Tíminn - 04.09.1963, Síða 14
ÞRIDJA RIKID
WILLIAM L. SHIRER
12. september myndi flýta fyrir
lo'kaátökunum út af Tékkóslóvakíu
og einmitt þá væri tími til kom-
inn fyrir Bretland að sýna and-
stöðu sína við einræðisherrann.
Þrátt fyrir áframhaldandi per-
eónulegt samband sitt við Down-
ing Street og hreinskilnina við
þetta tækifæri við utanríkisráðu-
neytið vissi Kordt ekki, hvernig
vindurinn blés í London. En hann
fékk nokkra hugmynd um það
næsta dag, eins og reyndar allir
aðrir, þegar Tirnes í London birti
sinn fræga leiðara 7. september:
Það gæti verið þess virði fyrir
tékknesku stjórnina að athuga,
hvort hún ætti að útiloka alger-
lega þá skoðun, sem fengið hefur
góðan hljómgrunn sums staðar, að
gera Tékkóslóvakíu að heilsteypt-
ara ríki með því að skilja frá rík-
inu þann hluta erlendra íbúa, sem
búa næst þeirri þjóð, sem þeir eru
samkynja . . . Hagsbæturnar, sem
eru því samfara fyrir Tékkósló-
vakíu að verða að heilsteyptu ríki,
gætu ef til vUl vegið upp á móti
þeim augljósu ókostum að missa
Súdeta-Þjóðverja-héruðin við
landamærin.
Það var hins vegar alls ekki á
það minnzt, að með því að láta
Súdeta-héruðin af hendi við Þýzka
land, myndu Tékkar tapa þeim
náttúrlegu fjallavörnum, sem Bæ-
heimur var og sömuleiðis sinni
„MaginoUínu“ úr varnarvirkjum
og myndu þaðan í frá vera varnar-
lausir gegn Nazista-Þýzkalandi.
Þótt brezka utanríkisráðuneytið
yrði fljótt til þess að neita, að
Times hefði þarna verið að túlka
skoðanir stjórnarinnar, þá sendi
Kordt skeyti til Berlínar næsta
dag og sagði, að mögulegt væri að
„leiðarinn ætti rætur sinar að
rekja til uppástungu, sem borizt
hefði starfsliði Times frá sam-
starfsmönnum forsætisráðherr-
ans“. Það var vissuléga mögulegt!
Á þessum átakaárum, sem fylgt
hafa í kjölfar annarrar heimsstyrj
aldarinnar er erfitt að kalla fram
í hug sér hina dimmu og næstum
óbærilegu spennu, sem greip um
sig í höfuðborgum Evrópu, þegar
Niirnbergflokksfundurinn, sem
hófst 6. september, nálgaðist há-
markið 12. september, þegar
ákveðið var, að Hitler skyldi flytja
lokaræðu sína og búizt var við, að
hann myndi lýsa því yfir fyrir all-
an heiminn að heyra, hvað hann
hefði ákveðið að gera í þágu frið-
ar eða styrjaldar við Tékkósló-
vakíu. Eg var í Prag, miðpunkti
átakanna, þessa viku, og það sýnd-
ist undarlegt, að tékkneska höfuð
borgin var rólegust allra — að
minnsta kosti á yfirborðinu —
þrátt fyrir ofbeldi Þjóðverja í Súd
etahéruðunum, hótanirnar frá Ber
lín, undanlátssemi Breta og
Frakka, og óttann um að þeir ættu
ef til vill eftir að skilja Tékkósló-
vakíu eftir utan dyra.
Benes forseti, sem gert hafði
sér ljóst, að komið var að honum
að taka ákveðna afstöðu, kallaði
Súdetaforingjana Kundt og Sebe-
kovsky til' Hradsehinhallarinnar 5.
september og sagði þeim, að leggja
fram heildarkröfur sínar. Hann
myndi ganga að þeim, hverjar svo
sem þær yrðu. „Guð minn góður“,
hrópaði vara-Súdetaleiðtoginn Karl
Hermann Frank, næsta dag. „Þeir
hafa veitt okkur allt“. En þetta
var það síðasta, sem Súdetaleiðtog
amir og yfirmenn þeirra í Berlín
óskuðu eftir. Henlein hætti við all
ar samningaviðræður 7. september
samkvæmt skipun frá Þýzkalandi.
Afsökunin var meint ofbeldi tékk-
nesku lögreglunnar við Moravská-
Pstrava.
Göring hélt herskáa ræðu á
Nurnibergflokksfundinum 10. sept.
