Tíminn - 01.09.1963, Page 6

Tíminn - 01.09.1963, Page 6
Bollaleggingar ríkisstjórnarinnar Talsverðar sögur ganga nú um það að ríkisstjórnin og ráð gjafar hennar haldi stranga fundi um þessar mundir og ræði ástand fjármála og á- hrif „viðreisnarinnar“ á það. Jafnvel stjórninni sjálfri mun þykja erfitt að finna það jafnvægi. sem ..viðreisn- in“ átti að skapa! Því mun nú rætt fram og aftur um nýjar ráðstafanir til jafnvæg- is, eins og það er kallnð Með- al annars mun hafa verið rætt um eftirtaldar aðgerðir: 1. Gengisfellingu. Gengis- l felling verður þó ekki að þessu sinni rökstudd með því, að hún sé nauðsynleg vegna útgerðarinnar, enda sýna ó- tvíræðar tölur, að útgerðin myndi ekki hagnast á gengis- fellingu, þar sem allir helztu útgjaldaliðir hennar myndu hækka tilsvarandi. Gengis- felling myndi ekki heldur skapa jafnvægi, heldur að- eins hleypa af stað nýrri verð og kauphækkunarskriðu, sem sagt auka jafnvægisleysið! 2. Hækkun tolla og sölu- skatta. Jafnvæginu skal þá náð með því að gera allar framkvæmdir dýravi Slíkt myndi þó aðeins auka dýrtíð og knýja fram víxlhækkanir, sem sagt auka ójainvægið, •é'ffj&iög l’éhgis’.ækkun1 3. Vaxtahækkun. Sumir spekingar stjórnarinnar halda að vaxtahækkun myndi draga úr framkvæmdum og minnka eftirspurn eftir lánsfé. Á þann hátt yrði jafnvæginu náð. Næg reynsla ætti þó að vera fyrir því, að háir vextir draga ekki úr fjárfestingu eða eftirspurn eftir lánsfé. Þvert á móti myndu hækk- aðir vextir auka dýrtíðina og leiða til víxlhækkana, eða sem sagt auka ójafnvægið al- veg eins og gengisfelling og hækkaðir tollar! Þegar seinast frétrist, var engin niðurstaða fengin um þessar fyrirhuguðu „jafnvægis ráðstafanir“. Svo virðist hins vegar, að stjórnin hafi enn ekki komið auga á aðvar rað- stafanir en þær, sem auka myndu jafnvægisleysið. Bolabrögð Hér að framan hefur ekki verið minnzt á það sem einnig hefur komið til tals í stjórnar herbúðunum, en það er að grípa til þess bolabragðs að banna allar kauphækkanir eða láta þær vera háffar gerð ardómum. Vissir foringjar Al- þýðuflokksins munu hafa bent Sjálfstæðismönnum á, að kaupmenn myndu sætta sig betur við verðlagshöftin, ef svipuð höft væri látin ná til allra! Vissulega væru þaó viðeig- andi endalok á „viðrelsninni“, sem átti að stefna að afnámi hafta og minnkandi ríkisaf- skiptum, að tekin væru upp víðtækari höft en þekkjast í nokkru landi Vestur-Evrópu, þegar Spánn og Portúgal eru undanskilin. En slík höft myndu aldrei standa lengi. Bændur og launþegar myndu ekki una höftum, er sviptu þá frumstæðasta réttinum, verkfallsréttinum, meðan vissum aðilum væri svc sköp- uð betri gróðaaðstaða en nokkru sinni fyrr, sbr. það, sem hefur verið að- gerast mÆ mm*fi- S 'étifdrtiíhn;iJ vöé¥i,( þá:Suéánn- arlega hyggilegast að leggja allar fyrirætlanir um slík bolabrögð og höft sem allra fyrst á hilluna. Tiltrúna vantar Það skal fúslega viður- kennt, að ástandi efnahags- málanna er þannig komið, að vissar aðgerðir eru nauðsyn- legar. Glundroði í efnahags- málunum hefur aldrei verið meiri hérlendis en nú, ekki einu sinni eftir hunaadaga- stjórn Ólafs Thors J942 og samstjórn kommúnista og núv. stjórnarflokka 1944—46. En hvað er