Tíminn - 22.08.1963, Qupperneq 15

Tíminn - 22.08.1963, Qupperneq 15
HÓLAKIRKJA Framhald af 16. síðu. Jafnframt hátíðahöldur\um hefst svo á Hóium Prestastefna íslands. Eru horfur á því, ag hún verði mjög fjölmenn, því að þegar er vitað um 120—130 presta og prest- konur, sem þar ætla að mæta. Prestastefnunni verður fram hald- íð á mánudag, en á þriðjudag verð ur á Hólum aðalfundur Prestafé- lags íslands. Piiestar og frúr þeirra munu gista á Hólum mánudags, og þriðju dagsnótt, að því leyti sem hús- rúm leyfir, en að öðru leyti í Löngumýrarskóla. Hólar haía um langan aldur skip að mikið rúm og veglegt í hugum Norðlendinga. Má því búast við að margir leggi leið' sína heim til Hóla á sunnudaginn kemur. Vonandi reyna hollvættir Hóla- staðar, Guðmundiir þiskup góði og Jón Arason, svo að einhverjhr séu nefndar, að sjá svo um, að sá, sem veðri og vindum ræður, líti í náð sinni til staðarins n.k. sunnu dag. 4ÖKULHEIMAR Framhald af 16. síðu. — Dauð? — Já, hún var mjög gráðug í allar matarleifar hérna áður fyrr, en ég sá hana aldrei í sumar. — í hveriu var starf þitt fólgið? — Ég gerði alls konar veður- athuganir. athugaði rakastig, vindstefnu, skýiafar og skyggni og því um líkt. — Nægði þér það, sem þú hafðir iært í veðurfræði í skól- anum, og heldurðu, að þú hnfir alltaf nefnt skýin rétturr nöfn- um? — Eflaust ekki, en það var eng- inn til þess að rengja það — Var mikið um gestagsng hjá þér? — Ég fékk af og til fólk í heim sókn. Þetta var gott fólik. enda kemur hezta hliðin fram hjá mönnum uppi í óbyggðum. Hálfs mánaðarlega komu menn úr bæn um með vistir til mín, og stytzti tíminn milli mannakomu var vika, en lengsti tíminn hálfur mánuð- ur. — Varðstu nofekuð var við drauga? — Draugar komu ekki nema með gestum, þegar það átti við og þeir vll'du það. Helgi kvaðst hafa fengið meiri áhuga á jöklum eftir að hann fór upp í Jökulheima. og nú er hann að fara til Oslóar, þar sem hann ætlar að leggja stund á veður- fræði, stærðfræði og eðlisfræði- lega I'andafræði og leggja svo sér- staka stund á iökulfræði á seinni hluta námstímans. SUÐUR VIETNAM Framhalc aí bls 3. og svikurn hennar á gefnum lof- orðum í sambandi við trúflokkaá- greiningínn, felist í yfirlýsingunni mjög hörð fordæming á aðgerðún- um gegn Búddatrúarmönnunum, sem eru um 70% íbúa S-Vietnam. Nú velta háttsettir aðilar því fyrir sér hvort þessar aðgerðir Diems geti ekki orðig til þess, að' Bandaríkin hætti aðstoð sinni við stjórn Diems. Segir í yfirlýsingu bandarísku stjórnarínnar, ag hún hafi margreynt, að fá Diem, for- seta til þess ag taka vægilega á málum þessum og ganga samninga leiðina. Frá Saigon berast þær fréttir, rð hermenn stjórnarinnar hafi í dag lokað öllum hofum Búddatrú- armanaa þai í borg, í Hue, Annam og víðar og strangur hervörður sé nú vig flest hof landsins. Þá hef- ur stjórnin látið handtaka hundr- uð munka og nunna, sem reyndu að verjast árás hermannanna með ! steinkasti og bareflum. Hermenn stjórnarinnar hafa I beitt táragasi við þessar aðgerðir, um að skjóta hvern þann, sem rýf ur 8 klukkustunda útgöngubann, sem sett hefur verig víðast hvar í landinu þar sem Búddatrúar- menn hafa staðið fyrir mótmælum gegn trúflokkamisréttinu. Flug- völlurinn í Saigon er lok- aður og hermenn standa vörð um allar. opinberar byggingar í borg inni, en auk þess eru herflokkar og brynvarðar bifreiðar á aðalgöt- unum. Handœknum munkum og nunn um mun verða stefnt fyrir rétt innan tíðar að því að segir í frétt- um stjórnarinnar. Seint í kvöld-var ástandið mjög alvarlegt og má bú- ast við blóðsúthellingum, ekki