„Lítilfjörlegt brot af Evrópu ógn
ar mannkyninu . . . Þessi vesæli
dvergkynþáttur (Tékkar) drottn-
ar yfir menningarþjóð, og að baki
hans stendur Moskva og hin eilífa
gríma Gyðinga-djöfulsins“. En út-
varpsræða Benes sama dag kom
hvergi inn á skammarræðu Gör-
ings. Hún var hógvært og virðu-
legt ákall um kyrrð, góðvdja og
gagnkvæmt traust.
Undir yfirborðinu voru Tékkar
þó spenntir. Eg rakst á dr. Benes
í gangi tékknesku útvarpsstöðvar-
innar eftir útsendinguna, og tók
eflir þvi, að í andliti hans spegl-
aðist alvara, og hann virtist vera
sér þess fullkomlega meðvitandi
í hversu alvarlegri aðstöðu hann
sjálfur var. Wilson-járnbrautar-
stöðin og flugvöllurinn í Prag var
fullur af Gyðingum, sem í örvænt
ingu sinni reyndu að finna leiðir
til þess að komast til öruggari
landa. Um helgina var gasgrímum
dreift út á meðal borgarbúa. Frétt
ir frá París hermdu, að franska
stjórnin væri farin að verða óró-
leg vegna ófriðarhorfanna, og frá
London bárust þær fréttir, að
Ghamberlain velti fyrir sér mögu-
leika á örvæntingaragerðum til
þess að hægt væri að uppfylla
kröfur Hitlers — á kostnað Tékka
að sjálfsögðu.
Og síðan beið öll Evrópa eftir
orðum Ilitlers 12. september frá
Niirnberg. En þrátt fyrir það, að
ræða foringjans væri bæði rudda
leg og orðskrúð mikið og full af
eiturörvum, sem beint var að tékk
neska ríkinu og sér í lagi tékk
neska forsetanum, þá var ekki um
stríðsyfirlýsingu að ræða, þarna
sem ræðan var flutt fyrir ofsa-
glaða ofstækisfulla nazista, sem
safnazt höfðu saman á hinum geysi
stóra leikvangi síðasta kvöld fund
arins. Hann geymdi ákvörðun
sína — að minnsta kosti að birta
hana opinberlega, því að eins og
við vitum af þýzkum skjölum, var
hann þegar búinn að ákveða, að 1.
október skyldi verða árásardagur-
inn, er Þjóðverjar færu yfir tékk-
nesku landamærin. Hann krafðist
þess einfaldlega, að tékkneska
stjórnin veitti Súdetum „rétt
sinn“. Yrði það ekki gert, myndu
Þjóðverjar verða að sjá um að úr
því yrði.
Áhrifin af ræðu Hitlers urðu
töluverð. í Súdetahéruðunum
leiddi hún U1 uppreisnar, sem
tékknesku stjórninni tókst að bæla
niður efár tveggja daga bardaga,
þegar þangað höfðu verið sendir
hermenn og herlög sett. Henlein
komst yfir landamærin inn í Þýzka
land og lýsti við það tækifæri yfir
því, að eina lausnin væri sú, að
Súdetahéruðin yrðu afhent Þýzka-
landi.
Þetta var einmitt sú lausn, sem
stöðugt var verið að vinna að í
London, en áður en hægt yrði að
komd henni í framkvæmd, varð að
ná samkomulagi við Frakka. Dag-
inn eflir ræðu Hitlers, 13. septem
ber, sat franska stjórnin á fundi
allan daginn, og hélt áfram að
vera vonleysislega ósammála um
það, hvort virða ætti skuldb'nding
arnar við Tékkóslóvakíu, ef til árás
ar kæmi af hálfu Þjóðverja, sem
talin var yfirvofandi. Þetta kvöld
var brezki sendiherrann í París,
Eric Pipps lávarður, sóttur í Opera
Comique til þess að sitja áríðandi
fund með Daladier forsætisráð-
herra. Sá síðarnefndi fór þess ein
dregið á leit við Chamberlain, að
hann reyndi að ná sem hagkvæm-
ustu samkomulagi við þýzka ein-
ræðisherrann.
Gizka má á, að lítið hafði þurft
að hvetja Chamberlain í þessu sam
bandi. Klukkan 11 þetta sama
kvöld sendi brezki forsætisráðherr
ann áríðandi skeyti til Hitlers:
Með tilliti til hins alvarlega
ástands, sem nú ríkir, sting ég upp
á því, að ég komi yfir um til þess
að hitta yður í þeim tilgangi að
reyna að finna friðsamlega lausn
á mál'unum. Eg sting upp á að
koma með flugvél og er reiðubú-
inn að leggja af stað strax á morg-
un.