það, sem veldur glundroðanum? Aldrei hafa aflabrögð verið jafnbetri. Aldr ei hefur útflutningsverðlagið verig jafn hagstætt. Alltaf er verktæknin heldur að aukast. Allt ætti þetta að skapa grundvöll jafnvægis og festu í efnahagslífinu. Eitt mikil- vægasta atriðið vantar þó. Það er tiltrú til stjórnarinnar og stjórnarstefnunnar Menn óttast, að stjórnarstefnan leiði til sívaxandi verðbólgu og dýrtíðar og keppast því við ýmiss konar framkvæmdir og bílakaup. Allir vilja vera bún ir að koma sínu á þurrt áður en meiri hækkanir verða. Það er þessi ótti við verðbólguna og þessi vantrú á stjórnina, sem veldur ofþenslunni nú. Sporin frá gengisfellingunum Milwood kveBur 1960 og 1961, toilahækkunun- um og vaxtaokrinu, hræða. Enginn veit, hvaða gönu- hlaup stjórnin gerir næst. Það er bezt að vera búinn að koma sér fyrir áður Ráð Roosevelts Það, sem öðru fremur þarf til að snúa straumnum við í efnahagsmálum okkar, er tiltrú — tiltrú á að tekin verði upp hófsöm vinnubrösð, en gönuhiaupunum og koll- steypunum verði hætt Slíka tiltrú skapar ekki stjórn, sem ‘Ör e’itkl aðeiiis ■f§ikKé|f- J|ór- réikúl í 'ráði, fel'hé1 ög!'fíöv. fíik- isstjórn,- heldur hefm marg- oft sýnt, að hún hugsar fyrst og fremst um að þjona viss- um stéttarsjónarmiðum. Þegar Franklin D. Roose- velt tók við stjórn } krepp- unni mikia, taldi hann, að það sem öðru fremur þyrfti að gera, væri að losa .menn við óttann — vekja tiltrú til fjármálakerfisins að nýju. Þetta þarf hér. En það verður ekki gert með kollsteypum og gönuhlaupum eins og gengis- fellingum, ránsköttum, vaxta okri og gerðardómum. heldur með gætnu og hófsömu starfi, sem ber þess vott, að ekki er stjórnað í þágu fá- mennra hópa í þjóðfélaginu. Vandinn verður ekki leyst- ur með kollsteypum. heldur með tiltrú. Slika tiltrú eeta ekki gengisfellingar og aðrar tíðar stórraskanir skapað. Morgunblaðið segir sogu Nú er Milwood hættur að prýða höfnina í Reykjavík. í tilefni af því tekur einn af ritstjórum Mbl. sér fyrir hendur að segja sögu Mil- cvoodmálsins í forustugrein í fyrradag. Saga hans er stutt og hljóðar þannig: „íslenzka liandhelgisgæzl- a^ ‘ þennan brezka togara, eins og mönnum er í fersku minni, án þess að þurfa að skjóta á hann föstum skot- um. Hins vegar tókst skip- stjóranum Smith að komast undan og hefur til þessa neit að að hlíta íslenzkum )ögum.“ Öllu styttri getur þessi saga ekki verið. Þeir virðsst geta verið gagnorðir hjá Mbl. engu síður en Ari fróði. Hitt er annað mál, hvort þeir greini eins vel frá öllum aðalatrið- um og Ari. Hefði Ari t.d. sleppt því aðalatriði Milwood sögunnar með hvaða hætti Smith komst undan? .iBfnfiivjí íi>. invt - skotm i Það, sem Mbl. sleppir hér úr sögu Milwoodsmálsins, er í fyrsta lagi þetta: Skipstjór- inn á Óðni lagði til, að hann stöðvaði Milwood með föstu skoti eftir að togarinn gerði tilraun til að flýja. Þetta var samkvæmt þeirri venju, sem áður hafði gilt. Yfirstjórn landhelgisgæzlunnar ekki að- eins bannaði skipherranum að gera þetta, heldur lét hann bíða eftir pví, að brezkt herskip kæmi á vett- vang og skyti hinum brezka sökudólg undan! Með þessu var mörkuð al- veg ný stefna í laodhelgis- gæzlunni. Svo virðist sem ís- lenzka