Tíminn - 04.09.1963, Síða 9
Samvinnan er einkennandi
í Austur - Skaftafellssýslu
LÓNSHEIÐI er aB baki og aft-
ur er sléttur vegur undir fót-
um. Við ökum suður Lónið, sveit
ina, sem íslendingar sóttu í
sinn fyrsta lögfræðing, Úlfljót,
forðum daga. En nú er Úlfljótur
löngu horfinn til fegurri stranda,
svo ekki þýðir fyrir fréttamann
Tímans að reyna að ná tali af
honum. Því er ferðinni í þess
stað heitið heim að Brekku á
fund Sighvats Davíðssonar, sem
þar býr myndarbúi, þrátt fyrir
ýmsa stundlega óáran 1 málefn-
um bændastéttarinnar. Og yfir
þjóðlegum kaffibolla spinnst
upp það spjall miilum okkar Sig
hvats, sem hér kemur á eftir:
— Segð- mér, Sighvatur, fer
fólki fækkandi hérna í Lóninu?
— Það fjölgaði á tímabili, en
stendur nú í stað. í Bæ voru 52
fbúar heimil'isfastir árið 1912, nú
eru þeir 2.
— Hvað eru margar jarðir í
byggð?
— Það eru 14 býli. Hins veg-
ar er áhugi á nýbýl'astofnun
hér um slóðir. Búnaðarsamband
ið í sýslunni hefur samþykkt ósk
til Nýbýlastjórnar um að stofn-
sett verði nýbýlahverfi hér í
sveitinni.
— Er þá ekki land að fullu
nytjað hér í Lóninu?
— Eins og sakir standa er allt
ræktað land nytjað, en mjög
mikfir ræktunarmöguleikar enn
ónýttir hér á söndunum. Þeir
bjóða upp á marga hektara lands,
sem tiltölulega auðvelt mundi að
rækta. Þá er hér og mikið land,
sem mætti ræsa fram, mjög mikið
land, sem mundi þola nokkra
fjðlgun býla. Þá er og afréttar-
land alls ekki að fullu nýtt.
— Þið hafið byrjað sand-
græðslu hér á söndunum, er
það efcki?
— Jú.
— Eru þar einstaklingar að
verki?
— Einstaklingar og félagsskap
ur um kornrækt.
— Og hefur sandgræðslan
gengið vel?
— Já, það er ekki hægt annað
að segja. Miðað við kostnað hef-
ur hún gert það. Þetta er svo
sáralltili vinnslukostnaður.
AKRAR HYLJA SANDA.
— Já, þið eruð með kornrækt
hér?
— Já, bæði með félagsakra og
heimil'isakra. Fimm heimili eru
með félagsakur í Bæjarlandi og
auk þess heimilisakrar á nokkr-
um bæjum.
— Hvaða korntegundir eruð
þið aðallega með?
— Hertabygg er það mestmegn
is. Við fengum ekki færeyska
byggið hans Sveins á Egilsstöð-
um. Það er áhugi á korn-
rækt. Búnaðarsambandið á
þreskivél. En það hefur reynzt
erfitt að þurrka kornið, meðal
annars af þvi það 'hefur ekki
náð að þroskast nægjanlega. En
kornræktin hefur samt mikla
þýðingu, til dæmis þá, að með
ræktun akranna er í rauninni
stefnt að túnastækkun.
í fyrsta lagi er akuryrkja og
garðyrkja á landi alltaf góð for-
rækt, og í öðru lagi þýðir auk-
in þess háttar ræktun aukningu
ræktaðs lands, sem náttúrlega
er mikils virði.
Þannig flýttu garðlöndin hér áð
ur fyrir stækkun túna. Spilda
var tekin fyrir og í hana sáð
kartöflum. Með tíð og tíma var
svo skipt um ræktun á stykk-
inu, sem þá hafði eins og ég segi
fengið góða forræktun. Upp úr
garðinum óx þá tún.
— Þannig hjálpaði garðræktin
okkur hérna óbeinlínis, auk þess
sem hún var okkur beinlínis mik
ill' fjárhagsleg stoð.
— Er garðyrkja enn í vexti
hér um slóðir?
— Hún er svipuð. Það eru ára
skipti. Heldur í vexti þó.
LANDNÁMIÐ ÆTTI AÐ
STYÐJA AÐ SAM-
ViNNUBÚSKAP.
