Tíminn - 04.09.1963, Page 13
Minning
Framhald af 8. síðn.
af mesta myndarskap. Magnús og
Jóhanna hafa samt dvalið sem áður
í skjóli sonar síns og raunar hefur
Jóhanna verið forsjá heimilisins inn
anbæjar. Eins og fyrr er getið hafði
Magnús með höndum ýmis opinber
störf um langt skeið ævinnar og
vann sér vinsældir og álit fyrir og
var auk þess nýtur og góður bóndi
og hvers manns hugljúfi. Það sem
hér hefur verið nefnt, myndi þó
eigi nægja til þess að halda nafni
hans á lofti um langan aldur, held-
ur verða það ritstörf hans og fræði
mennska, sem varpa mun skærustu
ljósi á minningu hans. Þegar á æsku
árum sínum fór hann að leggja
stund á ættfræði og sagnfræði og
komst þar með tímanum ótrúlega
langt. Ritaði hann margt um það
efni og birtust frásöguþættir eftir
hann í ritum þeim er Sögufélag Hún
vetninga gaf út. Oftast munu það
hafa verið að flestra dómi veiga-
mestu þættirnir í þessum ritum, þótt
aðrir hefðu þar einnig margt gott
að segja. Efnið í frásagnir sinar
sótti Magnús víða að. Sat oft þegar
hann gat, í Þjóðskjalasafninu í
Reykjavík og tók afrit af merkum
skjölum og heimildarritum, og var
sérstaklega vandur að heimildum í
frásögum sínum. Hann hafði sér-
staða frásagnargáfu og frábært
minni og skrifaði kjarngott og al'-
þýðlegt íslenzkt mál, enda ótrúlega
vel að sér í íslenzkri tungu. Tvær
sjálfstæðar bækur komu út eftir
hann: „Mannaferðir og fornar slóð-
ir“ og „Hrakhólar og höfuðból". —
Eru þær prýðilega ritaðar, fræðandi
og skemmtilegar aflestrar og hlaut
hann verðskuldað lof fyrir þær,
bæði hjá lærðum og leikum. Allt
sem Magnús lét frá sér fara á prent
bar vott um sérstaka vandvirkni,
því hann vildi hafa eitt, er hann
vissi sannast og réttast. Handrit þau
er hann lét eftir sig, eru bæði mikil
að vöxtum og gæðum. Þannig voru
t.d .dagbækur hans einar milli 10
o'g 20 bindi. Vafalaust verða öll
hans handrit sett á Þjóðskjalasafn-
ið. Hin síðari ár naut Magnús ofur-
lítils styrks úr ríkissjóði fyrir fræða
og ritstörf sín. Mun honum hafa
þótt vænt um þá viðurkenningu þó
eigi væri um mikla fjárupphæð að
ræða. Þegar þess er gætt að Magnús
mátti vinna hörðum höndum alla
ævi, er undravert hvað hann varð
a£kastamik|ll við ritstöafin. Sýnir
það bezt elju hans og atorku, að
hann notaði hverja tómstund til þess
að sinna hugðarefnum sinum. —
Magnús naut góðrar heilsu mestan
hluta ævi sinnar. Hin síðari ár bag-
aði sjóndepra hann nokkuð við rit-
störfin. Leitaði hann sér lækninga
við henni og fékk nokkra bót á, en
þreyttist þó fljótt í augunum ef hann
sat lengi við skriftir.
Fyrir tæpum 10 árum hafði ég
fyrst kynni af Magnúsi; það var
á leiðinni milii Akureyrar og Blöndu
óss, að við urðum samferða í bifreið
og sátum saman. Heyrt höfðum við
hvers annars getið en ekki sézt fyrr.
Ræddum við margt saman og varð
þetta upphaf vináttu okkar sem ent
ist æ síðan. Síðar þegar el'dri sonur
minn, Gunnlaugur kvæntist yngstu
dóttur hans, Ásdísi, varð það til
að styrkja vináttubönd okkar betur.
Kom ég svo hin síðari ár að Syðra-
Hóli á hverju vori og dvaldist þar
í nokkra daga. Var það mér bæði
andleg og Hkamleg hressing. Rædd-
um við þá rnargt saman. Og það var
’ sannleika sagt bæði menntandi og
mannbætandi að kynnast Magnúsi
og eiga tal við hann. Þegar Magnús
komst á snoðir um það, að ég fengist
við að safna og skrá þjóðsagnir og
annan fróðleik, þá hvatti hann mig
til þess að halda áfram á þeirri
braut og gaf mér góðar leiðbeining-
ar. Var það mér góð uppörvun til
meiri framkvæmda á því sviði. Síðast
bar fundum okkar saman h.u.b. 5
vikum fyrir andlát hans. Var hann
þá hress o(g léttur í máli að vanda
og ræddum við margt saman að
vanda. Eigi óraðl mlg þá fyrir því
að það yrðu okkar síðustu sam-
fundir.
