Tíminn - 01.09.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.09.1963, Blaðsíða 8
SKALDTVEGGJA SVA Fyrir skömmu voru lið- in 50 ár frá dánardægri þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinssonar. í tilefni af því fór Vísir þess á leit við Halldór Kiljan Laxness að hann skrifaði grein um Steingrím, en vitað var, að Kiljan hafði miklar mætur á skáldskap hans. Kiljan varð við þessari óska Vísis. Síðan hafa margir unnend- ur Sfeingríms hvatt Tímann til að endurprenta greinina og er hér orðið við þeim óskum með leyfi höfundar. Á fimmtugustu ártíð Steingríms Thorsteinssonar hefði verið gaman að vera staddur vestur á Snæfells nesi því þar er helgrindahjarnið og dynihamraborgin. Margt í ljóS um þessa ástsæla náttúruskálds og húmanista rennur ekki ljóslega upp fyrir lesanda hans fyren vest ur á Arnarstapa — þar brimaldan striða við ströndina svall; eða jafn vel vestur við Lóndranga: Jötnum líkir loftið í Skaga dimmir drangar Lóns Dauðalega við ský. Þó er hann framar öll'u öðw skáld sveitasælunnar, fullur hábók menntalegrar náttúruskynjunar sem er kynjuð alla Leið frá grikkj um, með viðkomu í þýskri róman flk — og hjá Jónasi Hallgrímssyni. Þetta er sú sveit þar sem fjárbónd inn eða sauðamaðurinn heitir hjarðsveinn og er glaður og vitur og slær hörpu og dreymir fagur fræðilega drauma. Hjörðin hefur svip af guðvísri ró, enda er hún ímynd friðar á jörðu: „Léttfætt l'ömbin þekku leika mæðrum hjá, sæll úr sólskinsbrekku smalinn horfir á“. En svo samrunnin er EFTIR HALLDÓR KILJAN LAXNESS klassisk tiámentun evrópsk og .slensku’’ upprunaleiki með nið af súgandi brimi og ilm úr sveitum í skáldskap þessa meistara, að mann varðar ekki um fyrirmyndir hans. Það heyrist stundum kvartað yfir því að Steingrímur sé ekki nógu sléttkvæður. Auðvitað má finna þe’m orðum stað. Mörg bestu skáld íslands, reyndar hvarvetna í heimi, hafa til að vera stirfin. En óbrigðull' sléttleiki í orðalagi og kveðandi, leikni hins fullkomna hagyrðíngs. skyld leikni línudans- arans, er ekki það, sem skiptir máli, heldur áslátturinn teingdur andagift þess manns sem fer með hörpuna. Það kemur fyrir Stein grím, einsog Grím Thomsen og jafnvel Jónas sjálfan, að slá skakka nótu. Það gerir ekkert til ef hl'jóðfærið sjálft er ekki falskt; og skökk nóta er gleymd um leið og hún er slegin ef áslátturinn er rétlur. Steingrímur hefur þann áslátt sem tekur heima í sérhverju næmu hjarta og hljóðfæri hans er e’nlægt i konsertstillíngu. Þegar þess er gætt að tónn Steingríms er ævinlega stiltur í hæstu leyfi legri hæð, þá er undravert að hon um skuli ekki fatast oftar. Mál hans er umfram allt skáldlegt á sama hátt og verið hefur hjá hof goðum í fyrri tíð, þegar þeir voru að fórna. Það er oft svimhátt fyrir ofan hvunndagsmál, og reyndar oftast á miklu hærri tónum en mál sem notað er í Ijóðagerð á okkar dögum. Þegar komið er í þessa hæð, þá er afrek að ná þrem línum samfelt án þess flugið daprist. Það eru ófáar hendíngarnar hjá Steingrími þar sem skáldið dregur arnsúg í flugnum alfa vísuna út. Þó ekki hafi viðrað vel fyrir Steingrlmi í bókmentum um skeið, mun þó hver sá maður sem geingur hor.um á vit í einlægni, og STEINGRÍMUR THORSTEINSSON eyru hefur að heyra, skynja í ljóði ‘hans morgun þjóðarævinnar með an íslensk' líf var enn hómerískt