Tíminn - 01.09.1963, Page 3

Tíminn - 01.09.1963, Page 3
Soraya, fyrrverandi Iraks- keisaraynja, hefði einhvern tíma getað' búizt við betri mót- tökum i Tyrklandi, en hún fékk núna fyrir skömmu. Þá var hún keisaraynja, en nú er hún verð- andi kvikmyndastjarna, sem handtekin var og færfi á lög- reglustöðina, vegna átaka, sem hún lenti í við ljósmyndara. — Soraya hafði komig til Istanbul til að heimsækja kvikmynda- leikarann Maximilian Schell, en hann er þar að leika í kvik- mynd. Þau lentu svo í átökum við Ijósmyndarann, Ozkan Shahm, sem sagði lögreglunni, að hann hefði reynt að ná mynd af þeím, þar sem þau voru að kyssast. Eftir ag stillt hafði verið til friðar var Schell spurð ur ag því, hvort þetta hefði verið auglýsingabrella, en hann hristi höfuðið og sagðist þá ekki mundu vera með svona rosa- legt glóðarauga. Á myndinni er Soraya í fylgd með lögreglu þjóni á leið í fangelsið. ☆ Gene Tierney nýtur nú mik- illar undrunar og aðdáunar í Hollywood, þar sem hún hefur hafið kvikmyndaleik á ný eftir tíu ára hlé. Hún var ein stærsta stjaman þar í kringum 1940, en eftir fjölda af áföllum í einkalífinu fékk hún taugaáfall og dvaldist í mörg ár á tauga- hæli, með stuttum millibilum. Einíhvern tíma vann hún t. d. sem afgreiðslustúlka í Kansas. Þetta varð frægt úti um öll Bandaríkin og fólk flykktist að til að virða hana fyrir sér, og þá þurfti aftur að flytja hana á heimilið. En þegar hún náði sér, giftist hún olíumilljóna- mæringnum Howard Lee og fékk hlutverk í kvikmynd Ott- os Preminger, „Toys in the Attic“. Þetta er frekar smátt hlutverk, en hl'utverk Gene er engu að síður stórt, þar eð hún þarf að vinna sér samúð og vin áttu þjóðarinnar eftir að hafa verið dæmd ósiðsöm, sjálfselsk og kaldlynd. Á myndinni eru frá vinstri Dean Martin, Yvette Mimieux og Gene Tierney, sem ieikur ríka ekkju. í SPEGLITIMANS Þegar Profumo hneykslið náði hámarki notuðu þau sér tækifærið, leikararnir Anthony Newley, Peter Sellers og Joan Collins, sem er nýbökuð eigin- kona Newleys, og gerðu 33- snúninga háðplötu, sem þau nefndu „Fool Britannia“. En forstjórar hljómplötufyrirtækja hrista hneykslaðir höfuðig og neituðu ag gefa plötuna út. — Newiey tók þá það til bragðs, að klippa út hneykslanlegustu setningarnar og gefa plötuna út sjáltur. Lagið „I love you Chrisline" fékk þó að vera kyrrt og er það sungig við laglínuna úr „What kind of Foll am I“. Textinn við þetta lag er á ensku: „I love you Christine ever since you were sixteen; I’ve been thinking of you daily since I seen you down Old Baiiey, I will send you flowers and candy, ’cause I love you more ’n Mandy. ☆ Bandariskir visindamenn segjast nú vera að fullkomna tveggja manna kafbát, sem hægt verð'ur að nota undir yfir- borði sjávarins, eins og flugvél í loftinu. Mun þetta faratæki verða mjög gagnlegt við neð- ansjávarrannsóknir. ☆ Rithöfundurinn og fornleifa- fræðingurinn, Hjalmar Rued Holand, lézt nýlega í Bandaríkj unum, níræður að aldri. Hann eyddi allri starfsævi sinni i það, að rannsaka þau ógreini- legu atriði, sem benda til þess, að víkœgar hafi komig til N,- Ameríku, áður en Columbus kom þangað. Roland var óþekkt ur, þegar hann árið 1908 heyrði um bónda í Kensington í Minn- easota, sem fundið hafði stein með nokkug undarlegri áskrift. Holana réði rúnir, sem á stein inn voru ristar, og innihald þeirra benti til þess, að viking ar hefð'u komið til Norður- Ameríku árig 1362. Allt líf Ho- lands fói síðan í það, að rengja gagnrýnendur, sem héldu þvi fram, ag rúnirnar væru falsað- ar. Þetta er þýðing Holands á rúnunum: Átta Gotar og 22 Norðmenn eru í