga með okkar skammbyss- ur alla daga hvort sem við er- um á vakt eða ekki, allan ársins hring. Þó að maður fari í jóla- boð með fjölskylduna, eða í bíó með frúnni, verð ég alltaf að hafa byssuna, smá leðurkylfu og handjárn á beltinu. Þetta er óþægilegt tfl að byrja með, en venst fljótt. Við megum velja okkar byssu og eins verðum við að kaupa hana sjálfir og flestir af okkur kaupum okkar sikot líka; þetta er gert tii þess að við för- um a. m. k. betur með vopnið og eins til bess, að við séum ekki að nota það í neina vitleysu. Ég spurði officer White, af hverju þeir yrðu að hafa byss- una alltaf á sér. — Það er gert til þess, að við getum handtekið mann, ef með þarf, þótt við séum ekki á vakt. Það kemur oft fyrir, að lögreglu maður, sem er ekki á vakt sér kannski glæpamann, sem er eftir lýstur, og þá getur lögreglumað- urinn tekið hann á staðnum. Eins er þetta til að verja okkur t. d. ef afbrotamanni, sem er nýkom- inn úr fangelsi, finnst að hann þurfi að borga lögreglumannin- um fyrir að taka sig og stinga sér inn með því að reyna að sjá fyrir honum. Þá verðum við að geta varið okikur; svona nokk- uð kemur afar oft fyrir. Einna fróðlegast fannst mér að sjá rannsóknarstofurnar, þar sem lögreglan notar sérfræðinga og vfsindamenn til að leysa ýmis glæpamál, með því að nota tækni og vísindi nútímans. Einn sér- fræðingur var að rannsaka blóð- bletti í skyrtu einhvers fórnar- lambs, Ung kona, rithandarsér- fræðingur, var að s-koða falsaðar ávísanir; 50% af fölsuðum ávísun um er hægt að rekja tfl falsar ans og ná honum. Á enn öðrum stað var sérfræðingur að reyna að finna vott af eiturlyfjum í saum á ferðatösku, sem hafði verið notuð til að flytja eitur í frá ,,birgðarmanninum” til „sölu mannsins” Þá hitti ég lásasér- fræðing, sem var að athuga pen ingaskáp, sem hafði verið brot. inn upp. Þarna sá ég alls konar verkfæri, sem notuð höfðu ver ið við innbrot; allt frá risastórum skerara, sem lfktist mest stórum dósahníf og hafði verið notaður til að „skera upp” járnhurð, eins og maður gerir við sardfnudósir; eins yar.þarna loftkældur dem- antsbojr, sem kostað hafði hundr- uð -doflaFa. að búa til; hann var skilinn eftir á staðnum, enda gerði það lítið til, þar sem þjóf urinn stal þúsundum dollara og komst í burtu. Þá sá ég eiturlyfjadeildina, þar voru nokkrir leynilögreglumenn önnum kafnir. Inni hjá þeim sátu tvelr skuggalegir náungar og annar eflaust að „þynnast upp” af eitri, því að hegðun hans var allfurðuleg. Officer White hélt að þetta væri eiturlyfjaneytandi, sem væri að hjálpa lögreglunni upp á sama. Þegar hér var komið sögu, var, tími til kominn að hitta leyni- lögreglumanninn frá unglinga- deildinni, sem ég átti að vera með um nóttina, og sem ég skrifa um í seinni hlutanum af þess- ari grein. Dagurinn var orðinn alllangur og allt það, sem ég hafði séð. heyrt og fundið út, var löngu búið að fylla upp vasabók mína. Ég gekk út úr aðalstöðvunum. kvaddi vin minn White, sem hafði haft svo mikið fyrir mér og gekk út á bflastæðið, þar sem ég átti að finna Henry, Ulrich. leynilögreglumann. Chicago í júní 1963. jhm. Næturleiðangur með lög- reglunni birtist á morgun ÞÉR EIGIÐ ALLTAF LEIÐ FRAM HJÁ ÞÖLL ÞÖLL ER ÞÆGILEGUR VIDKOMUSTAÐUR 1 HJARTA MIÐBÆJARINS TÓBAK — ÖL — SÆLGÆTI — ÁVEXTIR — ÍS HEITAR PYLSUR ALL AN DAGINN OPIÐ KLUKKAN 8—JS. GJÖRIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN „ÞÖLL” Veltusundi3, (ViðHótel I ísland, Bifreiðastæðið) HARÐVIÐDR - PLÖTUR FYRIRLIGGJANDI: Eik — teak — brenni — birki — abachi — gaboonplótur — spónaplötur brennikrossviður — furukrossviður — profilkross- viður — Gipsonitplötur. Væntanlegt í vikunni: Yang-teak og plastplötur PÁLL ÞORGEIRSSON Laugavegi 22 — Sími 16412 LAUS STAÐA Staða framkvæmdastjóra Féiagsheimilis Kópavogs og Kópavogsbíós er auglýst íaus til umsóknar frá 1. okt. n.k. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og launakröfur sendlst skrifstofu bæjar- stjórans í Kópavogskaupstað fyrir 5. sept. n.k. Auglýsing frá Síldarverksmiðjum ríkisins um verð á síldarmjöli Verð á síldarmjöli á innlenclum markaði hefur ve’ ið ákveðið kr. 500 00 pr. 100 kíló fob. verksmiðju- höfn miðað við að mjölið se greitt fyrir 1. nóv n.k. Eftir þann tíma bætasí við vextir og bruna- tryggingargjald. TÍMINN, fimmtudaginn 22. ágúst 1963 — 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.