— Þið notið eitthvað sameig-
inlegan vélakost við akuryrkj-
una?
— Jú, það gerum við?
— Væri ekki hugsanlegt að
taka upp slíka samvinnu á fleiri
sviðum?
— *Jú, efalaust. Fólkið þarf að-
eins að festa augu á kostum henn
ar. Víða um land eru alveg sér-
staklega góð skilyrði fyrir sllkri
samvinnu. En eflaust eru til mörg
stig á því rekstrarformi. Mér
þætti rétt að reyna hvað bezt
dygði, og álít sjálfsagt að land-
nám ríkisins styðji slíkan búskap
á nýbýlasvæðunum. Annars má
segja að hér sé i Austur-Skafta-
fellssýslu sé samvinna meðal
bænda með ágætum á ýmsum
sviðum uppbyggingar. Hér er
sem sé mikið um það, sem við
getum kallað samvinnuhjáip. —
Hún tíðkast hér t. d. mikið við
húsabyggingar og reyndar mörg
störf önnur. Hér þekkist varla
að við húsbyggingu sé keypt önn
ur vinna en fínasta fagvinna. —
Byggð var hér á heimilinu i
fyrra 2000 hesta heygeymsla —
votheysturn og hlaða, á 3 vikum.
Ég keypti enga vinnu við bygg-
inguna. Að vísu hjái'puðu synir
mínir, sem eru fagmenn, mér,
til, en þess utan byggðu sveitung
ar mínir þetta með mér. Þetta
er ekkert einstakt. Svona er
þetta alls staðar hér um sióðir.
í nokkrum sveitum eru líka hlera
mót í félagseign, yfirleitt í eigu
búnaðarfélaganna. Þá á búnað-
arfélagið hér í sveitinni einnig
járnmót til turnbyggingar. —
— Ég heyri það á öllu, Sig-
hvatur, að þið eruð samvinnu-
menn hér á fleiri sviðum en
verzlunarsviðinu.
HÉRAÐSSKÓLI ÞARF AÐ
RÍSA UPP í AUSTUR-
SKAFTAFELLSSÝSLU.
— Skólamálin eru vandamál
víða í sveitum, Sighvatur. —
Hvernig leysið þið þau mál hér?
— Skólahald hér í Lóninu fer
fram í fundarhúsi hreppsins, sem
er ný uppbyggt. Þetta er heiman
gönguskóli, það er að segja börn
unum er ekið í skólann, nema
þeim, sem eiga lengst að að
sækja, þeim er komið fyrir í
nágrenni skólans.
— Þetta er sem sé barnafræðsl
an, hvernig leysið þið unglinga-
fræðsluna?
— Þar er nú öllu meira vanda
mál við að stríða. Það má segja
að hér í héraðinu sé fjöldi ungl-
inga, sem hvergi komast í fram
haldsskóla, þegar réttur aldur er
kominn til þess, heldur þurfa
þau að bíða ef tii vill ein tvö ár
eftir skólavist, og eru þá í raun-
inni komin á eftir sínum jafn-
öldrum. Fyrir bragðið fara mun
færri unglingar héðan til fram-
haldsnáms, en ella. Þetta er okk
ur vandamál, sem ekki verður
leyst nema með byggingu héraðs
skóla fyrir suðurhluta Múlasýslna
og Austur-Skaftafellssýslu. Og
með því samhjálparsniði, sem
tíðkazt hefur hér um sveitir við
byggingar ætti að vera hægt að
koma upp skólabyggingu á ódýr-
ari hátt en annars gengur. í
rauninni er ekki nema nokkur
stigsmunur á því að vinna sam-
hjálparstarf fyrir slíka nauð-
synjastofnun og fyrir sveitunga
sína. Mundu efalaust margir gefa
dagsverk ef til þessa kæmi.
Þó yrði ef til vill sú hjálp ekki
þyngst á metunum, sem fjárfram-
lag, heldur sem viljayfirlýsing
fólksins við hinn uppvaxandi
skóla.
LEIKSTARFSEMIN ER
VINSÆL MEÐAL AUSTUR-
SKAFTFELLiNGA.