landkönnunar- ferð frá Grænlandi um Vest- urhöf. Við háð'um stríg við (vatn), sem er tveimur eyjum frá pessum steini og eins dags ferð. Víð veiddum fisk einn dag inn, og þegar við komum heim lágu tiu af mönnum okkar dán- ir í blóo' sínu AVM (heilaga María) b.jargaðu okkur frá hin- um vonda. Tíu af mönnum okk ar eru við ströndina og gæta skipa okkar, en það er 14 daga ferð héðan. Árið' 1362. ☆ Það var látig heldur afskipta laust, þó að sjimpansa-apinn, Sheba /æri sinna eigin ferða í dýragarðinum á Rhode Island, þangað til að það sást til henn- ar, þar sem hún var ag snúa lyklinam í inngöngudyrunum að ljónabúrinu. Síðan þá hef- ur hennar verig vandlega gætt. ☆ GaDor-mæðgurnar, sem allar eru frægar, hver á sinn hátt, hittust nýlega allar í New York. þar sem móðirin var að opna snyrtístofu Það þarf ekki að taka þag fram, að hún þurfti ekki á mikilli auglýsingu að halda til að koma fyrirtækinu af stað. Hér er mynd af þessum fríða hópi og talig frá vinstri eru þær: Eva, Magda, Jolie, það ei mamman og Zsa Zsa. Anna Bretaprinsessa, er eins og við höfum áður minnzt á, að breytast í þroskað'a stúlku. Hún er farin að setja upp á sér hárið, vasapeningar hennar hafa verið hækkaðir um helm- ing, hún er hætt ag starfa í skátahreyfingunni og áreiðan- legasta einkennig er það, að hún er farin að' hafa auga fyr- ir karlmönnum, eða svo segja enskir blaðamenn. ☆ Fyrrverandi eiginmenn og nánir vinir Brigitte Bardot hafa myndað með sér glæsi- legan ldúbb, og er hinn 35 ára gamli Roger Vadim formaður hans. Umræðuefni á hinum mánaðarlegu fundum klúbbsins er Brigitte Bardot, og skyldi engan furða. ☆ Ungliugar í Bandaríkjunum eru svo háðir símanum, að prófessor nokkur í Michigan- fylki hefur komizt að þeirri nið- urstöðu, að auðveldara sé að ná sambandi vig þá, þá leið. Nú kennir hann bekk sínum í gegnum símann heima hjá sér, en nemendurnir sitja í skóla- stofunni og heyra í honum í hátalara. Þeir geta gripið fram i og spurt spuminga í gegnum síma, sem er í skólastofunni. ☆ Þetta er þag nýjasta á sviði fegrunaiiyfja í Bandaríkjun- um. Þessi gríma er gerð af hár- greiðslumanni Jaqueline Kenne dy, Kenneth Battelle. Tilgang- ur hennar e: að skýla andlitinu fyrir roki og kulda á veturna, en ekki sá, að gera sig ókenni- legan, eins og maður gæti hald ið, eða nota á grímuballi. Við erum nú samt ekki viss um að þessi tízka eigi eftir að verða mjög vinsæl. Bertina Acevedo er kúbönsk kvikmyndastjarna, sem nú dvel ur í Moskva. Segja margir, að hún sé þar í áróðursskyni fyr- ir Castro. Bertina er áberandi lagleg og vel klædd og konurn- ar á götunum í Moskvu horfa á hana nðdáunar- og öfundaraug- um. Margar þeirra stöðva hana einnig ti! að fá eiginhandarárit un. Bertina stillti sér upp á Rauða torginu fyrir ljósmynd- arann, og árangurinn varð sá, að einu sinni fáum vig að sjá mynd af kvenmanni frá Moskvu en ekk' eldflaugum, fallbyssum eða ílokksforingjum. Bertina segist ekki vera kommúnisti heldur listamaður, hvernig svo sem Rússarnir taka í það. ☆ Hinu vinsæli danski leikur „Teenagerlove”, er að ná mikl- um vinsældum fyrir utan Dan- mörku. Hér verður hann sýnd- ur í Þjótleikhúsinu á komandi vetri og eftir mánuð verður hann írumsýndur í Stokkhólmi. Hcfundar leiksins eru Ernst Bruun Olsen og Savery, og þeir munu sviðsetja verkið í Stokk- hólmi. Mjög góðir leikarar hafa verið valdir í flest hlutverk. Hér er mynd af nokkrum þeirra tekin a æfingu, en þeir eru Gösta Krantz, Jarl Kulle, Lars Ekberg, Margit Carlqvist og Gertrud Fridh. T f M I N N, sunnudagur 1. september 1963, 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.