þó eykonan vekti hrygg við forna hauga, einsog skáldið kemst að orði; þann morgun þegar tveir svanir kváðu, „annar um minníng frá hetjulífsheim, hinn um vonina blíða“. ísland nítjándu aldar var sannkallað morgunland í fátækt sinni. í þúsund ár, eða frá því á dögum Eddu, hafði ekki verið ort betur á istensku en þá. Og óbundið mál íslenskt var eftilvill ekki á upphafsdögum sjálfra fornsagn anna skrifað af meira hámenníng- arbrag en á 19. öld, þó við höfum ekki borið gæfu til á þeirri öld að eignast nein öndveigisrit skáld skapar í óbundnu formi. Steingrímur Thorsteinsson hef- ur fugl af því draumalandi sem margur stendur sig að því að líta til saknaðataugum. Hann er það skáld á íslandi sem tlðkar sið grískra fornskálda, að læsa til- íekið nafngreint landslag, ásamt með hetjusögu þess og þjóðtrú, í lítið erindi. Stundum mætti segja að honum hætti til að hafa er- indin fleiri en þyrfti, en það henti vísí grikki sjaldan á þvi tímabili þegar þeim tókst best upp. Oft hættir jafnvel góðum skáldi til að þrástagast á sömu hugsun, i erindi eftir erindi, þeg- ar hann er að leitast vlð að finna henni algilda tjáníngu. Það eitt gildir sem áheyrandinn geymir ó- sjálfrátt í hjarta sínu úr laungu kvæði. Stundum dugir ein hend- íng til að ná þessum tilgángi, kanski upphafsorðin ein. Eg man ekki eftir cðru skáldi sem gagn taki hug roanns þegar í upphafi kvæðis eir.sog Steingrímur Thor- steinsson. Hann kann að ljúka upp heilu sjónarsviði með fáein- um samhl.jómum. Lítið Stef hjá honum gefur útsýn yfir landið þar sem sálin fæddist og á heima. Ef kvæðið Sumarnótt væri ekki skíraguil fré upphafi til enda þá væru þessi þrjú upphafsorð þess nóg kvæði útaf fyrir sig: Sólu særinn skýiir. Mætti ég minna á nokkur fieiri þvílík kvæðisupp- höf: Oft íinst oss vort land einsog helgrindahiam; Þú vorgyðja svíf- ur úr suðrænum geim; Svo fjær mér á vori nú situr þú sveinn; í birkilau* hvíldi ég bakkanrm á; Framhald á 13. siðu. I Þáttur kirkjunnar Helgidúmur þagnarinnar Bænhús í höll Sameinuðu þjóðanna í höll Sameinuðu þjóðanna í New York lét Dag Hammar- skjöld aðalritari samtakanna innrétta lítið herbergi sem bænhús, helgidóm þagnar- innar. Þar eru aðeins 8 stólar. Þeir eru með hálmsætum og eru af mjög einfaldri gerð. Á miðju gólfi stendur málm- steinsblokk og úr lofti her- bergisins fellur ljósgeisli yfir steininn. Annan hliðarveg- inn hefur sænski listamaður inn Bo Beskow myndskreytt. Aðrir munir eru ekki í her- berginu. Við inngang þessarar litlu vistarveru fá gestir afhent dálítið blað, þar sem aðalrit- arinn kynnir „herbergi þagn- arinnar" í fáum orðum. Orð Dag Hammarskjölds eru á þessa leið: „Þetta herbergi er helgað hugsjón friðarins og þeim sérstaklega, er fórna lífi sínu í þágu friðarins. Innst í vorri vitund á kyrrðin griðland. Þar ræður þögnin ríkjum. í þessari byggmgu, sem Hinar Sameinuðu þjóðir reistu yfir starfsemi sína í þágu friðarins, þar sem full- trúar hinna ýmsu þjóða skiptast á skoðunum í rök- ræðum, leita samstöðu eða leitast við að sætta fjarskyld sjónarmið, er full þörf fyrir vistarveru, sem helguð er þögninni, út á við gagnvart umhverfinu og kyrrðinni, inn á við gagnvart vorri innsta vitund. Tilgangurinn var að skapa athvarf í litlu friðhelgu her- bergi, þar sem hægt er að vera í elnrúmi með hugsanir sínar