ríkisstjórnin hafi ver- ið búin að fallast á, að ekki mætti taka brezkan landhelg isbrjót, nema brezkt herskip væri viðstatt. íslenzku varð- skipin voru raunverulega gerð með þessu getulaus gagn vart brezkum lögbrjótum, þar sem þeir þurftu ekki að óttast þau lengur eftir að þeim var bannað að skjóta föstum skotum. Sökuin harðr ar gagnrýni Tímans og öfl- ugra undirtekta sjomanna, virðist ríkisstjórnin nú horf- in frá þessari furðuiegu und- anhaldsstefnu. Nógu mikið gerðist samt til þess að það sást, hve langt átti hér að ganga til undanláts við Breta. Því mun Milwoodmálið verða geymt mál, en ekki gleymt. Hunt skipherra UM MENN OG MALEFNI Mbl. sleppir auk pess, sem að framan greinir, öðru mikil vægu atriði úr Milwoodsög- unni. Ríkisstjórnin sendi brezku ríkisstjórninni mót- mælaorðsendingu 4. maí £ið • astl., þar sem hún krafðist þess, að Smith skipstjóri yrði framseldur, þar sem brezkur embættismaður hefði hjálpað honum til að komast undan, og að Hunt skipherra á Palliser yrði refsað fyrir „hið grófa brot hans“ gagn- vart íslandi, sem fólst í því, að skjóta Smith undan Þessu svaraði brezka stjómin ekkl aðeins með þvi að neita að framselja Smith, sem gat ver ið afsakanlegt eins og komið var, heldur með því að taka fulla ábyrgð á gerðum Hunts og mæla gerðum hans bót. Svar brezku stjórnarinnar var því eins neikvætt og móðgandi og hugsazt gat. íslenzka ríkisstjórnin hef- ur ekki einu sinni gert svo lítið og að mótmæla þessu neikvæða og móðgandi svari. Brezkir skipherrar þurfa því ekki að vera neitt smeykir, þótt þeir hagi sér dólgslega á miðum hér við land. Svo slælega hefur íslenzka ríkis- stjórnin fylgt því eftir, að Hunt skipherra yrði refsað Sá þáttur Millwoodsmáls- ins mun ekki gleymast, þótt Milwood sé farinn. Af þvi geta menn vel dæmt auðmýkt núv. ríkisstjórnar gagnvart grófustu misbeitingu érl. valds á íslenzkum fiskimiðum. Siðleysingjar Það er lítið dæmi um mál- flutning Mbl., hvemig það segir sögu Milwoodsmálsins, eins og rakið er hér að fram- an. Öllu, sem getur verið ó- þægilegt fyrir aðstandendur blaðsins, er sleppt. Það er bara sagt, að Smith hafi komizt undan, en vandlega þagað um, hvernig hann komst und an, enda þótt það sé aðal- atriði Milwoodsmálstns, á- samt því að skipherranum á Óðni var bannað að skjóta föstu skoti. Því öðru höfuðat- riði málsins sleppir Mbl. líka. Það er þó ekki verst 1 mál- flutningi Mbl. að blekkja og falsa með því að segja frá at- burðum á þennan hátt Enn verra er það, þegar pað býr til hreinar lygasögur og hamr ar á þeim dag eftir dag. Eitt nýjasta dæmið um petta er sú saga Mbl., að vinstri stjórn in hafi þegið mútur fyrir að hafa framlengt varnarsamn- inginn haustið 1956 Hér er ekki aðeins borið á íslenzka ráðamenn, að þeir hafi látið múta sér, heldur að Banda- ríkin og Nató beiti mútum til að koma málum sínum fram. Við það eru svo ekki gerðar neinar athugasemdir, að mað urinn, sem á að hafa unnið mest að þessum mútusamn- ingum, situr í rikisstjórninnl sem utanríkisráðherra! Um þá menn, sem þanmg haga áróðri sinum, er ekki til nema eitt orð: Siðleysingjar. T f M I N N, sunnudagur 1. september 1963. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.