Magnús mátti telja sannan gæfu-
mann. Hann naut ástrfkis í foreldra-
húsum, eignaðist góða konu, heimili
og mannvænleg börn og barnaböm,
sem hann unni mjög. Honum varð
það óblandin gleði að vera umkringd
ur bamabömum sínum sem oft
dvöldu á Syðra-Hóli um lengri eða
skemmri tíma, Þrír dætrasynir hans
bera nafn hans og unnu afa sínum
heitt, enda var hann sérstaklega
barngóður.
Magnús naut líka þeirrar ham-
ingju að geta að nokkru sinnt hugð-
arefnum sínum og láta eftir sig verk
sem lengi munu halda nafni hans
á l'oft. Eitt er þó víst að með Magn-
úsi fór mikill fróðleikur í gröfina
og fer svo löngum með fróða menn.
Við hann getur átt það, sem Forn-
ólfur kvað um Ólaf Davlðsson lát-
inn:
Ótal fræðin afreksmanns
eru á letraskránum,
meira þó í huga hans
hvarf með honum dánum.
Magnús verður mér ávallt ógleym
anlegasti maðurinn, sem ég hef
kynnzt. Blessuð sé minning hans.
Bragi Jónsson frá Hoftúnum
Hnigmn er í valinn
hái'.draður
höfðlngi andans
í Hunaþingi.
Hugþekkur öllum
héraðsmönnum
sæmdarmaður
á Syfira-Hóli
Var þar og vann
frá vöggu til grafar
bújórð' sína
hann bætti og prýddi.
H'irðom þó mætti
hönaum vinna
■ vafkustamaður -------—
I /f£~3ft(Jans sviði, ^ 'v.
Gróf hann úr gleymsku
gömul fræði
síðan þau leiftra
á söguspjöldum.
Hrakhóla þekkti
og höíuðbólin
mannaferðir
og fornar slóðir
Meitlað var mál
og magni þrungið,
frasagnarlist hans
frábær þótti.
Fróður um ættir
að fornu og nýju,
vann þau afrek
sem aldrei gleymast.
Réði hann margar
rúmr duldar,
réttlætiskennd
hann ríka átti.
Hógvær, stilltur
' og hjartaprúður,
götu sms lífs
hann gekk til enda.
Vandamál sérhvers
hann vildi leysa,
geröi þag eftir
getu beztu.
Eigmkonu
og ölium niðjum
athvarf og skjól
til eístu stundar
Því er hljótt
yfir Húnaþingi
hnípin er drótt
og harmi slegin.
Vaimennis saknar
vizíi'islynga
leiðtogans góða
um nngan aldur
Löng þó ei yrðu
okkar kynni,
Magnúsi aldrei
mun eg gleyma.
Auðlegð síns anda
2. síðan
Vandamál
„Leðurjakkamir" eru mikið
vandamál í Svíþjóð og einnig á
hinum Norðurlöndunum, þegar
þeir taka upp á því, að ferðast
svona landa á milli. Þeir koma
t. d. reglulega til Danmerkur
og valda hvar sem þeir koma
miklum óþægindum. Þetta er
allt saman ungt fólk og algjör-
lega sneytt allri siðgæðistilfinn-
ingu. Fjrir nokkrum árum tók
lögreglan á Helsingjaeyri þrjá
vopnaða „Leðurjakka" fasta. —
Þetta var 16 ára gömul stúlka
og tveir átján ára gamlir piltar.
Þau voru í stórum amerískum
bíl og höfðu á honum tvö númer.
í aftursædnu höfðu þau í farang
ursstag skammbyssu, skot, hníf
og járnkarl.
Það líður aldrei sá dagur í Sví-
þjóð, að „Leðurjakkarnir“ geri
ekki einhvem óskunda og eins og
áður er sagt, þá eru hvergi nokk
urs staðar í heiminum til vand-
ræðaunglingar, sem eru eins ó-
fyrirleitmr og þeir sænsku. í
Kristianstsd var mikið um að
vera fyrir skömmu, þegar Þjórs-
árdalsævintýrið endurtók sig. —
Þar voru margar ungar stúlkur,
sem komu hraustustu Iögreglu-
þjónu.n til að blygðast sín. Þær
voru mikið undir áhrifum áfeng-
is og hlupu um naktar, þegar
þær voru ekki í selskap vina
sinna.
Kveikt var í klósettunum á
staðnum, verzlanir voru allar
rændar og vörum þeirra dreift
um allar götur. Fjórir lögreglu-
þjónar /oru þar slegnir í rot.
Blettavatn
Ef uaglingar þessir geta ekki
útvegað sér narkotika eða önn-
ur eiturlyf, þá anda þeir að sér
blettavatni eða þynni. Það hefur
einkenniiega og æsandi áhrif á
þá og þá verða þeir lausir við
allar hömlur.