og bænagjörð, þar sem dyr standa opnar inn í ó- mælis heim frjálsrar hugs- unar og þögullar bæriar. Fólk, sem aðhyllist hin fjarskyldustu trúarbrögð er ætlað að eiga hér athvarf, þess vegna mega engin þau tákn, sem að jafnaði eru notuð við guðsþjónustu hinna ýmsu safnaða, fyrirfinnast hér. En hér eru þó tákn, sem tala sama máli til vor allra. Vér höfum leitað að slikum táknum og höldum oss hafa fundið þau í ljósgeislanum úr loíti herbergisins, er flæð- ir yfir glitrandi málmgrýtið. í miðju herberginu sjáum vér þannig tákn þess, hvern- ig ljós himinsins gefur jörð- inni, sem fóstrar oss, ljós og lífsorku, og mörgum er það einnig tákn þess, hvernig ljós andans gefur efninu líf. En steinninn segir oss meira. Hann gegnir merku hlutverki. Vér getum skoðað hann sem altari, tákn þess grundvallar, sem allt byggist á. Ekki fyrir þá sök, að eng- inn Guð sé til. Ekki getur steinn heldur skoðazt altari hins óþekkta Guðs. Hann er frumstætt altari, helgað þeim göfuga Guði, sem mannkynið tilbiður á ýmsan hátt og nefnir ýmsum nöfnum. Málmsteinninn minnir oss einnig á allt það, sem traust er og óbifanlegt í þessum fall valta og síbreytilega heimi. Þyngd steinsins og harka er tákn hinna traustu horn- steina trúar og þolgæðis, sem öll mannleg viðleitni verður að byggjast á. Málmurinn leiðir hugann að nauðsyn þess að velja milli eyðingar og uppbygging ar, milli styrjaldar og friðar. Úr járni hefur maðurinn smíðað sér vopn, en einnig plógjárn. Úr járni eru stríðs- vagnar gerðir, en úr járni hafa menn einnig byggt sér híbýli. Málmsteinn er hluti þeirrar auðlegðar, sem við höfum fengið í arf á þessari jörð. Á hvern hátt getum við bezt ávaxtað þann fjársjóð? Ljósgeislinn varpar birtu yfir steininn, í miðju her- berginu. Þar eru ekki önnur tákn. Þar er ekkert, sem get- ur truflað athyglina eða rof- ið ró vorrar innstu vitund- ar. Þegar vér lítum upp frá upplýstum fleti málmsteins- ins, mætir einfaldur mynd- flötur auganu á veggnum andspænis, er lyftir hugan- um út yfir tíma og rúm í þögulli leit að jafnvægi og kyrrð, þar sem friður og frelsi ríkir. Gamalt spakmæli segir, að gildi kersins sé ekki fólgið í efninu eða ytra borði þess, heldur í hinu kúpta hvolfi kersins eða inntaki þess. Þetta forna spakmæli á einnig við um þessa litlu vist arveru — herbergi þagnar- innar. Það er á valdi þeirra, sem hingað leita að gæða tómleik þess persónulegu lífi. Kyrrðin og þögul leit að friði og samræmi, endurnær- ir vora innstu vitund og veit ir oss svyrk“. Eg fann þessi orð um helgi dóm þagnarinnar í blaða- rusli, sem átti að fleygja i sorptunnuna. Boðskapur Dag Hammar- skjölds, hins fallna leiðtoga Sameinuðu þjóðanna. sem þó stöðugt heldur velli í anda og sannleika, á sérstakt er- indi til mannkyns alls nú á dögum hraða, hávaða og glaums. Enginn varðveitir ham- ingju sína og hjartafrið án þess að eiga einhvern slíkan helgidóm þagnarinnar, ann- aðhvorf í kirkju sinni eða heimili, og þó umfram allt í sjálfum sér. Það er vegna þess, að sem flestir þurfa að skilja þetta, að ég færi lesendum kirkju- þáttarins þessi ummæli hins látna spekings og mannvin- ar ásamt frásögninni um helgidóm þagnarinnar í höll Sameinuðu þjóðanna. Árelíus Nielsson. b T í M I N N, sunnudagur ]. september 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.