— Ég hef vist ekki minnzt hér
á ungmennafélögin okkar, og
þann þáttinn í starfi þeirra, sem
mér þykir einna merkilegastur,
en það er leikstarfsemin. Hún
er orðin æði gróin hér um sveit-
ir. Það er nokkuð óvenjulegt, en
hér er það svo að hver sveit á
eiginlega sín ákveðnu leikrit,
sem þar eru æfð upp aftur og
aftur. Auðvitað ekki eingöngu,
heldur önnur í milli, en hafa þó
náð eins konar heimilisfestu
hvert í sinni sveit. Þannig má
nefna Pilt og stúlku og Mann og
konu hér í Lóninu, Lénharður
fógeti og Fjalla-Eyvindur i Nesj-
um, en Skugga-Sveinn á Mýrun-
um. Nú orðið er talsvert farið
með þessi stykki milli félagsheim
iianna hér í héraðinu. Þetta set-
ur sinn svip á mannlífið, er vel
þegið og hefur oft tekizt furðu
vel.
ENGIN ÁSTÆÐA FYRIR
BÆNDUR AÐ MISSA KJARK-
INN, ÞÓTT DIMMT
SÉ í LOFTI.
— Hvernig lýst þér annars á
ástandið í málum landbúnaðar-
ins, Sighvatur?
— Ég vil aðeins segja það, að
víða er uppbygging komin á það
stig að þar ætti búskapurinn með
hækkuðu afurðaverði að geta
gefið tekjur samkeppnisfærar
við aðra atvinnuvegi.
En landbúnaðurinn á samt allt
af sín vandamál ekki síður en aðr-
ir atvinnuvegir. Kannski væri
rétt að nefna nokkur?
Lítum til dæmis á arfskiptin,
sem eiga sér stað, þegar gamla
fólkið er horfið og skipta þarf
arfi milli eftirlifandi systkina. Ef
til vill vill þá eitt þeirra halda
áfram að búa á föðurleifðinni.
En búið skiptist hins vegar milli
systkinanna allra, og það sem
eftir situr á jörðinni fær aðeins
sinn arfshluta, hluta af því búi
sem var, og verður í rauninni að
byrja upp á nýtt í stað þess að
geta byggt á þeim bústofni, sem
kynslóð foreldranna hafði skilið
eftir. Til að fyrirbyggja þetta
þyrftu að koma til einhverjir
lánasjóðir, sem greiddu arfinn
út án þess að skerða búið, en
það síðan greiddi sjóðnum aftur
smátt og smátt á löngum tíma.
LANDBÚNAÐURINN FELLUR
OG STENDUR MEÐ
HÆKKUÐU AFURÐAVERÐI.
— En landbúnaðurinn stendur
og fellur með hækkuðu verðlagi
Mín skoðun er sú, að núverandi
verðlagsgrundvöllur sé rangur.
Ég tek sem dæmi: aukatekjur
þær, sem bændum eru reiknaðar
í verðlagsgrundvellinum — lax-
selveiði og dúntekju. Þetta eru
prívattekjur, rétt eins og banka-
innstæða, og tilvera þeirra í
grundvellinum er til þess eins
að fella þann minnimáttar úr
leik.
Lítum svo á annað dæmi, og
það er hin vaxandi vélvæðing,
sem er algjörlega vanreiknuð í
verðlagsútreikningnum. Fyrir ut-
an það hve hörmulega er séð fyr
ir lánaþörf á því sviði.
Þá vildi ég undir lokin minn-
ast á eitt, sem ekki ósjaldan
heyrist, en það er um duldar tekj
ur bænda. Staðreyndin er hins
vegar sú, að duldar tekjur bænda
eru miklu minni en annarra
stétta yfirleitt. Hvernig er hægt
fyrir bónda, sem stundar einung-
is sinn búskap og verzlar svo til
eingöngu við eitt og sama kaup-
félagið, að hafa duldar tekjur.
Þessi orðrómur hefur ails ekki
við rök að styðjast — bændur á
íslandi braggast alls ekki á slík-
um gróða, því hann er ekki til
í þeirra höndum.
Brátt er komið að þeirri stund,
að upp er staðið, heimamenn
kvaddir og góð gestrisni þökkuð,
þessi góða íslenzka gestrisni, sem
á höfuðból sitt i hjarta manns-
ins, og kemur þaðan alveg um.
búðalaus.
Framundan eru Jökulsárbrú og
Almannaskarð. Og við kveðjum
sveit Úlfljóts þess vitra manns og
höldum í átt til bernskuslóða
meistara Þórbergs.
Kt.
Brúln yflr Jökulsá í Lóni.
'
I
TÍMtNN, miðvikudagiim 4. september 1963
9