sízt þar sem Búddata'úarmenn hafa sýnt mikla einbeitni í baráttu smni. ÆÐARFUGLINN Framhald af 1. síðu. lega, en uppeldið mistókst gjör- samlega, vegna þess að upp kom kvilli i ungunum, sem drap þá, og voru hræ unganna orðin ónýt með öllu, þegar þau komust til rannsóknar, þannig að ekki varð unnt að komast að því, hvers konar kvilli þetta var. Nú vildi Búnaðarfélagið efeki láta við svo búið standa, og í vor var hafizt handa á nýj- an leik. Fengin var skemma hjá Lágafelli, sem innréttuð var til starfseminnar, með útung- unarvél, fóstrum og öðrum útbútt aði, og tók Hreiðar GottskáLks- son, fyrrverandi bóndi, að sér umsjónarstarfið í sumar. Eggjum var safnað á Bessastaðanesi, og útungunarvélin tók við. Útungunin gekk frábærlega vel, og reyndust fleiri egg frjó en hjá tömdum fugli, eða yfir 90% allra eggjanna. Ungunum var skipt í þrjá aldurshópa, og gekk uppeldið á þeim prýðilega, þar til ungarnir voru 2—3 vikna gamlir, en bá kom upp samÍJtVtUJ. í öllum hópnum, sem greinilega virðist vera í a.m.k. hluta æðar- stofnsins hér. Með rannsóknum að Keldum var kvillinn greindur og læknaður með ákveðnum skammti af fúkalyfjum, en þá var nokkur hluti unganna dáinn. Ungarnir voru hafðir inni í 5—6 vikur, en síðan voru þeir settir út á tjörn. Fyrir um tíu dögum var 80—90 unga hópur svo fluttur út á Bessastaðanes og sleppt þar í hóp æðarfugla. Eftir er 70—80 unga hópur, sem nú sprangar um í girðingu hjá Hreið ari bónda og æfir vængina, því að bráðum leggja þeir út í lifið á eftir félögum sínum. Að Iokum sagði Gísli, að hann væri mjög ánægður með gang 'þessara tilrauna til þessa, og hefði mikilvæg reynsla náðst nú í sumar. Það væri löngu vitað, hve mikill hluti æðarunganna ferst árlega í varpstöðvunum vegna ágangs vargs, einkum svart baks, og tilgangurinn með tilraun inni væri að komast að raun um, hvort mennirnir gætu ekki hjálp að til að viðhalda og auka stofn þessa nytjafugls. Hann sagði, að enn væri að sjálfsögðu margt hul ið, þó að miikilvægar upplýsing- ar hefðu fengizt við þessar til- raunir, og vonandi yrði hægt að auka þekkingu á þessum sviðum sem mest í framtíðinni. NOREGSSTJÓRN Framhald af 3. síðu. un, sem að öllum líkindum myndar þá stjórn með hinum borgaiaúokkunum þrem. Ný stjórn verður tæplega skipuð fyrr en í byrjun næstu viku. tTmræður um vantrausts- tíllöguna standa enn yfir á þingi og eru þar miklar deilur, sem sagðar eru komnar langt út fyrir upphaflegt tilefni, þ. e. námuslysið mikla í Kings-Bay. Myndin er tekln í höfninni í Seyðlsfirði og sýnlr Lágafell, nýja stálbátinn, sem Stálvik h.f. f Arnarvogi byggði fyrir Olíufélagið og afhenti þvi 16. júlí s.l. Stálvík hefur einnlg smfðað slíkan bát fyrir Skeljung. Lágafeli er nú komið austur og byrgir nú upp síldarbátana með oliu á miðunum, svo að þau þurfi ekkl að leggjast að bryggju til að taka olíu. HALLAÐIST Framhald at 16. síðu. hann hallaðist skratti mikið. — Hvað eruð þið komnir með mikið? — Ætli við séum efcki alltaf komnir með það yfir 20 þúsund, með þvi, sem við erum með núna. — Eru ekki margir komnir suð ur á veiðar? — Jú, þeir eru margir. Hversu margir veit ég ekki, enda hafa sumir þeirra farið austur aftur, en það eru komnir bátar víða að. Ábyggilega einir fjörutíu. — Og þið haldiö áfram að veiða hana þrátt fyrir andmæli flski- fræðinganna. — Ekki skil ég í öðru. Ég veit ekki hvaða læti þetta eru. Þetta er álíka síld og verið er að drepa hér við land allt árið. Ekki held ég hún hafi verið skárri, sú sem verið var að elta austur í Meðal- landsbugt í fyrra. Annars var hún misjafnari. Menn fengu