Gerið svo vel að segja til um
það.hvenær þér getið tekið á móti
mér og segið til um, hvar fundur-
12
yður. Eg hef aldrei verið jafn nið
urdreginn.
— Var það vegna þess að yður
fannst þér hafa misst mig sem vin
eða sem velþjálfaðan starfskraft?
heyrði hún sjálfa sig segja og trúði
varla sínum eigin eyrum.
— Hvað segið þér? Hann horfði
á hana furðu lostinn.
— Eg var bara að spauga. Fyr-
irgefið mér, dr. Raeburn.
— Já, já, auðvitað. Þér hafið
sjálfsagt fengið slæmt taugaáfall
eftir allt, sem þér hafið orðið að
þola. Þetta hlýtur að hafa verið
ógnarlegt.
— Að sumu leyti var það ógn-
arlegt, sagði hún hægt og eftir að
vegabréf hennar hafði verið at-
hugað gengu þau saman í áttina
að útgöngudyrunum. Hún bætti
við: — en að sumu leyti ekki.
Hún hafði séð fjölda marga mæta
dauða sínum með stdlingu og hug
arró. Hún hafði fundið, að mennt-
un hennar og þjálfun var henni
mikill styrkur — hún hafðí getað
rétt ýmsum hjálparhönd og hún
hafði kynnzt Brett á þvílíkan hátt,
sem hún hefði aldrei gert undir
vanalegum kringumstæðum.
— Eg hef tekið bíl á leigu síð-
an ég kom hingað, tjáði Grant
henni. — Þér rnunuð búa á Gesta-
heimilinu nálægt Bótaniska garð-
inum. Hann brosti lítillega og
bætti þurrlega við:
— Eg vona, að þér kiinnið vel
við yður þar. En mer Ieizt nú ekki
alls kostar vel á það, þegar ég leit
þar inn um daginn. Mér þótti víða
vera sóðalegt um að litast.
— Það gerir ekkert til, sagð'
hún. — Eg geri ekki ráð fyrir að
vera þar mildð. Er það langt frá
rannsóknarstofnuninni?
Hann hristi höfuðið. — Nei, rétt
hjá. Það var meðal annars
ástæðan til að ég valdi það handa
yður. Og ef satt skal segja, var
önnur ástæðan sú, að það var eini
staðurinn, sem unnt var að útvega.
Hong Kong er að sprengja utan
af sér íbúana. Það er erfitt að
finna hér auðan blett. Og ég verð
að segja yður það strax, að til að
byrja með verðið þér að búa í her-
bergi með Mildred
Gail var ekki sérlega hrifin, en
hún sagði ekkert. Hún hafði á til-
finningunni, að Mildred yrði ekki
hótinu ánægðari með þá ráðstöf-
un en hún var sjálf.
— Hvernig líður Mildred? Kann
hún vel við sig hérna?
Hann leiddi hana í áttina að bif-
reiðinni, sem hann hafði tekið á
leigu.
— Hún hefur verið mér til ein-
stakrar hjálpar — miklu meiri en
nokkurn tíma áður. Hún hefur
meira að segja tekið fúslega á sig
ýmis skyldustörf yðar.
— Svo að þér þurfið kannski
alls ekki á mér að halda, doktor?
Og aftur vissi hún ekki, hvað gekk
að henni að láta svona út úr sér.
Það var mjög ólíkt henni.
Aftur leit hann undrandi og al-
varlegur á hana.
— Þetta hljómar einhvern veg
inn ólíkt yður, systir. Eg er hrædd
ur um, að taugarnar séu í ólagi.
Eg skal athuga, hvort ekki er hægt
að koma því í kring, að þér fáið
nokkra frídaga, áður en þér byrj-
ið að vinna.
— Það er engin þörí á því,
sagði hún fljótmælt, — mér líður
miklu betur, ef ég hef nóg að gera.
Hún heyrði að hann varp önd-
inni af feginleik.
— Eg held næstum að ég sé sam
mála yður. Þegar ég er niðurdreg
inn eða þreyttur á taugum, hefur
mér fundizt vinnan bæta mein mín
bezt.
— Hvernig líður Bobby — ég
meina dr. Gordon, spurði hún um
leið og hann setti bifreiðina í gír
og ók af stað.
— Ljómandi vel. Hann virðist
kunna bærilega við sig. Við höfum
íbúð saman í einni nýbygginganna
á leiðinni upp að hæðinni. Eg hélt
I ekki, að það ætti við mig að deila
íbúð með öðrum, en ég hef vanizt
! því furðufljótt að hafa dr. Gordon
þar líka. Og ef satt skal segja, þá
hef ég uppgötvað, að ég hljóti að
hafa verið harla einmana áður,
þótt ég vissi það ekki.