Sænsku yfirvöldin hafa :gripið
til ýmissa ráða gegn þessum ó-
lifnaði og síðustu aðgerðirnar
voru að setja upp stór skilti úti
á vegum og passaskylda. Á skilt-
unum eru teikningar og texti, þar
sem stendur, að aðeins smábörn
finni upp á því að eyðileggja
nluti og gera hávaða og læti. —
Vegabréfanna er hægt að krefj-
ast af öilum unglingum, sem eru
innan átján ára að aldri, og þann-
ig er hægt ag koma í veg fyrir
það, að unglingarnir hittist á
kvöldin og næturnar í óheppileg-
um og skuggalegum stöðum.
FIMMTUGUR:
Gísli Pálmason
Gísli Pálmason er fæddur þann
4. sept.einber árig 1913 og er því
fimmtugur í dag, stendur með
öðrum orðum þar sem manneskj-
an nær mestum hraða í lífshlaupið.
Það er ekki ætlunin að skrifa hér
iangt mal um Gísla, rekja ættir
ellegar einstaka þætti í lífi hans,
enda naumast á færi þess, sem
bér ritar.
Gísli Pálmason var fæddur norð
ur á Akureyri, ólst upp við bláan
fjörð, dökk fjöll og mikla sveita-
sælu, eins og þeir nyrðra eiga að
venjast. Líka harða vetur, krepp-
una miklu eftir fyrra stríðið og
þau hörðu kjör. Svo flutti hann
suður, eins gg svo margir. Norð-
lenzkur spaugari, fremur lágvax-
inn, en snaggaralegur í bezta lagi
fékk vinnu suður á Miðnesheiði,
þar sem þá var verið að gera flug-
stöðina miklu.
Ojá. Sá sem þetta ritar veit í
rauninni ósköp lítið um hann Gísla
Pálmason í Nausti. Lítið af því,
sem menn venjulega nota til að
stikla á, pegar þeir skrifa afmæl-
isgrein um starfsfélaga sína og
vini, endí verður Gísla kannske
allra sízt lýst með ættartölum löng
um og lífsamstursskýrslum. Hin
daglega umgengni þessa hjarta-
stóra spaugara skiptir mestu mál.
Gísli hóf störf í Nausti sem
vinbirgðavörður þegar veitinga-
húsið var stofnað. Hann umgengst
ekki gesti í starfi sínu, heldur
starfsfólkið. Á þessum níu árum
hefur hann orðið einn skýrasti
dráttur i þv: umhverfi sem hann
starfar í. Létt lund, spaug, og
gamansemi gerir langan vinudag
skamman. Mörg okkar hafa í raun
inni svo alvarleg viðhorf, takmark-
eða kímnigáfu og lítið af bjartsýni,
að okkur er bráðnauðsynlegt að
vera í nálægð við þá sem bera ljós,
eins og Gísli gerir. Enda hefur
hann aflað sér vinsælda. Á afmæl-
isdaginn verður slegið tjöldum.
Borð svigna undir krásum og loft-
ið titrar at' hlátri. Vinir og starfs-
systkin Gisla safnast í veizlu,
drekka mmni og flytja honum
þakkir. B. Bender
MINNING
Framhald af 6. síðu.
ur formaður ungmennafélagsins
Neista á Djúpavogi. Gunnlaugur
var í fáum orðum sagt mjög vax-
andi maðui hér á Djúpavogi, og
enginn vafi á, að ef honum hefði
orðið lengra lífs auðið, hefðu vafa
laust hlaðizt á hann sívaxandi trún
aðarstörf fyrir byggðarlagið.
Eg sem samstarfsmaður Gunn-
leugs vildi við þetta tækifæri
þakka nonum fyrir samveruna og
votta foreldrum hans, systkinum,
eiginkonu og börnum mína inni-
legustu samúð vegna fráfalls hans.
Diúpavogi, 6, júlí 1963
Kjartan Karlsson
hann af mér veitti,
gaf mér gleði
sem glatast eigi.
Kveð ég þig klökkur
kæii vinur
legg á þitt leiði
laufbiað visið.
Vísa þú átt
vist á h&ðum,
— eilífðarvist .
með Ara og Snorra.
Bragi Jónsson
frá Hoftúnum
Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra hefst a® nýju.
Vinningar verða að þessu sinni 2 3ja her-
bergja fokheldar íbúðir að verimæti kr.
225 þús. hvor, auk þess 10 aukavinningar,
frjálst vöruval fyrir kr. 10 þús. hver.
SÍMNOTENDUR
eiga rétt á að kaupa sin númer til 10, des.
DregiS á
þoriáksmessu
Hver vill ekki slíkan jólaglaðning?
13|
T í M I N N , miðvikudaginn 4. september 1963