kannski stóra síld í einu kasti og svo kræðu í hinu. Svo er nú farin að verða stærri síld innan um í þessari en var í byrjun ágúst. Víðivangur Loks segir, að „ef íslenzk fyrirtæki sem en,n búia Við ströng höft í formi verðlags- ákvæða, eiga ekki að fara stór- lega hai'loka í þelrri samkeppni, sem sé framundan við erlendan iðnað, verður nú þegar að tryggja þe’im sambærileg skll- yrði til heilbrngðs rekstrar og eðlilegrar og hagkvæmnar upp- bygigingar eins og hinir erlendu keppinautar búa Við. EYJASÍLDIN Framhald af 1. síðu. fengu síld í nótt: Hannes lóðs, 1100 tunnur, Helga RE ea 13—1400, Ásgeir RE ca 1100, Marz 900, Kári 800, Reynir 1150, Gullborg 700, Huginn 700, Erlingur II. 850, Meta 1100 og Ófeigur III. 250. Á baksíðu er við- tal vi'ð stýrimanninn á Kára, VE 47, sem er nú aflahæsta skipig á síldveiðunum hér sunnanlands, m. a. um at- burðinn, er skipverjar á Kára settu björgunarbátana á flot um daginn. SÍLDIN VEIÐIST Framhald af 1. síðu. Síldartorfurnar voru á takmörk- uðu svæði. Samkvæmt skýrslum fiskifélags íns um veiði flotans undanfarna daga ætti Sigurpáll nú að vera Kominn í fyrsta sæti aftur. Á laug- ardagskvöld var hann kominn með 16.073 mál og tunnur, en hefur síðan bætt við sig 1700 málum og tunnum og þá er heildartalan 18.773 m. og t. Sigurð'ur Bjama- son var efstur með 17,386 og hefur aðeins bætt við sig 600 málum. Grótta sem var í öðru sæti er far- in á veiðar vig Vestmannaeyjar og Guðmundur Þórðarson hefur heldur ekki fengið jafn mikið og Sigurpáll en þeir voru nær því jafnháir um helgina. Söltun á Seyðisfirði var í gær- kvöldi 80.877 tunnur og bræðsl- an hefur tekið á móti 135 þús. málum. Þangað komu nokkur skip í dag, og hefur verig saltað á flest um stöðvum. Síldarleitarskipig Pétur Thor- steinsson leitar síldar fyrir Norð'ur íandi, en hefur ekki orðið' var við síld þar, svo nokkru nemi. Héraðsmót íSkagafirði Héraðsmót Framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið á Sauðár- króki 1. september, og hefst klukk an 20.30. Meðal ræðumanna verða prófessor Ólafur Jóhannesson oig Hjörtur E. Þórarinsson, bóndl á Tjörn. Smárakvartettinn á Akur- eyri skemmtir og fluttir verða skemmtiþættir. Gautiarnir Ieika fyrir dansínum. ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlega þakka ég öllum. sem glöddu mig með gjöfum og skeytum á 70 ára afmælisdegi mínum. Sæmundur Eiríksson frá Berghyl Innilegar þakkir færum við öllum okkar sveitungum — ættlngjum og vinum, nær og fjær, er sýndu okkur samúð og margvíslega hjálp og aðstoð, við andlát og jarðarför mannsins mins og föður okkar, \ ívars Kr. Jasonarsonar. Vorsabæjarhól, sem lézt í Landakotsspftala 30. júlí s.l. — Guð blessi ykkur öll. Guðmunda Jónsdóttir og börn. Konan mín og móðlr, Gyða Daníelsdóttir Bergþórugötu 2, andaðtst 20. þ.m. I Landakotsspftalanum. Þorstelnn Ásgeirsson, Nanna Þorsfelnsdóttir. Útför Elínar G Árnadóttur frá Yitu-Görðum, Brekkustíg 14 B, fer fram laugardaginn 24. ágúst kl. 10,30 fré kapellunni I Fossvogl. — Athöfninni verður útvarpað. — Blóm eru afbeðin, en þelm, sem vl'ldu mlnnast hinnar látnu er bent á liknarstofnanir. Börn og tengdabörn. . Þökkum auðsýnda samúð og vlnarhug við andlát og jarðarför Sigurðar Ólafssonar frá Mjóanesi. Börn, tengdabörn og barnabörn. Útför Kristínar Bjarnadóttur Hróarsholti, sem andaðisT'ló. þ.m., fer fram laugardaginn 24. þ.m. og hefst með húskveðju frá heimill hennar kl. 1,30 e.h. — Bflferð frá BSÍ kl. 11,30 sama dag. Börn og tengdabörn. TÍMINN, fimmtudaginn 22. ágúst 1963 — 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.