Hún brosti seinlega.
— Eg held, að þér hafið ekki
einu sinni gefið yður tóm til þess
að vera einmana, doktor.
Hún hélt, að hann myndi brosa
I td sín, en þess í stað sá hún stríkka
á andlitsvöðvum hans. — Af orð-
um yðar í dag að dæma virðist
þér hafa dálítlð kyndugar hug-
inyndir um mig, systir.
Hún roðnaði litið eitt.
— Kannski er ég dálítið utan
við mig eftir allt, sem gerzt hefur,
sagði hún afsakandi.
— Auðvitað. Eg skil Harkan
hvarf úr róm hans. Þetta er Kow-
loon, sem við ökum nú i gegnum.
Það er á meginlandinu og við verð
um að taka ferju yfir til Hong
Kong.
GaU horfði í kringum sig, heill-
uð af öllu skrautinu í verzlunar-
gluggunum, yfir hinu litríka ið-
andi lífi, sem ólgaði hér
Hann beygði inn i hliðargötu,
þar sem blasti við feikilega mikil
bygging.
— Eg held, að ég muni eftir
þessu, sagði hún æst.
— Þetta er Peninsuliar hótelið
í Kowloon, mi’klu stærra en nokk
urt gistihús í Hong Kong.
— Auðvitað, sagði GaU og rann
upp fyrir henni ljós.
— Helen frænka sagði mér, að
foreldrar mínir hefðu átt íbúð í
grennd við Peninsuliar hótelið.
Hún leit út yfir höfnina, yndis-
legu höfnina í Hong Kong milli
eyjarinnar og borgarinnar Kow-
loon. Stór og lítil skip lágu þar
fyrir festum, kínverskir djunkar-
ar og litlir fiskibátar. Þarna voru
líka skemmtisnekkjur og herskip
og sömuleiðis áætlunarferjan tU
Maccao.
— Þetta er fagurt, sagði hún
heilluð og utan við sig.
— Jú, víst er fallegt hér, sagði
hann stillUega.
— Eg vildi bara óska að ég
væri ánægðari að starfa hér.
— Hvað segið þér? Líkar yður
ekki að vinna hérna? spurði hún
hraðmælt.
Hann hristi höfuðið
— Kannski skánar það. For-
stöðumaður stofnunarinnar er dr.
Kalavitch, flóttamaður frá Komm-
únista-Kína. Hann er stórgáfaður
maður og ég hafði hlakkað tii að
vinna undir stjórn hans. En
hvernig sem á því stendur semur
okkur ekki nógu vel — og við höf
um ólíkar skoðanir á flestum mál-
um. Eg veit ekki, hvort ég bein-
línis vantreysti honum — auðvit-
að hefði hann ekki fengið þetta
starf, ef honum hefði ekki verið
fullkomlega treyst. En samt get
ég ekki losað mig við einhverja
óþægindatilfinningu og það gerir
manni erfitt fyrir. Kannski þér
getið hjálpað mér að komast yfir
þetta, systir.
Hún gladdist yfir orðum hans
og beiðni um hjálp.
— Þér vitið, að ég vildi leggja
allt á mig til að hjálpa yður, dr.
Raeburn, sagði hún blátt áfram.
Hann leit á hana sínum vin-
gjarnlegu gráu augum.
— Eg held, að þér segið það
satt, systir. Eg hef einhvern veg-
inn á tilfinningunni, að sú stund
kunni að koma, að ég þurfi á hjálp
yðar að halda. Stundum, þegar ég
er mjög niðurdreginn út af þessu
segi ég við sjálfan mig: Hamingj-
unni sé lof að ég hef gott sam-
starfsfólk. Eg var að hugsa um að
aka yður til íbúðar okkar Bobbys
áður en ég fer með yður tU Gesta
heimilisins. Mildred og Bobby bíða
okkar þar. Mér datt í hug, að við
fengjum okkur hressingu saman
til að fagna komu yðar. Og þetta
er líka miklu meira en venjuleg
koma — við fögnum því að þér
komið til okkar heilar á húfi.
Hún hló við. — Eg er eiginlega
bæði hissa og sæl 'yfír að ég skuli
fá tækifæri til að fagna með!
Þau fóru yfir sundið með ferj-
unni og óku eftir breiðgötunni
Praya niðri við höfnina. Gail
starði dolfallin á mannþröngina
14
T í M I N N , miðvikudagin'n 4. september 1963